Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Leikskólanemar útskrifast | Það voru átján hressir krakkar sem útskrif- uðust frá tveimur deildum úr leikskól- anum Klettaborg sl. fimmtudagskvöld. Að sögn Steinunnar Baldursdóttur leik- skólastjóra tókst útskriftin frábærlega vel. Annar hópurinn flutti kvæðið Ef eft- ir Böðvar Guðmundsson, og hinn hóp- urinn flutti söngleikinn Mógli. Krakk- arnir sungu saman og sýndu dans sem þau lærðu í danskennslu í vetur. Eftir útskriftina voru veitingar í boði foreldra- félagsins og foreldra barnanna sem lögðu til á sameiginlegt hlaðborð. Nokkrir af krökkunum hætta í leikskólanum strax um næstu mánaðamót, en önnur síðar í sumar. Öll hefja þau nám í Grunnskól- anum í haust og mynda óvenju fjölmenn- an árgang.    Íþróttakennslan utanhúss | Mikið fjör hefur færst íþróttalíf nemenda Grunnskólans sem nú iðka allar íþróttir og æfingar utandyra. Í fyrstu gæti manni virst að markmiðið væri að nýta góða veðrið til útiveru og að fá ferskt ,,vor-súrefni“ í lungun. Ástæðan mun þó fyrst og fremst vera sú að verið er að leggja nýtt parket á gólfið í sal íþrótta- miðstöðvarinnar og því ekki möguleiki á innanhúsleikfimi. Efir sem áður fara allir í sturtu og sundlaugin stendur alltaf fyr- ir sínu.    ,,Survivor“ SPM | Nú stendur yfir sýning í Sparisjóðnum, bæði á Borg- arbraut 14 og í Hyrnutorgi, á myndum sem teknar voru í „Survivor-ferð“ Spari- sjóðsins. Krökkum á aldrinum 13–16 ára sem lögðu launin sín inn á reikninga í Sparisjóðnum var boðið í slíka ferð í fyrrasumar. Leikurinn verður endurtek- inn í sumar og þeim sem hafa áhuga á að vera með er bent á að skrá sig hjá þjón- ustufulltrúum í Sparisjóðnum.    Nýr forstöðumaður | Ása Harð- ardóttir hefur verið ráðin til Safnahúss Borgarfjarðar í stöðu forstöðumanns. Safnahúsið er stofnun í eigu sveitarfélag- anna í Borgarfirði og sunnan Skarðs- heiðar. Það hefur að geyma héraðs- bókasafn, skjalasafn, listasafn, byggðasafn og náttúrugripasafn. Vegna fjárhagsvanda hefur verið dregið úr starfsemi stofnunarinnar tímabundið en sýningar verða eftir sem áður í sumar á afgreiðslutíma hússins. Úr bæjarlífinu BORGARNES EFTIR GUÐRÚNU VÖLU ELÍSDÓTTUR FRÉTTARITARA Sýningin Handverkog list verður opnuðí Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík í dag, klukkan 12. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag frá klukkan 12 til 18. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykja- nesbæjar stendur fyrir sýningunni og er þetta í þriðja sinn sem hún er haldin. Að þessu sinni er hún liður í Frístundahelgi í Reykjanesbæ. Þátttakendur koma víða að en stærstur hluti þeirra er af Reykjanesi. Sýningin á að gefa góða mynd af því handverki sem unnið er á Íslandi og þar gefst hand- verks- og listafólki tæki- færi á að vekja athygli á verkum sínum. Handverk BLÁA lónið og Samtök psoriasis- og exem- sjúklinga (SPOEX) hafa gert með sér samstarfs- samning sem meðal ann- ars felur í sér stuðning Bláa lónsins við samtökin. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, og Valgerður Auðunsdóttir, formaður SPOEX, undirrituðu. Bláa lónið styður meðal annars formann SPOEX til ferðalaga til að kynna starfsemi samtakanna og öðlast alþjóðleg tengsl og þekkingu, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Bláa lónið styður SPOEX Í kennaraverkfalli varort limra um AlbertGuðmundsson fjár- málaráðherra – áður knattspyrnumann: Liðin er tíð minnar trúar á tuddann sem launþega púar á og ég held að héðan sé fljótfarið með’hann í bílferð austur að Brúará! Albert átti þá tík sem hann hélt í trássi við lög og rétt í Reykjavík og Stefán Þ. Þorláksson orti: Menn eru teknir að trúa á að tíkarhirðirinn snúi á BSRB og sennilegt sé að hann syndi fimlega í Brúará! Er forseti Íslands flýtti heimkomu út af fjölmiðla- frumvarpinu, barst limra: Hver einasti fjölmiðill fjallar um forsetans heimsreisur allar: Hann forðum á tíðum var fjarri á skíðum en fer heim þegar Baugurinn kallar. Synt í Brúará pebl@mbl.is Reyðarfjörður | Þessi litli pjakkur, Hreimur Máni Kristinsson, klifraði upp í voldugan lyftara á véla- verkstæði Heklu á Austurlandi ehf., tók í stýrið og hefur ef til vill hugsað: Vild’ ég væri vélakall! Hann hafði, eins og svo margt ungviðið, brennandi áhuga á öllum þeim vélum og bílum sem voru til sýnis þar á opnunardegi fyrirtækisins fyrir skömmu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vild’ ég væri vélakall! Sýning SVEITARFÉLAGIÐ Ölfus hefur lýst yfir vilja sínum til þess að koma að uppbygg- ingu sædýrasafns í Þorlákshöfn í framhaldi af þingsályktunartillögu sem fram kom á Alþingi. Einnig hefur bærinn boðist til að taka við hluta af starfsemi Hafrannsókna- stofnunar og tengja báta- og vélasafn Þjóð- minjasafnsins við þessa starfsemi. Í ályktun sem samþykkt var í bæjarráði á dögunum er þeirri skoðun lýst að sæ- dýrasafn falli einstaklega vel að ímynd Þorlákshafnar, sem er sjávarþorp í fimm- tíu kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Bæjarstjóri Ölfuss hefur sent forsætis- ráðherra bréf þar sem hann kemur þessari samþykkt á framfæri og er það birt á vefn- um sudurland.net. Jafnframt kemur fram að bæjarstjórn telji að líta beri á málið í víðara samhengi og skoða þann möguleika að flytja skipastól og hluta af starfsemi Hafrannsóknastofnunar til Þorlákshafnar. Verið sé að stækka höfnina og auðvelt verði að koma til móts við þarfir stofnunar- innnar. Loks er stungið upp á því að báta- og vélasafn Þjóðminjasafnsins sem sagt er að sé húsnæðislaust verði tengt þessari starf- semi. Er því lýst yfir að bæjarstjórn sé reiðubúin að leggja sitt af mörkum til að koma upp varanlegu húsnæði og sýning- araðstöðu fyrir safnið. Bjóða aðstöðu fyrir sædýra- og bátasafn Reykjanesbær | Bæjarstjóri Reykja- nesbæjar á von á svari frá heilbrigð- isráðherra í þessum mánuði við umsókn bæjarins um framkvæmdaleyfi fyrir hjúkrunarheimili í bænum. Árni Sigfússon sagði á íbúafundi í Innri-Njarðvík í vikunni að mestar líkur væru á að hjúkrunarheimilið yrði byggt þar sem Njarðvíkurvöllurinn er nú ásamt annarri þjónustu í þágu eldri borgara. Verið er að skipuleggja svæðið og jafn- framt unnið að grunnlýsingu fyrir hús- næði hjúkrunarheimilisins. Ekkert hjúkrunarheimili er í Reykja- nesbæ en bærinn á aðild að Garðvangi í Garði. Þá hafa áherslur breyst í rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Í D- álmu stofnunarinnar er nú almenn sjúkradeild en því er haldið fram að upp- haflega hafi átt að vera þar hjúkrunar- deild. Í framhaldi af umræðum um vanda aldraðra sótti bæjarstjórn Reykjanes- bæjar um framkvæmdaleyfi við nýtt hjúkrunarheimili og er svars að vænta í mánuðinum. Svar væntanlegt í mánuðinum ♦♦♦ Húsavík | Sigurður Kr. Guðmunds- son, hamskeri frá Akureyri, hélt á dögunum sýningu á Húsavík, þar sem hann sýndi fugla og önnur dýr sem hann hefur stoppað upp. Verkin voru um þrjátíu og af þrjátíu til fjörutíu tegundum. Flest uppstopp- uðu dýrin eru í einkaeigu. Sýningin stóð yfir helgi og var stöðugur straumur fólks á hana alla helgina. Sigurður kvaðst vera mjög ánægður með aðsóknina og taldi að á fjórða hundrað manns hafi komið og séð verk hans. Morgunblaðið/Hafþór Sigurður Kr. Guðmundsson við einn glæsilegan uppstoppaðan fugl. Sýndi uppstoppaða fugla og dýr Áhugi á verkum hamskerans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.