Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Nýjar sumarvörur Nýjar skyrtur og blússur úr bómull og hör Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending af peysum Gott verð Sportlegir sumarjakkar Litir: hvítt og grænt Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Námskeið fyrir konur, sem hafa þolað ofbeldi á einn eða annan hátt verður haldið mánudaginn 26. apríl frá kl. 17.30 til 19.00 og næstu þrjú mánudagskvöld í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð. Byggt verður á nýútkominni bók Lúterska heimssambandsins. Kennarar eru Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Námskeiðið er ókeypis. Innritun í síma 551 3934 og á staðnum. Hjálparstarf kirkjunnar og Kvennakirkjan Kvennakirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum KONAN TÍSKUVÖRUVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 – SÍMI 544 4035 Full búð af nýjum vörum Komdu og gerðu þig fína fyrir sumarið Stærðir 34 - 56 ÁSGEIR Þór Árnason, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka hjarta- sjúklinga, segir að nái sparnaðartil- lögur stjórnvalda í lyfjamálum fram að ganga muni mörg algeng hjartalyf hækka langt yfir 100%. Hann nefnir sem dæmi hjartalyfið Zarator, en það muni hækka, skv. sínum útreikning- um um 176%. „Þetta eru því ansi miklar hækkanir sem stjórnvöld eru að boða,“ útskýrir hann í samtali við Morgunblaðið. Í tilkynningu, sem samtökin hafa sent frá sér, lýsa þau yfir þungum áhyggjum af umrædd- um áformum. Ásgeir bendir á að það sé ekki einfalt mál fyrir hjartasjúk- linga að breyta yfir í ný lyf því oft hafi það tekið nokkur ár að finna réttan „lyfjakokkteil“ fyrir viðkomandi sjúk- ling. „Ég var, svo dæmi sé tekið, inni og úti á sjúkrahúsum á árunum 1992 til 1999 eða þar til loks tókst að finna réttu lyfin fyrir minn sjúkdóm.“ Hann segir að síðan hafi líðan sín verið stöð- ug, en þeim árangri verði stefnt í hættu, þurfi hann að fara yfir á ný lyf. „Ég tek það fram að við erum ekki á móti sparnaði og hagræðingu en við viljum fá að taka þátt í slíkum aðgerð- um með heilbrigðisyfirvöldum.“ Ásgeir segir að samtökin hafi átt fund með heilbrigðisráðherra, Jóni Kristjánssyni, fyrir nokkru vegna þessara mála, en stuttu síðar voru umræddar tillögur um lyfjaverð frá stjórnvöldum gerðar opinberar. Hann segir samtökin ósátt við það að ekkert samráð hafi verið haft við þau og að þau skyldu á fundinum með ráð- herra ekki hafa verið látin vita af til- lögunum. Málþing á laugardag Í tilkynningu frá Landssamtökum hjartasjúklinga segir m.a.: „Lands- samtök hjartasjúklinga líta á þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem fjandsamlegar við heilbrigðis og mannúðarstefnu sem boðuð hefur verið. Heilbrigðisráðherra hefur boð- að „analogkerfið“ í nokkurn tíma. Samkvæmt upplýsingum samtak- anna eru engin af viðmiðunarríkjum Íslands að nota þetta kerfi. Markmið heilbrigðisráðherra eru án efa að lækka lyfjakostnað og það markmið skilja Landssamtökin og virða. En þetta getur ekki verið leiðin þegar lyf- in okkar hækka um og yfir 100%.“ Síðan segir að það sé afdráttarlaus krafa samtakanna að ákvörðunum í þessa veru verði frestað og að fulltrú- um sjúklinga verði boðið til viðræðna um lyfjaverð. Samtökin hafa vegna þessara mála boðað til málþings í Súlnasal í Reykjavík á laugardag. Þingið hefst klukkan 10 árdegis og stendur til 12. Hjartasjúklingar mótmæla Dæmi um að lyf hækki um 176% Í GÆR, sumardaginn fyrsta, var í annað sinn úthlutað styrkjum úr sjóðnum Vildarbörn, styrktarsjóði Icelandair og viðskiptavina félagsins. Markmið sjóðsins er að gefa lang- veikum börnum og börnum sem búa við sérstakar aðstæður tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á. Að þessu sinni sóttu 80 börn og fjölskyldur þeirra um styrk úr sjóðn- um og hlutu 12 þeirra styrk. Í styrkn- um felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur – flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum við- burði sem barnið óskar sér. Við síð- ustu úthlutun, sem var síðastliðið haust, völdu flest barnanna að fara til Flórída og heimsækja Disneyland. Sjóðurinn Vildarbörn fagnaði í gær eins árs afmæli sínu. Hann er fjármagnaður með þrennskonar hætti. Í fyrsta lagi með beinu fjár- framlagi Icelandair. Í öðru lagi með frjálsum framlögum félaga í Vild- arklúbbi Icelandair sem geta gefið af vildarpunktum sínum. Í þriðja lagi er sjóðurinn fjármagnaður með söfnun afgangsmyntar um borð í flugvélum Icelandair. Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggist á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, sem hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykja- vík og stutt fjölskyldur fjölda veikra barna með ýmsum hætti. Hún er nú í stjórn Vildarbarna Icelandair. Verndari sjóðsins er Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands og formaður stjórnar hans er Ragnhildur Geirsdóttir fram- kvæmdastjóri hjá Icelandair. Lands- bankinn er fjárgæsluaðili sjóðsins. Árangur myntsöfnunarinnar um borð í flugvélum Icelandair hefur far- ið fram úr björtustu vonum og fleiri börn eiga þess því kost í ár að fara í draumaferð sína en aðstandendur gerðu ráð fyrir, segir í fréttatilkynn- ingu. Við afhendinguna styrkjanna í gær fengu börnin og systkini þeirra auk viðurkenningarskjals peysur merktar Icelandair og flugvélamódel. Á heimasíðu fyrir Vildarbörnin, www.vildarborn.is , er að finna nán- ari upplýsingar um sjóðinn. Tólf vildar- börn á leið í draumaferðina Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.