Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 1
„BRÚÐKAUP aldarinnar“ í Dan- mörku fór fram í Kaupmannahöfn í gær en þá gengu í það heilaga þau Mary Donaldson og Friðrik, rík- isarfi Danmerkur. Hundruð þús- unda manna söfnuðust saman í mið- borg Kaupmannahafnar til að fagna ráðahagnum en um átta hundruð gestir voru viðstaddir sjálfa hjónavígsluna. Friðrik ríkisarfi er 35 ára gamall en Mary er þremur árum yngri. Þau kynntust í Sydney í Ástralíu þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir þar fyrir fjórum árum en Mary er einmitt áströlsk. Þau Mary og Friðrik trúlofuðust 8. október í fyrra og var Mary fljót að vinna hugi og hjörtu Dana. Telja nú 80% Dana að hún verði góð krónprins- essa, ef marka má niðurstöður ný- legrar skoðanakönnunar. / 18 Konunglegt brúðkaup Reuters Mary Donaldson kyssir eiginmann sinn, Friðrik ríkisarfa, á svölum Amalienborg-hallar í gærdag. Sjálfri brúð- kaupsveislunni lauk um miðnætti í gær með mikilli flugeldasýningu en um 400 manns var boðið til veislunnar. STOFNAÐ 1913 132. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Birna bakar nánast allt Ekki erfitt en maður verður að hafa gaman af því | Daglegt líf Lesbók og Börn í dag Lesbók | Ljóð  Rabb  Áfangar í Viðey  Dagskrá Listahátíðar  Kenjar Goya  Vísindi  Næsta vika Börn | Glíma  Útilegumenn  Þrautir  Myndasögur ÍBÚAR borgarinnar Najaf í Suður- Írak sýna ónýt hernaðartól Banda- ríkjamanna sem þeir komust yfir eftir harða bardaga, sem stóðu milli Bandaríkjahers og vopnaðra fylg- ismanna sjítaklerksins Moqtada al- Sadr í um sex klukkustundir í gær. Tíu Írakar eru sagðir hafa fallið og þá er hluti hvelfingar á þaki einnar af helgustu moskum sjíta í Najaf sagður hafa skemmst í átökunum. Reuters Barist við Najaf EIGENDUR og stjórn breska dag- blaðsins The Daily Mirror báðust í gær afsökunar á birtingu mynda, sem sagt var að sýndu illa með- ferð breskra hermanna í Írak á íröskum föngum. Sögðu þeir að nú væri ljóst að mynd- irnar hefðu verið falsaðar. Þeir ráku um leið ritstjóra blaðsins, Piers Morg- an, sögðu að „óviðeigandi“ væri að hann gegndi starfinu áfram. Fyrr um daginn höfðu yfirmenn í breska hernum farið hörðum orð- um um birtingu myndanna og sagst hafa sannanir fyrir því að þær hefðu verið settar á svið, teknar í Bretlandi sjálfu en ekki í Írak, eins og The Daily Mirror hafði haldið fram þegar það birti myndirnar 1. maí sl. Útreiknaðar blekkingar Piers Morgan hafði varið mynd- birtinguna af hörku en á einni þeirra sást m.a. hvar maður, sem sagður var liðsmaður í breska hernum, mígur á hettuklæddan mann. „The Daily Mirror birti í góðri trú myndir sem það taldi að sýndu raunverulega hvar breskir hermenn svívirtu íraskan fanga,“ sagði í yfirlýsingu stjórnar blaðsins í gær. „Nú liggja hins vegar fyrir nægar sannanir til að draga þá ályktun að þessar myndir séu fals- aðar og að Daily Mirror hafi verið blekkt illilega og á úthugsaðan hátt.“ Myndirn- ar voru sviðsettar Ritstjóri Daily Mirror rekinn London. AP.  Látnir hanga/20 ♦♦♦ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, algjörlega van- hæfan ef hann ætli að neita að staðfesta fjölmiðla- frumvarpið. Forseti Íslands var í gær gagnrýndur fyrir að vera ekki viðstaddur konunglega brúð- kaupið í Danmörku en í yfirlýsingu forsetaskrif- stofunnar segir að forseti geti ekki yfirgefið landið vegna óvissu um afgreiðslu mikilvægra mála á Al- þingi. Forsætisráðherra segir að gefa þurfi dönsku ríkisstjórninni og konungsfjölskyldunni skýringar á fjarveru forseta. Þung orð féllu á Alþingi í gær við umræður um fjölmiðlafrumvarpið og sagði Stein- grímur J. Sigfússon forsætisráðherra vera „gungu og druslu“ fyrir að vera ekki viðstaddur um- ræðuna. „Það botnar enginn í þessu“ Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Ríkissjónvarpið í gærkvöldi, alveg ljóst að Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, væri algjör- lega vanhæfur ef hann ætlaði að neita að staðfesta lög um eignarhald á fjölmiðlum. Vísaði forsætisráð- herra m.a. til þess að forstjóri Norðurljósa væri formaður stuðningsmannafélags Ólafs Ragnars og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hafi verið einn aðal fjárhagslegur stuðningsmaður hans. Davíð segir einnig að fjarvera forseta frá kon- unglega brúðkaupinu í Danmörku í gær sé óskilj- anleg. „Við þurfum einhvern veginn, ríkisstjórnin, að útskýra síðan fyrir dönsku ríkisstjórninni og konungsfjölskyldunni hvað hafi gerst, en við vitum ekki hvað við eigum að segja nákvæmlega. Það botnar enginn í þessu,“ sagði Davíð. Skrifstofa forseta Íslands sendi í gærmorgun frá sér tilkynningu þar sem segir að vegna óvissu um hvenær Alþingi lyki afgreiðslu mikilvægra mála hafi forseti Íslands ekki yfirgefið landið í gærmorg- un og því ekki verið viðstaddur brúðkaup Friðriks krónprins og Mary Donaldson. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra segist ekki átta sig á af hverju forsetinn sótti ekki brúðkaupið í Danmörku. Halldór segist telja að það hefði verið mikilvægt að forsetinn mætti og utanríkisráðuneytið hefði ekki vitað betur en að hann ætlaði að mæta. Forsetinn verði að skýra þetta mál sjálfur. Kallaði forsætisráðherra „gungu og druslu“ Hart var deilt við umræður sem héldu áfram á Alþingi um fjölmiðlafrumvarpið í gærdag. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, gagnrýndi Davíð Oddsson forsætisráðherra úr ræðustól fyrir að vera ekki við- staddur umræðuna. Sagði Steingrímur Davíð vera „gungu og druslu“ þar sem hann þyrði ekki inn í þingsalinn til að eiga orðastað við sig. Ósammála um hæfi og vanhæfi Lögfræðingar sem rætt var við í gær eru ekki á einu máli um hvort og þá hvaða hæfisreglur gilda um forseta Íslands í íslenskum rétti. Páll Hreins- son, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir enga setta lagareglu til sem taki til forseta Íslands við staðfestingu laga. Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við laga- deild Háskólans í Reykjavík, segir að ef forseti fari á annað borð með vald til að synja lögum staðfest- ingar, gildi væntanlega um þá málsmeðferð ekki vægari reglur um hæfi en gilda um alþingismenn. Hann segir að fyrir liggi að forstjóri Norðurljósa haldi því fram að væntanleg fjölmiðlalöggjöf hafi nær eingöngu áhrif á hagsmuni þess fyrirtækis en hann sé skráður forsvarsmaður stuðningsmanna- félags Ólafs Ragnars og hafi styrkt hann fjárhags- lega í framboði til forseta. Þrýstingur frá fyrir- svarsmanni stuðningsmannafélagsins um að forsetinn staðfesti ekki lögin beri keim af því að verið sé að innheimta endurgjaldið fyrir framlögin í kosningabaráttuna og þá sé farið að láta nærri að staðan sé hliðstæð þeirri aðstöðu sem geri þing- menn vanhæfa. Sagði 26. grein í reynd dauðan bókstaf Fræðimenn eru ósammála um hvort forseti Ís- lands hafi raunverulegt synjunarvald skv. 26. grein stjórnarskrár. Ólafur Ragnar Grímsson komst að þeirri niðurstöðu árið 1977, er hann var prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, í ritinu Ís- lenska þjóðfélagið – Félagsgerð og stjórnkerfi, að þetta ákvæði stjórnarskrárinnar væri dauður bók- stafur. Orðrétt segir í ritinu: „Í 26. grein er forseta veitt heimild til að synja lagafrumvarpi staðfest- ingar, þar eð enginn forseti hefur beitt þessu ákvæði er það í reynd dauður bókstafur.“ „Fáum þessum ólögum hrundið“ Hafin er undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forseta Íslands að staðfesta ekki væntanleg lög um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlafólki barst í gær tölvupóstur frá Róbert Marshall, fréttamanni á Stöð 2, sem einnig er formaður Blaðamannafélags Íslands: „Nú reynir á okkur að rísa til varnar. Að óbreyttu verður fantafrumvarpið að lögum eftir helgi,“ segir þar. „Mætið í vinnuna á morgun og á sunnudag eða sitjið við tölvuna heima við, hringið, djöflist, látið öllum illum látum, söfnum þessum undirskriftum, fáum þessum ólögum hrundið, kaupum tíma til að fá þau í það minnsta milduð í haust,“ segir m.a. í tölvupóstinum. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir forseta Íslands ekki geta neitað að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið sem lög Forseti vanhæfur vegna tengsla við Norðurljós  Forseti segist ekki geta yfirgefið landið vegna óvissu um afgreiðslu mikil- vægra mála á þingi  Forsætisráðherra og utanríkisráðherra segja að gefa þurfi skýringar á að forseti var ekki viðstaddur brúðkaupið í Danmörku  Forsetinn og fjölmiðlafrumvarpið /4/6/10/11/12/Leiðari/Baksíða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.