Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 45
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 45 TÓNLIST af nýútkomnum hljóm- diski, Sálmar í sorg og von, verður kynnt á útgáfutónleikum á morgun sunnudag í Langholtskirkju kl. 17. Flytjandi er Kammerkór Langholts- kirkju ásamt Daða Kolbeinssyni á óbó, Guðmundi Sigurðssyni á orgel, Gunnari Gunnarssyni á orgel, Hall- fríði Ólafsdóttur á flautu og Sigurði Flosasyni á saxófón. Stjórnandi er Jón Stefánsson. „Þetta er annar diskurinn sem við gefum út með sálmalögum í ferskum útsetningum,“ segir Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáf- unnar. Áður er kominn út hljómdisk- urinn Sálmar í gleði með Schola Cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar en þar eru fluttir 27 sálmar úr sálmabókinni. „Á nýja hljómdiskinum er að finna 26 sálma úr sálmabókinni sem allir eiga það sameiginlegt að bera and- blæ vonar í gleði og sorg. Margir sálmanna eru mikið notaðir við ýmiss konar helgihald en hér birtast þeir í nýjum búningi og gera mismunandi útsetningar geisladiskinn afar fjöl- breyttan. Má nefna að í átta sálmum flytja þeir félagar Gunnar Gunnars- son og Sigurður Flosason spuna. Nokkur laganna eru í hefðbundnum útsetningum en nýju útsetningarnar eru eftir Gunnar Gunnarsson, org- anista og djasspíanista, og tónskáld- in Hildigunni Rúnarsdóttur og Þor- kel Sigurbjörnsson.“ Framundan er útgáfa á þriðja diskinum með tónlist úr hinum nýja hluta sálmabókarinnar. „Þetta verða sálmar með sveiflu, þar sem útsetn- ingar verða í djassaðri kantinum,“ segir Edda Möller. Með diskinum fylgja allir textar sálmanna ásamt númerum þeirra í sálmabókinni, kápu hannaði Sigrún Eldjárn og upptökur fóru fram í Langholtskirkju í febrúar 2004 undir stjórn Vigfúsar Ingvarssonar hjá Stafræna hljóðupptökufélaginu. Útgáfutónleikar Sálmar í sorg og von Kammerkór Langholtskirkju syngur á Sálmum í sorg og von. Gjábakki, Kópavogi kl. 14 Vorsýn- ing eldra fólks í Kópavogi. Meðal þess sem sjá má á sýningunni eru silfurmunir, vefnaður, leðurvinna, postulínsmálun, tréútskurður, vatns- litamálun, ljóðagerð auk fjöl- breyttrar handavinnu. Sýningin er opin til kl. 18, einnig á morgun. Tónlistarskóli FÍH Rauðagerði 27, kl. 14 Vortónleikar nemenda á öllum stigum og hljómsveitir skólans leika. Allir eru velkomir. Bókasafn Kópavogs kl. 14 Bóka- safnið opnar Rússlandsdeild sína en safninu var úthlutað rússnesku sem móðurmáli af stjórn samstarfsverk- efnisins „Bækur og móðurmál“. Hrafn Andrés Harðarson, forstöðu- maður Bókasafns Kópavogs setur dagskrána. Alexandr Rannikh sendi- herra Rússneska sambandsríkisins flytur ávarp og afhendir Sigurður Geirdal bæjarstjóri bækurnar. Harmonikkuleikari, Vadim Fedorov, leikur nokkur rússnesk lög. Hótel Selfoss Svandís Egilsdóttir opnar sýningu sem hún tileinkar minningu ömm sinni, Ágústu Krist- ínu Ágústsdóttur. Sýningin heitir „Kjólarnir hennar ömmu - Guz- mania“ og stendur út sumarið. Árnes kl. 20.30 Vörðukórinn heldur danskt matar- og menningarkvöld. Kórinn hefur undanfarin ár flutt tón- list frá ýmsum löndum á samkomum sem þessum. Kórinn mun flytja danska tónlist, Guðrún Ásmunds- dóttir leikkona segir frá kynnum sín- um af Dönum og ýmislegt fleira danskt verður til skemmtunar. Stjórnandi Vörðukórsins er Stefán Guðmundsson og píanóleikari Katrín Sigurðardóttir. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is HÚSBÚNAÐ eftir 31 íslenskan myndlistarmann er að finna á sýn- ingunni Hagvirkni, sem opnuð verð- ur í Sal Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg kl. 15 í dag, laugardag. Á sýningunni er ýmiss konar hús- búnaður sem íslenskir myndlistar- menn frá árunum 1904-2004 hafa smíðað, aðallega til eigin nota en einnig til framleiðslu. Nokkrir af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar voru ýmist handverksmenn að mennt og/eða hagleiksmenn á tré og járn, og því lá vel fyrir þeim að smíða sér – eða láta smíða eftir for- skrift sinni – húsgögn eða önnur þarfaþing til einkanota. Í þessum flokki eru t.d. Ásgrímur Jónsson, Einar Jónsson, Kristín Jónsdóttir og Gunnlaugur Blöndal. Með sýn- ingunni vill Hönnunarsafnið auka nýrri og lítt þekktri vídd við sögu íslenskrar húsgagnahönnunar. Sýningin stendur til 20. júní, en verður síðan sett upp með viðauk- um í Listasafninu á Akureyri í júlí. Opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Sýningin er styrkt af Menningar- borgarsjóði. Sýning á húsbúnaði íslenskra listamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.