Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HUNDRUÐ þúsunda manna söfn- uðust saman á götum Kaup- mannahafnar í gær til að fagna brúðkaupi Friðriks, ríkisarfa Dan- merkur, og Mary Donaldson. Er hún fyrsta konan sem giftist inn í evrópska konungsfjölskyldu sem er enn við völd. Athöfnin, sem danskir fjölmiðlar lýstu sem „brúðkaupi aldarinnar“, fór fram í Frúarkirkjunni í mið- borg Kaupmannahafnar. Mary prinsessa var í beinhvítum brúðarkjól, með sex metra löngum slóða, og með sama slör og Mar- grét Þórhildur Danadrottning og systur hennar voru með þegar þær gengu í hjónaband. Friðrik ríkisarfi var í aðmír- álsbúningi með gylltum skúfum og hnöppum og felldi nokkur tár þeg- ar hann sá brúðina. Um 800 manns voru viðstaddir hjónavígsluna, þeirra á meðal kon- ungsfjölskyldur Noregs og Svíþjóð- ar, Naruhito Japansprins, Felipe krónprins frá Spáni og Játvarður Bretaprins. Forseti Finnlands og fleiri stjórnmálamenn voru einnig viðstaddir vígsluna, héldu á rauð- um og bleikum rósum og kertum. Mikil öryggisgæsla Mikill öryggisviðbúnaður var í Kaupmannahöfn vegna brúðkaups- ins og nær þriðjungur 10.000 lög- reglumanna landsins voru á göt- unum, auk þess sem þyrlur flugu yfir borgina. Hundruð þúsunda manna voru á götunum til að fylgjast með brúð- kaupinu, sem sýnt var á risastórum sjónvarpsskjám, og aðdáendur dönsku konungsfjölskyldunnar dreifðu um 55.000 dönskum og áströlskum fánum. Risastórir blómvendir voru á torgum Kaup- mannahafnar og mynduðu hjörtu og kórónur. Hvarvetna gat að líta ljósmyndir af brúðhjónunum og sérstakt sætabrauð til heiðurs þeim var selt í veitingahúsum. Biskup Kaupmannahafnar, Erik Norman Svendsen, gaf brúðhjónin saman. Hann beindi meðal annars orðum sínum til Mary prinsessu og sagði að hún væri komin langt að, frá hinni fjöllóttu Tasmaníu á lág- lendið í Danmörku. Sagði hann Dani hlakka til að sýna henni land sitt í sínum fegursta skrúða og einnig til að kynna henni Græn- land og Færeyjar, sem væru hluti af danska konungsveldinu. „Frá og með deginum í dag eruð þér raun- veruleg prinsessa. Þér hafið bæði fengið prinsinn og konungsríkið,“ sagði biskup. Eftir athöfnina óku brúðhjónin í hestvagni til hallarinnar í Amal- íuborg, aðalaðseturs konungsfjöl- skyldunnar, og veifuðu til mann- fjöldans af svölunum. Þaðan var þeim ekið í bíl til hallarinnar í Fredensborg, um 40 km utan Kaupmannahafnar. Þar fór brúð- kaupsveislan fram og gestirnir voru um það bil 400. Veislunni lauk með mikilli flugeldasýningu laust eftir miðnætti að staðartíma, klukkan tíu í gærkvöld að íslensk- um. „Fyrsta ástralska prinsessan“ „Þetta er stór stund fyrir Dan- mörku, fyrir þjóðina, vegna þess að við teljum konungsfjölskylduna gegna mjög mikilvægu hlutverki. Þetta er sérstakur viðburður sem sameinar þjóðina,“ sagði ungur Dani sem tók sér frí frá störfum til að geta fylgst með brúðkaupinu. Margir Ástralar gerðu sér sér- staka ferð til Kaupmannahafnar í því skyni að fylgjast með brúð- kaupinu. „Þetta er fyrsta ástralska prins- essan. Þetta er mjög spennandi!“ sagði 24 ára Ástrali í miðborg Kaupmannahafnar. Gleðin var ekki minni í Ástralíu þar sem Mary Donaldson er ekki aðeins fyrsti Ástralinn sem giftist inn í evrópska konungsfjölskyldu, sem situr enn við völd, heldur er hún einnig fyrsta ástralska konan sem verður krónprinsessa í Evr- ópu. Friðrik ríkisarfi, 35 ára, og Mary, sem er þremur árum yngri, kynntust á kránni Slip Inn í Sydn- ey þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir þar árið 2000. Hundruð manna fylgdust með brúðkaupinu á sjónvarpsskjám á kránni og boð- ið var upp á danskar kjötbollur í staðinn fyrir pitsur og taílenska rétti sem eru yfirleitt á matseðl- inum. Gestum með danskt vega- bréf var boðinn ókeypis Carlsberg- bjór. Eftir að brúðhjónin kynntust héldu þau sambandi sínu leyndu í tvö ár en Donaldson var fljót að vinna hugi og hjörtu Dana eftir að þau trúlofuðust 8. október í fyrra. 80% Dana telja að hún verði góð krónprinsessa, ef marka má skoð- anakönnun sem gerð var í vikunni sem leið. Friðrik ríkisarfi nýtur einnig mikillar hylli meðal Dana. Níu af hverjum tíu Dönum telja að hann hafi staðið sig vel í skyldustörfum sínum sem ríkisarfi, samkvæmt könnun sem birt var á sunnudag- inn var. Árið 1997 varð hann fyrsti meðlimur konungsfjölskyldunnar til að verða valinn „Dani ársins“. Mikil hátíðahöld í Kaupmannahöfn vegna brúðkaups ríkisarfa Danmerkur og Mary krónprinsessu Reuters Mary krónprinsessa veifar á svölum hallarinnar í Amalíuborg eftir brúðkaup hennar og Friðriks, ríkisarfa Dana. Um 100.000 manns voru fyrir utan höllina. Á myndinni eru einnig, frá vinstri, Susan Moddy, stjúpmóðir prinsess- unnar, Hinrik prins, tengdafaðir hennar, Friðrik, Margrét drottning og John Donaldson, faðir prinsessunnar. AP Friðrik, ríkisarfi Danmerkur, og Mary prinsessa ganga út úr Frúarkirkj- unni í miðborg Kaupmannahafnar eftir að þau voru gefin saman í gær. Hundruð þúsunda fögnuðu á götunum Kaupmannahöfn. AFP. SKÝR meirihluti ríkja ESB hefur fylkt sér að baki tillögum framkvæmdastjórnar sam- bandsins um að fella niður styrki til útflutn- ings á landbúnaðarvörum til að blása nýju lífi í viðræður á vettvangi Heimsviðskipta- stofnunarinnar, WTO, um aukið frelsi í al- þjóðaviðskiptum. Frakkar eru einir ESB- þjóðanna 25 um andstöðu við tillögurnar. „Nálgun framkvæmdastjórnarinnar hlaut góðar undirtektir. Allir eru ánægðir með frumkvæði okkar að því að koma WTO- viðræðunum aftur í gang,“ sagði Franz Fischler, sem fer með landbúnaðar- og sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórninni. Franski landbúnaðarráðherrann Hervé Gaymard ítrekaði hins vegar andstöðu Frakka við tillögurnar á fundi landbúnaðar- ráðherra ESB-ríkjanna á Írlandi á þriðju- dag. Þær jöfnuðust að hans mati á við „ein- hliða afvopnun“ Evrópu. Fischler lagði annars áherzlu á að fram- fylgd tillagnanna væri háð því að Banda- ríkjamenn, Ástralar og Kanadamenn féllust á viðlíka tilslakanir af sinni hálfu. Frakkar einangrast Killarney á Írlandi. AFP. ROH Moo-Hyun, forseti Suður- Kóreu, tók aftur við embættinu í gær, eftir að stjórnarskrárdóm- stóll hafnaði ákæru sem íhalds- sinnaðir andstæðingar hans höfðu lagt fram gegn honum fyrir meint embættisafglöp. Roh varð forseti í febrúar í fyrra, en vék úr embættinu til bráðabirgða þegar þingið, þar sem pólitískir andstæðingar hans eru í meirihluta, samþykkti 12. mars sl. að krefjast þess að hann yrði sviptur embætti á þeim forsendum að hann hefði brotið kosningalög, væri vanhæfur í embætti og sekur um spillingu. Hann tók aftur við embættinu eftir að dómstóllinn, sem hefur síð- asta orðið um embættisglapaá- kærur, hafnaði tveim ákærulið- anna og úrskurðaði að sá þriðji – brot á lögum um óhlutdrægni í kosningum – væri ekki nægj- anleg forsenda embættissvipt- ingar. Þrír hægriflokkar í stjórn- arandstöðunni fengu þingið til að samþykkja ákæruna, þrátt fyrir að skoðanakannanir sýndu að sjö af hverjum tíu landsmanna væru henni and- vígir. Í fyrra notuðu andstæð- ingar Rohs meirihlutastöðu sína á þinginu til að vinna gegn efnahagsumbótastefnu forsetans og friðarumleitunum við Norður-Kóreu. Andstæðingar Rohs Moo-Hyun, forseta Suður-Kóreu, hrópa slagorð gegn honum fyrir utan stjórnarskrárdómstólinn í Seoul í gær. Roh tekur aftur við í S-Kóreu Seoul. AFP. Dómstóll hafnar ákæru á hendur forsetanum fyrir embættisafglöp Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.