Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 46

Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 46
LISTIR 46 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum, m.a. á Spáni, Ítalíu og í Tékklandi. Síðan árið 1999 hefur Aladár starf- að sem tónlistarkennari við Tón- listarskóla Húsavíkur, leikið með ýmsum kórum og söngvurum á Norður- og Austurlandi (s.s. Leik- húskórnum á Akureyri og Kamm- erkór Austurlands) og leikið ein- leik með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í píanókonsert nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven. PÍANÓTÓNLEIKAR með ung- verska píanóleikaranum Aladár Rácz verða í Egilsstaðakirkju kl. 20 á sunnudagskvöld. Hann flytur píanódansa frá síðustu öldum og fram til okkar daga. M.a. verk eft- ir J.S. Bach, W.A. Mozart, Fr. Liszt og Sveinbjörn Sveinbjörns- son. Aladár fer síðan með þessa sömu efnisskrá víðar um landið og í júní leikur hann einnig í Fær- eyjum. Aladár Rácz er fæddur í Rúm- eníu árið 1967. Hann stundaði fyrst nám í píanóleik við Georges Enescu tónlistarskólann í Búk- arest en síðan framhaldsnám við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Einnig hefur Aladár tekið þátt í mörgum námskeiðum í Evrópu og sjálfur haldið master- classnámskeið fyrir píanónemend- ur. Hann hefur leikið á tónleikum víðsvegar um heiminn, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna Dansar síðustu alda Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Píanóleikarinn Aladár Rácz. LEIKHÚSHÁTÍÐ Assitej á Ís- landi, fyrir börn og unglinga hefst í dag með sérstakri vígsluhátíð í Hljómskálagarðinum kl. 13. Upp- ljómað naut, sem tvær listakonur frá Ástralíu hafa verið að smíða með börnum í grunnskólum, þrammar frá Ráðhúsinu í Hljómskálagarðinn í fylgd íslenskra og norrænna leikara, íslenskra kennara, barna og for- eldra. Fimm sýningar frá Norðurlönd- unum og þrjár frá Íslandi verða sýndar á hátíðinni og er aðgangur ókeypis á þær allar.Tvær sýningar eru í Möguleikhúsinu, Tveir menn og kassi kl. 14 í dag og áþriðjudag kl. 10. Mín jörð þín jörð frá Danmörku á morgun sunnudag kl. 12 og mánu- dag kl. 10.30. Í Iðnó eru einnig tvær sýningar: Sjaldgæfur dagur á lag- ernum hjá Larsson frá Svíþjóð er sýnd kl. 15 í dag og á mánudag kl. 17. Íslenska sýningin Rauðu skórnir er sýnd á sunnudag kl. 16 og mið- vikudag kl. 10. Öskubuska frá Finn- landi er sýnd í Klink og Bank í Brautarholti kl. 15 í dag og þriðju- dag kl. 17. Gengið er inn Stakkholts- megin. Í gegnum eldinn frá Íslandi er sýnt í Tjarnarbíó sunnudag kl. 17 og miðvikudag kl. 11. Íbúarnir – kubbaleikur frá Noregi er sýnt í Íþróttahúsi Austurbæjarskóla á sunnudag kl. 15 og mánudag kl. 11 og Metamorphoses er sýnt í Nor- ræna húsinu þriðjudag kl. 15 og 19. Að auki verður Mín jörð þín jörð sýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri þriðjudaginn 18. maí kl 10 og 14 og Sjaldgæfur dagur verður sýndur í Fjarðabyggð miðvikudaginn 19. maí. Ókeypis aðgangur á barnaleik- sýningar Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sýningum Rögnu Fróðadóttur í vestursal og Rebekku Ránar Sam- per í austursal lýkur sunnudag. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýningu nemenda Brekkubæjar- skóla á Akranesi lýkur á sunnudag. Þar gefur að líta sýnishorn af verk- um nemenda í list- og verkgreinum og þátttöku skólans í Comeniusar- verkefninu. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Sýningum lýkur BJÖRG Þorsteinsdóttir opnar sýn- ingu í sýningarsal félagsins Íslenskr- ar grafíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu kl. 14 í dag, laugardag. Yfirskrift sýningarinanr er Streymi og eru þar 27 vatnslitamyndir, til- brigði við vatn og ljós, allar unnar á síðasta ári. Björg hefur um skeið einkum unnið með vatnslitum og tók síðastliðið sumar m.a. þátt í „International Symposium of Baltic & Nordic Modern Watercolour 2003“ sem haldið var í Zvartavahöll í nágrenni Riga í Lettlandi. Björg lauk námi frá Handíða- og myndlistaskóla Íslands árið 1964 og stundaði framhaldsnám við listahá- skóla í Stuttgart og París. Á ferli sín- um hefur hún málað, teiknað, unnið í grafík og gert collageverk, haldið yf- ir 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölda alþjóðlegra samsýninga víða um heim. Sýningin stendur til 30. maí og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14–18. Aðgangur er ókeypis. Tilbrigði við vatn og ljós Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson Björg Þorsteinsdóttir við myndir sínar. ♦♦♦ HVAR ætti meiri trúnaður milli tveggja manna að ríkja en einmitt á krossinum með sjálfan Jesú Krist á milli sín? spyrja myndlistarmenn- irnir Magnús Sigurðarson og Ragn- ar Kjartansson. Spurningin vaknar í tilefni af sýningu þeirra sem opn- uð verður í Listasafni ASÍ í dag. Innsetningin og uppákoman sem fram fer í dag bera heitið Trún- aður, þar sem vinátta listamann- anna tveggja er gerð að viðfangs- efni, en þar fara listamennirnir í hlutverk ræningjanna tveggja sem krossfestir voru um leið og Jesú Kristur. „Þessi sýning byggist öll á þessu fallega fyrirbæri sem við þekkjum öll, sem er trúnóið. Vináttan fær út- rás þegar maður er kominn á trúnó,“ segir Ragnar Kjartansson yfir smávindli í Klink og Bank. „Staðsetningin á krossinum er hins vegar valin með það í huga, að hvergi annars staðar í veraldarsög- unni gæti meira trúnaðarsamtal átt sér stað,“ bætir Magnús Sigurð- arson við, líka með vindil. Hann segir vísunina í ræningjana á Golgötu þó einungis til þess fallna að mynda áhugaverða umgjörð um vináttusamtal þeirra, sem er út- gangspunktur sýningarinnar. „En samtalið sjálft – trúnóið – er al- gjörlega okkar. Við fengum okkur rauðvín og þegar við vorum orðnir meyrir, stilltum við okkur upp á krossunum og tókum samtalið upp.“ Afrakstur þessa er meðal þess sem prýðir innsetninguna í Lista- safni ASÍ, en þar er líka að finna aldingarð, ljósmyndaskúlptúra og tíu trúbadora. „Þeir leika allir sama lagið, sem við höfum samið sjálfir og heitir Hjartasár. Þarna eru á ferðinni nokkrir mjög færir og inni- legir tónlistarmenn.“ Magnús og Ragnar verða sjálfir á staðnum á uppákomunni í dag, kannski fullmikið af þeim, að sögn. „Einn hluti íslenskrar myndlistar gengur út á að þú heldur sýningu og vinir þínir koma. Okkar hlutverk á opnuninni er að faðma vini okkar og bjóða þá velkomna,“ segir Magnús. „Og fylgjast með þessum fallega performans, sem trúbador- arnir eru,“ bætir Ragnar við. Af samtalinu við þá Magnús og Ragnar er ljóst að þeir eru miklir vinir. Þeir virðast sammála um hlutina og klára setningar fyrir hvor annan. „Vinátta okkar er það sem sýningin byggist á. Þessi stað- fasta, trausta, þó alltaf brothætta vinátta. Og okkur fannst liggja beinast við að nota hana sem efni- við í sameiginlega sýningu okkar,“ segja vinirnir að lokum. Sýningin Trúnaður verður opnuð í dag kl. 16. Hún stendur til 6. júní og er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 13–17. Trúnaður á milli vina Morgunblaðið/Ásdís Magnús Sigurðarson og Ragnar Kjartansson eru miklir vinir. ÚR VESTURHEIMI JOHN Harvard, sem er af íslensk- um ættum, verður næsti fylkis- stjóri Manitoba í Kanada, en hann hefur verið þingmaður á kanadíska þinginu undanfarin 16 ár. Glen Murray lét í vikunni af störfum sem borgarstjóri í Winnipeg og tekur sæti Harvards fyrir Frjáls- lynda flokkinn (the Liberal Party) í næstu þingkosningum. John Harvard var þingmaður fyrir hverfin Charleswood St. James-Assiniboia í Winnipeg í fjögur kjörtímabil eða síðan 1988. Áður var hann fréttamaður í 30 ár, þar af síðustu 18 árin hjá kanad- íska sjónvarpinu, CBC, en leysir nú Peter Liba af hólmi sem fylk- isstjóri. Harvard er 65 ára. Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, fór fyrir sendinefnd frá fylkinu, sem heimsótti Ísland í ágúst 2001, og var John Harvard í hópnum, en hann hefur sýnt ís- lenskum málefnum mikinn áhuga. John Harvard verður 23. fylk- isstjóri Manitoba, en aðeins einu sinni áður hefur fylkisstjórinn ver- ið af íslenskum ættum. George Johnson, læknir frá Gimli, þing- maður í Manitoba og ráðherra með meiru, var fylkisstjóri frá 1986 til 1993. Glen Murray, sem er 46 ára, hef- ur verið borgarstjóri síðan 1998 og notið mikilla vinsælda, en hann fór í opinbera heimsókn til Reykjavík- ur í ágúst í fyrra. Paul Martin, for- sætisráðherra Kanada, vildi fá hann í landsmálin fyrir Frjálslynda flokkinn og frá því var endanlega gengið í liðinni viku. Morgunblaðið/Steinþór John Harvard til vinstri og Paul Martin, forsætisráðherra Kanada. John Harvard verður fylkisstjóri KANADÍSKA félagið Nordic Trails hefur opnað skrifstofu á Skúlagötu 56 í Reykjavík og hefur þar jafnframt litla íbúð til leigu, sem er hugsuð fyrir alla en hönn- uð fyrir Kanadamenn, að sögn Kents Lárusar Björnssonar frá Kanada, sem stendur að Nordic Trails ásamt Vilmundi Kristjáns- syni. Kent Lárus Björnsson er frá Fraserwood í Nýja-Íslandi í Mani- toba, en hefur starfað á Íslandi síðan sumarið 2001. Hann hefur unnið mikið að samskiptamálum Íslands og Kanada og í fyrravetur skipulögðu þeir Vilmundur meðal annars tveggja kvölda kanadíska menningarhátíð í Reykjavík. ,,Skrifstofan og íbúðin eru liður í þessu kanadíska-íslenska starfi,“ segir Kent, en félagarnir hafa ýmsar upplýsingar um Ísland í íbúðinni, s.s. bækur um Ísland, ís- lenska geisladiska, kasettur og myndbönd. ,,Ég hef hugleitt lengi hvernig ég get best aðstoðað kanadíska gesti á Íslandi og þetta er viðleitni í þá átt,“ segir Kent, en félagið heldur m.a. úti vefnum www.nor- dictrails.org þar sem allar upplýs- ingar má finna um starfsemina. Fjöldi gesta var viðstaddur opn- unina, þar á meðal Richard Tétu, sendiherra Kanada gagnvart Ís- landi, og Almar Grímsson, formað- ur Þjóðræknisfélags Íslendinga. Morgunblaðið/Steinþór Vilmundur Kristjánsson, t.v., tekur á móti gestum en næst honum til hægri eru Þórey Sveinbergsdóttir, Ásgrímur Jónasson og Almar Grímsson. Kanadahús opnað í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.