Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„FRÁBÆRLEGA SPENNANDI
SAGA ... BÓK SEM MAÐUR
LES Í EINUM RYKK.“BIRTA
„FYRSTA FLOKKS AFÞREYING.“
„GÁTUSAGA MEÐ GULLINSNIÐI.“
VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON,
HÖFUNDUR FLATEYJARGÁTUNNAR
MORGUNBLAÐIÐ
SKV. METSÖLULISTUM
VERÐ: 1.590 KR.
WWW.BJARTUR.IS/DAVINCI MÁ
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
*
*
SENNILEGA
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir
óskiljanlegt að forseti Íslands hafi ekki verið
viðstaddur konunglega brúðkaupið í Dan-
mörku í gær og ríkistjórnin þurfi að útskýra
fyrir dönsku ríkisstjórninni og konungsfjöl-
skyldunni hvað hafi gerst. Davíð segir einnig
að ef forseti hyggist synja fjölmiðlafrum-
varpinu staðfestingar sé hann vanhæfur til
þess, m.a. vegna tengsla við forsvarsmenn
Norðurljósa.
Þetta kom fram í viðtali Ríkissjónvarpsins
við forsætisráðherra sem birt var í kvöld-
fréttatíma RÚV í gærkvöldi. Viðtalið fer hér
á eftir í heild sinni:
Algjörlega óskiljanlegt
Fréttamaður Ríkissjónvarpsins, Jóhanna
Vigdís Hjaltadóttir, spurði Davíð fyrst hver
viðbrögð hans væru við fjarveru forseta Ís-
lands frá brúðkaupinu í Danmörku.
„Þetta er bara eitthvað óskiljanlegt því
það er ekkert hér sem að þyrfti að rugla for-
setann. Og þessi undarlega heimkoma, eftir
14 tíma flug og blaðamannasirkus einhvern,
er algerlega óskiljanlegur, því hér eru engin
mál afgreidd, þau mál sem hann er að vísa
til, í þessari viku eða hinni næstu. Brúð-
kaupið stendur ekki í tíu, tuttugu daga.
Hann var búinn að lofast til að koma. Við
þurfum einhvern veginn, ríkisstjórnin, að út-
skýra síðan fyrir dönsku ríkisstjórninni og
konungsfjölskyldunni hvað hafi gerst, en við
vitum ekki hvað við eigum að segja nákvæm-
lega. Það botnar enginn í þessu,“ sagði Dav-
íð.
Forsetinn getur ekki verið
að ganga erinda eins auðhrings
– Er þetta virðingarleysi við Dani?
„Þetta er eitthvað alveg stórundarlegt
a.m.k. Forsetinn hefur ekki haft samband
við mig og spurt um þingstörfin, ekki við ut-
anríkisráðherra og spurt um þingstörfin,
ekki forseta þingsins og spurt um þingstörf-
in. Hann þyrfti ekki annað en horfa á sjón-
varpið, þar sem ræðumenn í annarri umræðu
eru tilkynntir, sem tala hver í eina til tvær
klukkustundir, þá sæi hann það, að m.a.s. í
næstu viku er ekki hægt að klára þetta mál.
Þannig að ég veit ekki um hvaða óvissu hann
er að tala.
Handhafar forsetavalds eru reyndar búnir
að staðfesta, á meðan hann var í Mexíkó,
átta, níu lög. Það hefur engin fyrirspurn
komið frá forsetaskrifstofunni um þessi lög,
enginn áhugi um það hvaða lög hafa verið
staðfest. Þannig að þetta er allt óskiljanleg
vitleysa. Ég trúi ekki að hann sé kallaður
heim af einhverjum aðilum úti í bæ. Það er
reyndar búið að segja það, ekki við okkur,
ekki við mig, ekki við utanríkisráðherra, ekki
við forseta þingsins, að forsetinn sé að hug-
leiða að staðfesta ekki lög frá þinginu. En
það virðist vera búið að segja það við Dag-
blaðið og Stöð 2 og Fréttablaðið, því þar
kemur þetta allt saman fram, en ekki við
réttkjörin stjórnvöld í landinu. Þetta er allt
saman óskiljanlegt. Forsetinn getur ekki
verið að ganga erinda eins auðhrings. Hann
er forseti allrar þjóðarinnar. Það gefur auga-
leið,“ sagði Davíð.
– En getur það verið ástæðan, að hann sé
að íhuga það að staðfesta ekki þessi lög og
hann þurfi að hafa svigrúm til þess á meðan?
„Hann hlýtur að geta íhugað slíka hluti
hvar sem hann er. Ef Dagblaðið er búið að
tilkynna það í heilli opnu, án þess að forset-
inn láti þingið vita eða ríkisstjórnina vita, að
hann sé í Mexíkó að hugsa um að staðfesta
ekki lög, þar sem hann hefur ekki einu sinni
séð breytingartillögurnar, þá er eitthvað að
gerast sem enginn maður botnar í.“
Hefði kannski getað rætt
þetta við Danadrottningu
– Endurspeglar þetta einhverja togstreitu
milli forsetaembættisins og Alþingis?
„Það er engin togstreita milli Alþingis og
forsetaembættisins. Hefur ekki verið í 60 ár.
Ekki nokkur togstreita. Alþingi vinnur sín
verk samkvæmt þingræðisreglu og af því að
við erum að tala um Danadrottningu og
brúðkaupið. Ég horfði á viðtal við Dana-
drottningu, þar sem hún var spurð um það
hvort hún myndi beita neitunarvaldi sem
hún hefði við lög. Og hún starði á fjölmiðla-
manneskjuna og sagði: Ertu frá þér? Það
væri árás á danska þingið.
Hann hefði kannski getað farið út og rætt
þetta við Danadrottningu, því ekkert gerist
hér næstu tíu, tólf daga. Þetta er eitthvað al-
gjörlega óskiljanlegt. Hann talar ekki við
neinn þá nema Dagblaðið og Baug og kosn-
ingastjóra sinn, forstjóra Norðurljósa.“
Vanhæfur til að neita að
staðfesta fjölmiðlafrumvarpið
– Heldur þú að hann muni ekki staðfesta
þessi lög?
„Ég hef ekki hugmynd um það en í mínum
huga er alveg klárt að hann getur ekki synj-
að þeim, af tveimur ástæðum. Lögmenn deila
um það hvort forsetinn geti synjað eða hvort
það er vald ráðherrans. Þetta skilur fólk illa
hér af því að við erum alltaf með meiri-
hlutastjórnir. En það þarf ekki að vera svo.
Það hafa stundum verið minnihlutastjórnir. Í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð hafa iðulega
verið minnihlutastjórnir. Þar gæti þingið
samþykkt lög sem ráðherrann teldi að hefðu
stórkostleg útgjöld í för með sér og myndi
þess vegna leggja til við þjóðhöfðingjann að
þeim væri synjað, ekki þjóðhöfðinginn.
Nú ef að hin túlkunin er rétt, sem menn
eru með að þetta sé í þetta eina skipti, miðað
við stjórnarskrána, sem þetta er persónulegt
vald forsetans að geta synjað, þá vakna allar
vanhæfisreglur, sem við búum við í þessu
landi. Og ef einhver er vanhæfur til þess að
taka á þessu máli, þá er það Ólafur Ragnar
Grímsson. Forstjóri Norðurljósa er formað-
ur stuðningsmannafélags Ólafs Ragnars
Grímssonar. Það hefur komið fram í fjöl-
miðlum að fyrrverandi forstjóri Norðurljósa,
sem seldi, hafi verið einn aðal fjárhagslegur
stuðningsmaður forsetans. Það hefur komið
fram að forsetinn bauð jafnan til kvöldverðar
þegar Stöð 2 var að taka lán, sem fyrirtæki
út í bæ hjá erlendum lán[veitendum]. Þá var
veisla á Bessastöðum. Dóttir forsetans vinn-
ur hjá Baugi. Þannig að ef einhver er al-
gjörlega vanhæfur til slíkra hluta, þá er það
forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.
Þannig að hvoru megin sem lögfræðitúlkunin
liggur, þá er algjörlega ljóst að hann getur
ekki synjað þessum lögum,“ sagði Davíð
Oddsson í viðtalinu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra í viðtali í kvöldfréttatíma Ríkissjónvarpsins í gær
Útskýra þarf fjarveru forseta fyrir
ríkisstjórn Dana og konungsfjölskyldu
Davíð Oddsson forsætisráðherra ræðir við fréttamann Ríkissjónvarpsins á Alþingi.
Í TILKYNNINGU frá skrifstofu
forseta Íslands, sem send var fjöl-
miðlum í gærmorgun segir: „Vegna
óvissu um hvenær Alþingi lyki af-
greiðslu mikilvægra mála gat forseti
Íslands ekki yfirgefið landið í morg-
un og verður hann því ekki viðstadd-
ur atburðina í Kaupmannahöfn síðar
í dag. Forsetafrúin Dorrit Mouss-
aieff mun verða í brúðkaupi Friðriks
krónprins og Mary Donaldson og í
brúðkaupsveislunni sem Margrét
Þórhildur drottning og Hinrik prins
efna til í kvöld. Hún afhendir brúð-
hjónunum að gjöf glerskál gerða af
listamanninum Jónasi Braga Jónas-
syni og er skálin á að vera óður til
litadýrðar íslenskrar náttúru.“
Gat ekki yfirgefið landið
vegna óvissu um þingstörf
KÓRAMÓT lögreglukóra Norðurlandanna verður
haldið í Reykjavík um helgina en slík mót eru hald-
in á fjögurra ára fresti og skiptast Norðurlanda-
þjóðirnar á að halda mótin. Nú er mótið haldið á Ís-
landi í þriðja sinn en Lögreglukór Reykjavíkur varð
70 ára í mars sl.
Í gær fóru kórarnir í skrúðgöngu niður Lauga-
veginn og gengu kórfélagarnir einkennisklæddir í
fylkingu á eftir lúðrasveit. Kórarnir munu halda
tónleika í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur, kl. 17 í
dag og á morgun, sunnudag, verður samnorræn lög-
reglumessa í Langholtskirkju.
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglukórar marsera