Morgunblaðið - 15.05.2004, Page 39

Morgunblaðið - 15.05.2004, Page 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 39 VANDINN við að reyna að setja persónulegt mark á jafnþekkt en við- kvæmt klassískt höfuðverk og þriðju síðustu sinfóníu Mozarts verður varla talinn árennilegur. Stjórnand- inn er eiginlega milli tveggja elda. Annaðhvort getur hann dregið fram, jafnvel ýkt, ákveðna eðlisþætti á kostnað annarra, t.a.m. í mótun og hraðavali, og átt á hættu að vera vændur um sjálfshafningu eða til- gerð. Eða hann getur fetað nærgæt- inn meðalveg, og fengið síðan skömm í hattinn fyrir hugleysi og skapbrigð- askort. Svo afarkostirnir séu nú sett- ir á oddinn. Því væntanlega má einn- ig hugsa sér ýmsan meðalveg milli þessara andstæðu skauta. Í vondum hljómburði eins og í Háskólabíói fækkar slíkum möguleikum hins vegar til muna, þar eð fíngerðari þættir spilamennsku vilja týnast. Ekki ólíkt og í ofsetnum ljósvaka, þar sem útvarpsstöðvar freistast til að þjappa útsendingu með óhjá- kvæmilegri skerðingu á styrkvídd. Í því ljósi var kannski ekki nema skiljanlegt að Bernharður Wilkinson veldi öruggari leiðina í túlkun sinni á Es-dúr-sinfóníunni K543, fyrstu þriggja síðustu meistarahljómkviðna Mozarts frá 1788, sem líkt og syst- urverkin fékk að hvíla ósnortin í skúffu árin þrjú sem hann átti eftir ólifuð. Alltjent var hraðavalinu, kannski burtséð frá Andante con moto (II) sem var í allegretto-legra lagi, haldið í oft heyrðum meðalfar- vegi. Örmótun í tíma – s.s. „öndun“ á hendingamótum og rúbató – var á hinn bóginn næsta lítil, og útkoman, þrátt fyrir í sjálfu sér ágætum flutn- ingi, því frekar fyrirsjáanleg, að maður segi ekki óspennandi. Fyrr- getnir afarkostir komu þó hvað gerst fram í Fínalnum (Allegro), þar sem hægara tempó hefði skilað meiri sveiflu, en hraðara meira adrenalíni. Meðalleiðin – sú sem valin var – skil- aði hvorugu. Tvímælalaust djúp- stæðasti þáttur verksins, fyrrtalinn Andante, hefði aftur á móti örugg- lega grætt á hægara tempói, jafnvel lúshægu, því nefndur yfirhraði hlaut mikið til að fletja út þá ljóðrænu ang- urværð sem ekki sízt má finna í íðil- fögru svífandi fúgatóstöðunum á orgelpunkti. Öllu þolbetri í túlkun var „óperu- óratóría“ Ígors Stravinskíjs eftir hlé um forngrísku harmsöguna af Ödip- usi Þebukóngi við latínuþýtt söngrit Jeans Cocteau, samin á öndverðu ný- klassíska skeiði rússneska meistar- ans í París 1927. Sá er hér ritar tók sem kórlimur þátt í uppfærslu verks- ins vestur í Indíönu fyrir rúmum tuttugu árum og getur tekið undir með athygliverðri ábendingu Árna Heimis Ingólfssonar í tónleikaskrá um sérkennilegan tilfinningakulda í tjábrigðum tónskáldsins, þó ekki vissi ég á sínum tíma af hugmyndum fræðimanna um að hann megi hugs- anlega rekja til öryggisleysis í kjöl- far sovézku byltingarinnar. Því satt að segja sló það mann snemma hvað einkum tónmálun kórs og hljóm- sveitar virtist oft kaldranaleg, líkt og úr munni vígreyndra hermanna við skál með sigg á sálinni. Ásamt hlut- tækri firringu af völdum fornlega latínutextans er því sem tónskáldið hafi vísvitandi viljað halda ákveðinni persónulegri fjarlægð frá átakan- legu söguefninu. Karlakórinn Fóstbræður hefur á síðari árum staðið framarlega í því löngu tímabæra verkefni að endur- nýja staðnað lagaval íslenzkra karla- kóra, og var innlegg hans hér mynd- arleg viðbót. Kórinn var við hæfi kraftmikill en agaður, enda kröfu- harður þáttur hans í verkinu í algjör- um forgrunni. Einsöngvararnir voru sínu vel vaxnir, þó að tilfinningaleg túlkun hafi líklega risið hæst hjá þýzka tenórnum Algirdasi Janutas í hlutverki Ödipusar. Hlutverk sögu- manns féll, ólíkt Miðsumarnætur- draumi Mendelssohns fyrir skemmstu, vel að tónverkinu í ágæt- um höndum Ingvars I. Sigurðssonar leikara, enda þótt dramatískur strigabassi hefði e.t.v. verið ákjósan- legri raddgerð. Sinfóníuhljómsveitin var sömuleiðis í bezta formi og átti oft glampandi góða spretti. Eftir ber aðeins að nefna, að tón- leikaskráin var til fyrirmyndar vel frá gengin, með ekki aðeins söngrit á latínu og íslenzku, heldur einnig sögumannstextann á bæði frönsku og frónsku. „Kórinn var við hæfi kraftmikill en agaður, enda kröfuharður þáttur hans í verkinu í algjörum forgrunni,“ segir m.a. í umsögninni. Harmsaga með sigg á sálinni TÓNLIST Háskólabíó Mozart: Sinfónía nr. 39. Stravinskíj: Œd- ipus Rex. Algirdas Janutas tenór, Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Andrzej Dobber barýton, Cornelius Hauptmann bassi og Snorri Wium tenór, ásamt Karlakórnum Fóstbræðrum (kórstjóri Árni Harðarson) og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórn- andi: Bernharður Wilkinson. Fimmtudag- inn 13. maí kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson KANADÍSKI listamaðurinn David Askevold opnar sýn- inguna Two Hanks, í Kling og Bang gallerí, Laugavegi 23 kl. 17 í dag, laugardag. Á sýningunni gefur að líta verk sem Askevold hefur unnið í tengslum við samnefndan gerning sinn, sem fluttur var á síðasta ári í galleríinu Canada í New York. Askevold leitast við að leiða saman á svið framliðna anda sveitasöngvaranna Hank Williams og Hank Snow sem áttu ólíkan feril. Goðsögnina Hank Willams, róm- antíska listamanninn, sem lést vegna ofneyslu lyfja 29 ára gamall, syngjandi af öllum lífs og sálar kröftum, og þjarkinn Hank Snow, dugandi tónlistarmanninn sem lifði heilsusamlegu lífi, var virkur í góðgerðarmálum og náði 85 ára aldri. Í sýningarskrá segir Aaron Brewer m.a.: „Í sýning- unni Two Hanks í Kling og Bang gallerí sækir David Askevold ekki aðeins aftur til verks sem var upphaflega hugsað á seinni hluta áttunda áratugarins heldur heim- sækir hann einnig aftur Ísland en árið 1997 sýndi hann á Kjarvalsstöðum sem hluti af On Iceland. Sem listamaður og ferðamaður hefur Askevold enn á ný fundið sjálfan sig á kunnuglegum slóðum sem eru hlaðnar endur- skoðun á þema og stöðum í stærri leit að annarskonar upplýsingu.“ „Hulinn möguleiki á því yfirnáttúrulega er skurð- punktur atburða sem saman mynda atvik merking- arbærrar tilviljunar. Athugun á yfirnáttúrulegri upp- lifun snýst um það hvort það sem gerðist hafi átt sér stað eða ekki og hvort að allt sé eins og það sýnist.“ Kling og Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnu- daga kl 14–18. Sýningin stendur til 6. júní. Andar sveita- söngvara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.