Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 43
SÆLUVIKA Skagfirðinga hefst um
komandi helgi og verður boðið upp á
fjölbreytta menningardagskrá. Þetta
er ein elsta menningarhátíð á land-
inu og nær saga hennar allt aftur til
ársins 1874 þegar svonefndar sýslu-
nefndarvikur hófu göngu sína. Því
má segja að Sæluvikan sé 130 ára að
þessu sinni.
Listahátíð barnanna, dansleikir,
myndlistarsýningar, fræðslukvöld og
íþróttamót eru meðal viðburða sem
fram fara um allan fjörð frá laug-
ardeginum 24. apríl til 2. maí, að því
er fram kemur í tilkynningu frá
sveitarfélaginu Skagafirði.
Börn á leikskólum og í fyrstu
bekkjum grunnskóla sýna myndlist,
leikþætti, brúðuleikhús og flytja
söng. Þá verður Dægurlagakeppni
Kvenfélags Sauðárkróks föstudags-
kvöldið 30. apríl, Skari skrípó
skemmtir og kvöldið eftir í Miðgarði
syngja Karlakórinn Heimir, Rökk-
urkórinn, Karlakór Akureyrar,
Geysir og söngflokkurinn Veirurnar.
Dansleikir verða til staðar sem fyrr.
Hljómsveit Geirmundur verður með
forsæludansleik í íþróttahúsinu á
Sauðárkróki 25. apríl og Hljómar
koma í fyrsta sinn fram í Miðgarði 1.
maí, að kóraveislunni lokinni.
Leikfélag Sauðárkróks sýnir í Bif-
röst leikritið Síldin kemur og síldin
fer, eftir þær systur Iðunni og Krist-
ínu Steinsdætur. Þröstur Guðbjarts-
son leikstýrir og á þriðja tug leikara
kemur fram í sýningunni. Nemendur
úr Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra, ásamt nemendum frá dönsk-
um og finnskum menntaskólum
flytja verkið Í völvunnar spor sem
byggt er á Norrænni goðafræði.
Handrit verksins er eftir Geirlaug
Magnússon.
Dagskrá um Drangey
Elías B. Halldórsson verður með
myndlistarsýningu í Safnahúsinu á
Sauðárkróki. Þá verður dagskrá sem
helguð er Drangey sem Drangeyj-
arfélagið stendur fyrir. Þar verða
m.a. sagðar sögur, sýndar ljósmynd-
ir og stuttmynd og flutt fræðslu-
erindi, allt um Drangey. Kirkjukvöld
í Sauðárkrókskirkju er fastur liður í
Sæluviku og þetta árið er ræðumað-
ur Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra-
nesi. Spurningarkeppni milli vinnu-
staða stendur yfir í Skagafirði og
mun henni ljúka í Sæluviku.
Körfuboltafélagið Molduxar
stendur fyrir öldungamóti í körfu-
bolta fyrir karla og konur 30 ára og
eldri dagana 23.–24. apríl og sömu
daga standa hestamenn fyrir dag-
skránni Tekið til kostanna í Reiðhöll-
inni Svaðastöðum. Ýmislegt fleira
verður í boði, s.s. bíósýningar, opinn
dagur á skotsvæði Skotfélagsins Ós-
mann, opinn dagur í Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra og margt fleira.
Nánari upplýsingar er að finna á
finna á heimasíðu Sveitarfélagsins
Skagafjarðar, www.skagafjordur.is
Sæluvika Skagfirðinga
130 ár frá því að sýslunefndarvika fór fram í fyrsta sinn
KRABBAMEINSFÉLAG Hafnar-
fjarðar afhenti Líknardeildinni í
Kópavogi og Sankti Jósefsspítal-
anum þar í bæ hvoru sinn DVD-spil-
arann ásamt fjölda DVD-mynddiska
með blönduðu efni. Jón Auðunn
Jónsson afhenti gjafirnar og Þórunn
Lárusdóttir, frá Líknardeildinni, og
Birna Steingrímsdóttir, Sankti Jós-
efsspítalanum, veittu þeim viðtöku.
Gáfu DVD-spilara og -myndir
„SAMFYLKINGIN harmar þá nið-
urstöðu háskólaráðs Háskólans á
Akureyri að taka upp fjöldatak-
markanir við skólann. Ábyrgðin
liggur hinsvegar hjá stjórnvöldum
sem hafa svelt háskóla landsins til
þess að mæta fjárhagsvanda sínum
með harkalegum fjöldatakmörkun-
um líkt og nú er raunin hjá HA
enda útiloka fjárveitingar til hans
að fleiri nemendur verði innritaðir,“
segir m.a. í yfirlýsingu sem borist
hefur frá þingflokki Samfylkingar-
innar.
Í yfirlýsingunni segir einnig:
„Fjöldatakmarkanir við opinberu
háskólana eru áfall fyrir háskóla-
menntun á Íslandi og hrein aðför að
jafnrétti til náms. Með þeim á sér
stað gagnger stefnubreyting í mál-
efnum opinberu háskólanna. Þjóð-
skólar á háskólastigi eru ekki leng-
ur opnir þeim sem þangað sækja.
Það er háð pólitískum geðþótta ráð-
herra menntamála og ríkisstjórnar
hvað margir fá aðgang að þjóðskól-
unum ár hvert. Þetta eru tímamót.
Þjóðskólarnir á háskólastigi hafa
hingað til verið opnir þeim sem
þangað sækja og hafa til þess til-
skilda menntun. Nú eru fjöldatak-
markanir staðfestar og hafa áður
komið fram sem eitt fyrsta meg-
inverkefni nýs ráðherra mennta-
mála líkt og fram hefur komið í máli
hennar um fjöldatakmarkanir við
Háskóla Íslands. Staðan sem Há-
skóli Íslands glímir við er einnig
slæm og hann glímir alvarlegan
fjárskort sem þýðir að annaðhvort
þarf hann að vísa frá 900 umsækj-
endum um nám við skólann eða
taka upp harkalegar fjöldatak-
markanir. Við þessu bregðast
stjórnvöld með þögn og sinnuleysi.
Háskólastigið býr við allt of lág
fjárframlög og skortur á skýrri
stefnumörkun bætir ekki stöðuna.
Samkvæmt nýjustu skýrslu OECD
frá árinu 2003 kemur fram að op-
inber fjárframlög til háskólastigs-
ins á Íslandi voru einungis um 0,8%
af landsframleiðslu á meðan hin
Norðurlöndin vörðu á bilinu 1,2%-
1,7% til háskólastigsins sem er allt
að tvöfalt hærra.“
Samfylkingin segir
stjórnvöld svelta háskóla
FRÖNSK messa verður sungin í
Kristkirkju laugardaginn 24. apríl kl.
18, í tilefni af komu þriggja franskra
herskipa „Jeanne d’Arc“ „Georges
Leygues“ og „Primauguet“.
Kór skipverja syngur og eftir
messu er öllum boðið í kaffi í safn-
aðarheimilinu.
Frönsk messa
í Kristkirkju
Afmælisveisla í Baðhúsinu á
morgun Baðhúsið verður 10 ára á
morgun, laugardaginn 24. apríl. Af
því tilefni býður Baðhúsið upp á af-
mælisveislu fyrir almenning á morg-
un kl. 10–13. Boðið verður upp á:
Thalgo andlitsmaski frítt með öllum
Thalgo andlitskremum, frítt er í ljós,
og axlarnudd, o.fl. Þá eru léttar veit-
ingar, förðunarráðgjf og húðráðgjöf.
Suðræn sveifla verður kl. 10 og
BodyBalance kl: 10.30 og 11.30 (aðr-
ir tímar falla niður). Frítt í barna-
gæslu. Einnig verður boðið upp á
ýmis tilboð.
Nafnfræðifélagið heldur fræðslu-
fund á morgun, laugardaginn 24.
apríl, kl. 13.30 í stofu 106 í Odda,
húsi Háskóla Íslands. Guðrún
Bjarkadóttir íslenskunemi flytur er-
indi sem hún nefnir: Mannanöfn í
Vestmannaeyjum 1801–1900.
Fjallað verður um nafngiftir barna í
Vestmannaeyjasókn á tímabilinu
1801–1900, samkvæmt skráningu í
prestþjónustubækur. Sérstaklega
verður litið á algengustu nöfnin á
tímabilinu. Fleirnafnasiðurinn verð-
ur skoðaður og millinöfn, þ.e. ættar-
nöfn notuð sem skírnarnöfn. Loks
verður litið á kvennanöfn mynduð af
karlmannsnöfnum með kvenkyns
viðskeyti.
Landnámshænsnasýning í Laug-
ardal. Á morgun, laugardaginn 24.
apríl verður landnámshænsnasýning
í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í
Laugardal. Gestir velja fallegustu
hænu og hana sýningar og fræðsla
verður um hænur og aðbúnað
þeirra. Handunnir skartgripir úr
hænsnafjörðum.
Mímir-símenntun heldur nám-
skeiðið „Vorverkin í garðinum“ á
morgun, laugardaginn 24. apríl kl.
10–16. Leiðbeinendur eru garð-
yrkjufræðingarnir Guðríður Helga-
dóttir og Kristinn H. Þorsteinsson.
Fjallað verður um helstu atriði sem
varða umhirðu garðs að vori. Boðið
verður upp á súpu og brauð í hádeg-
inu. Námskeiðið fer fram bæði í
skólanum á Grensásvegi 16 og einn-
ig verður farið út í vettvangskönnun.
Skráning og upplýsingar eru hjá
Mími–símenntun í síma eða á heima-
síðunni www.mimir.is.
VG fundar um aðgengismál í
Reykjavík. Á morgun, laugardaginn
24. apríl verður umræðufundur á
vegum Vinstri-grænna um aðgeng-
ismál í Reykjavík.Fundurinn er
haldinn í húsnæði flokksins, Hafnar-
stræti 20 (3.hæð), og hefst kl. 13.
Framsögumenn eru: Arnþór Helga-
son framkvæmdastjóri Öryrkja-
bandalags Íslands, Björk Vilhelms-
dóttir borgarfulltrúi og formaður
fasteignastofu og Guðmundur
Magnússon leikari.
Vottar Jehóva halda tveggja daga
mót um helgina í Íþróttahúsinu
Digranesi í Kópavogi. Mótið verður
sett á morgun, laugardaginn 24. apr-
íl kl. 9.45. Einkunnarorð mótsins eru
„Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í
þjáningunni“. Aðalræða mótsins
verður flutt kl. 13.30 á sunnudag og
nefnist hún: „Á nafn hvers ættu
þjóðirnar að vona?“
Á MORGUN
Á AÐALFUNDI Félags íslenskra
gullsmiða sem haldinn var fyrir
skömmu var kosin ný stjórn. Í henni
eiga sæti Ása Gunnlaugsdóttir for-
maður (Aurum), Anna María Svein-
björnsdóttir varaformaður (Anna
María Design), Leifur Jónsson
gjaldkeri (Skartís), Sólborg S. Sig-
urðardóttir ritari (Gull og silfur) og
Þorbergur Halldórsson meðstjórn-
andi (Brilliant).
Félagið fagnar síðar á þessu ári 80
ára afmæli sínu. Á afmælisárinu
verður ýmislegt gert til að minnast
þeirra tímamóta en félagið er meðal
elstu starfandi fagfélaga á landinu,
segir í fréttatilkynningu.
Ný stjórn
hjá gullsmiðum
FRÁ og með 30. júní næstkomandi
verður notkun timburs með viðarvörn
sem inniheldur ólífræn arsensam-
bönd, svonefnda „græna viðarvörn,“
óheimil almenningi. Þetta er ekki síst
gert til þess að koma í veg fyrir að
börn komist í snertingu við timbur
með hættulegri viðarvörn í umhverfi
sínu, til dæmis á leiksvæðum.
Í ljósi þessa banns á sölu gagnvar-
ins timburs bendir Tryggvi Felixson,
framkvæmdastjóri Landverndar, á
nýlega norræna skýrslu um hættuleg
efni, svonefnda „Reach“ skýrslu, en
þar er áhersla lögð á ábyrgð framleið-
enda hættulegra efna. Þannig mælast
hin norrænu samtök sem gefa út
skýrsluna til þess að lögum um fram-
leiðslu og sölu hættulegra efna verði
breytt. Þannig verði framleiðendum
gert að sýna fram á að efni sem þeir
framleiða séu ekki hættuleg heilsu-
fari manna og umhverfi, að öðrum
kosti megi þeir hvorki framleiða né
selja viðkomandi efni. Í dag er þessu
öfugt farið, þar sem stjórnvöldum er
ætlað að sýna fram á hættu af efnum
sem eru á markaði. Þá fyrst megi
grípa til aðgerða til að vernda fólk og
umhverfi.
Græn viðarvörn bönn-
uð frá og með 30. júní
Varað við
„grænni
viðarvörn“
Íslandsmótið
í tvímenningi
Á síðasta ársþingi BSÍ voru sam-
þykktar allmiklar breytingar á fyr-
irkomulagi mótsins. Spilarar vinna
sér rétt til þátttöku í úrslitunum skv.
kvóta svæðasambandanna og ár-
angri svæðanna í úrslitum síðasta
árs.
Mótið er nú tvískipt.
Spilaðar eru 3 lotur hipp-hopp
barometer, 3 spil x 10 umf. Raðað í
hópa eftir stigum.
1. lota föstudagur kl. 15.00–19.00
2. lota föstudagur kl. 20.00–24.00
3. lota laugardagur kl. 11.00–15.00
24 efstu pör halda áfram, baro-
meter 4 spil x 23 umf. með carryover.
Pör taka með sér 15% af skori úr
fyrri hluta móts.
Spilað með skermum.
1.–10. umf. laugardagur kl. 17.00–23.30
11.–23. umf. sunnudagur kl. 11.00–18.30
Spilað er í Síðumúla 37.
Formenn svæðasambanda eru
minntir á að skila staðfestum kepp-
endalista í síðasta lagi þriðjudaginn
27. apríl kl. 17.00.
Núverandi Íslandsmeistarar eru
bræðurnir Anton og Sigurbjörn
Haraldssynir.
Bridsfélag Selfoss og nágrennis
Annað kvöldið í Íslandsbanka-
mótinu var spilað 15. apríl sl. Að
þessu sinni mættu 15 pör til leiks.
Þessi pör skoruðu mest:
Guðjón Einarsson – Ólafur Steinason 58,1
Anton Hartmannss. – Pétur Hartm. 57,9
Þröstur Árnason – Ríkharður Sverriss. 57,1
Helgi Herm. – Vilhjálmur Þ. Pálsson 54,8
Staða efstu para í mótinu að af-
loknum 2 kvöldum er þessi:
Þröstur Árnason – Ríkharður Sverrisson/
Brynjólfur Gestsson 61,7
Helgi Herm. – Vilhjálmur Þ. Pálsson 55,7
Anton Hartmannss. – Pétur Hartm. 53,8
Björn Snorras. – Kristján M. Gunnarss. 53,7
Nánar má finna um gang mála á
heimasíðu félagsins www.bridge.is/
fel/selfoss.
Þriðja og síðasta umferðin í Ís-
landsbankamótinu verður spiluð
fimmtudaginn 29. apríl, sem verður
jafnframt síðasta spilakvöld vetrar-
ins hjá félaginu.
Félag eldri borgara í Kópavogi
Það mættu 18 pör til keppni föstu-
daginn 16. apríl og lokastaðan í N/S
varð þessi:
Sigurður Pálss. - Hannes Ingibergss. 251
Sigrún Pálsd. - Sigrún Steinsd. 228
Eyst. Einarss. - Magnús Halldórss. 222
A/V:
Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 277
Jóhann Lútherss. - Ólafur Ingvarss. 263
Halla Ólafsd. - Jón Lárusson 244
Sami parafjöldi mætti sl. þriðju-
dag en þá urðu úrslitin þessi í N/S:
Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 277
Bragi Björnss. - Ólafur Ingvarss. 244
Alfreð Kristjánss. - Birgir Sigurðss. 243
A/V:
Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 230
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 230
Helga Helgad. - Sigrún Pétursd. 223
Frá félagi eldri borgara
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 20. apríl var spilað á
tíu borðum og var meðalskor 216.
Úrslit urðu þessi:
N/S
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 288
Sævar Magnúss. – Bjarnar Ingimarss. 258
Nanna Eiríksd. – Guðný Hálfdánard. 247
Kristján Ólafss. – Friðrik Hermannss. 215
A/V
Stefán Ólafsson – Ólafur Gíslason 237
Þorvarður S. Guðm. –Kristján Þorlákss. 230
Ingimundur Jónsson – Helgi Einarss. 224
Sófus Berthels. – Haukur Guðmundss. 222
Einar Sveinsson – Anton Jónsson 222
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson