Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ JACEK Kowal sem lék í marki Stjörnumanna í hand- knattleik á leiktíðinni verður ekki í röðum félagsins á næsta keppnistímabili, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigurði Bjarnasyni fráfarandi þjálf- ara Stjörnunnar í gær. Kowal, sem er pólskur, hefur dvalið hér á landi með fjölskyldu sinni frá því í lok síðasta sumars. Ástæðan fyrir því að hann verður ekki áfram í herbúðum Garðbæinga er að sögn Sig- urðar sú að ekki eru til peningar í sjóðum félagsins til þess að framlengja samninginn við markvörðinn. Kowal hefur líkað vistin vel hér á landi og hefur áhuga á að leika með öðru liði hér á landi gefist kostur á því. Í fyrrgreindri yfirlýsingu sinni staðfesti Sigurður frétt Morgunblaðsins í gær um að hann væri hættur þjálfun Stjörnunnar eftir eitt ár við stjórnvölinn. Segir Sigurður að of mikill tími fari í þjálfunina og það sé ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að hætta. Kowal er hættur hjá Stjörnunni ÍSLAND sigraði Pólland, 3:1, í milliriðli Evr- ópumóts unglingalandsliða kvenna í knattspyrnu, undir 19 ára, en leikur liðanna fór fram í Póllandi í gær. Íslenska liðið hefur þar með unnið báða leiki sína og mætir Þjóðverjum í hreinum úrslitaleik um sigur í riðlinum og sæti í átta liða úrslitum keppn- innar á morgun. Það verður þrautin þyngri því þýsku stúlkurnar sigruðu þær ungversku, 9:0, í gær og höfðu áður lagt þær pólsku að velli með sömu markatölu. Ís- lenska liðið, sem vann Ungverjaland 4:0 fyrr í vik- unni, þarf því að sigra á morgun en Þjóðverjum nægir jafntefli. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvö marka Ís- lands í gær. Hún kom Íslandi yfir strax í byrjun en heimastúlkur jöfnuðu fimm mínútum síðar. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi í 2:1 fyrir hlé og Greta Mjöll tryggði sigurinn með marki seint í leiknum. Greta Mjöll með tvö gegn Póllandi ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Stjarnan – Valur 27:29 Ásgarður, Garðabæ, undanúrslit Íslands- móts kvenna, annar leikur, fimmtudaginn 22. apríl 2004. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 3:3, 5:3, 5:5, 7:6, 7:9, 9:9, 9:11, 11:11, 12:12, 12:13, 13:13, 14:16, 15:17, 17:17, 18:20, 21:20, 21:22, 24:22, 24:24, 24:27, 27:27, 27:29. Mörk Stjörnunnar: Hind Hannesdóttir 6, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5/2, Kristín Clausen 4/1, Rakel Dögg Bragadóttir 4/2, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2, Ásdís Sigurðardóttir 2, Hekla Daðadóttir 1. Varin skot: Jelena Jovanovic 23/2 (þar af 8/1 aftur til mótherja), Helga Dóra Magn- úsdóttir 5 (þar af 2 aftur til mótherja) Utan vallar: 12 mínútur. Þar af fékk Hekla rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir. Mörk Vals: Gerður B. Jóhannsdóttir 6, Hafrún Kristjánsdóttir 6, Elfa B. Hregg- viðsdóttir 4, Ágústa E. Björnsdóttir 4/2, Árný Ísberg 3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 3/1, Kolbrún Franklín 2, Arna Grímsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 20 (þar af 8 aftur til mótherja), Erna María Eiríks- dóttir 3/2 (þar af 1/1 aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Hörður Sigmarsson og Þórir Gíslason. Áhorfendur: Um 310.  Valur vann tvo leiki og er komið í úrslit. KNATTSPYRNA Deildabikar karla Efri deild, A-riðill: Njarðvík – KA .......................................... 1:2 Gunnar Örn Einarsson 6. - Elmar Dan Sig- þórsson 84., Jóhann Þórhallsson 90. Fylkir – Þór .............................................. 4:0 Ólafur Stígsson 2, Ólafur Páll Snorrason, sjálfsmark. Víkingur R. – Haukar ............................. 5:1 Grétar Sigurðarson, Vilhjálmur R. Vil- hjálmsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Daní- el Hjaltason, Steinþór Gíslason - Sævar Eyjólfsson (víti). Lokastaðan: KA 7 5 1 1 17:5 16 KR 7 5 1 1 19:9 16 Fylkir 7 5 0 2 18:12 15 Víkingur R. 7 3 2 2 13:9 11 Þór 7 3 0 4 8:14 9 Grindavík 7 3 0 4 11:19 9 Haukar 7 1 0 6 13:21 3 Njarðvík 7 1 0 6 9:19 3 Efri deild, B-riðill: Valur – Fram............................................ 2:1 Kristinn Lárusson, Sigurbjörn Hreiðars- son (víti) - Andri Fannar Óttarsson. Þróttur R. – FH........................................ 1:2 Hallur Hallsson 41. - Atli Viðar Björnsson 10., Atli Guðnason 87. Lokastaðan: Keflavík 7 5 2 0 23:11 17 ÍA 7 5 1 1 17:10 16 Valur 7 4 0 3 14:9 12 FH 7 4 0 3 17:15 12 Þróttur R. 7 3 1 3 13:12 10 Fram 7 2 2 3 15:13 8 ÍBV 7 1 2 4 15:16 5 Stjarnan 7 0 0 7 5:33 0 Deildabikar kvenna Efri deild: FH – KR .................................................... 1:3 Elín Svavarsdóttir 86. - Hólmfríður Magn- úsdóttir 19., 38., Júliana Einarsdóttir 77. Staðan: Valur 4 3 1 0 16:4 10 KR 3 2 0 1 5:4 6 ÍBV 3 2 0 1 6:7 6 Breiðablik 3 1 2 0 13:7 5 Stjarnan 4 1 1 2 9:10 4 FH 5 0 0 5 3:20 0 Evrópukeppni U19 kvenna Milliriðill í Póllandi: Pólland – Ísland ....................................... 1:3 Greta Mjöll Samúelsdóttir 3., 75., Margrét Lára Viðarsdóttir 30. Þýskaland – Ungverjaland..................... 9:0 Staðan: Þýskaland 2 2 0 0 18:0 6 Ísland 2 2 0 0 7:1 6 Pólland 2 0 0 2 1:12 0 Ungverjaland 2 0 0 2 0:13 0 UEFA-bikarinn Undanúrslit, fyrri leikir: Newcastle – Marseille.............................. 0:0 Villarreal – Valencia................................. 0:0 Svíþjóð Örgryte – AIK .......................................... 1:1 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin 16-liða úrslit, leikir númer tvö: Detroit – Milwaukee ............................ 88:92  Staðan er 1:1. Miami – New Orleans .......................... 93:63  Miami er yfir, 2:0. Minnesota – Denver............................. 95:81  Minnesota er yfir, 2:0. KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni Neðri deild karla, C-riðill: Tungubakkar: Huginn – KS......................19 Neðri deild karla, A-riðill: Egilshöll: Fjölnir – ÍH ..........................20.30 Í KVÖLD FÓLK Leikur Newcastle og Marseille varfjörugur þrátt fyrir markaleysið og bæði lið fengu góð færi. Didier Drogba átti þrumuskot í innanverða stöngina á marki Newcastle og Fabi- an Barthez, markvörður Marseille, bjargaði sínum mönnum þegar hann varði glæsilega frá Shola Ameobi úr dauðafæri. Í lið Newcastle vantaði Craig Bellamy, Kieron Dyer og Jermaine Jenas og Bobby Robson, knatt- spyrnustjóri, sagði að engar líkur væru á að þeir yrðu tilbúnir fyrir síð- ari leikinn. „Þetta var mjög góður leikur, í hæsta gæðaflokki, og þar sem varnir beggja spiluðu afar vel þurftu sókn- armennirnir að hafa mikið fyrir þeim færum sem þeir sköpuðu sér. Úrslit- in eru sanngjörn og fyrst svona fór var mikilvægt að við fengum ekki á okkur mark. Ég tel að við séum lík- legir til að skora í Marseille og eigum því ágæta möguleika í síðari leikn- um,“ sagði Robson. „Það er gott að ná markalausu jafntefli á útivelli en við fengum fjög- ur góð marktækifæri sem við nýttum ekki. Við verðum því að bæta um betur á heimavelli. Skot eins og Drogba átti hafna í netinu í níu skipti af tíu svo heppnin var ekki á okkar bandi. Fólkið í Marseille bíður spennt eftir því að komast í úrslita- leik í Evrópupkeppni og það gefur okkur aukakraft,“ sagði Jose Anigo, þjálfari Marseille. Villarreal sterkari aðilinn Villarreal var sterkari aðilinn lengi vel í spænska uppgjörinu gegn toppliði Valencia. Það var hinsvegar Valencia sem komst næst því að skora þegar Ruben Baraja átti hörkuskalla í þverslá um miðjan síð- ari hálfleik. Valencia sótti síðan stíft undir lokin og hélt þá uppi skothríð að marki heimamanna. Amedeo Carboni, varnarmaðurinn reyndi hjá Valencia, verður í leikbanni í seinni leik liðanna vegna gulra spjalda. Erum líklegir til að skora í Marseille EKKERT mark var skorað í fyrri undanúrslitaleikjum UEFA- bikarsins í knattspyrnu sem fram fóru í gærkvöld. Newcastle og Marseille skildu jöfn á St. James Park í Newcastle og sama nið- urstaða varð í viðureign spænsku liðanna Villarreal og Valencia. Staða Marseille og Valencia er því vænlegri fyrir síðari leiki félag- anna sem fram fara á heimavöllum þeirra eftir tvær vikur. HEIÐAR Davíð Bragason lék fyrsta hringinn á Opna spænska at- vinnumannamótinu á Kanaríeyjum í gær á 78 höggum, eða 8 höggum yf- ir pari. Hann er meðal öftustu manna, í 143.-149. sæti af 155 kepp- endum. Hann byrjaði illa og fékk 7 högg á 2. holu og eftir sjö fyrstu holurnar var hann á sex höggum yf- ir pari. David Park frá Wales lék best í gær á 64 höggum, eða 6 högg- um undir pari. Þetta er fyrsta mót Heiðars á Evrópsku mótaröðinni en hann öðl- aðist keppnisrétt á mótinu þegar hann sigraði á Opna spænska áhugamannamótinu í mars síðast- liðnum. Hann verður að leika mun betur ætli hann sér að komst í gegn- um niðurskurðinn í dag, en reiknað er með að 70 efstu komist áfram og leiki tvo síðustu keppnisdagana. Heiðar lék fyrstu holuna á einu höggi yfir pari, en lék aðra holu vall- arins, sem er par fjórir, á sjö högg- um. Hann fékk svo skolla á sjöttu og sjöundu holu. Hann var sex höggum yfir þegar hann kom á 17. holuna (par 5) sem hann lék á 7 höggum, en endaði síðan daginn á pari. Heiðar á 8 höggum yfir pari á Spáni BIKARMEISTARAR ÍA í knattspyrnu komu mjög á óvart þegar þeir gerðu jafntefli við þýska liðið Bochum, 1:1, í æfingaleik í Þýskalandi í gær. Grétar Rafn Steinsson kom ÍA yfir með fallegu skallamarki eftir sendingu Hjálms Dórs Hjálmssonar á 16. mínútu en Vahid Hashemian jafnaði fyrir Bochum 18 mínútum fyrir leiks- lok. Bochum, sem er í sjötta sæti í þýsku 1.deildinni og á góða möguleika á Evrópusæti, tefldi fram sínu sterkasta liði í fyrri hálf- leik en skipti flestum af þeim bestu af velli í þeim síðari. Skaga- menn skiptu ennfremur megninu af byrjunarliði sínu af velli í síð- ari hálfleik. Þórður Guðjónsson gat ekki leikið með Bochum vegna meiðsla en hann var mjög hrifinn af leik ÍA. „Skagamenn léku mjög vel og skynsamlega og það var gaman að sjá til þeirra. Þeir hefðu getað skorað þrjú mörk í fyrri hálfleik, Stefán átti hættulegan skalla og auk þess var mark dæmt af honum vegna rangstöðu sem var mjög tæp. Bochum stjórnaði leiknum en fékk ekki mikið af færum,“ sagði Þórður við Morgunblaðið. Alen Marcina, Kanadamaðurinn sem er til reynslu hjá ÍA, lék sinn fyrsta leik með liðinu. „Hann er snöggur og skemmtilegur sóknarmaður og var óheppinn að skora ekki mark í seinni hálfleik. Mér sýnist að hann geti nýst Skagaliðinu mjög vel,“ sagði Þórður. Skagamenn gerðu jafntefli við Bochum  HÖRÐUSTU stuðningsmennenska knattspyrnuliðsins Norwich City fögnuðu úrvalsdeildarsæti í fyrrakvöld meðan þeir fylgdust með varaliði félagsins í leik á heimavelli. Á meðan vann Crystal Palace sigur á Sunderland í 1. deildinni og þar með átti Sunderland ekki lengur mögu- leika á að skáka Norwich, sem er komið í efstu deild á ný eftir níu ára fjarveru. Nigel Worthington, knatt- spyrnustjóri Norwich, sagði í gær að aðaltakmark félagsins yrði að halda sæti sínu næsta vetur.  FORRÁÐAMENN Charlton Athle- tic fagna árangri Norwich af fjár- hagslegum ástæðum. Charlton seldi Mathias Svensson til Norwich í vetur fyrir 6,5 milljónir króna, en með því ákvæði að Norwich skyldi greiða 32,5 milljónir til viðbótar ef félagið ynni sér sæti í úrvalsdeild.  RON Atkinson, fyrrum knatt- spyrnustjóri Manchester United, Aston Villa og fleiri liða, hefur sagt af sér sem sérfræðingur í lýsingum ITV-sjónvarpsstöðvarinnar og dag- blaðið Guardian hefur sagt honum upp sem dálkahöfundi. Ástæðan er sú að Atkinson lét út úr sér ósæmileg orð um Marcel Desailly, fyrirliða Chelsea, eftir útsendingu á leik liðs- ins við Mónakó á þriðjudag, en Atk- inson hélt að búið væri að loka fyrir útsendinguna.  SJÓNVARPSÁHORFENDUR í Austurlöndum nær heyrðu til Atkin- sons en orðbragð hans flokkast undir kynþáttafordóma. Atkinson hefur beðið Desailly afsökunar, sem og alla aðra sem hann kynni að hafa móðgað. „Þetta var alfarið mín sök, ég var að tala við sjálfan mig og áttaði mig ekki á þessu fyrr en mér var sagt frá því daginn eftir,“ sagði Atkinson, sem kvaðst vilja hitta Desailly og biðja hann afsökunar augliti til auglits. VALUR, FH, Fylkir og Víkingur tryggðu sér í gær fjögur síðustu sætin í átta liða úrslitum deildabik- ars karla í knattspyrnu. Þar leika saman KA - FH, KR - Valur, Kefla- vík - Víkingur og ÍA - Fylkir en leikið er í næstu viku. Sjö úrvals- deildarlið komust áfram, öll nema Fram, ÍBV og Grindavík, og Valur er eina lið 1. deildar sem er eftir í keppninni.  Atli Guðnason, 19 ára sóknar- maður, tryggði FH sigur á Þrótti R. Hann skoraði sigurmark Hafn- arfjarðarliðsins, 2:1, á gervigrasinu í Laugardal þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en jafntefli hefði nægt Þrótturum til að komast áfram.  Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, kom sínum mönnum í átta liða úrslitin á kostnað Fram. Hann skoraði sigurmark Vals, 2:1, úr vítaspyrnu í viðureign liðanna í Eg- ilshöllinni í gær.  Jóhann Þórhallsson skoraði sig- urmark KA gegn Njarðvík, 2:1, á lokamínútunni þegar liðin áttust við á grasvelli í Njarðvík í gær. KA tryggði sér efsta sætið í A-riðli með sigrinum.  Ólafur Stígsson skoraði tvö mörk fyrir Hauka sem unnu auð- veldan sigur á Þór, 4:0, í Egilshöll- inni. Víkingur varð síðasta liðið inn í 8-liða úrslitin, komst uppfyrir Þór með því að vinna Hauka, 5:1. Valur og sjö úr úr- valsdeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.