Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 38
LISTIR
38 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Listahátíð í Reykjavík
14 . – 31. maí
Dagskráin í dag
Laugardagur
Kl. 11 Miðborgin Litríkur laugardagur.
Kl. 13 Hljómskálinn
Fágæti, stuttir tónleikar
á 20 mín. fresti.
Kl. 14.30 Austur-
stræti Loftfim-
leikaflokkur Vesturports og Artbox.
Kl. 15 Gallerí i8 Gabríela Friðriksdóttir
opnar einkasýningu sína Kaþarsis.
Kl. 15 Listasafnið á Akureyri Kenj-
arnar eftir Francisco de Goya.
Kl. 16 Listasafn ASÍ Trúnaður – inn-
setning og uppákoma Ragnars Kjart-
anssonar og Magnúsar Sigurðarsonar.
Kl. 16 Háskólabíó Einleikstónleikar
með Marc-André Hamelin, píanóleikara
frá Kanada. Fyrri tónleikar.
Kl. 17 Hallgrímskirkja Karlakór St.
Basil-dómkirkjunnar í Moskvu. Fyrri tón-
leikar.
Kl. 20 Þjóðleikhúsið Þréttándakvöld
Rustaveli-leikhússins. Seinni sýning.
Kl. 23 Hallgrímskirkja Karlakór St.
Basil-dómkirkjunnar. Seinni tónleikar.
J
eff Koons er ljúfur maður í
viðkynningu og heillandi í
senn. Hann talar lágri
röddu, er brosmildur og
hæverskur, atvinnumaður
fram í fingurgóma. Hann er risi í
heimi myndlistarinnar og eru verk
hans af mörgum talin vera beint
framhald á starfi brautryðjenda í
greininni eins og Marcel Duchamp og
Andy Warhol.
Í Listasafni Íslands stendur nú yfir
sýning á bandarískri samtímalist úr
Astrup Fearnley-listasafninu í Osló,
en þar er Koons á meðal sýnenda.
Þú ert Bandaríkjamaður og notar
gjarna hluti úr bandarískum veru-
leika sem efnivið, t.d. Michel Jackson
og Bleika pardusinn, körfubolta og
ryksugur. Hvernig heldurðu að verk-
in komi til með að höfða til Íslend-
inga?
„Ég er fæddur í Bandaríkjunum
þannig að það er mitt umhverfi, mín
saga, minn menningarbakgrunnur.
Eftir því sem ég hef ferðast meira og
orðið meiri hluti af hinum alþjóðlega
listheimi þá hefur samtalið sem verð-
ur til á milli listar minnar og áhorf-
enda orðið sífellt alþjóðlegra. En þeg-
ar öllu er á botninn hvolft þá snýst
þetta allt um að vefja fólk örmum,
bjóða það velkomið, sama úr hvaða
menningarumhverfi það er. Ég vil
hjálpa fólki að sjá og viðurkenna fyrir
sjálfu sér að þeirra eigin persónulegi
bakgrunnur er fullkominn. List getur
látið fólki líða eins og það sé ófull-
komið, hún lét mér líða þannig þegar
ég var ungur listamaður. Þjóðfélagið
og menningin geta látið manni líða
eins og maður sé því ósamboðinn og
því er list mín alltaf sett fram til að
berjast gegn þessum aðskilnaði.“
Þú vilt hjálpa fólki með listinni?
„List er það tæki sem ég hef unnið
með og listin hefur verið mér örlát, en
hvert sem tækið eða aðferðin er þá er
málið að miðla til fólks að það sé full-
komið eins og það er, með sinn bak-
grunn og sögu. Maður á ekki að
dæma annað fólk.“
Af viðtölum við þig að dæma, og
verkum þínum þegar maður skoðar
þau í kjölinn, sér maður að heiðarleiki
skiptir þig miklu máli?
„Já, það er rétt. Þegar fólk sá fyrst
myndir mínar, myndir sem unnar
voru undir áhrifum af umhverfi mínu
eins það var þegar ég var að alast
upp, og notaði hversdagslega hluti
sem fólk vill ekki viðurkenna sem al-
vöru list, þá voru ekki allir sáttir. Ég
gerði þessa hluti til að fólk gæti séð
reisnina yfir hlutunum, sómann í
þeim, og gæti tekið þá í sátt. En þá
vildi fólk ásaka mig um að vera að
spila með það, sýna því Kitsch (list-
líki-skrauthlutir) en það var alveg öf-
ugt. En með tímanum hefur fólk farið
að skilja að ég er mjög heiðarlegur í
öllu sem ég geri og ég er mjög
ánægður með það.“
Notarðu Kitsch-hlutina sem tæki
til að ná til fjöldans, eins og þú hefur
oft sagt að þú hafir áhuga á?
„Ástæðan fyrir því að ég vinn með
hversdagslega hluti eins og þessa er
að ég vil að við viðurkennum um-
hverfi okkar og tökum það í sátt, auk
þess sem mér finnst umhverfi mitt
svo áhugavert. Í grunninn er áhugi
minn sprottinn af spurningunni um
hið innra líf í líkamanum, og hið ytra
líf, og þetta samtal milli hins ytra og
innra, sem okkur finnst öllum áhuga-
vert. Þetta er ástæðan fyrir því að ég
fór að vinna með tilbúninga (ready-
made). Ég sá þá aldrei sem Kitsch-
hluti, heldur sem fallega áhugaverða
hluti. Þetta eru bara hlutir úr um-
hverfinu sem segja áhorfandanum að
allir hlutir í kringum okkur séu hluti
af gangverki lífsins og náttúrunnar,
að allt hafi hlutverk.
Í hversdagsleikaseríunni (Banality
series) voru verkin handgerð og litu
út eins og hlutir í minjagripabúð. Þá
vildi ég sýna fólki einhverja hluti eins
og þá sem það hafði kannski heillast
af sem barn, eins og þegar ég heill-
aðist af litlum postulínsstyttum úti í
glugga hjá ömmu. Og sú reynsla er
rétt eins mikilvægt og sú upplifun
sem maður fær af því að horfa á verk
eftir Jackson Pollock eða Velasques,
jafnvel mikilfenglegri. Þannig að allt
er þetta um að láta fólki líða vel með
sig og sína eigin reynslu og sögu en
ekki láta stjórnast af fylgispekt við
samfélagið eða menninguna sem það
býr við.“
Talandi um eitt lykilverk þitt á
sýningunni, „Michael Jackson og
Bubbles“. Þekkist þið Jackson?
„Nei. Ég hef þrisvar sinnum átt
stefnumót við hann en hann hefur
aldrei látið sjá sig. Þegar ég hófst
handa við gerð verksins árið 1987 bað
ég lögmann minn að hafa samband
við Jackson og fá hjá honum myndir
og slíkt til að nota við gerð verksins.
Hann sendi mér ljósmyndir og Jack-
son vissi að ég var að búa verkið til. Í
framhaldinu vildi hann koma á vinnu-
stofuna og sjá verkið en ég útskýrði
fyrir honum að í rauninni væri verkið
í smíðum á vinnustofu á Ítalíu. Eitt
sinn var hann svo í New York, og
spurði hvort ég gæti hitt sig. Ég sam-
þykkti það og flaug gagngert frá Evr-
ópu til fundar við hann, en hann lét
ekki sjá sig. Þá var ég einu sinni í Los
Angeles og starfsmenn hans báðust
afsökunar á því að hann hefði ekki
látið sjá sig í New York og sögðu að
hann vildi hitta mig í Los Angeles, en
það var sama sagan. Þá hringdu þeir
enn einu sinni og báðust afsökunar en
ég sagði þeim bara að gleyma þessu,
ég nennti þessu ekki.
En ástæða þess að ég vann meðMichael í Hversdagsleika-sýningunni var að ég vildi að
fólk myndi frelsast, þ.e. verða frjálst
til að viðurkenna að þeir hlutir sem
komu úr dægurmenninguni væru
góðir og gildir sem menning og við-
urkenna fyrir sjálfum sér að allt sem
þú upplifir er fullkomið. Á sýningunni
voru margar aðrar höggmyndir sem
voru svona myndlíkingar, eins og til
dæmis var höggmynd af Buster
Keaton ríðandi á smáhesti myndlík-
ing fyrir Jesú að ríða inn í Jerúsalem.
Michael Jackson var þarna sem yf-
irlýsing um stórstjörnumenninguna
og hvernig við blásum stjörnurnar
upp. Hann var þarna sem einskonar
nútíma Jesú Kristur. Hann minnti
mig líka á egypska faraóinn Tutank-
hamun, en saga hans er átakanleg
eins og saga Jacksons. Það er sorg-
legt hvað við leggjum mikið upp úr
dýrkun á fræga fólkinu en þetta hef-
ur að gera með hið innra og ytra sem
ég talaði um hér á undan.“
Hefurðu alltaf stefnt að því að
verða „dýr“ listamaður eins og þú ert
í dag?
„Nei, það var ekki mitt markmið.
Mitt markmið með því að gera mynd-
list var að vera þátttakandi. Ég vil að
verkin mín séu virk í umræðunni, ég
hef ekki áhuga á peningum nema
vegna þeirrar staðreyndar að ef lista-
verk fara að hafa fjárhagslegt gildi þá
njóta þau verndar. Annars var ég al-
inn upp með það að sjónarmiði að
geta séð mér farborða í lífinu og vera
sjálfum mér nægur. Þetta snýst líka
um að gera það sem mann langar að
gera og helga sig því, treysta sjálfum
sér og fylgja innsæinu. Þetta eru
tækin og tólin sem þú sem ein-
staklingur hefur, og ef annað fólk fer
að fá áhuga á því, þá er það gott, en
þetta er allt sem þú getur gert. En
þetta hefur aldrei snúist um pen-
inga.“
Heldurðu að það geti truflað skynj-
un áhorfanda á myndlistarverk, ef
hann er mjög meðvitaður um hátt
fjárhagslegt gildi þess?
„Ég veit það ekki. Þetta er eins og
með annað í lífinu, allt er tengt á ein-
hvern hátt. Ég held að fólk hafi alltaf
haft áhuga á verkinu [Michael Jack-
son og Bubbles] og ég held að pen-
ingalegt gildið sem lagt er í það sé
bara í samræmi við áhuga fólks á því,
og því held ég að peningalegt gildi
verksins trufli ekki.“
Á sýningunni er eitt verk úr „Made
in Heaven“-seríu þinni með fyrrver-
andi eiginkonu þinni, klámstjörnunni
Ilonu Staller, Cicciolinu. Hvernig er
sambandi þínu við hana og son ykkar
háttað í dag?
„Syni mínum Ludwig var rænt af
heimili mínu árið 1994 og hann num-
inn á brott til Ítalíu. Það var mjög
átakanlegt fyrir okkur báða, og þetta
óréttlæti hefur ekki enn verið leiðrétt
og syni mínum ekki skilað þrátt fyrir
dómsúrskurði þar um. Þannig að það
var mikið óréttlæti framið. En þessi
sorgarsaga hefur hjálpað mér að
skilja betur skyldur mínar gagnvart
mannkyninu, því ég var ekki undir
óréttlæti búinn. Það eina sem ég
hafði til að halla mér að eftir þetta var
myndlistin, og ég reyndi að búa til
listaverk sem væru þess eðlis að son-
ur minn gæti komið til baka, séð þau
og sagt: „Vá, pabbi hætti aldrei að
hugsa til mín.“ Þetta var „Hátíðar-
serían“ (Celebration). Þessvegna
gerði ég verk eins og Blöðru hund
(Balloon dog) og fleiri á tíunda áratug
síðustu aldar. Ég gaf seríunni þetta
nafn eftir að syni mínum var rænt,
því verkin áttu að var hátíð til að
fagna heimkomu hans, sem varð aldr-
ei.
Ég var fullkomin manneskjafyrir fyrrverandi konu mína,því öll verk mín snúast um að
umbera alla og viðurkenna og skilja
fólk og bakgrunn þess, finna reisnina
í öllum hlutum. Konan mín fyrrver-
andi sagði mér að hún vildi snúa við
blaðinu og byrja nýtt líf. Þannig að ég
sætti mig við hennar fyrra líf, sögu
hennar, bakgrunn. En hún gat hins-
vegar ekki sleppt hendinni af sínu
fyrra lífi, því persónan sem hún hafði
skapað, Cicciolina, færði henni vel-
gengni í lífinu, frægð og peninga.
Hún er frá fátæku heimili í Ungverja-
landi og hafði ekki nægt sjálfstraust
til að hætta þessu lífi sem hún lifði.
Þannig að þetta er átakanleg saga, en
svona er þetta.“
Er enn stirt á milli ykkar?
„Ég fæ ekki enn að hitta son minn,
þrátt fyrir dómsúrskurði þar um,
þannig að við tölum ekki saman, sem
er verst fyrir son minn.
Ég og Ilona áttum í myndaseríunni
að vera tákn fyrir alla menn og allar
konur. Myndirnar fjölluðu að vissu
leyti um lífið eftir syndafallið, en
hefðu líka verið um lífið fyrir synda-
fallið því við erum í eins konar Edens-
garði.
En ég sýni þarna fram á tvær leiðir
til að nálgast eilífðina, líffræðilega
eða í gegnum kynlíf, og svo á and-
legan hátt.“
Eftir þessa seríu varstu lítið áber-
andi og það leit út eins og þú værir
hættur að vinna í listinni?
„Nei, ég hætti ekki. Ég vann mjög
vel á þessum tíma, en ég skipti um
gallerista sem síðan hætti að fjár-
magna framleiðslu verka minna, og
það var ein helsta ástæðan fyrir því
að ég sýndi ekkert.
En ég dró mig líka dálítið til baka
vegna þessara forræðismála. Ég
svaraði ekki í símann, því ég fékk
slæma reynslu af hneykslisfjöl-
miðlun, sem var mikil í kringum
Ilonu.
Ég hélt að blaðamennskan væri
starf þar sem reynt væri að koma
staðreyndum á framfæri, þar væru
siðferðislegar skyldur að baki.“
Hvernig hagarðu framleiðslu á
verkum þínum í dag?
„Ég er með 32–35 manns í vinnu.
Einn hópur vinnur við að mála fyrir
mig málverk, annar hópur vinnur að
höggmyndum og styttum og enn ann-
ar hjálpar mér við tölvuvinnu þar sem
ég skipulegg og hanna verkin.“
Er mikil eftirspurn eftir verkunum
þínum?
„Ég framleiði í raun ekki svo mik-
ið. Ég reyni að vanda mig og endur-
hanna þar til allt er orðið eins
„sterkt“ og mögulega er hægt.
Til dæmis gerði ég blómaúti-listaverkið Hvolpinn (Puppy)árið 1992 fyrir utan Bilbao-
safnið á Spáni og í kjölfarið vildu allir
að ég gerði fyrir þá blómaskúlptúra,
sem ég gerði ekki, ekki fyrr en árið
2000 fyrir sýninguna „Le Beauty“ í
Frakklandi. Svo er ég með annað
stórt útilistaverk í smíðum núna
þannig að á tíu árum hef ég bara gert
þrjá opinbera skúlptúra, því ég vil að
þeir séu sterkir.“
Þú ert með fjölskyldu þína með þér
á Íslandi?
„Já við reynum að ferðast sem
mest saman. Við konan mín Justine,
eigum tvo syni, Sean sem er þriggja
ára og Kirk sem er 10 mánaða.
Við ætlum að reyna að sjá hesta,
fossa, heita hveri og jafnvel hvali.“
Gætirðu að lokum sagt mér eitt-
hvað um myndlistina í dag, hvert hún
er að fara og hvernig þú lítur á þína
stöðu innan listheimsins?
„Ég þakka fyrir það á hverjum
degi að fá að taka þátt í umræðunni,
ég tek það ekki sem sjálfsagðan hlut.
Ég er þakklátur fólki fyrir að hafa
gefið mér tækifæri til að gera þetta,
því ég vil leggja mitt af mörkum.
Ég held að mín verk, og annarra
listamanna undir lok 20. aldarinnar
og í byrjun þessarar, snúist um áhorf-
andann. Listamaðurinn vill taka ut-
anum áhorfandann og verk hans eru
þeirra sameiginlega ákvörðun. Ég
klára aldrei verk nema að hugsa um
hvað áhorfandanum finnst. Ef ég
nota grænan og ætla að bæta gulum
út í, þá sný ég mér næstum að áhorf-
andanum og spyr, hvort sé betra. Á
20. öldinni var þetta nær óhugsandi
og var talið veikja listaverkið. Þetta
er um samskipti og ást. Þessi til-
færsla frá hinni há persónulegu
myndgerð yfir til fjöldans er málið.
Það sem er hinsvegar mikilvægt er
að listhluturinn er alltaf með öllu
verðlaus í sjálfu sér og hefur ekkert
gildi, fyrr en hann fer að hafa áhrif á
fólk og líf þess. Verðmætin verða til
þegar áhorfandinn gengur frá verk-
inu eftir að hafa upplifað verkið.“
tobj@mbl.is
Jeff Koons er einn þekktasti og áhrifamesti listamaður samtímans. Þóroddur Bjarnason ræddi við Koons um
myndlistina, peningana, Michael Jackson, Cicciolinu og hversdagsleikann, sem er Koons hugleikinn.
Þú ert fullkominn
eins og þú ert
Morgunblaðið/Einar Falur
„Listhluturinn er alltaf með öllu verðlaus í sjálfu sér og hefur ekkert gildi,
fyrr en hann fer að hafa áhrif á fólk og líf þess. Verðmætin verða til þegar
áhorfandinn gengur frá verkinu eftir að hafa upplifað verkið.“