Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 12

Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „UMHVERFISMERKI fyrir sjálf- bærar veiðar er í eðli sínu sú athöfn að fá einhvern til að segja sér að það sem þú er að gera sé í lagi. Þú veist það fyrir en ert samt reiðubúinn að greiða fyrir það. Þegar aðili eins og WWF, sem öðrum þræði eyðir mikl- um fjármunum í að hvetja til banns við fiskveiðum og ráða neytendum frá því að neyta sjávarafurða, er farinn að bjóða upp á að umhverfismerkja afurð gegn greiðslu, þá er það örlítið farið að minna á mafíósana, sem mað- ur sér í bíómyndum og bjóðast til þess að verja rúður verslunareigenda gegn sjálfum sér, ef nógu vel sé borg- að. Myndlíkingin er þessi: ,,Við segj- um öllum heiminum að fiskveiðar séu voðalega slæmur hlutur en ef þú borgar okkur skulum við segja að það sé í lagi hjá þér,“ sagði Pétur Bjarna- son, formaður stjórnar Fiskifélags Íslands, á aðalfundi félagsins í gær. Umhverfismál og markaðsstarf var yfirskrift Fiskiþings að þessu sinni og fjallað var um fjölmarga þætti þessara mála. Um þessa starf- semi WWF, World Wide Fund For Nature, sagði Pétur ennfremur: „Heilt yfir er þátttaka WWF ekki trúverðug og reyndar ógeðfelld og hugsunin um umhverfismerki hugs- anlega einnig. En umræðan er þarna. Tilfinningarnar eru þarna og við þurfum að spila með. Og við verðum að bæta við að við viljum koma þeim boðskap á framfæri að við séum með sjálfbærar fiskveiðar. Við teljum okk- ur hafa góða sögu að segja og sættum okkur alveg við kröfur neytenda um að stunda fiskveiðar með ábyrgum hætti – við meira að segja fögnum þeim. Við erum hins vegar ekki tilbú- in til þess að stinga höfðinu umhugs- unarlaust í kjaftinn á ljóninu. Við vilj- um ekki að WWF eða aðrir af þeirra ,,kaliberi“ fái vald yfir okkur og okkar mörkuðum.“ Árni M. Mathisen, sjávarútvegs- ráðherra, ávarpaði Fiskiþing og sagði meðal annars. „Í samstarfi Norður- landanna hefur lengi verið unnið að því að koma reglum um umhverfis- merkingar á dagskrá FAO. Mikil vinna hefur verið lögð í það verkefni, og er skylt að þakka Fiskifélaginu og forystumönnum þess fyrir ötult og óeigingjarnt starf á þeim vettvangi. Í fyrra var málið loks tekið til alvar- legrar umfjöllunar í FAO, og haldinn var fundur sérfræðinga víða að úr heiminum til að setja saman drög að leiðbeinandi reglum um umhverfis- merki og notkun þeirra. Skýrsla þess starfshóps var samþykkt á fundi und- irnefndar FAO í febrúar og verður haldinn stór fundur allra aðildarríkj- anna í október þar sem nánar verður farið yfir tillögur sérfræðinganna. Náist sátt um tillögur á þeim fundi má reikna með að fiskveiðinefnd FAO samþykki þessar leiðbeinandi reglur og þar með er helsta markmið- inu náð sem lagt var upp með.“ Umhverfið skiptir máli Morgunblaðið/Jim Smart ÁFiskiþingi Arnar Sigurmundsson, Guðmundur Smári Guðmundsson, Magnús Magnússon og Helgi Laxdal fylgjast með gangi mála. SJÓMÖNNUM býðst nú að fá glóð- volgar fréttir sendar til sín út á rúmsjó, m.a. fréttir af fréttavefjun um mbl.is og skip.is. Þjónusta þessi hefur fengið nafnið Sjávarfréttir og verða uppfærslur sendar um Sjópóst Sím- ans. Sjómenn hafa ekki aðgang að Net- inu á sama hátt og aðrir landsmenn, til þess eru fjarskiptaleiðir of hæg- virkar. Tölvupóstur er þó til staðar í nokkrum skipum og þá fyrst og fremst í þeim stærri, en hann fer nær eingöngu í gegnum mjög dýrt gervi- hnattasamband. Með nýrri tækni frá Símanum, sem kallast Sjópóstur, hafa opnast möguleikar á því að senda meira textamagn í tölvupósti en áður. Síminn býður mun ódýrara samband sem byggist m.a. á NMT og GSM. Framtíðarsýn, sem m.a. gefur út Fiskifréttir og skip.is, hefur nú hleypt af stokkunum nýrri þjónustu, Sjávar- fréttum, sem veitir sjómönn um að- gang að öllum helstu frétta- og upp- lýsingaveitum landsins. Í byrjun verða uppfærslur á frétt- um af Skip.is alla virka daga, fréttir úr Fiskifréttum um helgar, innlend- ar-, erlendar- og íþróttafréttir af mbl.is og af Textavarpi, íþróttaúrslit, veðurfregnir frá Veðurstofu Íslands, ölduhæð frá Siglingastofnun Íslands, fréttir og tilkynningar frá hinu opin- bera, gengi gjaldmiðla og viðskipta- fréttir af VB.is. „Þetta verður „lifandi“ vefur í nýj- um skilningi,“ segir Þórarinn Frið- jónsson, verkefnastjóri hjá Framtíð- arsýn. „Fyrst eftir að pakki frá okkur hefur verið sóttur um Sjópóstinn er allt efni á honum nýtt. Það er svo und- ir hverjum og einum notanda komið hversu oft hann sækir uppfærslur. Þær upplýsingar sem þarna er að hafa eru sérsniðnar að þörfum sjó- manna og við eigum eftir að bæta ýmsum efnisveitum við,“ segir Þór- arinn. Þjónustan verður í áskrift. Í byrjun fá áskrifendur sendan geisladisk sem þeir hlaða í tölvu sína og á honum er allt umhverfi líkt og á skip.is á Net- inu. Þegar menn tengjast Sjópósti Símans fá þeir sendar uppfærslur sem sjálfkrafa raðast á réttan stað í kerfinu. Haldið er utan um notkun og menn fá aðeins það sem þeir hafa ekki sótt áður og ekki eldra efni. Hver um sig getur stillt hve oft og hvenær upp- færslur berast. Svalar fréttaþorstanum Sjávarfréttir hafa um skeið staðið skipverjum á ísfisktogaranum Harð- baki EA til boða og segir Guðmundur Guðmundsson skipstjóri að þjónustan hafi svalað fréttaþorsta skipverjanna. „Við fáum nú fleiri og fjölbreyttari fréttir en við heyrum í útvarpinu, til dæmis fleiri fréttir sem snúa að sjáv- arútvegi. Menn hafa notað þetta mik- ið og mér sýnist þessi þjónusta vera komin til að vera. Auðvitað hefur ver- ið ákveðið nýjabrum á þessu en þjón- ustan er í stöðugri þróun. Þá hefur tölvupósturinn verið óspart notaður en sá möguleiki var ekki fyrir hendi áður,“ segir Guðmundur. Fá glóðvolgar fréttir út á sjó Morgunblaðið/Kristján Þórður Friðjónsson, verkefnastjóri hjá Framtíðarsýn, Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, Brjánn Jónsson frá R. Sigmundssyni og Guð- mundur Guðmundsson, skipstjóri á Harðbak EA. „FRÁSAGNIR af afleitu ástandi hafsins hafa dunið á hinum almenna neytenda í áratug. Á Íslandi líta menn yfir óspillt Atlantshafið, en hvað með neytandann í New York, sem keyrir með fram Hudson-ánni til vinnu og veit að hún rennur í Atl- antshafið? Hans hugmyndir eru allt aðrar. Á honum dynja frásagnir af kóralrifjum í hættu, tegundum í út- rýmingarhættu eins og höfrungar og hvalir og selaslátrun við Ný- fundnaland,“ sagði Ron Bulmer, fyrrum framkvæmdastjóri Fishery Council í Kanada á Fiskiþingi. „Neytendur í þessari stöðu velta því auðvitað fyrir sér hvernig þeir geti lagt sitt af mörkum til að bjarga höfunum. Það kemur því stundum í huga þeirra að sleppa því að fá sér þorsk í matinn til að bæta stöðuna,“ sagði Bulmer. Hann benti á að stöðugur frétta- flutningur af þessu tagi leiddi til þess að neytendur rugluðust í ríminu og ýmsir öfgahópar settu í kjölfarið þrýsting á stjórnmálamenn sem leiddi svo til setningar laga og reglu- gerða sem þrengdu mjög viðskipti með sjávarafurðir. Það sé þó eðlilegt að kröfur um upplýsingar um upp- runa, sjálfbærni og matvælaöryggi vaxi og þær verði að uppfylla, enda séu nú að taka gildi ýmis lög og reglugerðir sem lúti að öryggi mat- væla og taki til sjávarútvegsins, bæði vestan hafs og austan. Sem dæmi um aðferðir umhverfis- verndarsinna nefndi Bulmer nýlega rannsókn á innihaldi PCB-efna í eld- islaxi, sem átti að sýna fram á að innihald þeirra væri tífalt meira í eldislaxi en villtum laxi. „Mikið var fjallað um þessa rannsókn í fjölmiðl- um og hún hafði mikil áhrif á mark- aðinn. Það gleymdist hins vegar að taka það fram, að innihaldið var að- eins einn hundraðasti af því sem óhætt er talið, og ennfremur var ekki tekið fram að þessi efni safnast fyrst og fremst fyrir í roðinu og fitu- lagi undir því, sem ýmist er ekki borðað eða hverfur að mestu við matreiðslu. Niðurstaðan fyrir laxa- iðnaðinn var einfaldlega sú að þessi neikvæða umræða bitnaði ekki bara á eldislaxi, heldur öllum markaðnum og salan féll um allt að 25% á nokkr- um megin mörkuðum. Fólk trúir því ekki að höfin geti verið sýkt, en fisk- urinn heilbrigður. Endanleg niður- staða er sú að umræða af þessu tagi muni bitna á allri fiskneyzlu þegar til lengdar lætur,“ sagði Ron Bulmer. Sýkt höf? ÚR VERINU EKKI þótti fært að veita forseta Ís- lands algert synjunarvald í stjórnar- skrá lýðveldisins eins og Danakon- ungur hafði áður haft. Ef svo hefði verið hefði forseti lýðveldisins haft meira vald en konungur hafði. Þess vegna gripu menn til þess nýmælis að takmarka synjunarvald forsetans við málskotsrétt, þ.e. að vísa máli til þjóðarinn- ar. Í umræðum frá þessum tíma verður þeirrar skoðunar ekki vart að Alþingi eitt fari með löggjafarvald, heldur er áréttað að löggjafarvaldið sé tví- skipt – í höndum Al- þingis og forseta fyrir hönd þjóðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri grein Sigurðar Líndals, fyrrverandi prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, For- seti Íslands og synjun- arvald hans í nýjasta hefti Skírnis, tímariti Hins íslenska bókmenntafélags en í greininni er Sigurður að bregðast við ritgerðum Þórs Vilhjálmssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara og Þórðar Boga- sonar um synjunarvald forsetans. Segir Sigurður að umræður um synj- unarvald forseta beri þess merki að ekki sé greint sem skyldi milli þess hvernig lög eru og hvernig menn telji að þau eigi að vera. „Þeir sem þetta gera,“ segir Sigurður, „setja stjórn- málavald ofar lögbundinni stjórn.“ 26. greinin studd athugasemdum Þór taldi í grein sinni að forseti hefði ekki persónulegt vald til að synja lagafrumvarpi staðfestingar og Þórður telur hlutverk forseta við lagasetningu einungis vera formlegt og honum því skylt að staðfesta lög frá Alþingi. Sigurður telur hins vegar alveg ljóst að forseti hafi synjunarvald, texti 26. greinar stjórnarskrárinnar sé skýr og orð hans fái stuðning í at- hugasemdum við þessa grein stjórn- arskrárfrumvarpsins frá 1944 en í þeim stendur m.a.: „Forseta er ein- ungis fenginn réttur til að skjóta lagafrumvörpum Alþingis undir al- þjóðaatkvæði. [-]Ákvörðun um slíka staðfestingarsynjun eða málskot til þjóðaratkvæðis tekur forseti, án þess að atbeini ráðherra þurfi að koma til.“ Sigurður segir að hér styðji orð greinargerðar texta sem vandséð sé hvernig megi skilja á annan veg en orðin hljómi. Þá bendir Sigurður á að staða forseta hafi verið ítarlega rædd á Alþingi árið 1944 en hvergi hafi verið minnst á það að synjunarvald væri í höndum ráðherra, engar vís- bendingar um þetta sé að finna í ræð- um þingmanna og því síður rök- studdur grunur um að þingmenn hafi ætlað annað en forseti hefði persónu- legt synjunarvald, engin álitamál hefði verið um þetta og umræða því óþörf. „Þagnarrök“ Þórs Vilhjálms- sonar, þ.e. að hvorki Bjarni Bene- diktsson né Björn Þórðarson lýsi þeirri skoðun sinni að forsetinn hafi þetta vald, standist því ekki. Stjórnarathöfn og lagasetning eru sitt hvað Þá hafnar Sigurður þeim rökum að vísa til þeirrar dönsku stjórnskipun- arhefðar að konungur hafi ekki beitt neitunarvaldi gagnvart Alþingi 1918–1940. Synjunarvald forseta með málskotsrétti hafi, sem fyrr seg- ir, verið nýmæli og sú skipan auk þess sem forseti var þjóðkjörinn hafi gert stöðu hans gerólíka stöðu kon- ungs áður og ákvæðin um stöðu for- seta verði því að túlka sjálfstætt og óháð ákvæðum sem eigi sér lengri sögu. Þá bendir Sigurður á að í 1. mgr. 11. greinar („Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum“) sem Þór vísar til séu einungis nefnd- ar stjórnarathafnir. Stjórnarathöfn og stjórnarframkvæmd og lagasetning séu hins vegar sitt hvað og þessu verði að halda að- greindu. Um lagasetn- ingu fái engan veginn staðist að yfirfæra ábyrgðarleysi á stjórn- arathöfnum 1. mgr. 11. greinar yfir á málskots- rétt forseta samkvæmt 26. grein sem sé hlut- deild hans í lagasetn- ingarvaldi. „Stjórnar- athafnir eru ekki löggjafarstarf, heldur þáttur í stjórnarfram- kvæmd og handhafar framkvæmda- valds setja ekki réttarreglur nema sérstaklega sé heimilað í lögum. For- seti ber á ábyrgð á þeim gerningi sín- um að synja lagafrumvarpi staðfest- ingar og skjóta því til þjóðarinnar,“ segir Sigurður í greininni. Þjóðkjör styrkir vald forsetans Þá segir hann niðurstöður af um- mælum þingmanna um áhrif þjóð- kjörs á stjórnskipunarstöðu forset- ans, þ.á m. málskotsrétt hans, þær að forsetinn sé ekki á nein hátt háður Alþingi og þjóðkjör styrki almennt vald forseta og að þingjör geri for- seta í raun óþarfan. „En beint þjóð- kjör veitir embætti forseta lýðræð- islega löghelgan umfram þingkjör og hlýtur því eðli málsins samkvæmt að styrkja það vald sem forseta er feng- ið í stjórnarskránni. Sá var einnig skilningur þingmanna sem sam- þykktu lýðveldisstjórnarskrána,“ segir Sigurður. Um beitingu synjunarvaldsins segir Sigurður ekki áskilið að forseti þurfi að vera á öndverðum meiði við Alþingi, vel megi vera að hann telji rétt að bera mál undir þjóðina hvað sem skoðunum hans á lögunum líði og raunar eigi forseti að varast að láta eigin stjórnmálaskoðanir ráða afstöðu sinni. Forseti kann að álíta lagafrumvarp sem Alþingi sam- þykkti vera í andstöðu við þjóðar- vilja, eða verulegar líkur á því að svo sé, og því rétt að skjóta því undir at- kvæði þegnanna ...“ Sigurður tekur hins vegar fram að vandi sé að svara því í eitt skipti fyrir öll hvaða mál séu til þess fallin að vera lögð undir þjóðardóm. Álitamál hvort lög séu andstæð stjórnarskrá verði hins vegar ekki lögð undir þjóð- aratkvæði, dómstólar eiga að skera úr um slíkt enda verði ekki bætt úr stjórnarskrárbroti með samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins sé ekki um það deilt að forseta beri að beita valdi sínu af hófsemi og hafa mál- efnalegar ástæður að leiðarljósi og láta jafnvel Alþingi vita um fyrirætl- an sína er ráðrúm gefst og rök hnígi til. Um þá skoðun sem menn hafa viðrað að synjun forseta sé „atlaga að þingræðinu“ segir Sigurður að synj- unarvald sé forseta fengið í stjórn- arskránni þannig að atlöguna hafi þá stjórnarskrárgjafinn 1944 en ekki forseti gert og því sé þetta ástæðu- laus alhæfing; ef lög væru samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu hlyti það að styrkja Alþingi og þá sérstaklega þann meirihluta sem að samþykki stæði. Sigurður Líndal Sigurður Líndal í grein í Skírni Málskots- réttur forseta ótvíræður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.