Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 28
SUÐURNES 28 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NEMENDUR úr tíunda bekk Heiðarskóla í Keflavík höfðu gam- an af því að hitta Einar Má Guð- mundsson rithöfund og Ingvar E. Sigurðsson leikara í Grillinu á Hótel Sögu og fræðast hjá þeim um Enga alheimsins og þeir höfðu ekki síður ánægju af því að svara fyrirspurnum krakkanna. Steinunn Njálsdóttir íslensku- kennari Heiðarskóla og samkenn- arar hennar hafa undanfarin ár farið með krakka í vettvangsferð til Reykjavíkur, á söguslóðir skáldsögu Einars Más, Enga al- heimsins, og samnefndar kvik- myndar. Yfirskrift ferðarinnar er Bók verður bíó. Krakkarnir hafa í vetur lesið söguna og unnið með efnivið hennar og horft á bíómynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Í ferðinni er síðan fléttað saman fleiri námsgreinum. Eins og oftast áður var að þessu sinni staldrað við á Vífilsstöðum, Kleppsspítalanum og ekið um Vogahverfið, framhjá Ör- yrkjablokkinni við Hátún og Land- spítalanum. Hápunktur ferðarinnar var að fara í Grillið á Hótel Sögu og borða léttan hádegisverð, þótt ekki hafi hádegisverðurinn að þessu sinni verið jafn fínn og „ódýr“ og kvöldverðurinn sem greint er frá á svo eftirminnilegan hátt í skáldsögunni og bíómynd- inni. Í staðinn fengu krakkarnir að hitta höfund bókarinnar og aðal- leikara kvikmyndarinnar, þá Einar Má Guðmundsson og Ingvar E. Sigurðsson. Einar las nokkur ljóð eftir sig og kaflann úr Englum alheimsins sem fjallar um atburðinn í Grill- inu. Síðan svöruðu þeir fjölmörg- um spurningum nemendanna, meðal annars um tilurð skáldsög- unnar og um tilefni hennar. Ingvar sagði meðal annars frá því hvernig hann hefði undirbúið sig fyrir leik- inn í myndinni. Lét hann þess get- ið kvikmyndin væri einstök og að hann væri ávallt tengdur hlutverki sínu í henni, sagði að Englarnir fylgdu sér alltaf og myndu vafa- laust gera áfram. Báðir söguðust hafa haft gaman af að hitta krakkana úr Keflavík, sögðu hópinn gjörvilegan. Einar Már fer mikið í skóla til að lesa og ræða við nemendur og hann hefur stöku sinnum farið með hópum í vettvangsferðir á söguslóðir Engla alheimsins. Hann sagðist þó ekki hafa átt svona stefnumót í Grillinu við aðra en nemendur Heið- arskóla. Hann sagði mikilvægt að vera í samskiptum við unglinga og miðla til þeirra efni sínu. „Þau verða opnari fyrir spurningum lífs- ins sem við erum að velta fyrir okkur,“ sagði hann. Steinunn skipulagði ferðina eins og undanfarin ár og hún var ánægð að henni lokinni. Skrifaði meðal annars um það í skýrslu um ferðina: „Vettvangsferðin tókst í alla staði einstaklega vel. Má með sanni segja að hún hafi verið frá- bær.“ Borðað með Einari Má og Ingvari í Grillinu Á leið í Grillið: Fimmtíu nemendur úr 10. bekk Heiðarskóla fyrir fram- an Hótel Sögu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Innlifun: Einar Már Guðmundsson og Ingvar E. Sigurðsson höfðu gaman af því að ræða við krakkana úr Keflavík. Nemendur Heiðarskóla í vettvangsferð á söguslóðir Engla alheimsins             !   "#$ "% "&"#$ "% "'(          )*+*, +..                                        !"#    $ $  "!     "    # "%  &  '           %    #        #        ($ )   *            ! !  #  !   "  !   #  $  +           ,#  -        "    # %   .                    Reykjanesbær | Tónleikahald vors- ins hjá Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar er hafið. Framundan eru vor- tónleikar hljómsveita og stærri hópa. Yngri deild léttsveitar og rokksveitir verða með tónleika í Frumleikhúsinu næstkomandi sunnudag klukkan 15. Nú er að ljúka öðru starfsári yngri deildar Léttsveitarinnar. Þar öðlast nemendur sína fyrstu reynslu í léttsveit, eða big-band. Í rokksveitunum kennir ýmissa grasa. Rytmíska deildin ræður þarna ríkjum en þó með ívafi klass- ískra hljóðfæra eins og fiðlu. Popp og rokk er stíllinn, sum lag- anna eru samin af hljómsveit- armeðlimum og þarna gæti jafnvel orðið um frumflutning á lögum að ræða. Vortónleikar hjá Tónlistarskólanum Reykjanesbær | Skógræktarfélag Suðurnesja og Reykjanesbær munu standa saman að gróðursetningu um 40 þúsund trjáplantna undir kletta- beltinu í Grænásnum næstu þrjú sumur. Aðalfundur félagsins verður næstkomandi mánudag. Samvinna Skógræktarfélagsins og Reykjanesbæjar um gróðursetn- ingu á Grænássvæðinu hófst síðast- liðið sumar með því að gróðursettar voru þrjú þúsund plöntur. Gekk starfið vel og nú verður gert mun stærra átak, að sögn Magnúsar Sig- urðssonar hjá Skógræktarfélaginu. Bærinn leggur til vinnuaflið. Gert er ráð fyrir að um 25 ungmenni í þrem- ur vinnuflokkum muni vinna að þessu verkefni í sumar en þau verða undir leiðsögn fólks á vegum Skóg- ræktarfélagsins. Skógræktarfélag Íslands leggur til græðlinga. Einnig verður unnið á svæðum Skógræktarfélagsins í Sólbrekkum við Seltjörn, í Vatnsholtinu í Kefla- vík og við Rósaselsvötn. Þar hafa margir hópar fengið reiti til rækt- unar, nú síðast Oddfellowfélagar. Nemendur Fjölbrautaskóla Suð- urnesja planta trjám tvisvar á ári og fleiri skólar hafa gert gróðursetn- ingu að föstum lið í skólastarfinu. „Augu fólks eru að opnast fyrir því að þetta er víst hægt, þó að á Suð- urnesjum sé,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Skógræktarfélaginu. Félagið fékk úthlutað styrk úr Pokasjóði sem mun nýtast félaginu í þeim verkefnum sem framundan eru. Aðalfundur Skógræktarfélags Suðurnesja verður haldinn í Víkinni við Hafnargötu í Keflavík næstkom- andi mánudag klukkan 20.30. Þar mun Kristinn Þorsteinsson garð- plöntufræðingur flytja erindi um rósarækt og almenna garðrækt.    Gróðursetja 40 þús. plöntur í Grænási „ÞETTA var gaman. Það er skrítið að hitta þessa menn og manni gefst kostur á að gægjast á bak við tjöldin,“ sagði Atli Sigurður Krist- jánsson, nemandi í tíunda bekk Heiðarskóla, eftir að hópurinn hafði hitt Einar Má og Ingvar í Grillinu. Helga Dagný Sigurjóns- dóttir og Theodór Kjartansson tóku mjög í sama streng. Öll nýttu þau tækifærið til að spyrja rithöfundinn og leikarann út úr. Helga spurði til dæmis um það hvort Einar hefði skammast sín fyrir bróður sinn í æsku og var ánægð með svarið. „Hann tók vel undir allt.“ Theodór spurði um það hvernig nafnið á Páli, aðalpersón- unni sem Ingvar lék, hefði komið til og kom sjálfur með nokkuð djúpa kenningu sem Einar Már þakkaði honum fyrir og sagði að væri góð – en því miður ekki rétt. Þau sögðu að gaman væri að fara í þessa ferð eftir að hafa lesið sög- una og séð bíómyndina. „Ég fékk aðra sýn á geðveikina, þetta eru bara eins og hver önnur veikindi. Theodór sagði að skrítið hefði ver- ið að stoppa hjá Kleppsspítala. Þar væri fallegt um að litast en vitað að innan dyra væri veikt fólk. Þeim lá margt á hjarta eftir spjallið. Atla fannst til dæmis skemmtilegt að heyra hvernig Ingvar hefði undirbúið sig fyrir leikinn í myndinni, það hefði kom- ið á óvart hvað hann hefði þurft að leggja mikið á sig. Gægst á bak við tjöldin Reykjanesbær | Bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur leitað eftir samstarfi við Háskólann í Reykjavík um háskólahluta fyrirhugaðrar Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ. Þegar hefur fengist fjármagn til stofnunar undirbúningsfélags fyrir Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ, að því er fram kom á íbúafundi Árna Sigfússonar bæjarstjóra í Innri- Njarðvík fyrr í vikunni. Hugmyndin er að þetta verði tvíþætt stofnun. Annars vegar þriggja ára há- skólanám sem lyki með BS-prófi í íþróttafræðum og er verið að athuga möguleika á samstarfi við Háskól- ann í Reykjavík um það. Hins vegar er rætt um fjölbreytt námskeiðahald í samstarfi við íþróttahreyfinguna í landinu, námskeið fyrir íþróttafólk, þjálfara og dómara svo dæmi séu tekin.Hugmyndir að skipulagi gera ráð fyrir að Íþróttaakademían fái að- stöðu fyrir framan Reykjaneshöll- ina.Jafnframt hefur Eignarhalds- félaginu Fasteign hf. verið falið að vinna að þarfagreiningu vegna væntanlegs húsnæðis. Leitað eftir samstarfi við HR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.