Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 2

Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ STÓRSLYS Í N-KÓREU Óttast er, að allt að 3.000 manns hafi farist eða slasast er tvær elds- neytislestir rákust saman á lest- arstöð í borginni Ryongchon í Norð- ur-Kóreu í gær. Hafa suður- kóreskar fréttastofur eftir vitnum og heimildum í Kína, að lestarstöðin og næsta nágrenni hennar hafi jafn- ast við jörðu í sprengingunni. Átti slysið sér stað um miðjan dag í gær að staðartíma en níu klukkustundum áður hafði Kim Jong-Il, leiðtogi N-Kóreu, farið um stöðina á leið heim frá Kína. Nýnemum fjölgar Reiknað er með umtalsverðri fjölgun nýnema í framhaldsskól- unum í haust en árgangurinn er stærri en verið hefur undanfarin ár eða hátt í 400 fleiri en næsti árgang- ur á undan. Þá hefur hlutfall þeirra af hverj- um árgangi sem sækja um nám í framhaldsskólunum hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum og er líklegt að það hlutfall muni halda áfram að hækka. Vaxtahækkun vofir yfir Anne Krueger, starfandi yfirmað- ur IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hvatti í gær ríkisstjórnir til að sýna aukið aðhald og búa sig þannig undir vaxtahækkanir, sem búast mætti við. IMF spáir því, að hagvöxtur í heiminum verði 4,6% á þessu ári, sá mesti frá 2000, og 4,4% á því næsta. Engin veiði á Hryggnum Karfaveiðar á Reykjaneshrygg fara illa af stað og er engin veiði hjá íslensku skipunum sem eru á mið- unum. „Við höfum ekki fundið neinn karfa. Þetta er bara eitt stórt núll með gati,“ sagði Guðmundur Jóns- son, skipstjóri á Vilhelm Þorsteins- syni EA, fjölveiðiskipi Samherja. Myndbirting fordæmd Margir hafa orðið til að fordæma CBS-sjónvarpsstöðina bandarísku fyrir að birta myndir, sem teknar voru fáeinum mínútum eftir bíl- slysið, sem varð Díönu prinsessu og ástmanni hennar að bana í París 1997. Eru þær svart-hvítar og ógreinilegar en á þeim má þó sjá blóðugt höfuð prinsessunnar. BBC, breska ríkisútvarpið, sagði, að blöð í Bretlandi hefðu þessar myndir undir höndum en hefðu ákveðið að birta þær ekki. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Brids 43 Viðskipti 12/13 Dagbók 44/45 Erlent 14/15 Kirkjustarf 45 Landið 16 Þjónusta 45 Daglegt líf 18/19 Íþróttir 46/47 Listir 20/23 Leikhús 48 Umræðan 24/27 Fólk 49/53 Forystugrein 28 Bíó 49/53 Minningar 30/38 Ljósvakamiðlar 54 Bréf 42 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Á SUNNUDAGINN  Nýr heilsupíramídi frá Harvard  Sófistar samtímans  Ljósmyndarinn Brooks Walker  Ballerínur í Borgarleikhúsinu  Íslenskir hönnuðir í París  Sumartískan  Krosssaumur Bergþórs Pálssonar  Litla stúlkan með eldspýturnar Sunnudagur 25.04.04 BROOKS WALKER FERÐAST UM ALLAN HEIM OG TEKUR LJÓSMYNDIR SEM BIRTAST Í ÞEKKTUM ALÞJÓÐLEGUM TÍMARITUM HEILSUPÍRAMÍDI ÞORBJÖRG NÆRINGARÞERAPISTI SJÓMÖNNUM ber saman um að nú sé óvenjumikil ýsugengd við landið. Afli frystitogarans Arnars Hu 1 í síðasta túr rennir stoðum undir þetta því ekki er ólíklegt að þá hafi áhöfnin sett Íslandsmet í ýsuafla í einni veiðiferð. Skipið aflaði 500 tonna af ýsu upp úr sjó á 34 dögum, ásamt öðrum afla. Guðjón Guðjónsson skipstjóri sagði að ýsufiskiríið hefði verið mjög gott eða allt að 18 tonnum á togtíma af hreinni ýsu. Guðjón vildi taka það fram að eftirlits- maður frá Fiskistofu hafi verið um borð allan túrinn þannig að ekki þurfi að efast um að allur afli var nýttur „Eins og alltaf um borð í Arnari,“ bætti hann svo við. Heildaraflinn í túrnum var tæp 900 tonn en mest fékkst af ýsunni á Eldeyjarbankanum. Aflaverð- mæti túrsins er rétt tæpar 100 milljónir króna. „Maður skilur ekki af hverju þeir auka ekki ýsukvótann strax frekar en að geyma það fram á næsta kvótaár. Það ber öllum saman um að það er mikið af ýsu á ferðinni allt í kringum landið“, sagði Guðjón. „Það bar bara einn skugga á túrinn – páskaeggin gleymdust í landi,“ bætti hann svo glottandi við. 500 tonn af ýsu í veiðiferð Skipverjar eru að vonum ánægðir með góðan túr. Talið frá vinstri: Erling Arnar stýrimaður, Guðjón skipstjóri og skipverjarnir Slavko og Sigurjón. Skagaströnd. Morgunblaðið. JÓN Steinar Gunn- laugsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykja- vík, heldur því fram að álit kærunefndar jafn- réttismála um skipun hæstaréttardómara sé marklaust. Þetta kom fram í máli hans á fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sl. miðviku- dag, þar sem fjallað var um jafnréttismál. Nefndin skautar fram hjá ákvæði Jón Steinar benti á að kærunefndin hefði feng- ið til úrlausnar hvort konunni, sem kærði skipunina í dómaraembættið, hefði verið mismunað vegna kynferð- is. Í lögunum um jafna stöðu og jafn- an rétt karla og kvenna sé kveðið á um að atvinnurekendum sé óheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kynferðis. Í 3. málsgrein 24. greinar laganna sé sett regla um þetta úrlausnarefni, þar sem segir að ef leiddar séu líkur að beinni eða óbeinni mismunun vegna kynferðis við ráðningu í starf, þá verði atvinnurekand- inn að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn- ferði hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. „Þegar nefndin fjallar um þetta er það nauðsynleg forsenda niðurstöðu hennar að líkur teljist hafa verið leiddar að því að um beina eða óbeina mis- munun hafi verið að ræða. Nefndin kemst að niðurstöðu sinni en skautar algjörlega framhjá þessu ákvæði,“ sagði hann. Vitnaði Jón Steinar í niðurstöðu kærunefndarinnar þar sem umrætt lagaákvæði er tekið upp en síðan segi nefndin: „Þykir kærða [dómsmála- ráðherra] ekki hafa tekist á málefna- legan hátt að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun hans.“ „Þetta er ekki hægt að gera,“ sagði Jón Steinar. „Það verður fyrst að færa rök að því að líkur liggi fyrir í málinu um að um mismunun vegna kynferðis hafi verið að ræða. Ef eng- ar slíkar líkur eru leiddar, þá lýkur málinu þar með. Þetta gerir að mínu mati álitsgerðina marklausa. Nefndin sleppir því að afgreiða alveg nauðsyn- lega forsendu þess að hægt sé að fjalla um málið á þessum grundvelli,“ sagði hann. Engar líkur leiddar að því að um mismunun hafi verið að ræða Jón Steinar tók einnig fram að það væri alveg augljóst að engar líkur væru á því að um mismunun vegna kynferðis hefði verið að ræða í þessu máli. „Ástæðan er sú að þarna sóttu fleiri umsækjendur af báðum kynjum um embættið. Rökstuðningur ráð- herrans fyrir skipuninni snertir ekki kynferði og varð til þess, að sá sem skipaður var í embættið var líka tek- inn fram fyrir aðra karlumsækjend- ur. Það er alveg augljóst að það standa engar líkur til þess að kynferði eigi einhvern hlut að máli við þessar aðstæður,“ sagði hann. Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor Jón Steinar Gunnlaugsson Álitsgerð kærunefndar jafnréttismála marklaus LÖGREGLAN í Reykjavík færði tíu manns á lögreglustöð í fyrrinótt vegna fíkniefnabrota í fjórum að- skildum málum þar sem kókaín, am- fetamín og kannabis kom við sögu. Í þremur tilvikum komust málin upp við umferðareftirlit og vegna líkams- árásar í því fjórða. Í fyrsta málinu klukkan hálfeitt eftir miðnætti voru fjórir handteknir og fannst eitthvað af ætluðu kókaíni á einum úr hópnum og ætlað hass og amfetamín á öðrum. Þá voru tveir menn fluttir á lög- reglustöð vegna líkamsárásarmáls og fundust þá ætluð fíkniefni á öðr- um þeirra, en ekki var vitað um magn eða tegund. Þá voru tveir handteknir og fannst ætlað hass á öðrum og að lokum klukkan 6:30 í gærmorgun var par handtekið og fundust þá 8 grömm af amfetamíni og 1 gramm af kannabis á piltinum. Fjögur fíkni- efnamál á einni nóttu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.