Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 13

Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 13 Kynning á vor- og sumarfatnaði vikuna 24.-30. apríl Stærðir 40-52 Nýtt! Heimilisilmur frá Marina Rinaldi Gjöf til viðskiptavina HVERFISGÖTU 6 101 REYKJAVÍK - SÍMI 562 2862 ● BANDARÍKIN og Kína hafa náð samkomulagi um nokkur af deilu- málum sínum vegna milliríkja- viðskipta. Í samkomulagi, sem und- irritað var í Washington á miðvikudag, heita kínversk stjórnvöld því að grípa til harðari aðgerða til að hindra þar- lend fyrirtæki í að brjóta höfundarrétt með ólöglegri afritun og eftirlíkingum af bandarískum vörum, til dæmis kvikmyndum og tölvuforritum. Þá heita Kínverjar því að opna í auknum mæli flókið vörudreifingarkerfi lands- ins fyrir erlendum fyrirtækjum. Samkomulag náðist um að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum í vegi við- skipta með iðnaðarvörur, en minni ár- angur náðist á sviði landbúnaðarvara og Kínverjar neituðu t.d. að aflétta banni á innflutning fuglakjöts frá Bandaríkjunum, sem sett var á eftir að fuglaflensa kom upp vestra í febr- úar. Þá verður aðeins slakað lítillega á banni við innflutningi nautakjöts, sem sett var á eftir að tilfelli kúariðu greindist í Washington-ríki fyrir ára- mót. Anne Veneman landbún- aðarráðherra Bandaríkjanna lagði á blaðamannafundi áherzlu á að eftir að Kína gekk í Heimsviðskiptastofn- unina (WTO) hefði náðst mikill árang- ur í að auka útflutning landbún- aðarvara til Kína; hann hefði þrefaldazt á tveimur árum. Meiri halli er á viðskiptum Banda- ríkjanna við Kína en nokkurt annað ríki; 124 milljarðar dollara eða um níu þúsund milljarðar króna. Árangur í viðskipta- viðræðum Banda- ríkjanna og Kína ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Sony í viðræðum um kaup á MGM ● SONY Corp. á nú í viðræðum um kaup á kvikmyndafyrirtækinu Metro-Goldwyn-Mayer, að því er The Wall Street Journal greindi frá á miðvikudag. Bréf Sony lækkuðu í kauphöllinni í New York við þessar fregnir en bréfin í MGM hækkuðu. Talið er að kaupverðið, verði af við- skiptunum, geti orðið um fimm millj- arðar dollara, eða um 370 milljarðar króna. Heimildir WSJ hermdu að fjár- festingarfélögin Texas Pacific Group og Providence Equity Partners, sem m.a. sýndi áhuga á að fjárfesta í Símanum á sínum tíma, myndu taka þátt í kaupunum með Sony. Líklegt er talið að MGM yrði sam- einað kvikmyndasviði Sony, Sony Pictures Entertainment. MGM hefur í tvö ár stefnt að því að stækka með kaupum eða sameiningu við annað fyrirtæki. Fyrirtækið, sem er að þremur fjórðu í eigu auðmannsins Kirk Kerkorian, reyndi í fyrra að kaupa Universal Studios en án ár- angurs. Verði af sameiningunni, mun MGM aftur fá aðgang að kvikmynda- verum, sem það seldi Sony á sínum tíma, en þar voru sögufrægar myndir á borð við Á hverfanda hveli teknar. ● Í VIÐSKIPTABLAÐI Morgunblaðs- ins á fimmtudag kom fram að félag í eigu Einars Arnar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Saxhóls ehf., ætti meirihluta í Hótel Búðum á Snæ- fellsnesi á móti félagi í eigu Hann- esar Smárasonar, aðstoðarforstjóra Íslenzkrar erfðagreiningar. Hið rétta er að það er Saxhóll, sem á hlutinn á móti félagi Hann- esar. Fimm hluthafar eru í Saxhóli, sem allir eiga jafnan hlut. Morgunblaðið biðst velvirðingar á ónákvæmninni. Saxhóll á hlutinn í Búðum ● MICROSOFT hyggst áfrýja ákvörð- un framkvæmdastjórnar ESB í sam- keppnismáli gegn fyrirtækinu, sem tekin var í síðasta mánuði. Í Fin- ancial Times er vitnað í minnisblað, sem Microsoft hefur birt og lýsir þeim röksemdum, sem fyrirtækið hyggst nota í dómsmálinu. M.a. halda lögfræðingar Microsoft því fram að ákvörðun ESB eigi sér engin lagaleg fordæmi, hún gangi á skjön við raunveruleikann í viðskiptalífinu og sé heldur ekki í samræmi við það samkomulag, sem fyrirtækið náði við samkeppnisyfirvöld í Bandaríkj- unum. M.a. sakar fyrirtækið fram- kvæmdastjórnina um að reyna að búa til nýja löggjöf, sem dragi úr hvata til rannsókna og þróunar, sem sé nauðsynlegur fyrir hagvöxt í heim- inum. Microsoft hyggst áfrýja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.