Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 28
SUÐURNES
28 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NEMENDUR úr tíunda bekk
Heiðarskóla í Keflavík höfðu gam-
an af því að hitta Einar Má Guð-
mundsson rithöfund og Ingvar E.
Sigurðsson leikara í Grillinu á
Hótel Sögu og fræðast hjá þeim
um Enga alheimsins og þeir höfðu
ekki síður ánægju af því að svara
fyrirspurnum krakkanna.
Steinunn Njálsdóttir íslensku-
kennari Heiðarskóla og samkenn-
arar hennar hafa undanfarin ár
farið með krakka í vettvangsferð
til Reykjavíkur, á söguslóðir
skáldsögu Einars Más, Enga al-
heimsins, og samnefndar kvik-
myndar. Yfirskrift ferðarinnar er
Bók verður bíó. Krakkarnir hafa í
vetur lesið söguna og unnið með
efnivið hennar og horft á bíómynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar. Í
ferðinni er síðan fléttað saman
fleiri námsgreinum.
Eins og oftast áður var að þessu
sinni staldrað við á Vífilsstöðum,
Kleppsspítalanum og ekið um
Vogahverfið, framhjá Ör-
yrkjablokkinni við Hátún og Land-
spítalanum.
Hápunktur ferðarinnar var að
fara í Grillið á Hótel Sögu og
borða léttan hádegisverð, þótt
ekki hafi hádegisverðurinn að
þessu sinni verið jafn fínn og
„ódýr“ og kvöldverðurinn sem
greint er frá á svo eftirminnilegan
hátt í skáldsögunni og bíómynd-
inni. Í staðinn fengu krakkarnir að
hitta höfund bókarinnar og aðal-
leikara kvikmyndarinnar, þá Einar
Má Guðmundsson og Ingvar E.
Sigurðsson.
Einar las nokkur ljóð eftir sig
og kaflann úr Englum alheimsins
sem fjallar um atburðinn í Grill-
inu. Síðan svöruðu þeir fjölmörg-
um spurningum nemendanna,
meðal annars um tilurð skáldsög-
unnar og um tilefni hennar. Ingvar
sagði meðal annars frá því hvernig
hann hefði undirbúið sig fyrir leik-
inn í myndinni. Lét hann þess get-
ið kvikmyndin væri einstök og að
hann væri ávallt tengdur hlutverki
sínu í henni, sagði að Englarnir
fylgdu sér alltaf og myndu vafa-
laust gera áfram.
Báðir söguðust hafa haft gaman
af að hitta krakkana úr Keflavík,
sögðu hópinn gjörvilegan. Einar
Már fer mikið í skóla til að lesa og
ræða við nemendur og hann hefur
stöku sinnum farið með hópum í
vettvangsferðir á söguslóðir Engla
alheimsins. Hann sagðist þó ekki
hafa átt svona stefnumót í Grillinu
við aðra en nemendur Heið-
arskóla. Hann sagði mikilvægt að
vera í samskiptum við unglinga og
miðla til þeirra efni sínu. „Þau
verða opnari fyrir spurningum lífs-
ins sem við erum að velta fyrir
okkur,“ sagði hann.
Steinunn skipulagði ferðina eins
og undanfarin ár og hún var
ánægð að henni lokinni. Skrifaði
meðal annars um það í skýrslu um
ferðina: „Vettvangsferðin tókst í
alla staði einstaklega vel. Má með
sanni segja að hún hafi verið frá-
bær.“
Borðað með Einari Má
og Ingvari í Grillinu
Á leið í Grillið: Fimmtíu nemendur
úr 10. bekk Heiðarskóla fyrir fram-
an Hótel Sögu.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Innlifun: Einar Már Guðmundsson og Ingvar E. Sigurðsson höfðu gaman af
því að ræða við krakkana úr Keflavík.
Nemendur Heiðarskóla í vettvangsferð á söguslóðir Engla alheimsins
! "#$
"%
"&"#$
"%
"'(
)*+*, +..
!"#
$ $ "!
"
# "% & '
%
#
#
($ ) *
!
!
#
!
"
!
#
$ +
,#
-
"
# %
.
Reykjanesbær | Tónleikahald vors-
ins hjá Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar er hafið. Framundan eru vor-
tónleikar hljómsveita og stærri
hópa. Yngri deild léttsveitar og
rokksveitir verða með tónleika í
Frumleikhúsinu næstkomandi
sunnudag klukkan 15.
Nú er að ljúka öðru starfsári
yngri deildar Léttsveitarinnar. Þar
öðlast nemendur sína fyrstu reynslu
í léttsveit, eða big-band.
Í rokksveitunum kennir ýmissa
grasa. Rytmíska deildin ræður
þarna ríkjum en þó með ívafi klass-
ískra hljóðfæra eins og fiðlu.
Popp og rokk er stíllinn, sum lag-
anna eru samin af hljómsveit-
armeðlimum og þarna gæti jafnvel
orðið um frumflutning á lögum að
ræða.
Vortónleikar hjá
Tónlistarskólanum
Reykjanesbær | Skógræktarfélag
Suðurnesja og Reykjanesbær munu
standa saman að gróðursetningu um
40 þúsund trjáplantna undir kletta-
beltinu í Grænásnum næstu þrjú
sumur. Aðalfundur félagsins verður
næstkomandi mánudag.
Samvinna Skógræktarfélagsins
og Reykjanesbæjar um gróðursetn-
ingu á Grænássvæðinu hófst síðast-
liðið sumar með því að gróðursettar
voru þrjú þúsund plöntur. Gekk
starfið vel og nú verður gert mun
stærra átak, að sögn Magnúsar Sig-
urðssonar hjá Skógræktarfélaginu.
Bærinn leggur til vinnuaflið. Gert er
ráð fyrir að um 25 ungmenni í þrem-
ur vinnuflokkum muni vinna að
þessu verkefni í sumar en þau verða
undir leiðsögn fólks á vegum Skóg-
ræktarfélagsins. Skógræktarfélag
Íslands leggur til græðlinga.
Einnig verður unnið á svæðum
Skógræktarfélagsins í Sólbrekkum
við Seltjörn, í Vatnsholtinu í Kefla-
vík og við Rósaselsvötn. Þar hafa
margir hópar fengið reiti til rækt-
unar, nú síðast Oddfellowfélagar.
Nemendur Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja planta trjám tvisvar á ári og
fleiri skólar hafa gert gróðursetn-
ingu að föstum lið í skólastarfinu.
„Augu fólks eru að opnast fyrir því
að þetta er víst hægt, þó að á Suð-
urnesjum sé,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá Skógræktarfélaginu.
Félagið fékk úthlutað styrk úr
Pokasjóði sem mun nýtast félaginu í
þeim verkefnum sem framundan
eru.
Aðalfundur Skógræktarfélags
Suðurnesja verður haldinn í Víkinni
við Hafnargötu í Keflavík næstkom-
andi mánudag klukkan 20.30. Þar
mun Kristinn Þorsteinsson garð-
plöntufræðingur flytja erindi um
rósarækt og almenna garðrækt.
Gróðursetja 40 þús.
plöntur í Grænási
„ÞETTA var gaman. Það er skrítið
að hitta þessa menn og manni
gefst kostur á að gægjast á bak við
tjöldin,“ sagði Atli Sigurður Krist-
jánsson, nemandi í tíunda bekk
Heiðarskóla, eftir að hópurinn
hafði hitt Einar Má og Ingvar í
Grillinu. Helga Dagný Sigurjóns-
dóttir og Theodór Kjartansson
tóku mjög í sama streng.
Öll nýttu þau tækifærið til að
spyrja rithöfundinn og leikarann
út úr. Helga spurði til dæmis um
það hvort Einar hefði skammast
sín fyrir bróður sinn í æsku og var
ánægð með svarið. „Hann tók vel
undir allt.“ Theodór spurði um það
hvernig nafnið á Páli, aðalpersón-
unni sem Ingvar lék, hefði komið
til og kom sjálfur með nokkuð
djúpa kenningu sem Einar Már
þakkaði honum fyrir og sagði að
væri góð – en því miður ekki rétt.
Þau sögðu að gaman væri að fara í
þessa ferð eftir að hafa lesið sög-
una og séð bíómyndina. „Ég fékk
aðra sýn á geðveikina, þetta eru
bara eins og hver önnur veikindi.
Theodór sagði að skrítið hefði ver-
ið að stoppa hjá Kleppsspítala. Þar
væri fallegt um að litast en vitað að
innan dyra væri veikt fólk.
Þeim lá margt á hjarta eftir
spjallið. Atla fannst til dæmis
skemmtilegt að heyra hvernig
Ingvar hefði undirbúið sig fyrir
leikinn í myndinni, það hefði kom-
ið á óvart hvað hann hefði þurft að
leggja mikið á sig.
Gægst á bak við tjöldin
Reykjanesbær | Bæjarstjóri
Reykjanesbæjar hefur leitað eftir
samstarfi við Háskólann í Reykjavík
um háskólahluta fyrirhugaðrar
Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ.
Þegar hefur fengist fjármagn til
stofnunar undirbúningsfélags fyrir
Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ, að
því er fram kom á íbúafundi Árna
Sigfússonar bæjarstjóra í Innri-
Njarðvík fyrr í vikunni. Hugmyndin
er að þetta verði tvíþætt stofnun.
Annars vegar þriggja ára há-
skólanám sem lyki með BS-prófi í
íþróttafræðum og er verið að athuga
möguleika á samstarfi við Háskól-
ann í Reykjavík um það. Hins vegar
er rætt um fjölbreytt námskeiðahald
í samstarfi við íþróttahreyfinguna í
landinu, námskeið fyrir íþróttafólk,
þjálfara og dómara svo dæmi séu
tekin.Hugmyndir að skipulagi gera
ráð fyrir að Íþróttaakademían fái að-
stöðu fyrir framan Reykjaneshöll-
ina.Jafnframt hefur Eignarhalds-
félaginu Fasteign hf. verið falið að
vinna að þarfagreiningu vegna
væntanlegs húsnæðis.
Leitað eftir samstarfi við HR