Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 23

Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 23  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 OFFITA www.heilsuvernd.is Boðin verða upp um 160 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Þá verða einnig boðin upp verk eftir Ólaf Elíasson, Georg Guðna, Helga Þorgils, Pétur Gaut, Braga Ásgeirsson og Kristján Davíðsson. LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið á sunnudagskvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14 – 16, í dag kl. 10.00 – 18.00, á morgun kl. 10.00 – 17.00 og á sunnudag kl. 12.00 – 17.00. Sími 551 0400 Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is ... á næsta sölusta› e›a lotto.is og flú átt möguleika á a› vinna heimsreisu fyrir tvo Taktu Lottó í áskrift N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s / N M 1 2 0 0 6 DREGI‹ Í LOK APRÍL ALÞJÓÐADAGUR bókarinnar og höfundarréttar, 23. apríl, er haldinn hátíðlegur víða um heim að frum- kvæði UNESCO, menningarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Dagurinn er helgaður bókinni og þeim sem vinna við bækur með einum eða öðr- um hætti. Á hverju ári fær Bóka- samband Íslands rithöfund til þess að semja ávarp af tilefninu. Að þessu sinni var Linda Vilhjálmsdóttir feng- in til starfans og er ávarp hennar eft- irfarandi: „Ég hef heimsótt nokkrar þjóðir síðustu misserin sem allar nota ann- að letur en það sem ég á að venjast. Í fyrrasumar var ég með grikkjum á eynni Ródos, um haustið hitti ég araba í Líbanon og Sýrlandi og núna um daginn var ég að lesa ljóð fyrir kínverja í Kúnming sem er höf- uðborgin í Yunnanhéraði. Ég gat stautað mig fram úr grískunni ef ég þurfti að rata eftir korti og í Damask- us lagði ég það á mig að læra arab- ísku tölutáknin svo ég gæti prúttað í súkkinu. En ég skildi alltaf minna og minna eftir því sem austar dró og í Kína skildi ég alls ekki neitt. Sama lögmálið gilti um þá kúnst að ná sam- bandi við heimamenn. Það gekk þokkalega á Ródos og í Beirút, síður í Damaskus, enn verr í Palmýru úti í eyðimörkinni og alls ekki í Kúnming í Kína. Það var meira að segja von- laust að reyna að fá sitt fram með bendingum og fingramáli í Kúnming því kínverjarnir þar botnuðu ekki baun í okkar vestræna pati. Einhvers staðar á þessu randi átt- aði ég mig á því að ég veit ósköp fátt og reyndar finnst mér ég vita minna og minna eftir því sem árin líða og það virðist alltaf vera fleira og fleira sem ég veit ég alls ekkert um. Þó að ég hafi lært landafræði og mann- kynssögu í skóla, fylgst með fréttum síðustu áratugina og vafrað um netið var eina fastmótaða hugmynd mín um Kína sú að þar væri gríðarleg en um leið gífurlega skipulögð mann- mergð á sveimi um stórborg- arstrætin. Sú götumynd passar kannski við breiðustu göturnar í Pek- ing eða Sjanghæ á góðum degi en fólkið í Kúnming fór ekki um í flokk- um og götulífið þar var fjöl- breytilegra en víðast hvar. Á um það bil korteri gekk maður úr austrænni ævintýraborg inn í ameríska moll- borg og þaðan yfir í kínverskt þorp. Ég stóð þar af leiðandi í sömu spor- um og í Líbanon og Sýrlandi – ég vissi minna en ekkert um land og þjóð vegna þess að það litla sem ég taldi mig vita kom ekki heim og sam- an við það sem ég sá og heyrði þegar á staðinn var komið. Tungumálið hlýtur alltaf að vera augljósasta hindrun þess að fólk af ólíkum uppruna skilji hvert annað. En þar kemur auðvitað fleira til. Lega landsins, landkostirnir, veð- urfarið, sagan, menningin, trúar- brögðin, stjórnarfarið, siðirnir og venjurnar móta okkur manneskj- urnar og skipta okkur í þjóðir. Síðan erum við auðvitað mismunandi skyld – líffræðilega. Þegar ég fór til Kína var mér til dæmis ráðlagt að taka með mér pakkað blóð í poka til að hægt yrði að bjarga lífi mínu fljótt og örugglega ef á þyrfti að halda. Það er sem sagt ansi margt á yfirborðinu sem greinir okkur mennina að. Ef við hins vegar kjósum að snúa hinni hlið- inni á þessum sama peningi upp komumst við oftast nær að því að það sem sameinar okkur er miklu meira og merkilegra en það sem sundrar okkur. Hlutskipti manns er nefnilega alltaf það sama – hann fæðist, hann lifir, hann deyr. Það er umfram allt óttinn, skilningsleysið og fordóm- arnir sem stía okkur í sundur. Fyrir nokkrum árum sagði mað- urinn minn mér frá fróðlegri grein sem hann hafði lesið í frönsku blaði. Þar var því haldið fram að fyrsta orð- ið hafi verið „sjáðu!“ eða „sko!“ eða einhver álíka upphrópun. Ástæða þess að mannfólkið fór að tjá sig með orðum var í greininni sögð vera sprottin af þeirri þörf okkar að deila reynslunni með öðrum. Að upplifunin ein og sér hafi ekkert sköpulag í huga okkar og verði ekki að raun- veruleika fyrr en við höfum breytt áhrifunum í orð og reynslu sem við getum deilt með öðrum. Þessi mann- legi eiginleiki gerir það að verkum að hver persóna er sérstök af því við skynjum öll hlutina á ólíkan hátt en um leið tengir þessi hæfileiki okkur saman því málið gerir okkur kleift að skilja hvert annað. Málið er forsenda samfélags mannanna. Málfræðingnum, manninum mín- um, fannst þetta merkilegt og ekki síður mér sem var einmitt að upp- götva þetta með reynsluna og raun- veruleikann á sama tíma. Við hjónin höfðum hreiðrað um okkur í gömlu húsi í fallegum dali í Frakklandi og vorum ekki alls kostar sammála um það hvernig við vildum verja þessum sumarfrísdögum. Ég vildi helst liggja í sólbaði og lakka á mér neglurnar í góða veðrinu en hann vildi vera á sí- felldum þvælingi upp um fjöll og firn- indi. Hann fór þess vegna einn á hjól- inu upp fjallvegina eldsnemma á morgnana og kom svo í garðinn til mín upp úr hádegi og sagði mér sög- ur af ferðum sínum. Þannig urðu þessir leiðangrar honum sjálfum til meiri ánægju en ella og mér til mikillar skemmtunar. Þegar ég fór að rifja upp minningarnar úr þessu fríi fannst mér eins og ég hefði verið með honum þegar hann hleypti hænunum óvart inn í kirkjuna og var heillengi að koma þeim aftur út og líka þegar hann datt af hjólinu á heið- inni og hitti aumingja þrífætta hund- inn sem reyndi að elta hann heim. Austur í Kína sperrtu menn eyrun þegar ég las ljóðin mín upp á íslensku og þegar ungi háskólaneminn sem las með mér var búinn að koma kín- versku þýðingunni til skila hrópuðu sumir í salnum til mín eitthvað sem hljómaði eins og hvatningaróp. Ég hef aldrei fengið önnur eins viðbrögð og mér leið eins og fótboltahetjunum hlýtur að líða þegar þær hafa skorað flott mark. Þeir vissu ekkert um Ís- land og íslendinga nema það eitt að héðan er Björk. Samt skildu þeir mig. Sjálf hafði ég nokkuð góðar for- sendur til að setja mig í spor kín- versku skáldanna sem ég heyrði í, meðal annars vegna þess að fyrir nokkrum árum las ég bókina Villtir svanir, en þar er saga þriggja kyn- slóða kínverskra kvenna sögð af konu sem er á svipuðum aldri og ég. Sum kínversku ljóðin sögðu margra áratuga sögu í örfáum lágværum orðum. ég er stöðugt að spá í afleiðingar orða minna ég er alltaf hræddur um að hafa talað af mér ég hef sífelldar áhyggjur af því að þolinmæði þeirra sé á þrotum strætið er eins og heiður himinn ég tipla um á tungubroddinum eins og hermaður á sprengju- svæði Eftir ferðina um Líbanon og Sýr- land las ég bók sem heitir Frá Beirút til Jerúsalem. Hún er eftir banda- ríska blaðamanninn og rithöfundinn Thomas Friedman sem bjó í þessum borgum frá 1979–87. Einhverju sinni þegar svartsýnin hafði heltekið Tom spurði hann sálfræðiprófessor við Ameríska háskólann í Beirút hvort það þyrfti ekki að gera útpælda sál- fræðilega byltingu í Líbanon til að binda enda á borgarastríðið. Það verður friður í Líbanon, sagði pró- fessorinn, þegar líbanar fara að elska börnin sín meira en þeir hata hver annan. Svo einfalt er það! Sérðu það sem ég sé? spyr dreng- urinn stúlkuna í upphafi Grasaferðar Jónasar Hallgrímssonar – og um það snúast sögurnar. Að leyfa öðrum að sjá það sem við sjáum. Að færa okkur nær hvert öðru. Sérðu það sem ég sé… Linda Vilhjálmsdóttir: „Tungumálið hlýtur alltaf að vera augljósasta hindr- un þess að fólk af ólíkum uppruna skilji hvert annað.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Eftir Lindu Vilhjálmsdóttur Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.