Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þingvikan sem nú er að líða ervafalaust sú annasamasta áþessum þingvetri. Húnhófst á mánudagskvöld
með útbýtingu þingskjala. Þar á með-
al var þingskjal frá meirihluta alls-
herjarnefndar sem kvað á um breyt-
ingar á fjölmiðlafrumvarpinu
svonefnda. Á þriðjudaginn hófst svo
önnur umræða um frumvarpið og
hefur það verið eina málið á dagskrá
alla þessa viku. Ræðutími er ótak-
markaður við aðra umræðu um þing-
mál.
Þingfundir hafa í vikunni byrjað
(óvenju)snemma og staðið yfir fram
yfir miðnætti. Eitt sinn stóð þing-
fundur til klukkan fjögur um nótt.
Alls 35 framsöguræður hafa verið
fluttar á þessum tíma og hafa sumir
þingmenn talað samfleytt í meira en
tvo klukkutíma. Til að mynda Mörður
Árnason og Einar Karl Haraldsson,
þingmenn Samfylkingarinnar. Sam-
tals hefur önnur umræða um fjöl-
miðlafrumvarpið tekið um fjörutíu
klukkustundir.
Engin ræðumet hafa þó verið sleg-
in. Hreggviður Jónsson á enn metið í
því að halda „eina lengstu þögulu
ræðu þingsögunnar“, eins og Stein-
grímur J. Sigfússon, þingmaður
Vinstri-grænna, komst að orði á Al-
þingi í gær. Stóð Hreggviður þögull í
ræðustól í 29 mínútur, að sögn Stein-
gríms. Sennilega hefur Hreggviður
verið að bíða eftir því að ráðherra
kæmi inn í þingsal til að fylgjast með
umræðunum.
Jóhanna Sigurðardóttir á enn met-
ið í ræðulengd. Þegar hún sló sitt
met, vorið 1998, hafði hún talað sam-
fellt í fimm og hálfan tíma í annarri
umræðu um húsnæðisfrumvarp fé-
lagsmálaráðherra. Þar með sló hún
met Sverris Hermannssonar, þáver-
andi þingmanns Sjálfstæðisflokksins,
en hann hafði talað samfellt gegn
grunnskólafrumvarpinu vorið 1974 í
rúma fimm tíma.
Því má bæta við að Jóhanna
greindi frá því síðar að hún hefði
passað sig á því að drekka ekki mikið
vatn í ræðustólnum þegar hún flutti
húsnæðisræðuna svo að hún þyrfti
ekki að fara á klósettið.
x x x
Margt benti þó til þess í upp-hafi þessarar viku að ræðu-met yrðu slegin. Björgvin
G. Sigurðsson, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, boðaði það nefnilega að
hann hygðist lesa í heild sinni verkið
Frelsið eftir John Stuart Mill, í ræðu
sinni um fjölmiðlafrumvarpið. Ritið
er um 170 síður og kvaðst hann í sam-
tali við Morgunblaðið gera ráð fyrir
því að lesturinn tæki fjóra til fimm
tíma.
Undirrituð getur ekki neitað því að
hafa verið farin að hlakka til; var að
spá í að fá sér hengirúm og eiga nota-
lega stund í Bolabásnum, þar sem
þingfréttaritarar hafast við, undir
flutningnum. Björgvin hóf lesturinn í
gær, en kláraði þó ekki nema einn og
hálfan kafla, þar sem hann var beðinn
um að hleypa Steingrími J. Sigfús-
syni að. Hann hefur þó upplýst að
hann hyggist klára bókina við þriðju
umræðu.
Ég vona að ég móðgi ekki Björgvin
þótt ég viðurkenni að ég hefði frekar
viljað hlusta á þingkonuna Kolbrúnu
Halldórsdóttur flytja Frelsið. Hún er
nefnilega líka leikkona og leikstjóri
og eflaust vön upplestri. Tek þó fram
að ég er alls ekki að hvetja hana eða
aðra til eins eða neins.
En talandi um leikhús. Þau eru
greinilega Kolbrúnu frekar ofarlega í
huga. Stjórnarandstæðingar hafa
ítrekað komið upp í ræðustól í vik-
unni til að tjá sig undir liðnum: at-
hugasemdir um störf þingsins, eða
undir liðnum: um störf forseta.
Stjórnarliðar hafa haft á orði að þær
ferðir séu ekkert annað en leiksýn-
ingar eða farsar.
Kolbrún hafði hins vegar þetta að
segja um málið í vikunni. „Menn hafa
verið að tala um leikrit. Ég vil óska
eftir því að við hættum að kalla þenn-
an skrípaleik sem hér fer fram leikrit
vegna þess að ekkert íslenskt leikrit
er svo illa skrifað að það verðskuldi
að vera í flokki með þeirri fléttu sem
ríkisstjórnin er að búa til í þessu máli.
Þetta er ekki íslenskt leikrit. Þetta er
skrípaleikur,“ sagði hún, en fram fóru
umræður um það að þingfundi yrði
frestað á meðan tvær fastanefndir
fjölluðu um fjölmiðlafrumvarpið.
Halldór Blöndal, sem þá stýrði
fundi, var ekki seinn að svara, frekar
en fyrri daginn, og sagði: „Þá er nú
spurning, háttvirtur þingmaður, hver
er höfundur textans,“ Síðan hélt
þingfundurinn áfram.
Hver er höfundur textans?
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, kallaði Davíð
Oddsson forsætisráðherra gungu
og druslu á Alþingi í gærmorgun
eftir að hafa ítrekað óskað eftir því
við forseta Alþingis að forsætisráð-
herra kæmi í þingsalinn og svaraði
spurningum sem tengdust fjöl-
miðlafrumvarpinu. Þegar forseti
þingsins, sem þá var Guðmundur
Árni Stefánsson, upplýsti að for-
sætisráðherra kæmist ekki á þing-
fund kvaðst Steingrímur líta svo á
að ráðherra þyrði ekki að eiga
orðastað við sig. „Ég hlýt að líta
svo á, herra forseti, af því að hæst-
virtur forsætisráðherra getur ekki
haft nein lögmæt forföll – bráð-
frískur maðurinn á vappi hérna í
kringum salinn áðan – hann getur
ekki haft nein önnur forföll, nein
lögmæt forföll, ég hlýt að líta svo á
að hann þori ekki að koma hér og
eiga orðastað við mig. Ég hlýt að
líta svo á og það skal þá standa að
Davíð Oddsson sé slík gunga og
drusla að hann þori ekki að koma
hér og eiga orðastað við mig.“
Áður en þessi ummæli féllu hafði
Steingrímur flutt sína seinni ræðu
um fjölmiðlafrumvarpið við aðra
umræðu um málið. Þar ítrekaði
Steingrímur að Vinstri grænir
væru ekki andvígir því að sett yrðu
lög til að tryggja fjölbreytta,
óháða, sjálfstæða og öfluga fjöl-
miðla. „En við höfum sagt að það
verði að skoða þá lagasetningu
mjög vandlega í ljósi aðstæðna á
okkar litla markaði. Og þegar
menn setja þær reglur verður sú
gjörð að standast allar kröfur til
góðrar stjórnsýslu og lagasetning-
ar,“ sagði hann. „Það verður að
gæta hófs í því hvernig þær reglur
koma við starfandi aðila. Það verð-
ur að uppfylla svonefnda meðal-
hófsreglu. Það er ekki gert með
þessu.“
Steingrímur sagði ennfremur að
þingmenn Vinstri grænna hefðu
tekið undir tillögur höfunda fjöl-
miðlaskýrslunnar að efla þyrfti
Ríkisútvarpið og auka sjálfstæði
þess. „Við höfum í þriðja lagi sagt
að við viljum hafa almenna löggjöf
sem tryggir upplýsingalöggjöf um
eignarhald fjölmiðla, ekki svona
sem eingöngu tekur til ljósvak-
anna. Ég tel að þarna eigi að koma
líka inn ákvæði um upplýsinga-
skyldu dagblaðaútgefenda og jafn-
vel stærstu tímaritaútgefenda um
eignarhald sitt þannig að öll meg-
insvið fjölmiðlunar séu undir það
sama sett.“ Sagði hann að þetta
mætti gera með einföldu ákvæði
inn í samkeppnislögin.
Víðtæk umfjöllun verði leyfð
Steingrímur gerði Morgunblaðið
og leiðara þess einnig að umtals-
efni í ræðu sinni. Vitnaði hann í
leiðara blaðsins í gærmorgun og
spurði síðan hvort Morgunblaðið
væri sammála vinnubrögðum við
fjölmiðlafrumvarpið. „Er Morgun-
blaðið ekki bara sammála frum-
varpinu efnislega? Er það líka
sammála vinnubrögðunum? Styður
Morgunblaðið að þetta mál verði
keyrt í gegn á næstu sólarhringum
og gert að lögum? Ef umræðan er
mikilvæg sem Morgunblaðið sakn-
ar, eigum við þá ekki að leyfa
henni að fara fram, bæði innan
þings og utan? Eigum við ekki að
leyfa víðtæka umfjöllun um málið í
vor, í sumar og í haust og á Alþingi
aftur fram að áramótum til dæmis?
Þá væri orðinn sómi að og hægt að
segja að menn hefðu kallast á um
þessa hluti, við á þinginu, fjölmiðl-
arnir, almenningur úti í þjóðfélag-
inu og allir sem áhuga, vilja og
skoðanir hafa á þessum hlutum.
Ég held að Morgunblaðið ætti þá
líka að svara því.“
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG
Kallaði Davíð
„gungu og druslu“
Morgunblaðið/Þorkell
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, krafðist þess ítrekað á Alþingi í
gær að forsætisráðherra kæmi í þingsal og svaraði spurningum.
„ÉG viðurkenni það fúslega að
mér var heitt í hamsi, ég tók djúpt
í árinni og notaði stór orð,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, aðspurður um ummælin
sem hann lét falla um forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson, á þingfundi
í gærmorgun þar sem verið var að
ræða fjölmiðlafrumvarpið. Þar
kallaði hann forsætisráðherra
gungu og druslu. Steingrímur seg-
ist þó hafa haft ástæðu fyrir þess-
um orðum. „Sumum finnst þetta
sjálfsagt vera óþarflega stór orð
en ég hafði þær ástæður að mér
var verulega misboðið. Ég tel að
mér og þinginu hafi verið sýnd lít-
ilsvirðing þegar forsætisráðherra
hundsaði algjörlega ítrekaðar og
rökstuddar óskir um að hann
kæmi og svaraði fyrir um mál sem
hann ber hér fram. Ég tel að það
sé brot á þeim hefðum sem hafa
ríkt um þessi samskipti, þ.e. að
þingmenn eigi rétt á því að fá ráð-
herra til rökræðna og eftir atvik-
um til þess að leggja fyrir þá
spurningar.“
Steingrímur segir að það sé að
verða æ algengara að ráðherrar
séu ekki viðstaddir umræður um
þingmál sem tengjast þeirra sviði.
Telur hann það slæma þróun.
Hann minnir á að Alþingi sé meira
en bara löggjafarsamkunda; þar sé
einn helsti vettvangur pólitískra
skoðanaskipta í landinu. „Ég ætla
ekki baráttulaust að láta þennan
rétt [um að þingmenn fái ráðherra
til rökræðna í þingsal] ganga úr
greipum þingmanna.“
„Mér var veru-
lega misboðið“
HELGI Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, kvartaði yfir því við
upphaf þingfundar á Alþingi í gær
að forsætisráðherra, Davíð Odds-
son, væri ekki á þingfundi því hann
vildi ræða frétt DV um að Davíð
hefði hringt í Tryggva Gunnarsson,
umboðsmann Alþingis, og fundið að
áliti hans um skipan dómara í
Hæstarétt. Sagði Helgi að forsætis-
ráðherra væri á ríkisstjórnarfundi
og spurði hvort rétt væri að þing-
fundur og ríkisstjórnarfundir færu
saman.
Fleiri þingmenn tóku til máls og
kom fram í máli Guðmundar Árna
Stefánssonar, þingmanns Samfylk-
ingar, og Magnúsar Þórs Hafsteins-
sonar, þingmanns Frjálslynda
flokksins, að þeir tryðu því vart að
fréttin væri rétt. Á hinn bóginn
væri ásökunin það alvarleg að það
hlyti að vera nauðsynlegt fyrir þing
og framkvæmdavald að taka af öll
tvímæli í þessum efnum.
Einar K. Guðfinnsson, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, kom næstur í pontu, og sagði
ástæðu til að hrósa þingmönnum
stjórnarandstöðunnar fyrir ótrúlega
fundvísi á undarleg mál. Sagði hann
að umræðan undanfarna daga um
útvarpslög hefði ekki verið við-
burðarík en þó væri stundum til-
hlökkunarefni að sjá hvaða mál
stjórnarandstaðan fyndi til að
brjóta umræðuna upp og ræða und-
ir dagskrárliðnum fundarstjórn for-
seta eða störf þingsins. „Ég verð að
játa að þetta er samt sem áður það
undarlegasta og vitlausasta sem ég
held að stjórnarandstaðan hafi
komið fram með, að éta upp úr
Dagblaðinu hviksögur og gera þær
að umræðuefni í sölum Alþingis er
fyrir neðan allar hellur og þeim
háttvirtum þingmanni til skammar
sem hóf þetta mál,“ sagði hann.
„Það sem hér er verið að reyna að
gera er gamalkunnugt úr stjórn-
málum og það heitir á ensku ,,Let
them deny it“ eða látum þá neita
því. Það eru bornar fram ásakanir
og gripið til hviksagna úr Dag-
blaðinu og síðan á einfaldlega að
reyna að stilla mönnum upp og láta
þá neita því.“
Engar hviksögur
Helgi Hjörvar vísaði þessum full-
yrðingum Einars á bug. Sagðist
hann enn fremur hafa tekið það
sérstaklega fram að hann færi ekki
í efnislega umræðu að forsætisráð-
herra fjarstöddum. „Ég tel hins
vegar ekki rétt að kalla þessar
fréttir hviksögur og tel að hátt-
virtur þingmaður Einar K. Guð-
finnsson verði að hafa það í huga að
sá blaðamaður sem þessar fréttir
færir hefur áður reynst hafa giska
góðar heimildir um mál sem snertu
þennan sal og hluti í þessum sal á
vegum þingmanna, hluti sem voru
ekki eins og þeir áttu að vera,“
sagði Helgi.
Öll tvímæli
verði tekin af
um frétt í DV
Þingmenn stjórnarandstöðunnar óska eftir nærveru forsætisráðherra
BÚAST má við því að annarri um-
ræðu um fjölmiðlafrumvarpið ljúki á
Alþingi í dag og að fram fari atkvæða-
greiðslur um frávísunartillögu minni-
hluta allsherjarnefndar þingsins og
breytingartillögur meirihlutans.
Þingfundi var slitið á sjötta tímanum í
gær en þá hafði önnur umræða um
frumvarpið staðið yfir í fjóra daga,
eða samtals fjörutíu klukkustundir.
Alls 35 framsöguræður hafa verið
fluttar á þessum tíma. Þar fyrir utan
hafa verið fluttar fjölmargar athuga-
semdir við ræður þingmanna.Nokkuð
gekk á mælendaskrá eftir því sem leið
á daginn í gær og voru þingmenn
farnir að stytta mál sitt. Níu þing-
menn voru á mælendaskránni um
miðjan dag í gær.
Önnur umræða um
fjölmiðlafrumvarpið
Hefur staðið
yfir í 40
klukkustundir