Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 47
BJARNI Guðjónsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, hefur fengið
tilboð frá enska 1. deildarliðinu
Coventry, sem vill halda honum í
sínum röðum. Bjarni hefur verið í
láni hjá félaginu frá Bochum í
Þýskalandi frá því í lok janúar og
gengið mjög vel. Hann hefur spilað
alla 15 deildaleiki liðsins frá þeim
tíma og skorað 3 mörk.
„Ég fékk tilboðið í gær og um-
boðsmaður minn og forráðamenn
Coventry hófu viðræður í dag. Ég
hef rætt sjálfur við framkvæmda-
stjóra Bochum til að reyna að fá
mig lausan undan samningnum þar
og hann tók vel í það. Bochum fékk
mig frítt síðasta sumar og hefur því
engu að tapa,“ sagði Bjarni við
Morgunblaðið í gær. Bjarni sagði
að fréttir um að hann hefði fengið
tilboð frá úrvalsdeildarliði Leicest-
er væru ekki á rökum reistar. Það
hafa verið einhverjar þreifingar frá
Leicester við minn umboðsmann en
ekkert meira en það. Mér líður
mjög vel í Coventry, mér og liðinu
hefur gengið vel og það er gaman
að spila með liði þar sem knatt-
spyrnustjórinn vill nota mann,“
sagði Bjarni, sem hefur lagt upp
fjölda marka í leikjum Coventry í 1.
deildinni.
Bjarni fór til Bochum frá Stoke
síðasta sumar og samdi til þriggja
ára. Hann lék aðeins fjóra deilda-
leiki með liðinu fyrir áramótin og
skoraði eitt mark.
Bjarni kominn með
tilboð frá Coventry City
FÓLK
HÖRÐUR Sveinsson skoraði tvö
mörk fyrir Keflavík í gær þegar
liðið sigraði 3. deildarfélagið Hels-
ingör, 5:1, í æfingaleik í Dan-
mörku. Hin mörkin gerðu Zoran
Daníel Ljubicic, Haraldur Guð-
mundsson og Magnús S. Þor-
steinsson.
MAGNÚS skoraði líka í fyrradag
þegar Keflavík vann danska 1.
deildarliðið Brönshöj, 3:0. Hin
mörkin gerðu Stefán Gíslason og
Jónas Guðni Sævarsson.
TRYGGVI Guðmundsson og Jó-
hann B. Guðmundsson léku með
Örgryte sem gerði jafntefli, 1:1,
við AIK í sænsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í gær. Jóhann fór af
velli á 68. mínútu og Tryggvi á
þeirri 83. Atli Sveinn Þórarinsson
var varamaður hjá Örgryte en
kom ekki við sögu.
TV LÜTZELLINDEN, félagið
sem Dagný Skúladóttir landsliðs-
maður í handknattleik leikur með í
þýsku 1. deildinni stendur mjög
höllum fæti fjárhagslega um þess-
ar mundir. Á dögunum neitaði
þýska handknattleikssambandið
félaginu um keppnisleyfi á næstu
leiktíð og bendir margt til þess að
þetta fornfræga kvennalið sendi
ekki lið til keppni á næsta keppn-
istímabili. Dagný gerði eins árs
samning við TV Lützellinden á
síðasta sumri og er því laus mála
við lok yfirstandandi leiktíðar
hvernig sem allt fer hjá félaginu.
MILWAUKEE varð í fyrrinótt
fyrsta liðið til að vinna leik á úti-
velli í úrslitakeppni NBA-deildar-
innar í körfuknattleik. Milwaukee
fagnaði þá sigri í Detroit, 92:88, og
staðan er því 1:1 í einvígi liðanna.
Michael Redd skoraði 26 stig fyrir
Milwaukee og Chauncey Billups
20 fyrir Detroit.
RIVALDO, knattspyrnumaður
ársins í heiminum árið 1999, gæti
leikið með Bolton Wanderers í
ensku úrvalsdeildinni næsta vetur.
Í gærkvöld staðfestu forráðamenn
Bolton að þeir ættu í viðræðum við
þennan snjalla framherja.
RIVALDO, sem var leystur und-
an samningi sínum við AC Milan í
nóvember, lék um tíma með Cruz-
eiro í Brasilíu í vetur en hætti í
febrúar þegar þjálfaranum, Wand-
erley Luxemburgo, var sagt upp
störfum. Rivaldo er 32 ára og varð
heimsmeistari með Brasilíu árið
2002.
SAM Allardyce, knattspyrnu-
stjóri Bolton, hefur verið sérlega
laginn við að fá kunna leikmenn í
sínar raðir þegar þeir hafa verið
samningslausir, svo sem Jay-Jay
Okocha, Youri Djorkaeff og Ivan
Campo. Nú er hann einnig sagður
á eftir Dado Prso, Króatanum
marksækna hjá Mónakó, sem er
með lausan samning í sumar, en er
reyndar mjög eftirsóttur.
FRAKKINN Zinedine Zidane hef-
ur verið kjörinn besti knatt-
spyrnumaður Evrópu síðustu 50
ára í kjöri sem Knattspyrnu-
samband Evrópu, UEFA, stóð
fyrir á Netinu í tilefni 50 ára af-
mælis síns á þessu ári. Í öðru sæti
varð Þjóðverjinn Franz Becken-
bauer og Johan Cruyff varð í
þriðja sæti. Alls tóku um 150.000
manns þátt í kjörinu.
Í fjórða sæti hafnaði Hollend-
ingurinn Marco van Basten, Ítal-
inn Dino Zoff varð fimmti og
jafnframt efstur markvarða á
listanum. Sjötti varð Spánverjann
Alfredo di Stefano, Portúgalinn
Eusébio hlaut sjötta sætið og
rússneski markvörðurinn Lev
Yashin varð áttundi. Landi Zid-
ane, Michel Platini, hlaut níunda
sætið og Paolo Madini varð tí-
undi.
Alls stóð valið á milli 250
knattspyrnumanna, 50 frá hverj-
um áratug þeirra 50 ára sem lið-
in eru síðan UEFA var stofnað
Zidane, sem verður 32 ára í
júní, leikur nú með Real Madrid
og hefur þrisvar sinnum verið
valinn besti knattspyrnumaður
heims í árlegu kjöri Alþjóða
knattspyrnusambandsins, FIFA.
Hann var í sigurliði Frakka á HM
1998 og á EM tveimur árum síð-
ar. Þá var hann í liði Real Madrid
sem varð Evrópumeistari fé-
lagsliða fyrir tveimur árum.
Zidane
bestur í
Evrópu
BJÖRN Margeirsson, úr FH
kom fyrstur í mark í 89. víða-
vangshlaupi ÍR sem fram fór í
gær. Björn vann öruggan og
fyrirhafnarlausan sigur og
hljóp 5 km á 15 mínútum og 54
sekúndum. Burkni Helgason,
ÍR, varð annar á 16,19 og
Sveinn Ernstsson, ÍR, þriðji á
16:24.
Inga Dögg Skúladóttir, 15
ára stúlka úr Fjölni, varð hlut-
skörpust í hópi kvenna og
hljóp á 18,09 mín. Rakel Ing-
ólfsdóttir, FH, varð önnur og
Gerður Rún Guðlaugsdóttir
þriðja. Þess má geta að Rakel
er sambýliskona Björns sem
kom fyrstur í mark í karla-
flokki.
Björn og
Inga Dögg
fljótust
Fjörið byrjaði strax á fyrstumínútu og hvort lið skoraði
þrjú mörk á fyrstu fimm mínútun-
um. Eftir það sigu
Garðbæingar fram
úr en Erna María
Eiríksdóttir hélt
Val inni í leiknum
þegar hún kom inná til að verja
tvö vítaköst og eitt gott skot af lín-
unni. Það virtist slá Stjörnustúlkur
útaf laginu um stund því með
þremur mörkum í röð náði Valur
bæði forystu og undirtökunum.
Garðbæingar hleyptu gestunum
samt aldrei langt á undan sér og
unnu jafnharðan upp forystu
þeirra. Þar munaði ekki síst um að
Jelena Jovanovic varði fjórum
sinnum úr góðum færum en fram
að því hafði hún ekki sýnt sér-
stakan leik.
Eftir hlé var eins og gleymst
hefði að æsa upp baráttandann í
Stjörnuliðinu en því tókst þó að
hanga í gestunum þrátt fyrir að
spila af litlu öryggi. Um miðjan
síðari hálfleik var Heklu Daðadótt-
ur vikið af leikvelli í þriðja sinn, að
því er virtist fyrir litlar sakir en í
stað þess að brotna hrökk Stjarn-
an í gang, náði 21:20 forystu með
góðri markvörslu Jelenu en Valur
jafnaði 24:24 svo að framlengja
varð leikinn. Eins og í upphafi síð-
ari hálfleiks var lítið um baráttu
hjá Stjörnustúlkum en þær tóku
við sér og jöfnuðu upp þriggja
marka forskot Vals. Þá reyndi á
taugarnar og þar reyndust Vals-
stúlkur sterkari.
„Okkur sárlangaði til að vinna
og við héldum áfram allan tím-
ann,“ sagði Hafrún Kristjánsdóttir
sem tryggði sigur Vals. „Þegar við
komumst aðeins yfir var eins og
við slökuðum á, hættum að gera
það sem gekk upp og tókum þá
áhættu. Það reyndi á liðsandann í
lokin, við vildum vinna og gerðum
það sem þurfti.
Við fáum nú hvíld fyrir úrslita-
leikina en leiðin liggur bara upp á
við. Það er stutt síðan við misstum
leikmenn en höfum náð að stilla
strengina. Við höfum margar spil-
að saman síðan við vorum litlar
stelpur og höfum komist í bikarúr-
slitaleik. Nú sáum við færi á því
aftur. Við höfum lyft lóðum og
hlaupið utanhúss í mörg ár til að
komast svona langt svo að okkur
hungraði mjög í að sigra og kom-
ast í úrslit.“ Hafrún var mjög öfl-
ug í vörninni og Berglind Hans-
dóttir góð í markinu auk þess að
Erna María kom sterk inná í
markið. Gerður Beta Jóhannsdótt-
ir var markahæst með mörk úr
góðum skotum og Sigurlaug Rún-
arsdóttir, sem spilaði svo til allan
leikinn, hélt spilinu oft gangandi.
Stjörnustúlkur stóðu sig vel í
heildina en virtust ekki ráða við
spennuna í lokin. Jelena var lengi í
gang og munar um minna svo að
Helga Dóra Magnúsdóttir leysti
hana af um tíma. Sólveig Lára
Kjærnested og Kristín Clausen
voru góðar í hornunum en svo var
lokað fyrir sendingar á þær. Það
reyndi þá enn meira á miðjuleik-
menn og þeir áttu erfitt uppdrátt-
ar gegn sterkri vörn Vals. Það var
einna helst Hind Hannesdóttir,
sem tók af skarið. Ásdís Sigurð-
ardóttir fékk af mikilli útsjónar-
semi þrjú víti fyrir sitt lið í byrjun.
„Ég get bara sagt að eftir að hafa
skoðað fyrri leikinn rækilega og
miða nú við síðari leikinn þá dett-
ur þetta stundum bara ekki fyrir
manni, sama hvað við gerum,“
sagði Erlendur Ísfeld þjálfari
Stjörnustúlkna eftir leikinn. „Við
lögðum okkur fram eins og við
gátum en ég get ekki annað en
hrósað Valsliðinu.
Það hefur orðið fyrir skakkaföll-
um og misst leikmenn en spilaði
mjög vel og ég tek ofan fyrir þeim.
Veturinn hjá okkur í Stjörnunni
hefur verið góður í heildina og
margt gott gerst.“
Morgunblaðið/Sverrir
Valskonur fagna sigrinum á Stjörnunni í Garðabænum í gærkvöldi. Þær eru komnar í úrslit Ís-
landsmótsins en þurfa nú að bíða eftir því að leikir ÍBV og FH verði leiknir í næstu viku.
Valur sterkari
þegar á reyndi
ÞAÐ var að duga eða drepast fyrir Stjörnustúlkur er þær fengu Val í
heimsókn í Garðabæinn í gærkvöldi í annan leik í undanúrslitum.
Valur vann fyrri leikinn að Hlíðarenda og gat tryggt sér sæti í úrslit-
um með sigri en ungar og sprækar Stjörnustúlkur voru ekki auðveld
bráð. Þær börðust fyrir sínu og unnu jafnharðan upp forystu Vals en
í lok framlengingar fataðist þeim flugið og Valur vann 29:27 með
tveimur síðustu mörkunum.
Stefán
Stefánsson
skrifar