Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 1
Glaðir á góðri stund Blaðamenn gera sér dagamun á Pressuballi | Fólk Sívinsæll barón Sígaunabaróninn frumsýndur í Íslensku óperunni | Listir Fólkið í dag Erum við nakin án bókarinnar?  Hugmyndabarátta á tölvuskjám  Taflborð á tánum STOFNAÐ 1913 110. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is SÉRSVEITIR grísku lögreglunnar eru hér að æfa sig undir Ólympíuleikana í Aþenu í sumar en öryggisviðbúnaður vegna þeirra verður sá mesti í sögunni. Tekur meira en helmingur grísks ör- yggis- og löggæsluliðs, meðal annars sérsveit- anna, lögreglunnar og strandgæslunnar, þátt í honum. Eru útgjöld Grikkja vegna öryggisgæsl- unnar einnar áætluð um 57 milljarðar íslenskra króna. Reuters Sérsveitir æfa fyrir Ólympíuleikana ANNE Krueger, starfandi yfirmaður IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hvatti í gær ríkisstjórnir til að sýna aukið aðhald þar sem búast mætti við, að vextir færu hækkandi. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að kæmi til vaxtahækkana erlendis myndi það óhjákvæmilega hafa nei- kvæð áhrif á viðskiptajöfnuð þjóðar- innar við útlönd. Krueger sagði, að því er fram kemur í AFP-frétt, að al- mennt horfði vel í heimsbúskapnum en IMF spáir því, að hagvöxtur í heiminum verði 4,6% á þessu ári, sá mesti frá 2000, og 4,4% á næsta ári. Sagði hún, að þessar góðu horfur ættu ríkisstjórnir að nýta sér og grípa strax til aðhaldsaðgerða í því skyni að búa sig undir væntanlegar vaxta- hækkanir. Alan Greenspan, seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, hefur einnig verið að búa stjórnvöld þar í landi undir vaxtahækkanir í því skyni að koma í veg fyrir vaxandi verð- bólgu. Már sagði ljóst, að vextir er- lendis hefðu verið í sögulegu lág- marki að undanförnu og af því hefðum við notið góðs, enda greiðslur af erlendum lánum verið lægri en ella. Sagði hann, að kæmi til vaxtahækk- ana eins og búist væri við, myndi það hafa neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð okkar við útlönd. Íslendingar skulda mikið fé í út- löndum og komið hefur fram, að ís- lenskar lánastofnanir hafi á síðasta ári tekið allt að 300 milljarða kr. að láni á erlendum markaði. Sagði Már, að það fé hefði verið endurlánað og því myndi væntanleg vaxtahækkun bitna á þeim, sem við því hefðu tekið, íslensku atvinnulífi og einstaklingum. IMF býst við hærri vöxtum Hefði neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð Íslendinga segir Már Guðmundsson ÓTTAST er, að allt að 3.000 manns hafi látist eða slasast er tvær lestir hlaðnar eldsneyti rákust á og sprungu í loft upp í Norður-Kóreu í gær. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap hafði eftir heimildum í Kína, að lýst hefði verið neyðarástandi á svæðinu en yfirvöld í N-Kóreu vilja ekkert segja og hafa rofið öll fjar- skipti við svæðið. Sprengingin var svo öflug, að lest- arstöðin í borginni Ryongchon, sem er nokkuð fyrir sunnan kínversku landamærin, gjöreyðilagðist en níu klukkustundum áður hafði Kim Jong-Il, leiðtogi N-Kóreu, farið um hana á leið heim frá Kína. Yonhap sagði, að lestarstöðin og nærliggjandi svæði væru rústir ein- ar eins og eftir gífurlega sprengju- hríð. Hefði sprengingin verið svo óskapleg, að alls konar rusl hefði borist hátt í loft upp og fallið síðan til jarðar í Sinuju, sem er norður-kór- eskur bær rétt sunnan við kínversku landamærin. Fréttastofan sagði, að margt slas- að fólk hefði verið flutt til kínversku borgarinnar Dandong, sem er við landamærin. Um hana fara margir Kínverjar, aðallega kaupmenn, sem stunda viðskipti í Ryongchon, og því er óttast, að einhverjir þeirra kunni að vera meðal hinna látnu. Slysið átti sér stað um miðjan dag í gær að staðartíma en lestirnar voru að flytja bensín og gas. Sagt er, að gasið hafi verið gjöf frá Kínverjum en í N-Kóreu er mikill orkuskortur og efnahagslífið í kaldakoli. Eru bil- anir í lestum og lestakerfinu mjög al- gengar og sjaldgæft, að lestirnar séu á réttum tíma. Í Suður-Kóreu hafa sumir getið sér til, að sprengingin hafi verið banatilræði við Kim Jong-Il en stjórnvöld þar vísa því á bug og segj- ast viss um, að hún hafi verið slys. Mikið mannfall í spreng- ingu í Norður-Kóreu Eldsneytislestir sprungu í loft upp við árekstur og gjöreyddu lestarstöð Seoul. AP, AFP. ÁÆTLUÐ velta fyrirtækjanna inn- an Air Atlanta-hópsins er yfir einn milljarður dala á þessu ári eða tæp- lega 73,8 milljarðar íslenskra króna. Þetta kom fram í ræðu sem stjórn- arformaður og aðaleigandi Atlanta- flugfélagsins, Magnús Þorsteinsson, flutti í gær í Shannon á Írlandi þegar Air Atlanta Aero Engineering, við- haldsfyrirtæki Air Atlanta-hópsins, tók formlega til starfa. Til saman- burðar má nefna að rekstrartekjur Flugleiða í fyrra námu 37,5 milljörð- um króna. Atlanta ásamt tengdum fyrirtækj- um hefur vaxið mikið á síðustu miss- erum og í máli Magnúsar kom fram að áætlað væri að innri vöxtur hóps- ins yrði 10–15% á ári. Að auki myndi fyrirtækið eflast með kaupum á öðr- um fyrirtækjum eins og það hefur gert síðastliðna sextán mánuði. Í samtali við Morgunblaðið stað- festi Magnús að rekstur félaganna innan Atlanta-hópsins hefði farið batnandi. Hann sagði að hópurinn í heild hefði skilað hagnaði í fyrra en reksturinn gengið misvel eftir fé- lögum. Veltan áætl- uð 74 millj- arðar í ár Shannon á Írlandi. Morgunblaðið.  Atlanta/12 Air Atlanta-hópurinn FRÁ og með 12. júní á næsta ári og til júlíloka 2006 verða ökumenn að greiða sérstakan skatt til að komast inn í Stokkhólm. Sex vikum síðar verður efnt til almennrar atkvæða- greiðslu meðal borgarbúa um hvort halda skuli skattheimtunni áfram. Skatturinn á að taka til allra, sem til borgarinnar koma, hvort sem þeir búa þar eða ekki, og verður á bilinu 95 til 190 ísl. kr. eftir því hve- nær dagsins er. Tilgangurinn er að draga úr umferðarþunganum og þar með menguninni en leigu- bifreiðar og strætis- og fólksflutn- ingabifreiðar yfir ákveðnum þunga verða undanþegnar skattinum. Komið verður upp rafrænum eft- irlitsbúnaði við alla vegi inn í Stokkhólm og í hvert sinn sem hann skráir bílnúmer, verður eiganda bifreiðarinnar sendur reikningur. Árangurinn af líku kerfi í Lond- on er sá, að umferðarþunginn hefur minnkað um 18% og umferð- arhnútum fækkað um 30% Umferð til Stokkhólms skattlögð Stokkhólmi. AP. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.