Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 45
DAGBÓK
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Hákon, sími 898 9396,
lögg. fasteignasali.
RAÐHÚS Í SELÁSI Í ÁRBÆ
EÐA LINDAHVERFI
KÓPAVOGI ÓSKAST
Mér hefur verið falið að leita eftir 100-120
fm raðhúsi á einni hæð auk bílskúrs. Um er
að ræða fjársterka aðila. Æskilegt að eignin
sé í góðu ástandi. Verðhugmynd 22-25
millj. Kaupendur geta veitt ríflegan afhend-
ingartíma sé þess óskað. Áhugasamir vin-
samlega hafið samband og ég mun fúslega
veita nánari upplýsingar.
Íslenski söfnuðurinn
í Danmörku 25 ára
Í ÁR eru 40 ár liðin frá því að fyrsti
íslenski presturinn var skipaður til
þjónustu við Íslendinga í Danmörku
og ennfremur 25 ár frá formlegri
stofnun íslenska safnaðarins þar.
Þessa verður minnst með hátíð-
arguðsþjónustu sunnudaginn 25.
apríl í Sánkti Pálskirkju í Kaup-
mannahöfn þar sem söfnuðurinn
kemur jafnan saman til helgihalds.
Söfnuðurinn hefur boðið fyrrver-
andi prestum Íslendinga í Danmörku
og mökum þeirra til Kaup-
mannahafnar af þessu tilefni.
Herra Karl Sigurbjörnsson, bisk-
up Íslands, mun predika við messuna
og biskup Kaupmannahafnar, Erik
Norman Svendsen, heiðrar söfn-
uðinn með nærveru sinni. Kór ís-
lenska safnaðarins leiðir sönginn við
messuna undir stjórn Ásdísar Arn-
alds og Sólrún Bragadóttir söng-
kona syngur stólvers. Að guðsþjón-
ustunni lokinni fer fram móttaka í
hliðarskipi kirkjunnar þar sem fram
verða bornar léttar veitingar og
ávörp flutt. Svo skemmtilega vill til
að Dómkórinn í Reykjavík er stadd-
ur í Kaupmannahöfn um þessa helgi
og mun gleðja viðstadda með söng í
móttökunni. Þá er ógetið sendherra-
hjónanna Þorsteins Pálssonar og
Ingibjargar Rafnar.
Núverandi prestur Íslendinga í
Danmörku er sr. Þórir Jökull Þor-
steinsson og formaður safn-
aðarnefndar er Kristín Oddsdóttir
Bonde. Allir eru hjartanlega vel-
komnir til hátíðarinnar.
Ensk messsa
í Hallgrímskirkju
SUNNUDAGINN 25. apríl nk. kl.
14:00 verður haldin ensk messa í
Hallgrímskirkju. Prestur verður sr.
Bjarni Þór Bjarnason. Organisti
Hörður Áskelsson. Guðrún Finn-
bjarnardóttir mun leiða almennan
safnaðarsöng. Messukaffi að athöfn
lokinni. Þriðja árið í röð er boðið upp
á enska messu í Hallgrímskirkju síð-
asta sunnudag hvers mánaðar.
Service in English
SERVICE in English at the Church
of Hallgrímur Sunday 25th of April
at 2 pm. Holy Communion. The
Third Sunday of Easter. Celebrant
and Preacher: The Revd Bjarni Thor
Bjarnason. Organist: Hörður Áskels-
son. Leading singer:Guðrún Finn-
bjarnardóttir. Refreshments after
the Service.
Sánkti Pálskirkja í Kaupmannahöfn.
Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13.
Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja, eldri borgara starf. Brids-að-
stoð kl. 13. Kaffi kl. 15.
Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Kaffi og spjall.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deild-
arstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á
Sléttunni, Uppsölum 3. Krakkar á aldrinum
8–12 ára velkomnir.
Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar,
Kirkjukrakkar, er í Lágafellsskóla.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom-
ur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund
alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla á
Útvarp Boðun FM 105,5. Allir velkomnir.
Fríkirkjan Kefas. 10–12 ára starf kl.
19.30. Samvera, fræðsla og fjör.
Færeyska sjómannaheimilið. Kvöldvaka
laugardaginn kl 20.30
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30
barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl. 10–
18 okkar vinsæli flóamarkaður opinn.
Kirkja sjöunda dags aðventista:
Föstudaginn 23. apríl:
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykjavík.
Fyrirlestur kl. 18:30.
Laugardaginn 24. apríl:
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykjavík.
Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjónusta kl.
11:00. Ræðumaður: Gavin Anthony.
Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11:00.
Ræðumaður: Björgvin Snorrason.
Safnaðarheimili aðventista Gagnheiði 40,
Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón-
usta kl. 11. Ræðum. Styrmir G. Ólafsson.
Safnaðarheimili aðventista Blikabraut 2,
Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðs-
þjónusta kl. 11:00. Ræðum. Maxwell Ditta.
Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vestmanna-
eyjum: Biblíufræðsla kl. 10:00.
Safnaðarstarf
LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS
SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000.
BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050.
BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími
543 1000.
BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími
543 4050.
NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími
543 2085.
EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222.
ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085.
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upp-
lýsingar í s. 563 1010.
LÆKNAVAKT fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavog,
Garðabæ og Hafnarfjörð, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mót-
taka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar. Vitjana-
beiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn
um helgar. Nánari upplýsingar í s. 1770.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
NEYÐARÞJÓNUSTA
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trún-
aði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir utan skrifstofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
KVENNAATHVARF: Athvarf og þjónusta fyrir konur sem
beittar hafa verið ofbeldi. Alltaf opið, 561 1205.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112
KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA
LESANDINN er í suður
og hefur lífsbaráttuna með
hindrunarsögn í spaða.
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
♠96
♥ÁK1052
♦ÁD765
♣8
Suður
♠ÁK85432
♥D83
♦4
♣106
Vestur Norður Austur Suður
-- -- Pass 3 spaðar
5 lauf 5 spaðar Dobl Pass
Pass Pass
Vestur svarar í sömu
mynt og tælir makker til
að reyna fimm spaða, sem
austur doblar.
Út kemur laufás og
meira lauf í öðrum slag.
Þú trompar í borði og
austur sýnir tvílit. Þegar
þú spilar næst trompi
heim, stingur austur upp
tíu og vestur hendir laufi í
kónginn þinn. Það mátti
búast við því. Er til vinn-
ingsleið?
Kannski – ef hægt er að
byggja upp þriggja spila
endastöðu þar sem þú átt
heima Á85 í trompi og
austur DG7. Það er skil-
yrði að vera í borði og
spila þaðan rauðu spili. Ef
austur stingur hátt, þá
dúkkar þú og færð tvo síð-
ustu slagina á Á8 með
svíningu.
Norður
♠96
♥ÁK1052
♦ÁD765
♣8
Vestur Austur
♠-- ♠DG107
♥G4 ♥976
♦G92 ♦K1083
♣ÁKDG7543 ♣92
Suður
♠ÁK85432
♥D83
♦4
♣106
Það þarf góða legu í
rauðu litunum til að ná
þessu markmiði. Þú tekur
tígulás og stingur tígul.
Spilar hjarta á ás og
trompar tígul. Svo hjarta-
drottningu og yfirtekur
með kóng (gosinn verður
að vera annar í vestur) og
trompar enn tígul. Ferð
svo loks inn í borð á
hjartatíu, spilar „ein-
hverju“ og leggur upp
með tilþrifum.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
ÁRNAÐ HEILLA
80 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 25. apríl
verður áttræður Þorgrímur
Jónsson, málmsteypumeist-
ari, Rauðalæk 19, Reykja-
vík. Af því tilefni hafa hann
og eiginkona hans, Guðný
M. Árnadóttir, opið hús í
Skaftfellingabúð, Laugavegi
178, 4. hæð, laugardaginn
24. apríl kl. 17.
70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 23. apr-
íl, er sjötugur Hilmar Frið-
rik Guðjónsson, Efstalandi
24, Reykjavík. Hann tekur
á móti ættingjum og vinum
á morgun, laugardaginn 24.
apríl, frá kl. 14.30 til 18 í sal
Lögreglufélags Reykjavík-
ur í Brautarholti 30.
70 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 25. apríl
verður sjötug Elsa Auð-
björg Unnarsdóttir, Lýsu-
bergi 5, Þorlákshöfn. Hún
og eiginmaður hennar, Stef-
án Valdimarsson, taka á
móti gestum í Ráðhúskaffi
laugardaginn 24. apríl kl.
17–20.
50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 23. apr-
íl, verður fimmtugur Þór-
arinn Th. Ólafsson, Tún-
götu 14, Eyrarbakka. Hann
er að heiman á afmælisdag-
inn.
50 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 26. apríl
verður 50 ára Jose Rivera
Vidal. Hann og kona hans,
Laila Margrét Arnþórs-
dóttir, bjóða af því tilefni
fjölskyldu og vinum að sam-
gleðjast með þeim í Borg-
artúni 22, laugardaginn 24.
apríl kl. 17–20.
ÚR HULDULJÓÐUM
Smávinir fagrir, foldar skart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Prýðið þér lengi landið það,
sem lifandi guð hefur fundið stað
ástarsælan, því ástin hans
alls staðar fyllir þarfir manns.
Vissi ég áður voruð þér,
vallarstjörnur um breiða grund,
fegurstu leiðarljósin mér,
lék ég að yður marga stund.
Nú hef ég sjóinn séð um hríð
og sílalætin smá og tíð.
Munurinn raunar enginn er,
því allt um lífið vitni ber.
- - -
Jónas Hallgrímsson
LJÓÐABROT
1. d4 Rf6 2. Bg5 e6 3. e4 h6
4. Bxf6 Dxf6 5. Rc3 Bb4 6.
Dd2 c5 7. a3 Bxc3 8. bxc3 d6
9. Bb5+ Bd7 10. a4 0-0 11.
Re2 a6 12. Bxd7 Rxd7 13.
0-0 Hfd8 14. Hab1 b6
15. f4 De7 16. Rg3 Df8
17. f5 e5 18. Rh5 f6 19.
Hf3 Df7 20. Hh3 Kh8
Staðan kom upp í
frönsku deildakeppn-
inni sem lauk fyrir
skömmu. Christophe
Claverie (2.339) hafði
hvítt gegn Olivier
Ruest. 21. Rxg7! og
svartur gafst upp enda
fátt um fína drætti
bæði eftir 21. – Dxg7
22. Hxh6+ Kg8 23.
Hg6 og 21. – Kxg7 22.
Dxh6+. Hin vinsæla
klúbbakeppni Taflfélags
Reykjavíkur og Taflfélags-
ins Hellis hefst kl. 20 í kvöld
í húsakynnum fyrrnefnda
félagsins. Allir skák-
áhugamenn sem geta mynd-
að fjögurra manna lið eru
hvattir til að taka þátt í
keppninni.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert ástrík/ur, listræn/n
og hefur mikla þörf fyrir ör-
yggi. Þú átt viðburðaríkt og
skemmtilegt ár í vændum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er einhver spenna í þér og
hætt við að þú látir það bitna á
fólkinu í kringum þig. Reyndu
að stilla þig því annars er hætt
við að þú leggir steina í þína
eigin götu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert staðráðin/n í að hafa
þitt fram í vinnunni. Þig gæti
líka langað til að kaupa þér
eitthvað nýtt. Reyndu að sýna
fyrirhyggju.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tilraunir þínar til að hafa
áhrif á aðra mæta harðri mót-
spyrnu. Reyndu að sýna þol-
inmæði og hafa hægt um þig.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þótt þú viljir sjá breytingar í
vinnunni er þetta ekki rétti
dagurinn til að ýta á eftir
þeim. Það er hætt við að
áhrifamiklir aðilar leggist
gegn hugmyndum þínum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ekki reyna að telja vin þinn á
þitt mál í dag. Hlustaðu held-
ur á viðhorf hans/hennar
þannig að þið getið leitað leiða
til að vinna saman að sameig-
inlegum markmiðum ykkar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ert staðráðin/n í að ná
settu marki í vinnunni í dag.
Þú ert viss um að þú hafir rétt
fyrir þér en þarft þó að gæta
þess að stíga ekki á tærnar á
yfirmanni þínum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú vilt halda um stjórn-
artaumana í samskiptum þín-
um við aðra í dag og telja þá á
þitt band. Spurðu sjálfa/n þig
að því hvort þetta muni skila
þér þeim árangri sem þú sæk-
ist eftir.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það hefur ekkert upp á sig að
reyna að sannfæra fólk um
skoðanir þínar í heimspeki,
trúmálum og stjórnmálum í
dag. Það er eins og fólk heyri
ekki nema það sem það vill
heyra.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er hætt við að þú lendir í
óvæginni valdabaráttu í dag.
Reyndu að forðast það. Það
mun skila þér bestum árangri
að draga þig í hlé.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur mikla orku og ættir
því að nota tækifærið til að
koma sem mestu í verk. Þetta
á sérstaklega við um lík-
amlega áreynslu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ekki reyna að ráðskast með
börn eða unglinga í dag. Rifj-
aðu heldur upp hvernig þér
leið þegar þú varst barn.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er hætt við valdabaráttu
innan fjölskyldunnar í dag.
Reyndu að halda þig utan við
þetta því það mun ekki skila
þér neinum árangri.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.