Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HLÍÐASKÓLI hefur hlotið viður- kenningu og 200 þúsund króna styrk frá Hagsmunafélagi um efl- ingu verk- og tæknimenntunar framúrskarandi árangur nemenda 10. bekkjar í samræmdum prófum í stærðfræði sl. þrjú ár. Skólinn náði hæstri samanlagðri með- aleinkunn í stærðfræði á sam- ræmdum prófum 10. bekkjar árin 2001–2003. Áður hafði Hagsmunafélagið veitt Landakotsskóla viðurkenn- ingu og 300 þúsund króna styrk fyrir hæstu meðaleinkunn á sam- ræmdum prófum í stærðfræði 2003 og Grunnskólanum á Hellu 200 þúsund króna styrk fyrir mestu hækkun á meðaleinkunn á sam- ræmdum prófum í stærðfræði milli 7. og 10.bekkjar. Þá viðurkenningu hlaut skólinn fyrir árganginn sem útskrifaðist úr skólanum 2003. Styrkjunum mega skólarnir ráð- stafa að vild til að byggja upp kennslu í raungreinum. Að Hagsmunafélagi um eflingu verk- og tæknimenntunar standa Háskólinn á Akureyri, Háskóli Ís- lands, Samtök iðnaðarins, Tækni- háskóli Íslands, Tæknifræðinga- félag Íslands og Verkfræðinga- félag Íslands. Að sögn Inga Boga Bogasonar, menntafulltrúa Samtaka iðnaðar- ins, er þetta þriðja árið sem félagið veitir verðlaun af þessu tagi. Hann segir þá skóla og samtök sem standa að félaginu telja mikilvægt að fjölga raungreinamenntuðu fólki í landinu. „Við lítum svo á að til þess að koma þessari viðhorfs- breytingu til raungreinamennt- unar á sé farsælt að beina kastljós- inu að þeim sem eru að standa sig vel í stærðfræði í 10.bekk. Þetta er um það leyti sem unga fólkið tekur ákvörðun um hvað það ætlar að taka sér fyrir hendur í lífinu.“ Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur á samræmdum stærðfræðiprófum Hlíðaskóli hæstur í þrjú ár Morgunblaðið/Sverrir Viðurkenningin afhent: Ingi Bogi Bogason, Bjarni Bessason, prófessor og formaður Hagsmunafélagsins, Kristrún Guðmundsdóttir skólastjóri með viðurkenninguna, Bjarki Brynjarsson, forseti tæknideildar THÍ, Guðrún Ólafs- dóttir, varaformaður Verkfræðingafélagsins, og Logi Kristjánsson framkvæmdastjóri. LÖGREGLAN í Hafnarfirði stöðv- aði 20 ökumenn fyrir of hraðan akst- ur í fyrrakvöld og fram á aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Einn úr hópn- um var ölvaður að sögn varðstjóra. Ekki var þó um ofsaakstur að ræða í umræddum tilvikum. Lögreglan í Keflavík stöðvaði hins vegar ökumann á Reykjanesbraut í gærmorgun á móts við Voga á 127 km/klst. þar sem leyfilegur há- markshraði er 70 km/klst. Hann á von á ökuleyfissviptingu. 20 óku of hratt CURTIS Olafson, nautgripabóndi í Norður-Dakota í Bandaríkjunum, vill kynbæta íslenska nautgripi með bandarískum fósturvísum. Hann segir að séu þeir fluttir frosnir á milli landa og þeim síðan komið fyrir í íslenskum kúm á ein- angruðu svæði, eins og til dæmis í Hrísey, sé nánast engin sjúkdóma- hætta fyrir hendi. Þannig sé mögu- leiki á að rækta góðan stofn sem komi sér vel fyrir íslenska naut- gripabændur og neytendur. Þetta kemur fram í viðtali við Curtis Olafson í blaðinu Lögbergi- Heimskringlu, sem kemur út í Winnipeg í Kanada í dag, föstudag. Hann segir að það sé alltaf gott að reyna að kynbæta stofna, hvar sem þeir eru, til að auka gæði fram- leiðslunnar og svara þannig kröfum markaðarins. Curtis Olafson er ættaður úr Eyjafirði. Hann býr þar sem afi hans og amma settust að þegar þau fluttu frá Íslandi 1883 en síðan hef- ur fjölskyldan stundað naut- griparækt. Curtis hefur ræktað svonefndan Simmental-stofn í rúm- lega 12 ár og segir að það sé besti stofninn í Bandaríkjunum til fram- leiðslu nautakjöts, en ársgamlir séu gripirnir um 540 kg þungir að meðaltali. Spennandi verkefni og engin sjúkdómahætta Að sögn Curtis hefur hann hug- leitt þetta um hríð en ekki rætt málið enn við íslenska ráðamenn. ,,Ég held að þetta geti orðið mjög spennandi verkefni,“ segir hann við blaðið. Mikilvægt sé að tryggja að engin sjúkdómahætta sé á ferðum, og það sé best gert með því að gera þessa tilraun á einangruðu svæði eins og í Hrísey, ,,Aðalatriðið er að tryggja að allar breytingar vegna svona rannsóknar séu jákvæðar fyrir nautgriparækt á Íslandi.“ Morgunblaðið/Steinþór Curtis Olafson, nautgripabóndi í Norður-Dakota í Bandaríkjunum, beitir vísindalegum aðferðum við að vega og meta gildi gripa sinna. Vill kynbæta ís- lenska nautgripi Winnipeg. Morgunblaðið. SJÖ bílainnbrot í Móahverfi í Njarð- vík voru tilkynnt lögreglunni í Kefla- vík í gærmorgun. Talið er að brotist hafi verið inn í bifreiðirnar í fyrri- nótt. Gramsað var í þeim og stolið hljómflutningstækjum og geisladisk- um. Lögreglan segir innbrotin óvenju- mörg fyrir þetta hverfi. Málið er í rannsókn en enginn hefur verið handtekinn. Brotist inn í sjö bíla í Njarðvík LÖGREGLAN á Hvolsvelli stöðvaði erlendan ferðamann á bílaleigubíl á 148 km hraða austan við Skóga í gær. Ökumaðurinn hlaut 50 þúsund króna sekt en borgaði á staðnum og fékk 25% afslátt. Eftir að hafa reitt fram 37.500 krónur hélt hann sína leið að sögn lögregluvarðstjóra. Tekinn á 148 km OLÍUFÉLAGIÐ hf. opnar í vikunni fjórar nýjar sjálfsafgreiðslubensín- stöðvar undir vörumerkinu EGO, en þar er áhersla lögð á að veita elds- neyti á lágu verði auk þess að bjóða viðskipavinum virðisaukandi ávinn- ing í formi afsláttarmiða og tilboða á vörum og þjónustu. Fyrsta bensínstöðin verður opnuð í dag í Vatnagörðum og verður margt um að vera á stöðinni í tilefni af því. Hundrað fyrstu viðskiptavinirnir fá gjafir, þáttastjórnendur Lögreglu- máls á FM957 bjóða öllum að mæla egóið, EGO herinn verður á svæðinu og SMS leikur í gangi þar sem við- skiptavinir eiga þess kost á að vinna utanlandsferðir, miða á tónleika með Pink, bíómiða, máltíðir á veitingahús- um og boli. Á morgun verða opnaðar tvær stöðvar, í Fellsmúla og á Sala- vegi. 30. apríl nk. verður síðan opnuð stöð við Smáralind. Fyrst um sinn verður 95 oktana bensín selt á kr. 97,50 líterinn. Sambærilegt verð og ávinningur Stefna EGO er, að sögn talsmanna, að bjóða verð sambærilegt við það sem lægst gerist á hverju markaðs- svæði fyrir sig. Þá sé áhersla lögð á að veita viðskiptavinum ávinning; ekki einungis í formi lágs eldsneytisverðs heldur einnig að koma viðskiptavin- um á óvart með nýjungum og virð- isaukandi uppákomum. Til að mynda gildi kvittunin sem viðskiptavinurinn fær fyrst um sinn sem lukkumiði þar sem hægt er að vinna til margskonar verðlauna, en einnig gildi hann sem afsláttarmiði í kvikmyndahús. Stefnt er að því að opna sjö til tíu EGO stöðvar á árinu, flestar á höf- uðborgarsvæðinu. Bæði er verið að setja upp nýjar stöðvar og endurnýja og bæta eldri stöðvar Olíufélagsins með nýjum stíl. EGO opnar fjórar nýjar sjálfsafgreiðslubensínstöðvar Áhersla á virðisaukandi ávinning viðskiptavina EGO-stöðin við Vatnagarða. Brátt bætast þrjár í viðbót í hópinn. ♦♦♦ ♦♦♦ AÐALFUNDUR Skólafélags Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri hefur sent frá sér harðorða ályktun í tilefni þess að í fyrirhug- aðum Landbúnaðarháskóla mun fulltrúi nemenda ekki eiga sæti í háskólaráði. Vísað er til greinargerðar með frumvarpi til laga um Landbúnað- arháskóla Íslands, þar sem segir m.a. að í stað fulltrúa nemenda og kennara komi tilnefning frá Sam- tökum atvinnulífsins. Í ályktuninni segir m.a. að sú ráðstöfun, að ætla nemendum ekki fulltrúa í háskólaráð, sé „svívirðileg móðgun við þá lýðræðishugsun sem hefur hingað til einkennt háskóla í landinu og jafnframt víðast hvar í heiminum“. Möguleikar nemenda stórlega skertir „Sú ætlan að skipa hvorki full- trúa nemenda né kennara í háskóla- ráð mun birtast í því að ráðið getur ekki fjallað um málefni sem snúa beint að innra starfi stofnunarinnar því þekkingu á því mun skorta. Eins er með þessari ráðstöfun stór- lega skertir þeir möguleikar nem- enda að leita réttar síns ef þeir geta aldrei skotið málum sínum til há- skólaráðs nema þá aðeins með því að leita á náðir annarra fulltrúa. Síðan má benda á að hér er vísvit- andi verið að brjóta gegn lögum um háskóla nr. 136/1997,“ segir í álykt- uninni m.a. Mótmæla skipan í skóla- ráð Landbúnaðarháskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.