Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 26

Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 26
AKUREYRI 26 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FORNÁM - Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun og listum á æðra skólastigi Myndlistaskólinn á Akureyri ehf. býður upp á hnitmiðað 39 eininga nám í sjónlistum veturinn 2004-2005. Námið er skipulagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla og í því felst listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar og hönnunar. Umsókn um skólavist þarf að berast skólanum fyrir 24. maí nk. ásamt umbeðnum gögnum og tilskyldum fjölda eigin myndverka. Sérstök inntökunefnd fjallar um umsóknir og ákvarðar um inntöku. Við inntöku er tekið tillit til fyrra náms og starfsreynslu. Auk þess eru innsend verk umsækjenda metin af inntökunefnd skólans. Miðað er við að umsækjandi hafi lokið a.m.k. 104 einingum í framhaldsskóla eða hliðstæðu námi sem inntökunefnd metur gilt. Inntökunefnd áskilur sér rétt til að boða umsækjendur til viðtals dagana 26. maí til 31. maí, telji hún ástæðu til. Fagurlistadeild-myndlist. Nám í fagurlistadeild er fjölþætt, þriggja ára sérhæft nám sem veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur fá nauðsynlega þjálfun og tilsögn sem gerir þá hæfari til að takast á við ólík viðfangsefni og fjölbreyttar aðferðir í listsköpun sinni. Listhönnunardeild-grafísk hönnun. Í grafískri hönnun er lögð áhersla á tækniþekkingu og frumlega framsetningu hugmynda. Á þremur árum öðlast nemendur yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í faginu sem gerir þá hæfa til að fást við krefjandi verkefni á sviði hönnunar fyrir prentmiðla eða margmiðlun. Nemendur útskrifast að loknu þriggja ára námi í sérnámsdeildum með því að vinna lokaverkefni innan sérgreinarinnar og skrifa rannsóknarritgerð. Með prófskírteini fylgir skrá um námsárangur nemenda allan skólaferilinn ásamt umsögn prófdómara um lokaverkefni. Námseiningar: 90 Myndlistaskólinn á Akureyri - Kaupvangsstræti 16 - Pósthólf 39 - 602 Akureyri http://www.myndak.is/ - info@myndak.is SÉRNÁMSDEILDIR Umsóknarfrestur um skólavist er til 24. maí 2004. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 462 4958 Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 2004-2005 ÍBÚUM í sambýlinu við Bakkahlíð 39 hefur borist góð gjöf, 8 sér- hannaðir stólar fyrir aldraða, en það var Félag aðstandenda als- heimersjúklinga á Akureyri sem kom færandi hendi og afhentu stjórnarmenn í félaginu sambýlinu gjöfina. Stólarnir eru þýskir, en á þeim eru m.a. lítil hjól sem auð- velda fólkinu að draga sig að borði eða færa sig frá því. Heimilismenn voru himinlifandi með þessa góðu gjöf og sögðu að hún kæmi sér af- ar vel. Stólarnir kostuðu um 200 þúsund krónur. Félagið hefur á stefnu sinni að gefa eina stóra gjöf á ári og skiptir sér á milli heimila og stofnana bæjarins. Fyrir tveim- ur árum kom gjöfin einnig í hlut sambýlisins við Bakkahlíð, en þá var gefinn svonefndur skemmtari sem stytt hefur heimilisfólki stundir. Fjár er aflað með fé- lagsgjöldum sem og sölu minn- ingar- og jólakorta. Brit Bieltvedt forstöðumaður Öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar sagði stuðning sem þennan ómetanlegan og þakk- aði umhyggju og velvild félagsins í garð íbúanna. „Þetta fólk leggur mikið á sig, oft við erfiðar að- stæður,“ sagði hún. Helga Frí- mannsdóttir sem veitir heimilinu forstöðu sagði íbúunum mikils virði að fá heimsóknir, það væri notalegt að finna þá tryggð sem margir sýndu heimilinu. Gaf sér- hannaða stóla Morgunblaðið/Kristján Íbúar í sambýlinu við Bakkahlíð 39 ánægðir með nýju stólana sem þeim voru færðir að gjöf. BSO 75 ára 75 ár verða á mánudag, 17. maí, liðin frá því Bifreiðastöð Oddeyrar tók til starfa í húsi Axels Kristjánssonar við Strandgötu á Akureyri. Það var Vilhjálmur Jónsson sem stofnaði stöðina samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Helgasyni bifreiðastjóra. Í auglýsingu frá þessum tíma er þess getið að Bifreiðastöð Oddeyrar leigi opnar og lokaðar bifreiðir af ný- tískugerð til lengri eða skemmri ferða. Þá voru einnig til reiðu bifreið- ir til vöruflutninga og afgreiðslan var opin allan sólarhringinn. Árið 1936 keypti Þorvaldur Stef- ánsson BSO af Vilhjálmi og rak í 16 ár. Þá keyptu Pétur og Valdimar Jónssynir stöðina en ári seinna, 1. mars 1953, keyptu 13 bifreiðastjórar stöðina í sameiningu og stofnuðu Starfsmannafélag BSO hf. Þetta voru þeir Áki Kristjánsson, Garðar Guðjónsson, Garðar Svanlaugsson, Georg Jónsson, Gísli Sigurjónsson, Guðmundur Jónasson, Höskuldur Helgason, Jóhann Jónsson, Júlíus Ingimarsson, Magnús Snæbjörns- son, Ólafur Jónsson, Stefán Helga- son og Tryggvi Gestsson. MILDI þykir að ekki fór verr þegar bíl var ekið út af þjóðvegi 1, við bæinn Hrísgerði í Fnjóskadal, í gærmorgun. Óvíst er um tildrög slyssins, en bíllinn fór yfir veginn, niður eftir gili og hafn- aði á hvolfi yfir læk, rétt við bakkann á Fnjóskánni. Ekki mátti miklu muna að bifreiðin lenti ofan í ánni. Bílstjór- inn var einn á ferð og á austurleið þegar óhappið varð. Hann sat fastur í bílnum hátt í klukkustund áður en að var komið, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar, sem sendi tvær sjúkrabifreiðar á staðinn og tækjabíl. Hann gat sjálfur látið vita af sér til Neyðarlínu. Tókst honum að finna farsíma sinn og tilkynna um slysið. Bíllinn sást ekki frá veginum, sem er töluvert ofar en slysstaðurinn, og hafði ökumaður heyrt í bílum fara hjá á meðan hann sat fastur og bjarg- arlaus í bifreið sinni. Grunur lék á að maðurinn hefði hlotið háls- og hryggáverka í slysinu. Ljósmynd/Björgvin Kolbeinsson Mildi þykir að ekki fór verr þegar bíll lenti út af þjóðveginum í Fnjóskadal og var nálægt því að hafna út í ánni. Fastur í bílnum og heyrði bílum ekið hjá Sumarstarf í Laufási SUMARSTARF í Laufási hefst í dag, laugardaginn 15. maí. Fardag- ar eru í gamla bænum og hefur ver- ið sett upp sýning á munum tengd- um þeim. Veitingar verða seldar í gamla prestshúsinu í Laufási. Búsetu í Laufási má rekja allt aft- ur til heiðni en í elsta hluta gamla bæjarins sem nú stendur er talið að séu viðir allt frá 16. og 17. öld. Bær- inn var endurbyggður af mikilli reisn í tíð séra Björns Halldórsson- ar sem sat staðinn árin 1853–1882. Laufásbærinn er stílhreinn bursta- bær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð þess tíma, en þó allmiklu stærri. Algengt var að tuttugu til þrjátíu manns væru til heimilis í Laufási, því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kosta- jörð en henni fylgdu mikil hlunnindi. Laufásbærinn er nú búinn hús- munum og áhöldum líkast því sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Í kirkjunni, sem var byggð 1865, er meðal annars predikunarstóll sem ber ártalið 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reyni- tré landsins frá 1855. Í fyrra heimsóttu rúmlega 14.000 ferðamenn Laufás. Gamli bærinn er opinn daglega frá 15. maí til 15. september frá 10– 18. HÖLDUR ehf. á Akureyri heldur um þessar mundir upp á 30 ára afmæli fyrirtækisins. Af því tilefni verður fyrirtækið með veigamikla afmælis- dagskrá á fjórum starfsstöðvum sín- um á Akureyri í dag, laugardaginn 15. maí frá 12–16. Ýmislegt verður til gamans gert, Karlakór Eyjafjarðar, Afabandið og Circus Atlantis með eldlistafólk, trúða o.fl. munu skemmta fólki, léttar veitingar verða í boði á öllum stöðum, leiktæki fyrir börnin verða og laufléttur spurninga- leikur í gangi þar sem 30 veglegir vinningar eru í boði. Höldur ehf. var stofnað 1. apríl 1974 og lengi kennt við svokallaða Kennedy-bræður, en á síðasta ári urðu eigendaskipti á fyr- irtækinu þegar Steingrímur Birgis- son, Bergþór Karlsson o.fl. starfs- menn fyrirtækisins keyptu fyrirtækið. Það hefur lengi verið eitt af stærri fyrirtækjum á Akureyri og sennilega hvað þekktast fyrir Bíla- leigu Akureyrar sem er ein stærsta bílaleiga landsins með um 800 bíla í rekstri í sumar. Stærsta starfsstöð bílaleigunnar er í Reykjavík en alls eru útibúin 10 víðsvegar um landið. Á Akureyri rekur fyrirtækið ásamt bíla- leigunni, bílasölu nýrra og notaðra bíla í umboði Heklu og Bernhard, bif- reiðaverkstæði og dekkjaverkstæði, og þar eru aðalstöðvar fyrirtækisins. Hjá Höldi vinna í dag 85 manns en fjölgar þegar líður á sumarið. Bílbeltasleði VÍS verður á Bílasölu Hölds á Þórsstíg og þar getur fólk fengið að reyna hvernig það er að lenda í árekstri á 20 km hraða, þar verður einnig glæsileg bílasýning þar sem allir nýjustu bílarnir frá Heklu og Bernhard verða sýndir, sem og tjaldvagnar og húsbílar frá Segla- gerðinni Ægi. Höldur heldur upp á 30 ára afmæli Fræðsludagur | Kynningar- og fræðsludagur um öldrunarmál verður í Glerárkirkju í dag, laug- ardaginn 15. maí, frá kl. 10 til 16. Þar verða flutt erindi um ýmis mál er varða aldraða, s.s. félagslíf, nær- ingarráðgjafi flytur erindi og eins verður fjallað um það þegar fólk hættir að vinna sem og um virka aldraða, en með þessum fræðslu- degi lýkur vikudagskrá með yf- irskriftinni: Litríkt vor – virkir eldri borgarar. Vorfundur | Aglow-samtökin halda árlegan vorfund sinn í sam- komusalnum í Víðilundi 22 á mánu- dagskvöld, 17. maí, kl. 20. Hafliði Kristinsson fjölskyldu- og hjónaráð- gjafi flytur hugleiðingu.    ELLEFU nýjar sýningar verða opn- aðar á Safnasafninu á Svalbarðs- strönd á morgun, laugardaginn 15. maí, kl. 13. Á neðri hæð eru listamenn á flöskum eftir Jón Laxdal Halldórs- son á Akureyri, málverk eftir Valdi- mar Bjarnfreðsson í Reykjavík og lítil kynning á íslenska þjóðbúningnum. Á annarri hæð eru myndir eftir Stefán Jónsson frá Möðrudal, tálgað- ir fuglar eftir Ágúst Jóhannsson og leirverk eftir Olgu Dmitirevu á Hvammstanga, einnig málaðir trjá- bútar eftir Hallfríði Svavarsdóttur á Svalbarðseyri, sýnishorn af saum- gerðum eftir Sigrúnu Ingibjörgu Ingimarsdóttur í Reykjavík og kynn- ing á verkum eftir 19 nemendur Fjöl- menntar á Akureyri. Í Hornstofu er innsetning á verk- um eftir Joris Rademaker og í garð- inum tvær sýningar, önnur á skraut- fuglum eftir nemendur Valsárskóla, en hin á tréskúlptúrum eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur á Akureyri. Safnasafnið er opið daglega frá kl. 10 til 18. Safnasafnið á Svalbarðsstönd Ellefu sýningar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.