Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Beini © LE LOMBARD SIGMUNDUR, VISSIR ÞÚ AÐ BALDURSBRÁRNAR VAXA HARAÐAR EF MAÐUR TALAR BLÍÐLEGA VIÐ ÞÆR Á MEÐAN MAÐUR VÖKVAR? HA? EF ÞETTA HELDUR SVONA ÁFRAM ÞÁ FERÐU BEINUSTU LEIÐ Á HAUGANA! DRUSLAN ÞÍN... SIGUMUNDUR HEFUR LITRÍK ORÐ UM ÞAÐ SEM HANN ER AÐ VINNA AÐ. NÚNA ER HANN AÐ GERA VIÐ MÓTORHJÓLIÐ SITT VINUR MINN REKUR BROTASÖLU OG BÍÐUR SPENNTUR EFTIR ÞVÍ AÐ FÁ AÐ MYLJA ÞIG Í LITLA BÚTA! VANDAMÁL? EFTIR HVERJU ER ÉG AÐ BÍÐA? RAFALLINN NEITAR AÐ GEFA FRÁ SÉR SVO MIKIÐ SEM NEISTA, ÞÓ SVO AÐ ÉG HAFI MEÐHÖNDLAÐ HJÓLIÐ MEÐ ÁSTRÍÐU. ÞAÐ KEMUR EKKERT VRÚMM, VRÚMM!! HJÓLIÐ MITT ER MÁLLAUST! ÉG ÆTLA AÐ SELJA ÞIG OG TAKA STRÆTÓ Í STAÐINN! EÐA VERRA! ÉG GET GEFIÐ ÞIG EINHVERJUM! EINHVERJUM SEM GLEYMIR AÐ SMYRJA ÞIG! EÐA DÆLIR VATNI Í BENSÍN- TANKINN! FALLEGA SAGT. ÉG SKAL TAKA HJÓLIÐ TAKK ÞEGAR ÉG VAR LÍTILL STRÁKUR ÞÁ DREYMDI MIG UM ÞAÐ AÐ EIGA MÓTORHJÓL EÐA FLUGVÉL. EN PABBI ÁTTI ENGÖNGU ROLLSA OG KAMELDÝR OG FLENGDI MIG Í HVERT SKIPTI SEM ÉG MINNTIST Á ÞAÐ BÍDDU NÚ HÆGUR! ÉG SAGÐI BARA SVONA. HJÓLIÐ MITT ER EKKI TIL SÖLU NÉ GEFINS. ÞANNIG ER ÞAÐ BARA ÉG SAGÐI ÞETTA BARA Í HITA LEIKSINS ÞÚ SAGÐIR AÐ ÞÚ MUNDIR GEFA, ÞÚ VERÐUR AÐ GEFA! ÞÚ LOFAÐIR OG HEILAGI SPÁMAÐURINN ER EKKI HRIFINN AF SVIKURUM HUGLEIDDU ÞAÐ. EF ÞÚ ÁTT ERFITT MEÐ AÐ GEFA ÞAÐ ÞÁ SKAL ÉG GEFA ÞÉR ROLLSINN MINN! ÉG Á 365 STIKKI EKKI MÖGULEIKI OG ACHMED BÍLSTJÓRI FYLGIR NEI MEÐ EINS ÁRS ÁBYRGÐ Á BÍLNUM OG BÍLSTJÓRANUM NEI FULLUM TANKI AH! ÉG VERÐ AÐ HUGSA MÁLIÐ BENSÍN EÐA DÍSEL BENSÍN. EKKI VERA SVONA HARÐUR Í VIÐSKIPTUM ÞÁ SEGI ÉG AFTUR NEI OG SVO ÁTTU ÖRUGGLEGA NÓG Á MILLI HANDANNA TIL ÞESS AÐ KAUPA ÞÉR MÓTORHJÓL MIKLU STÆRRA BARA MEÐ HRINGJUNUM ÞÍNUM HEYRÐU VINUR MINN. AÐ KAUPA ER LÖSTUR. SVO ERU ALLS KONAR SÝKLAR Á PENINGASEÐLUM... OJ BARA! GERUM FREKAR VÖRUSKIPTI. ÞAÐ ER MIKLU EINFALDARA OG RÍKIÐ VEIT EKKERT EN EF ÉG GEF ÞÉR KAMELDÝR Í KAUPBÆTI? ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ GEFA ÞVÍ VATN ALLT OF HÆGFÆR Í FRÍINU ÉG HEF VERIÐ Á ALLS KYNS RÁÐSTEFNUM UM ALLAN HEIM EN ÉG HEF ALDREI LENT Á EINS NÍSKUM MANNI OG ÞÉR ÞÚ GERIR MIG LEIÐAN SVO ER HJÓLIÐ BILAÐ OG VARHLUTIRNIR SUKKU ÖRUGGLEGA MEÐ TITANIC EÐA SANTA- MARIA. ÉG MAN ÞAÐ EKKI... SKÁL! HVAÐ UM ÞAÐ! ÉG GERI ÞÉR LOKATILBOÐ! ÉG Á 140 KONUR, VELDU ÞÉR BARA TÍU OG VIÐ TÖLUM EKKI UM ÞETTA MEIR ? HEY!... HUGSAÐU ÞÉR! 10 KONUR HEIMA HJÁ ÞÉR SEM GAGNRÝNA SPAGETTÍIÐ ÞITT. HUGSAÐU ÞÉR BARA OG? EINS OG 10 TENGDAMÖMMUR framhald ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MARGUR undrast að Grindvíkingar skyldu ekki heiðra móður séra Odds Gíslasonar, klerksins sem var fræg- astur Grindvíkinga á sinni tíð og Oddsviti er kenndur við. Eins og mörgum mun kunnugt kom út bók fyrir allnokkrum árum um Odd í Rósuhúsi. Það var Rósuhús í Reykjavík, kennt við móður klerks- ins fræga. Sögufélagið, virðulegt fé- lag með þáverandi menntamálaráð- herra í stjórn og sagnfræðinga í bak og fyrir sem útgáfustjóra, gaf út myndskreytt rit um séra Odd, eins og fyrr er sagt. Þar birtist, mörgum til mikillar furðu, ljósmynd af hefð- arkonu, sem sögð var vera móðir séra Odds. Sú furðulega frétt fylgdi myndinni að hún væri komin frá ætt- ingjum séra Odds í Ameríku. Þeir reyndust þó til í flokki þeirra sem keyptu bókina hjá Sögufélaginu, sem ekki gleyptu flugu þessa.Við athug- un og samanburð kom í ljós að sams konar mynd birtist í ævisögu Svein- björns Sveinbjörnssonar tónskálds. Þar var þessi sama kona sögð vera móðir tónskáldsins, Kirstín Svein- björnsson dómstjórafrú, eiginkona Þórðar dómstjóra Sveinbjörnssonar í Nesi, síðar búsett lengi í Túngötu í Reykjavík. Athygli Sögufélags- manna var vakin á þessum mistök- um. Hafi Sögufélagsmenn vakið at- hygli áskrifenda og kaupenda bókarinnar og leiðrétt missögn eru þeir beðnir afsökunar á pistli þess- um. Að öðrum kosti skulda þeir les- endum skýringar í ritum Sögu- félagsins. Hvað sem þessu líður voru konur þessar báðar hinar merkustu og stóðu fyrir sínu. Vonandi logar enn á Oddsvita þótt hann væri eitt sinn nefndur Oddviti í Ríkisútvarp- inu. PÉTUR PÉTURSSON þulur, Garðastræti 9, 101 Reykjavík. Síðbúin leiðrétting Frá Pétri Péturssyni þul: Þetta er ljósmynd af Kirstínu Sveinbjörnsson dómstjórafrú í Nesi við Seltjörn, síðar við Túngötu í Reykjavík. Hún var móðir Svein- björns Sveinbjörnssonar tónskálds. Bókin var gefin út árið 1982. Tími leiðréttingar kominn. ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja að kjörtímabil forseta Íslands er fjögur ár í senn. Í raun er það þannig að sitjandi forsetar hafa setið í embætti eins lengi og þeir hafa sjálfir kosið. Forsetakosningar ættu því að vera óþarfar nema í því tilviki að sitjandi forseti tilkynni að hann gefi ekki kost á sér áfram. Að áliti Sambands sveitarfélaga kostar framkvæmd forsetakosninga um 100 miljónir króna af almannafé. Það er auðvitað alvarlegt mál ef ýmiss kon- ar aðilar geta stundað lýðskrum með því að fara í forsetaframboð þó að fyrir liggi að framboðið ekki sé ekki aðeins með öllu vonlaust heldur jafn- vel gersamlega fráleitt. Ef sitjandi forseti gefur kost á sér áfram er það hrein firra að í nafni lýðræðis sé í lagi að kjósa um forseta á fjögurra ára fresti og breyta kosningunni í spaug- stofu með fáránlegum framboðum. Framboð til stjórnmálaþátttöku er réttur og sjálfsagður vettvangur fyr- ir þá sem vilja bjarga heimsfriðnum og mannkyninu af þyrnum stráðum vegi syndarinnar. Guð láti gott á vita. Það er alltaf gaman að segja er- lendum ferðamönnum að við Íslend- ingar „trúum“ á álfa, huldufólk, tröll, drauga og jafnvel sjálfan jólasvein- inn. En ef það þarf að bæta því við að jólasveinninn sé jafnan í framboði til forseta þá er nóg komið. Fljótt á litið mætti halda að breyta þyrfti ákvæðum stjórnarskrárinnar um kjörgengi til embættis forseta Ís- lands. Þegar betur er að gáð nægir líklega að setja málefnalegar tak- markanir í núverandi lög um fram- boð og kjör forseta Íslands þannig að frambjóðendur uppfylli lágmarks- kröfur. Í íslenskri löggjöf eru iðulega almenn hæfisskilyrði sem frambjóð- endur og umsækjendur um leyfi eða stöður þurfa að uppfylla. Þar sem forsetaembættið er fyrst og fremst virðingarstaða, þá er sjálfsagt að lög áskilji mestar kröfur varðandi kjör- gengi til forsetaembættisins, sér- staklega á sviði siðferðis. Forseta- frambjóðendur ættu að hafa alveg flekklausan feril, óflekkað mannorð, aldrei hafa orðið gjaldþrota, aldrei hafa hlotið refsidóm, ekki valdið al- mennu hneyksli eða gerst sekir um athæfi sem ætla má að rýri álit þeirra eða sé ósamboðið manni í embætti forseta lýðveldisins. Í annan stað hlýtur að þurfa að setja nánari reglur um fjármál fram- boða. Varða ætti sektum að greiða kjósendum fyrir undirritun með- mæla eða loforðs um hvað þeir kjósi. Ennfremur er nauðsynlegt að fram- bjóðendur sýni fram á að fé það sem þeir hafa úr að spila til kosningabar- áttunnar sé heiðarlega fengið. Greinarhöfundar telur það skyldu háttvirtra alþingismanna að hafa þessi mál í lagi þannig að þjóðin hafi ekki óþarfa kostnað og hneisu af. VIGGÓ JÖRGENSSON, Hólmgarði 18, 108 Reykjavík. Breyta þarf löggjöf um forsetaframboð Frá Viggó Jörgenssyni löggiltum fasteignasala og laganema við HÍ:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.