Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 1

Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 1
Glaðir á góðri stund Blaðamenn gera sér dagamun á Pressuballi | Fólk Sívinsæll barón Sígaunabaróninn frumsýndur í Íslensku óperunni | Listir Fólkið í dag Erum við nakin án bókarinnar?  Hugmyndabarátta á tölvuskjám  Taflborð á tánum STOFNAÐ 1913 110. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is SÉRSVEITIR grísku lögreglunnar eru hér að æfa sig undir Ólympíuleikana í Aþenu í sumar en öryggisviðbúnaður vegna þeirra verður sá mesti í sögunni. Tekur meira en helmingur grísks ör- yggis- og löggæsluliðs, meðal annars sérsveit- anna, lögreglunnar og strandgæslunnar, þátt í honum. Eru útgjöld Grikkja vegna öryggisgæsl- unnar einnar áætluð um 57 milljarðar íslenskra króna. Reuters Sérsveitir æfa fyrir Ólympíuleikana ANNE Krueger, starfandi yfirmaður IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hvatti í gær ríkisstjórnir til að sýna aukið aðhald þar sem búast mætti við, að vextir færu hækkandi. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að kæmi til vaxtahækkana erlendis myndi það óhjákvæmilega hafa nei- kvæð áhrif á viðskiptajöfnuð þjóðar- innar við útlönd. Krueger sagði, að því er fram kemur í AFP-frétt, að al- mennt horfði vel í heimsbúskapnum en IMF spáir því, að hagvöxtur í heiminum verði 4,6% á þessu ári, sá mesti frá 2000, og 4,4% á næsta ári. Sagði hún, að þessar góðu horfur ættu ríkisstjórnir að nýta sér og grípa strax til aðhaldsaðgerða í því skyni að búa sig undir væntanlegar vaxta- hækkanir. Alan Greenspan, seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, hefur einnig verið að búa stjórnvöld þar í landi undir vaxtahækkanir í því skyni að koma í veg fyrir vaxandi verð- bólgu. Már sagði ljóst, að vextir er- lendis hefðu verið í sögulegu lág- marki að undanförnu og af því hefðum við notið góðs, enda greiðslur af erlendum lánum verið lægri en ella. Sagði hann, að kæmi til vaxtahækk- ana eins og búist væri við, myndi það hafa neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð okkar við útlönd. Íslendingar skulda mikið fé í út- löndum og komið hefur fram, að ís- lenskar lánastofnanir hafi á síðasta ári tekið allt að 300 milljarða kr. að láni á erlendum markaði. Sagði Már, að það fé hefði verið endurlánað og því myndi væntanleg vaxtahækkun bitna á þeim, sem við því hefðu tekið, íslensku atvinnulífi og einstaklingum. IMF býst við hærri vöxtum Hefði neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð Íslendinga segir Már Guðmundsson ÓTTAST er, að allt að 3.000 manns hafi látist eða slasast er tvær lestir hlaðnar eldsneyti rákust á og sprungu í loft upp í Norður-Kóreu í gær. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap hafði eftir heimildum í Kína, að lýst hefði verið neyðarástandi á svæðinu en yfirvöld í N-Kóreu vilja ekkert segja og hafa rofið öll fjar- skipti við svæðið. Sprengingin var svo öflug, að lest- arstöðin í borginni Ryongchon, sem er nokkuð fyrir sunnan kínversku landamærin, gjöreyðilagðist en níu klukkustundum áður hafði Kim Jong-Il, leiðtogi N-Kóreu, farið um hana á leið heim frá Kína. Yonhap sagði, að lestarstöðin og nærliggjandi svæði væru rústir ein- ar eins og eftir gífurlega sprengju- hríð. Hefði sprengingin verið svo óskapleg, að alls konar rusl hefði borist hátt í loft upp og fallið síðan til jarðar í Sinuju, sem er norður-kór- eskur bær rétt sunnan við kínversku landamærin. Fréttastofan sagði, að margt slas- að fólk hefði verið flutt til kínversku borgarinnar Dandong, sem er við landamærin. Um hana fara margir Kínverjar, aðallega kaupmenn, sem stunda viðskipti í Ryongchon, og því er óttast, að einhverjir þeirra kunni að vera meðal hinna látnu. Slysið átti sér stað um miðjan dag í gær að staðartíma en lestirnar voru að flytja bensín og gas. Sagt er, að gasið hafi verið gjöf frá Kínverjum en í N-Kóreu er mikill orkuskortur og efnahagslífið í kaldakoli. Eru bil- anir í lestum og lestakerfinu mjög al- gengar og sjaldgæft, að lestirnar séu á réttum tíma. Í Suður-Kóreu hafa sumir getið sér til, að sprengingin hafi verið banatilræði við Kim Jong-Il en stjórnvöld þar vísa því á bug og segj- ast viss um, að hún hafi verið slys. Mikið mannfall í spreng- ingu í Norður-Kóreu Eldsneytislestir sprungu í loft upp við árekstur og gjöreyddu lestarstöð Seoul. AP, AFP. ÁÆTLUÐ velta fyrirtækjanna inn- an Air Atlanta-hópsins er yfir einn milljarður dala á þessu ári eða tæp- lega 73,8 milljarðar íslenskra króna. Þetta kom fram í ræðu sem stjórn- arformaður og aðaleigandi Atlanta- flugfélagsins, Magnús Þorsteinsson, flutti í gær í Shannon á Írlandi þegar Air Atlanta Aero Engineering, við- haldsfyrirtæki Air Atlanta-hópsins, tók formlega til starfa. Til saman- burðar má nefna að rekstrartekjur Flugleiða í fyrra námu 37,5 milljörð- um króna. Atlanta ásamt tengdum fyrirtækj- um hefur vaxið mikið á síðustu miss- erum og í máli Magnúsar kom fram að áætlað væri að innri vöxtur hóps- ins yrði 10–15% á ári. Að auki myndi fyrirtækið eflast með kaupum á öðr- um fyrirtækjum eins og það hefur gert síðastliðna sextán mánuði. Í samtali við Morgunblaðið stað- festi Magnús að rekstur félaganna innan Atlanta-hópsins hefði farið batnandi. Hann sagði að hópurinn í heild hefði skilað hagnaði í fyrra en reksturinn gengið misvel eftir fé- lögum. Veltan áætl- uð 74 millj- arðar í ár Shannon á Írlandi. Morgunblaðið.  Atlanta/12 Air Atlanta-hópurinn FRÁ og með 12. júní á næsta ári og til júlíloka 2006 verða ökumenn að greiða sérstakan skatt til að komast inn í Stokkhólm. Sex vikum síðar verður efnt til almennrar atkvæða- greiðslu meðal borgarbúa um hvort halda skuli skattheimtunni áfram. Skatturinn á að taka til allra, sem til borgarinnar koma, hvort sem þeir búa þar eða ekki, og verður á bilinu 95 til 190 ísl. kr. eftir því hve- nær dagsins er. Tilgangurinn er að draga úr umferðarþunganum og þar með menguninni en leigu- bifreiðar og strætis- og fólksflutn- ingabifreiðar yfir ákveðnum þunga verða undanþegnar skattinum. Komið verður upp rafrænum eft- irlitsbúnaði við alla vegi inn í Stokkhólm og í hvert sinn sem hann skráir bílnúmer, verður eiganda bifreiðarinnar sendur reikningur. Árangurinn af líku kerfi í Lond- on er sá, að umferðarþunginn hefur minnkað um 18% og umferð- arhnútum fækkað um 30% Umferð til Stokkhólms skattlögð Stokkhólmi. AP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.