Morgunblaðið - 15.05.2004, Síða 32
Frederick Stibbert, sem varsérvitur og smekkvís safn-ari, byggði þetta heimili eða
safn sem hýsir safnmuni hans nú í
Flórens á Ítalíu en hann viðaði að
sér þessum munum á árunum 1870
til 1906. Þar á meðal eru mikilvæg-
ustu japönsku vopnin og stríðsbún-
ingar sem til eru utan Japans. Oft
neyðast japanskir fræðimenn til að
gera sér ferð til Flórens til að ljós-
mynda dýrmætustu hjálmana og
stríðsbúningana til að setja í bækur
sínar er lúta að hernaðarsögu Jap-
ans.
Þegar gengið er um sali Stibbert-
safnsins virðast stríðsbúningarnir
vera verk eftir súrrealískan málara
og þúsund ára gömul sverðin skera
enn þann dag í dag eins og rakvél-
arblöð.
Stríðsbúningar
og hnífsblöð
Í Stibbert-safninu eru rétt innan
við hundrað stríðsbúningar frá ár-
unum 1520 til 1860, á þriðja hundrað
hnífsblöð og um tvö hundruð hjálm-
ar og er það mikilvægasta japanska
hjálmasafnið í heimi. Auk þess er
hægt að skoða fatnað, málverk,
hnakka og lökkuð, skreytt ístöð,
boga, örvar og fána. Það er meira að
segja líkan í smámynd af sam-
úræjum, sem er nákvæmlega eins
og upprunanlegu líkönin sem voru
búin til fyrir ríka safnara. Í Stib-
bert-safninu er semsagt hægt að
skoða allt það sem þarf til að kynn-
ast hinum heillandi heimi stríðs-
mannanna sem stjórnuðu pólitísku
og hernaðarlegu lífi í Japan en auk
þess höfðu þeir áhrif á list, ljóð og
meira að segja smekk.
Á japönsku þýðir samúræi sá sem
þjónar, eða sá sem fer eftir hern-
aðarlegum skipunum lénshöfðingja.
Þessir atvinnustríðsmenn voru uppi
frá 10. til loka 18. aldar og stjórnuðu
Japan. Dulmálslykill samúræjanna
gekk í erfðir frá föður til sonar
þangað til í lok 17. aldar en síðan
var dulmálslykillinn gerður skrif-
legur. Á Stibbert-safninu geta
áhugasamir fræðst nánar um stríðs-
mennina.
Málverka- og postulínssafn
Í safninu er einnig málverkasafn
frá 16. til 18. aldar. Í vistarveru sem
kallast litla hollenska stofan eru
málverk eftir flæmska listamenn.
Elstu málverkin í safninu eru:
María mey eftir Botticelli, María
mey með Jesúbarnið eftir Verucchio
og málverk af Francesco dei Medici
sem er talið vera eftir Bronzino.
Í postulínssafninu er mikilvægt
safn af verðmætum keramík- og
postulínsantíkhlutum. Einnig eru
19. aldar hlutir til að sýna þróunina í
keramík- og postulínsgerð.
Stibbert safnaði hern-
aðarbúningum, vopnum og
skotvopnum aðallega frá 17. til
19. aldar en einnig eru þar hlutir
frá 15. öld og fornleifamunir.
Búningarnir eru að stærstum
hluta frá 16. öld og eru þeir ítalsk-
ir, þýskir og franskir. Stibbert var
mjög hrifinn af Napóleon I. og er í
evrópska hersafninu búningur hans.
Íslamska hersafnið er í tveimur söl-
um og koma hlutirnir frá hinum
múslimsku Mið-Austurlöndum. Lík-
legast er hluti af því frá því þegar
afi Fredericks var landstjóri í Ben-
gal á Indlandi á seinni hluta 17. ald-
ar. Fredrerick Stibbert keypti í lok
19. aldar eftir tvístrun vopnabúrs
heilagrar Irene í Konstantínópel
mikið magn af hernaðarhlutum.
Japanska hersafnið er í þremur
sölum en það er frá tímabili Morno-
yama og Edo frá árunum 1568 til
1868. Þar eru einnig herbúningar
frá Kína og Kóreu.
Arkitektinn Poggi breytti garð-
inum úr venjulegum garði í róm-
antískan enskan garð en í garðinum
eru lítil musteri, hellar og tjarnir.
Þar eru garðhús þar sem Stibbert
hafði sítrusávaxtatré og viðkvæmar
plöntur á veturna og hesthús og
egypskt musteri.
Mikilvægir stríðsbúningar eru til
sýnis sem og málverk og postulín.
STIBBERT-SAFNIÐ | Flórens á Ítalíu
Japanskir
stríðsbúning-
ar og vopn
Kvikmyndin Síðasti samúræinn vakti athygli og
ekki síst fyrir búninga stríðsmannanna. Dýrgripir
samúræjanna eru ekki geymdir í Japan heldur í 19.
aldar villu í Flórens á Ítalíu. Bergljót Leifsdóttir
Mensuali skoðaði safnið.
Stibbert-safnið í Flórens
Vefslóð: www.museostibbert.it
Opið: mánud.–miðvikud.
10:00–14:00, föstud.–sunnud.
10:00–18:00
Lokað á fimmtudögum. Stræt-
isvagn nr. 4 frá járnbrautarstöð-
inni (stoppistöð Fabroni 3).
FERÐALÖG
32 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Góð gisting í Kaupmannahöfn
Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr.
fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu.
Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V.
Sími +45 33 79 67 20.
www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku.
Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgr. gjöld á ugvöllum).
Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna
og minibus 9 manna og rútur með/án
bílstjóra.
Sendum sumarhúsaverðlista;
Dancenter sumarhús
Lalandia orlofshver ,
Danskfolkeferie orlofshver
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk GSM símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu;
www.fylkir.is
www.fylkir.is sími 456-3745
Bílaleigubílar
Sumarhús
DANMÖRKU
NÆR tveggja alda gamalt fangelsi
í Philadelphiu í Bandaríkjunum,
Eastern State Penitentiary, er orð-
ið vinsæll ferðamannastaður sem
laðar að sér um 65 þúsund gesti ár
hvert.
Fangelsið var tekið í notkun árið
1829 og var það þá einhver vegleg-
asta opinbera byggingin sem hafði
verið reist í Bandaríkjunum. Fyrstu
áratugina var starfsemin rekin
samkvæmt kenningum þeirra tíma
um „betrunarvist“, en fangarnir 250
hýrðust í einangrun í örlitlum klef-
um, þeim var meinað að umgangast
hver annan og fengu helst ekki að
líta fangaverðina augum. Með til-
komu mannúðlegri sjónarmiða
varðandi refsivist var einangrunin
aflögð, en þegar fangelsinu var lok-
að árið 1970 þótti aðbúnaður þó lítt
mannbætandi, en þar voru þá vist-
aðir um þúsund fangar. Einn
þekktasti fanginn sem gisti Eastern
State Penitentiary var Al Capone,
en hann afplánaði þar dóm frá 1929
til 1930. Gefst ferðamönnum kostur
á að skoða klefa hans.
Skipulagðar skoðunarferðir um
fangelsið voru hafnar árið 1994 og
þar er nú rekið safn um sögu þess,
sem sífellt fleiri ferðamenn sækja
ár hvert.
ÁHUGAVERÐUR STAÐUR | Bandaríkin
Fangelsi
nú vin-
sælt safn
Eastern State Penitentiary,
2124 Fairmont Avenue, Phila-
delphia, PA 19130. Vefslóð:
www.easternstate.org.
Nýtt í Kaupmannahöfn
Um þessar mundir er verið að opna
nýja upplýsingamiðstöð fyrir ferða-
menn í Kaupmannahöfn. „Copen-
hagen Right Now“ er rétt hjá Tívolínu
og þar eru veittar allar upplýsingar
um borgina. Auk þess er kaffihús á
staðnum og ókeypis aðgangur að
Netinu.
Fyrsta H.C. Andersen safnið í Kaup-
mannahöfn verður opnað 1. júní nk. á
Ráðhústorginu. Á næsta ári verða
200 ár liðin frá fæðingu danska
skáldsins og verður ýmislegt gert í
Danmörku og víðar til að minnast
þess. Safnið ber heitið H.C. Andersen
Eventyrhuset.
Gisting og golf
á Mallorca
Gistiþjónustan Mallorca Escape býður
upp á tuttugu hótel á eyjunni sem Ís-
lendingar hafa oft heimsótt í gegnum
tíðina. Hótelin eru mismunandi og
henta öllum ferðamönnum. Á sömu
eyju er hentugt að fara í golf en þar
eru alls 19 golfvellir.
Matreiðslunámskeið
í London
Í London er nú hægt að læra hand-
tökin af meistarakokkum á veit-
ingastöðum þar í borg. Námskeið eru
haldin í Holland park og á nokkrum
veitingastöðum. Kokkarnir eru m.a.
Alan Bird á The Ivy, Mark Edwards á
Nobu og Monisha Bharadwaj sem
fékk verðlaun fyrir bestu mat-
reiðslubókina árið 2003. Námskeið-
inu lýkur með hádegisverði. Sjö til
tólf manns eru á hverju námskeiði og
er verðið frá 140 pundum á mann.
Morgunblaðið/Golli
www.hcandersen.com
www.golfinmallorca.com
www.mallorcaescape.com
www.tastingplaces.com