Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 13 Kynning á vor- og sumarfatnaði vikuna 24.-30. apríl Stærðir 40-52 Nýtt! Heimilisilmur frá Marina Rinaldi Gjöf til viðskiptavina HVERFISGÖTU 6 101 REYKJAVÍK - SÍMI 562 2862 ● BANDARÍKIN og Kína hafa náð samkomulagi um nokkur af deilu- málum sínum vegna milliríkja- viðskipta. Í samkomulagi, sem und- irritað var í Washington á miðvikudag, heita kínversk stjórnvöld því að grípa til harðari aðgerða til að hindra þar- lend fyrirtæki í að brjóta höfundarrétt með ólöglegri afritun og eftirlíkingum af bandarískum vörum, til dæmis kvikmyndum og tölvuforritum. Þá heita Kínverjar því að opna í auknum mæli flókið vörudreifingarkerfi lands- ins fyrir erlendum fyrirtækjum. Samkomulag náðist um að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum í vegi við- skipta með iðnaðarvörur, en minni ár- angur náðist á sviði landbúnaðarvara og Kínverjar neituðu t.d. að aflétta banni á innflutning fuglakjöts frá Bandaríkjunum, sem sett var á eftir að fuglaflensa kom upp vestra í febr- úar. Þá verður aðeins slakað lítillega á banni við innflutningi nautakjöts, sem sett var á eftir að tilfelli kúariðu greindist í Washington-ríki fyrir ára- mót. Anne Veneman landbún- aðarráðherra Bandaríkjanna lagði á blaðamannafundi áherzlu á að eftir að Kína gekk í Heimsviðskiptastofn- unina (WTO) hefði náðst mikill árang- ur í að auka útflutning landbún- aðarvara til Kína; hann hefði þrefaldazt á tveimur árum. Meiri halli er á viðskiptum Banda- ríkjanna við Kína en nokkurt annað ríki; 124 milljarðar dollara eða um níu þúsund milljarðar króna. Árangur í viðskipta- viðræðum Banda- ríkjanna og Kína ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Sony í viðræðum um kaup á MGM ● SONY Corp. á nú í viðræðum um kaup á kvikmyndafyrirtækinu Metro-Goldwyn-Mayer, að því er The Wall Street Journal greindi frá á miðvikudag. Bréf Sony lækkuðu í kauphöllinni í New York við þessar fregnir en bréfin í MGM hækkuðu. Talið er að kaupverðið, verði af við- skiptunum, geti orðið um fimm millj- arðar dollara, eða um 370 milljarðar króna. Heimildir WSJ hermdu að fjár- festingarfélögin Texas Pacific Group og Providence Equity Partners, sem m.a. sýndi áhuga á að fjárfesta í Símanum á sínum tíma, myndu taka þátt í kaupunum með Sony. Líklegt er talið að MGM yrði sam- einað kvikmyndasviði Sony, Sony Pictures Entertainment. MGM hefur í tvö ár stefnt að því að stækka með kaupum eða sameiningu við annað fyrirtæki. Fyrirtækið, sem er að þremur fjórðu í eigu auðmannsins Kirk Kerkorian, reyndi í fyrra að kaupa Universal Studios en án ár- angurs. Verði af sameiningunni, mun MGM aftur fá aðgang að kvikmynda- verum, sem það seldi Sony á sínum tíma, en þar voru sögufrægar myndir á borð við Á hverfanda hveli teknar. ● Í VIÐSKIPTABLAÐI Morgunblaðs- ins á fimmtudag kom fram að félag í eigu Einars Arnar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Saxhóls ehf., ætti meirihluta í Hótel Búðum á Snæ- fellsnesi á móti félagi í eigu Hann- esar Smárasonar, aðstoðarforstjóra Íslenzkrar erfðagreiningar. Hið rétta er að það er Saxhóll, sem á hlutinn á móti félagi Hann- esar. Fimm hluthafar eru í Saxhóli, sem allir eiga jafnan hlut. Morgunblaðið biðst velvirðingar á ónákvæmninni. Saxhóll á hlutinn í Búðum ● MICROSOFT hyggst áfrýja ákvörð- un framkvæmdastjórnar ESB í sam- keppnismáli gegn fyrirtækinu, sem tekin var í síðasta mánuði. Í Fin- ancial Times er vitnað í minnisblað, sem Microsoft hefur birt og lýsir þeim röksemdum, sem fyrirtækið hyggst nota í dómsmálinu. M.a. halda lögfræðingar Microsoft því fram að ákvörðun ESB eigi sér engin lagaleg fordæmi, hún gangi á skjön við raunveruleikann í viðskiptalífinu og sé heldur ekki í samræmi við það samkomulag, sem fyrirtækið náði við samkeppnisyfirvöld í Bandaríkj- unum. M.a. sakar fyrirtækið fram- kvæmdastjórnina um að reyna að búa til nýja löggjöf, sem dragi úr hvata til rannsókna og þróunar, sem sé nauðsynlegur fyrir hagvöxt í heim- inum. Microsoft hyggst áfrýja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.