Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 31
Honum lóan hávært söng um
hamingju þess að þekkja ei dauð-
ann;
Haraldi var aldrei mikið um spítala
gefið og reyndi að forðast það að
koma þangað inn. Ég hugsa að hann
hafi verið hræddur við dauðann. Síð-
asta mánuðinn í lífi sínu þurfti hann
þó að dvelja á sjúkrahúsi. Hann var
bjartsýnn framan af, en áttaði sig á
því að hverju dró og yfir hann kom ró
þess sem tekur örlögum sínum. Síð-
ast hitti ég hann á föstudaginn langa
og var þá mjög af honum dregið.
Stundin var ekki löng og Haraldur
máttfarinn. Þó kom tvívegis fram
gamla brosið. Þannig geymist hann í
minningunni.
Börnum Haralds og systkinum
votta ég samúð. Eftir lifir minning
um góðan dreng.
Benedikt Jóhannesson.
Það er alltaf erfitt að taka því er
dauðinn kveður dyra þótt líf okkar
allra stefni til hans. Undanfarin miss-
eri tókst Haraldur Blöndal á við
ólæknandi sjúkdóm sem hann glímdi
við af æðruleysi og kjarki með óbil-
andi stuðningi barna sinna og fjöl-
skyldu. Og með stoð í trúnni sem
hann átti. Nú er Haraldur allur og við
eigum erfitt með að taka því. Hann
sem var á besta aldri.
Ég hef alltaf þekkt hann Harald
frænda minn. Faðir minn og móðir
hans voru systkinabörn í báðar áttir,
feður þeirra bræður og mæðurnar
systur. Og þau áttu sér heimili í hús-
um við Laugaveg 66 hér áður fyrr,
ásamt fleira frændfólki. Böndin
frændsemi og vináttu eru sterk. Har-
aldur var sex árum eldri en ég og
nennti að tala við mann þegar maður
var lítill. Tala við mann eins og maður
væri fullorðinn, en Halli var alltaf
fullorðinn í mínum augum þótt hann
væri strákur þegar ég var lítill.
Reyndar var hann ætíð strákur inn-
við beinið. Hann var um margt sér-
stakur, alltaf glaður og hlýr, með
hugann fullan af hugmyndum og
hafði skoðanir sem hann lá ekki á.
Það var bjart yfir Haraldi og líflegt í
návist hans. Við urðum strax vinir.
Haraldur var stór maður og mynd-
arlegur, aðsópsmikill og ætíð hrókur
alls fagnaðar hvar sem var. Iðulega
dálítið kerskinn og óþreytandi við að
setja fram ögrandi fullyrðingar í því
augnamiði að kalla fram andsvör og
rökræður. Sjálfsagt misskildu sumir
þetta á stundum og töldu hann halda
fram eigin skoðunum, að hann væri
ósveigjanlegur og einsýnn og hirti lítt
um sjónarmið annarra. En því fór
víðsfjarri. Yndi hans var orðræðan
sjálf. Haraldur var félagslyndur og
tilfinningaríkur, en þó að ýmsu leyti
dulur og alvörugefinn – og jafnvel
viðkvæmur, þótt ef til vill bæri ekki
mikið á því í augum ókunnugra. Rétt-
lætiskenndin var rík og undir bjó
hlýtt hjartalag. Hann var yfirleitt
glaðbeittur þrátt fyrir dulda alvöru
og stutt í kímnina, sem var reyndar
ávallt nálæg og kannski beitt nokk-
urri ögun til að halda í skefjum – því
laust var á henni. Skopskynið sívak-
andi og háðskt ef því var að skipta.
Hann hafði sannarlega yndi af orð-
ræðunni og gat gleymt stund og stað
ef hann hitti vini eða kunningja hvort
sem var á götuhorni á leið af skrif-
stofunni í bankann eða pósthúsið eða
í heimsókn hjá vinum. Ég man til
dæmis eftir því er Haraldur bjó með
fjölskyldu sinni í Borgarnesi fyrir
þrjátíu árum, að hann kom sem oftar
í heimsókn til Ásgeirs tengdaföður
míns um hádegisbil á laugardegi og
sat þar allan daginn og langt fram á
kvöld við orðsins list, uns Sigrún
tengdamóðir mín kom inn í stofu og
spurði: Halli minn, heldurðu að
Svenný viti nokkuð hvar þú ert? Þá
spratt hann á fætur og hljóp heim. Og
það var einmitt vegna þess að Har-
aldur var ekki heima í Borgarnesi, er
ég barði að dyrum hjá honum einn
ágústdag fyrir margt löngu og hugð-
ist slá lán fyrir rútunni í bæinn, að
leiðir okkar Systu lágu saman. Hún
hafði fyrir beiðni vina sinna tekið að
sér að aka mér heim til Halla, en er-
indisleysi mitt leiddi til þess að Systa
dreif mig heim til foreldra sinna í
kaffi. Gafst okkur þá tími til skrafs og
ráðagerða sem við höfum haldið
áfram síðan. Og er við giftum okkur
skömmu seinna voru Halli og Svenný
einu gestirnir í brúðkaupinu fyrir ut-
an foreldra okkar og systkini. Hann
og Svenný hafa því alltaf átt sinn sér-
staka stað í hjörtum okkar.
Lífið líður furðu hratt hjá. Vetur-
inn 1971–72 lásum við báðir mislöng-
um stundum í lestrarsal Landsbóka-
safnsins við Hverfisgötu. Ég fyrir
stúdentspróf og hann fyrir embættis-
próf í lögfræði sem hann lauk frá Há-
skóla Íslands vorið 1972. Í hléum frá
lestri eða skrafi við aðra gesti í and-
dyri safnahússins (sem oft gat tekið
drjúga stund) gengum við saman um
bæinn eða fengum okkur kaffi á kaffi-
húsi, oftast á Prikinu minnir mig.
Haraldur virtist þekkja alla bæjar-
búa og allir þekktu hann. Saga lands
og þjóðar var honum hugleikin og
ekki síður stjórnmálin og velferð
samfélagsins. Þetta voru góðar
stundir. Hann öðlaðist réttindi hér-
aðsdómslögmanns árið 1977 og varð
hæstaréttarlögmaður 1982. Halli
starfaði við lögfræði meira og minna
allt sitt líf, þó með nokkrum útúrdúr-
um. Hann vann í Hvalstöðinni á
sumrum á námsárum sínum og einn-
ig á Morgunblaðinu og skrifaði í
gegnum tíðina fjölda greina í blaðið.
Hann kenndi í Borgarnesi og vann
um tíma hjá Sementsverksmiðjunni á
Akranesi sem fulltrúi stjórnarinnar.
Þá var hann varaborgarfulltrúi um
skeið og sat í fjölmörgum nefndum og
ráðum og m.a. í yfirkjörstjórn
Reykjavíkur.
Þær eru fjölmargar myndirnar
sem koma upp í hugann. Haraldur
var búinn ríkum hæfileikum og
margra þeirra bar hann gæfu til að
njóta. Heiðarleika og góðvild fundu
þeir sem unnu með honum eða kynnt-
ust. Framapot átti ekki við hann eða
eftirsókn eftir veraldlegum gæðum.
Stundin var honum ætíð dýrmæt.
Hann eignaðist fjögur börn og fjögur
barnabörn. Leiðir þeirra Svennýjar
skildu fyrir nokkrum árum. Við Halli
áttum síðast samtal í lok mars þar
sem hann dvaldi á Landspítalanum.
Þá var greinilega töluvert af honum
dregið, lífsneistinn ekki jafn skær og
fyrrum, enda var honum orðið ljóst
að hverju dró. En enginn bilbugur
var á honum. Hann tók örlögum sín-
um af hugarró. Við ræddum margt og
meðal annars um það hvað hann gæti
gert ef veikindin myndu dragast á
langinn. En nú er slagnum lokið og
hann væntanlega tekinn til við ný
verkefni á öðrum vettvangi sem hann
bjó sig undir.
Það er erfitt að sjá á eftir honum
Halla. Minningin um góðan dreng,
glaðlyndan og góðlyndan lifir með
okkur um ókomna tíð og með þeim
sem þekktu hann. Það var okkur
Systu mikil gæfa að fá að njóta vin-
áttu hans og samveru. Við Systa,
móðir mín Sigríður Þorvaldsdóttir,
systkini mín og tengdaforeldrar mín-
ir Sigrún Hannesdóttir og Ásgeir
Pétursson, vottum fjölskyldu hans,
systkinum, börnum, tengdabörnum
og barnabörnum dýpstu samúð okk-
ar við fráfall Haraldar.
Þórður Kristinsson.
Haraldur frændi minn Blöndal
hringdi til mín skömmu fyrir síðast-
liðin jól til þess að segja mér frá veik-
indum sínum sem voru þá að grein-
ast. Á lýsingunni var greinilegt að
hann var alvarlega veikur. Haraldur
hafði mestan áhuga á því að segja
mér hvaða leið hann hafði farið í
gegnum heilbrigðiskerfið til að leita
sér lækninga. Sú leið var ekki hefð-
bundin heldur leitaði hann beint til
þeirra sem hann treysti best.
Erfitt er að sjá á bak frænda og
góðum vini. Hugurinn leitar til þess
tíma er við sjö og átta ára gamlir sát-
um tímunum saman að tafli. Er við
tefldum var móðir hans dauðveik og
lést áður en hann náði níu ára aldri.
Móðurmissirinn hefur örugglega sett
ævilangt mark sitt á Harald. Aldrei
talaði hann þó um hann svo ég vissi
til.
Haraldur var óhefðbundinn mað-
ur, en samt maður hefðarinnar. Um
áratugaskeið hefur hann alltaf sent
mér kveðjur á afmælisdegi mínum.
Yfirleitt með stuttu bréfi eða sím-
skeyti. Hann var þremur dögum
yngri. Slíkar kveðjur verða ekki fleiri
og ég mun sakna þeirra.
Haraldur var óvenjulegur maður,
sem ekki fór alltaf troðnar slóðir.
Hann var skarpgáfaður, ótrúlega
minnugur, fljótur að átta sig á hlutum
og ritfær með afbrigðum. Hann var
óhræddur að halda fram skoðunum,
sem ekki voru allra. Haraldur var
gleðinnar maður, sem alla þekkti.
Hann var velviljaður og hjartahlýr og
vildi allra vanda leysa.
Fyrir nokkrum árum skrifaði Har-
aldur fyrir mig sölusamning íbúðar.
Hann var örfljótur að vélrita samn-
inginn, sem að mestu virtist hafa orð-
færi Jónsbókar. Þegar kom að
greiðslu neitaði hann staðfastlega.
Peningar voru ekki áhugamál Har-
aldar og ekki hans sterka hlið. Áhugi
hans beindist að öllu öðru. Stjórnmál-
um, sagnfræði og trúmálum. Með
þekkingu sinni gat hann brotið flókna
hluti til mergjar og gert þá einfalda á
hátt sem fáum var lagið.
Haraldur var alla tíð trúaður mað-
ur og snerist til kaþólskrar trúar fyr-
ir rúmum 15 árum. Megi góður guð
blessa börn Haraldar og veita þeim
styrk í sorginni.
Tómas Zoëga.
Dauðinn er hið eina sem við vitum
með vissu og þó skiljum við ekkert í
honum. Ég trúi því að dauðinn sé
áfangi en ekki endalok. Nú hefur
Haraldur Blöndal gengið um þessi
kaflaskil og við hin stöndum álengdar
og fylgjum. Hann hefur tekist á við
ægilegan sjúkdóm sem að lokum
lagði þennan hrausta og kröftuga
mann að velli.
Ég ætla ekki að minnast Haralds í
fangbragði sjúkdómsins síðustu vik-
urnar. Haraldur verður mér áfram
lifandi, hress og keikur, glæsilegur
og geislandi af lífsþorsta og andríki.
Nú líður honum miklu betur því að í
dauðanum vann sjúkdómurinn engan
sigur, heldur rís Haraldur upp af
sjúkrabeði til annarrar vegferðar á
öðrum slóðum. Englar hafa borið
hann til ástvina.
Ekki er fjarri sanni að undanfarin
rúm fjörutíu ár hafi varla liðið svo
vika að við ættum ekki tal saman eða
hittumst. Á unglingsárum var á ým-
islegt brugðið og lítt af setningi slegið
stundum. Víst mátti kalla það hátíða-
höld og ekki var það allt saman bind-
indishátíðir. Haraldur kunni bæði að
skemmta og að skemmta sér. Hann
var alla tíð óhemjulega hugmynda-
ríkur og orðheppinn, uppáfinninga-
samur, glettinn, fyndinn, fróðleiks-
náma og áhugasamur um óvæntustu
málefni, uppfullur af einbeittum
skoðunum á öllum sköpuðum hlutum,
vinsamlegur, hlýr og afskaplega vin-
sæll.
Haraldur var ágætur námsmaður
en lagði sig aldrei allan í námið. Menn
sem vit hafa á hafa sagt mér að Har-
aldur væri fljúgandi fær lögmaður á
þeim sérsviðum sem hann sinnti helst
um. Hann var ævinlega mikill áhuga-
maður um blaðamennsku og frétta-
mennsku, og í rauninni finnst mér að
þar hafi áhugasvið hans aðallega ver-
ið. Og ekki síður hafði hann mikinn og
brennandi áhuga á stjórnmálum. En
hann hafði aldrei áhuga á því að safna
í hlöður eða að fylgja stimpilklukku.
Sem félagi, samferðamaður og vin-
ur í daglegu lífi var Haraldur alveg
óviðjafnanlegur. Um langt árabil áttu
fjölskyldur okkar margar eða flestar
hátíðastundir áranna saman. Þá var
ævinlega glatt á hjalla að vera með
þeim Sveindísi, Haraldi og börnun-
um. Og börnin okkar urðu nánir vinir
og settu saman upp leiksýningar í
boðum. Áramót eftir áramót slógum
við Haraldur saman ný met í hávaða,
eldglæringum og fírverkeríi. Þessar
endurminningar hverfa ekki.
Nú leitar hugurinn til ástvina Har-
alds, sérstaklega til Þórarins, Mar-
grétar, Steinunnar og Sveins og til
barnabarna.
Drottinn mælir öllum tíma. Ég veit
að söknuður er sjálfselska en ég
sakna Haralds innilega. Samt er
hann fyrir mér enn ljómandi af fjöri,
gáska, lífsþorsta og andríki. Og þann-
ig ætla ég að muna hann. Nú er stund
til að þakka ævilanga tryggð og vin-
áttu og óteljandi gleðistundir. Har-
aldi Blöndal fylgja þakkir og innileg-
ar fyrirbænir.
Jón Sigurðsson.
Þótt ég vissi að Haraldur L. Blön-
dal, frændi minn, væri veikur, kom
mér illilega á óvart hvað krabba-
fjandinn var fljótur að vinna sigur á
þessum glæsilega lífsnautnamanni.
Við Haraldur vorum frændur og góð-
ir vinir, svo að aldrei bar skugga á.
Mér þykir vænt um að lesa í DV
ummæli um hann, vinsamleg og sönn,
sem höfð eru eftir þjóðkunnum
mönnum. Þó vil ég bæta þar aðeins
við. Haraldur var húmoristi, en þó
fyrst og fremst humanisti, mennskur.
Ég var um alllangt skeið í Fram-
talsnefnd Reykjavíkurborgar. All-
mörg síðari ár mín þar var Haraldur
með mér í nefndinni ásamt öðru ágæt-
isfólki. Nefnd þessi fjallaði aðallega
um umsóknir fólks um lækkun útsvara
og fasteignaskatta. Þessi störf féllu vel
að hugarfari Haralds. Auðfundin var
velvild hans til þeirra er erfið var lífs-
gangan og áberandi var hiklaus skoð-
un hans um að þeim bæri að hjálpa.
Stundum vill það brenna við, að
ýmsum í nefndastörfum hættir til af-
skiptaleysis. En það var ekki hans
háttur. Tillögur hans voru ávallt, að
afstöðu bæri að taka og ekki að sýna
smásmygli. Ég veit að margir eiga
Haraldi, vegna þessa, mikið að þakka
og hygg að aðrir muni gera æviferli
hans nánari skil.
Agli Skallagrímssyni „varð mjög
tregt tungu að hræra“ er honum bár-
ust sorgarfregnir. Svo fer mér einnig.
Ég kveð með sárum trega þann
mann sem mér hefur þótt einna best
að kynnast á lífsleið minni. Hann hef-
ur ævinlega reynst mér drengskap-
armaður, svo og syni mínum Þórhalli.
Lífið finnst mér daufara er dyrum
lýkur á eftir Haraldi. Þó má vera að
aðrar dyr opnist, og innan þeirra
verði Haraldi fagnað.
Börnum Haralds bið ég blessunar.
Einnig vil ég óska velfarnaðar þeim
öðrum sem honum voru nánir.
Björn Þórhallsson.
pallida Mors aequo pulsat pede pauperum
tabernas
regumque turres.o beate Sesti,
vitae summa brevis spem nos vetat incoh-
are longam.
iam te premet nox fabulaeque Manes …
(Hor.Carm. I,4.)
Það hefur verið sagt, að þau vina-
bönd sem maður bindur milli tektar
og tvítugs rakni síðast upp. En veldur
hver á heldur. Mér er skapi nær að
halda að vinir Haralds Blöndal frá
æskuárum séu ennþá allir vinir hans.
Engum manni hef ég kynnst með svo
sterka vinargáfu, því hann var ekki
aðeins vinmargur heldur með fá-
dæmum vinfastur maður.
Við vorum unglingar í skóla norður
á Akureyri þegar við kynntumst. Vin-
átta okkar hófst með erjum og átök-
um eins og reyndar vinátta mín við
flesta nánustu vini mína en varð
smám saman svo traust að heita
mátti að ekki liði svo dagur seinni ár-
in að við töluðum ekki saman í síma
eða hittumst.
Mér er þungt í sinni nú. Þegar ég
kvaddi vin minn fyrir þremur vikum,
þegar ljóst varð að hverju dró og ég
strauk honum um vanga, horfði hann
á mig og sagði: Er þá svona komið?
Með glettnisblik í auga …
Hann deyr nú um aldur fram, sá
þriðji í röð systkina sinna af sama
sjúkdómi og lagði móður þeirra í
gröfina langt um aldur fram. Það var
þyngsti harmur hans.
Sárið eftir móðurmissinn greri
aldrei. Hann minntist aldrei á það, en
þeir sem vel þekktu hann vissu að
undir glöðu og kempulegu yfirbragði
bjó dulinn harmur.
Halli var engum manni líkur sem
ég hef kynnst. Mér hefur sagt gamall
vinur móðurbróður hans, Péturs
Benediktssonar, að hann hafi um
margt líkst honum.
Alla vega voru uppátæki hans sum
og einstakt skopskyn ekki fjarri
frænda hans.
Hann var svo náttúrulega fyndinn
að hversdagslegustu atvik gátu orðið
að ærslafullu ævintýri í frásögn hans.
Hann var hrifinn af því fjarstæðu-
kennda – firrunni – nonsensinum –
sem er höfuðeinkenni á íslenskum
húmor frá upphafi til okkar daga.
Samanber þegar hann var búinn að
teyma mig vitstola af lofthræðslu upp
í 250 metra háan sjónvarpsturn í
Austur-Berlín, þegar múrinn var að
falla, og sagði þar sem við horfðum á
stúdentana vera að mótmæla stjórn
Eikons Grenska: Hugsaðu þér nú
bara, Bárður minn, hvað væri gaman
ef við hefðum vængi að svífa hérna
niður til stúdentanna eins og englar
með þessa svörtu Borselínóhatta á
höfðinu! Reyndar fórum við niður –
með lyftunni – og tókum fullan þátt í
mótmælagöngu þeirra – þeim og okk-
ur sjálfum til mikillar gleði. Ekki var
samt laust við að krakkarnir gjóuðu
augunum á þessa frakkaklæddu kalla
með hatta sem allt í einu birtust í röð-
um þeirra og nokkurrar tortryggni
gætti í viðmóti þeirra, en einlæg
gleðin og galsinn í vini mínum braut
strax þessa múra sem voru milli
okkar og þess fólks sem á næstu dög-
um braut sjálfan Berlínarmúrinn í
smátt.
Lengi geymdum við svörtu anark-
istaborðana sem stúdentarnir gáfu
okkur og við bárum í höttum okkar
þennan sólríka dag í Berlín þar sem
við dáðumst mest að því að komm-
arnir skyldu hafa haldið til haga
styttunum af gömlu mönnunum
Friðriki mikla, Blücher, Tirpitz og
Bismarck, en það var eitt með öðru
sem sameinaði okkur – íhaldssemi og
ást á sögunni.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 31
Meðan Staksteinar voru og hétu voru ungir menn
gjarnan settir í þau skrif. Fengu þeir frjálsari hend-
ur en ætla mætti og ritstjórarnir slógu ekki á putt-
ana, nema ef áhuginn og baráttugleðin þóttu ganga
úr góðu hófi. Við þessar aðstæður skrifuðum við
Haraldur Blöndal Staksteina. Ég þóttist ekki skrifa
neitt verr en vænta mátti, en fátítt var að mínir nafn-
lausu pistlar kölluðu á athygli og því síður umræður.
En Halli þurfti ekki að kvarta.
Hvort sem hann skrifaði um stjórnmál samtímans
eða blandaði sér í löngu liðnar deilur fékk hann oft-
ast viðbrögð og stundum svo hörð að þau dugðu hon-
um í snarpa ritdeilu. Halli var svo naskur og með svo
gott auga fyrir óvenjulegum flötum á dægurmál-
unum að andstæðingarnir stóðust ekki mátið. Minnti
hann mig á flinkan fluguveiðimann sem alltaf gat
reist fisk, þótt aðrir berðu dautt vatn. Hann hafði
auðvitað góða þekkingu á nýliðinni sögu og fastar
lífsskoðanir. En það sem réði mestu var að hann
hafði svo gaman af þessu. Þegar hann hafði fundið
nýjan punkt eða þá glufu hjá andstæðingunum tifaði
hann allur og jafnvel hristist hinn mikli skrokkur
með tilþrifum.
Halli sagði sögur betur en flestir og það var ekki
bara gaman að heyra hann segja frá; maður þurfti
að sjá hann. Þegar sagan nálgaðist snilldarhæðina,
byrjaði efrivörin að iða og við sögulok steig hann eitt
skref til hliðar og annað aftur á bak. Sömu viðbrögð
urðu þegar hann heyrði annan segja sögubrot sem
hann kunni að meta.
Það gekk á ýmsu hjá Halla frá því fyrsta til hins
síðasta og er óþarft að rekja. En hann var góður
drengur og ágætur, og reyndar snillingur inn við
beinið. Með allra skemmtilegustu mönnum þegar
best lét. Hann var ágætlega gefinn, mátulega sérvit-
ur, hjálpsamur eins og hann á kyn til, vinafastur og
velviljaður. Þótt Halli safnaði ekki auði né öðru slíku
sem mörgum þykir mest virði, þá átti hann margan
góðan sprettinn og skilur eftir góðar og hlýjar minn-
ingar hjá fjölda samtíðarmanna. Halli var einn sinn-
ar gerðar og eykur það enn mikla eftirsjá og söknuð.
Sjálfstæðisflokknum fylgdi hann fast að málum og
stóð upp úr á SUS-þingum og landsfundum, stundum
með eftirminnilegum hætti. Flokkurinn mat liðveislu
hans mikils. Að leiðarlokum þökkum við Ástríður
góð kynni og einlæga vináttu og biðjum fólkinu hans
Halla blessunar.
Davíð Oddsson.