Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 49
✝ Áslaug Jónsdótt-ir fæddist á
Siglufirði 16. júní
1916. Hún lést á Ak-
ureyri 8. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Jón
Jónsson, f. 20.1. 1887,
d. 22.11. 1961 og
Anna Egilsdóttir, f.
10.8. 1882, d. 9.1.
1959. Systkini Ás-
laugar eru: Hólm-
fríður Jónsdóttir, f.
17.6. 1914, d. 5.12.
1993, Jóhannes Jóns-
son, f. 31.8. 1915, d.
7.3. 1967, Guðvarður Jónsson, f.
23.11. 1916, d. 22.12. 1996. Ingi-
björg Jónsdóttir, f. 22.11. 1917, d.
8.1. 1989, Sigvaldi Jónsson, f. 25.1.
1919, d. 8.7. 1993, Guðbjörg Jóns-
dóttir, f. 3.6. 1920, Marsibil Jóns-
dóttir, f. 13.10. 1923, d. 30.12.
1991, og Þóra Jóns-
dóttir, f. 19.9. 1926,
d. 29.5. 1997.
Eiginmaður Ás-
laugar var Þorsteinn
Þorsteinsson, f. 6.1.
1905, d. 4.1. 1985,
frá Þrasastöðum á
Höfðaströnd. Þeirra
börn eru: 1) Þor-
steinn Þorsteinsson,
f. 1.6. 1936, d. 4.3.
1937. 2) Stefán
Hólm, f. 9.11. 1942,
maki Guðný Aðal-
steinsdóttir, f. 10.6.
1941. Þeirra börn
eru Þorsteinn Hólm, f. 10.6. 1962,
Einar Hólm, f. 16.5. 1965, Guðni
Hólm, f. 2.5. 1968, og Áslaug og
Aðalbjörg, f. 7.5. 1976.
Útför Áslaugar fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stef.)
Elsku amma Ása. Með söknuð í
hjarta kveðjum við þig, en líka með
þakklæti því það er svo dýrmætt að
hafa átt þig að og eitt það besta sem
börn geta átt er nefnilega amma.
Ömmur hafa öðruvísi sýn á líf og leik
með börnum en aðrir, þær búa yfir
djúpri visku og mikilli þolinmæði.
Handavinna var þitt líf og yndi og
eigum við ófáar gjafirnar frá þér í
þeim efnum, hvort heldur sem það
voru sokkaplögg, vettlingar, dúkar
eða gardínur. Allt var svo vandað og
vel gert.
Gjöfin varð dýrmætari því það var
frá ömmu Ásu. Og einnig allt jóla-
skrautið frá þér, elsku amma Ása,
fleiri kassar með útsaumi, prjóni og
hekli frá þér. Takk fyrir það allt,
elsku amma Ása.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Okkur þykir svo vænt um þig.
Takk fyrir allt elsku amma Ása.
Einar Hólm, Brynja,
Arnar Hólm og Magnús Hólm.
ÁSLAUG
JÓNSDÓTTIR
✝ Ásdís EsterGarðarsdóttir
fæddist 8. ágúst
1948 á Njálsgötu 18 í
Reykjavík. Hún lést
á Landspítalanum
deild 11 E 10. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Magnúsdótt-
ir, f. 8. júlí 1924, og
Garðar Óskarsson, f.
27 júlí 1927, d. 30.
janúar 1990. Ásdís
var fjórða í röð sex
systkina en fimm
þeirra ólust upp á
Njálsgötunni. Þau eru Hafdís B.
Hannesdóttir, f. 12. júlí 1943,
Magnús Garðarsson, f. 8. mars
1946, d. 31. maí. 1990; Sigurborg
Garðarsdóttir, f. 27. ágúst 1947,
Hafsteinn Garðarsson, f. 3. júlí
1952, og Bryndís Garðarsdóttir,
f. 14. janúar 1960, d. 23. maí
1994.
Ásdís giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum Svani Tryggvasyni,
f. 20. mars 1943, syni Arnfríðar
Benediktsdóttur, f. 1. september
1926, og Tryggva Bjarnasonar, f.
22 janúar 1917, d. 13. október
1997. Ásdís og Svan-
ur bjuggu í Grund-
arfirði frá árinu
1975. Börn þeirra
eru: 1) Garðar, f. 17.
nóvember 1968,
maki Marzena Kil-
anowska, f. 1973,
þeirra börn eru:
Sandra Anna, Pat-
ryk, og Veronika. 2)
Arna, f. 23. janúar
1970, maki Júlíus
Jóhannsson, f. 1968,
þeirra börn eru: Jó-
hann Svanur, Linda
Ósk og Hugrún
Lind. 3) Tryggvi, f. 5. desember
1972, sambýliskona Auður Sig-
urðardóttir, f. 1974, börn þeirra:
Svanur Birkir, Gunnar Logi og
Júlía Ósk.
Ásdís starfaði hjá Fiskiðjunni í
Grundarfirði í 20 ár og á Heilsu-
gæslustöðinni í Grundarfirði í 20
ár. Hún tók einnig mikinn þátt í
verkalýðsmálum og sat í stjórn
og nefndum Verkalýðsfélagsins
Stjörnunnar um árabil.
Útför Ásdísar verður gerð frá
Grundarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
„Heilsugæslan, góðan daginn,
Ásdís.“
Hún hljómar ekki lengur hin
geðþekka kveðja sem íbúar Grund-
arfjarðar fengu að heyra þegar
þeir þurftu að leita til heilsugæsl-
unnar með erindi sín smá og stór.
Ásdís starfaði með okkur í 20 ár,
fyrst sem ræstitæknir og síðan
sem móttökustjóri, og með kveðju
sinni var hún andlit okkar út á við.
Á svo litlum vinnustað sem
Heilsugæslustöð Grundarfjarðar
er skapast andrúmsloft fjölskyldu-
banda og átti Ásdís sinn stóra þátt
í að móta það. Fyrir jól og páska
var allt skreytt hátt og lágt og
heimatilbúna jólasíldin var fastur
liður á aðventunni. Kaffitímarnir á
morgnana voru alltaf tilhlökkunar-
efni. Þeir byrjuðu venjulega svona:
„Og hvað er nú að frétta úr bæj-
arlífinu.“ Síðan var farið yfir tíð-
indi þorpsins síðasta sólarhringinn
og í þeirri yfirferð naut frásagn-
argleði Ásdísar sín til fulls. Eftir
bæjaryfirferðina var rætt um hitt
og þetta en furðu oft voru nýjar
mataruppskriftir á dagskrá og góð
ráð gefin. Við hugsum með miklum
söknuði til þessara stunda og
minningin um þær mun fylgja okk-
ur lengi.
Ásdís var virkur þátttakandi í
bæjarlífinu og hafði sterkar skoð-
anir á landsmálum og lét þær
óspart í ljós. Hún sat í stjórn
verkalýðsfélagsins Stjörnunnar í
fjölda ára og vann þar óeigingjarnt
starf.
Í fyrrasumar varð hún alvarlega
veik og um haustið var ljóst hvert
stefndi.
Síðan hafa skipst á skin og skúr-
ir en aldrei lét Ásdís neinn bilbug á
sér finna. Hennar heitasta ósk, að
geta verið heima hjá sínu fólki, gaf
henni kaftinn sem til þurfti. Við
viljum þakka starfsfólki 11E fyrir
þeirra umönnun og handleiðslu í
veikindum hennar.
Nú er þessi ágæta vinkona okkar
farin. Fyrir okkur sem þekktum
hana er það mikill missir.
Við biðjum guð að styrkja Svan,
börn og barnabörnin hennar Ásdís-
ar sem voru henni svo ómetanlega
kær. Hafi hún þökk fyrir samfylgd-
ina.
Fyrir hönd starfsfólks Heilsu-
gæslustöðvar Grundarfjarðar,
Alda Björnsdóttir,
Hildur Sæmundsdóttir,
Hallgrímur Magnússon.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú,
að ljósið bjarta skæra,
veki þig með sól að morgni.
Veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þegar ég heyrði að Ásdís hefði
verið kölluð til starfa á öðrum vett-
vangi svo ung, þá setti mig hljóða
um stund en síðan varð mér ljóst
hún myndi vakna aftur með sól að
morgni.
Horfandi til baka þá varð mér
ljóst að hún hafði haft veruleg áhrif
á líf mitt og minna. Fyrir það er ég
þakklát og ríkari fyrir vikið. Ég
kveð hana með orðum Bubba:
Farðu í friði, vinur minn kær.
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær.
Aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Svanur, Garðar, Arna, Tryggvi
og allir sem syrgja Ásdísi á þessari
stundu, megi æðri máttur styrkja
ykkur. Inga syss og Amma Villa
eru með ykkur í huganum.
Hafdís Lilja Pétursdóttir.
ÁSDÍS E.
GARÐARSDÓTTIR
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni und-
ir greinunum.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
arhug við andlát og útför
JÓNASAR SVAFÁRS EINARSSONAR
skálds.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sólveig Einarsdóttir,
Herdís Björnsdóttir.
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA ÁMUNDADÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis í Vogatungu 67,
Kópavogi,
sem lést sunnudaginn 9. maí, verður jarðsung-
in frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 18. maí
kl. 13.30.
Bjarni Hermann Finnbogason,
Ragna Jóhannsdóttir, Gissur Axelsson,
Hildur Jóhannsdóttir, Grétar S. Kristjánsson,
Hlöðver Jóhannsson, Jónína Jónsdóttir,
Munda Jóhannsdóttir, Hörður Runólfsson,
Steinþór Jóhannsson, Monthiya Hoshi,
Magnús Már Kristinsson, Sigrún Grímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug í veikindum og við
andlát elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og dóttur,
ODDNÝJAR S. AÐALSTEINSDÓTTUR,
Stararima 55,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks krabba-
meinsdeildar Landspíalans (deild 11-E).
Halldór Guðjónsson,
Aðalheiður G. Halldórsdóttir, Davíð Gunnarsson,
Inga Dóra Halldórsdóttir, Magnús Guðfinnsson,
Sævar Dór Halldórsson, Hrund Guðjónsdóttir
og barnabörn,
Guðmunda O. Sigurðardóttir,
systkini og makar.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför elskulegs eigin-
manns, föður okkar, tengdaföður og afa,
BJÖRNS MAGNÚSSONAR,
Þórðarsveig 3,
Reykjavík.
Ingibjörg Björnsdóttir,
Ragnheiður B. Björnsdóttir, Ingólfur Ingólfsson,
Snorri Björnsson, Sigríður Jakobsdóttir,
Björn Björnsson, Ingibjörg Andrésdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför drengsins okkar,
ÞÓRÐAR WILLARDSSONAR
frá Dalvík,
Kárastíg 9,
Reykjavík.
Þórunn Þórðardóttir, Willard Helgason,
Birna Willardsdóttir, Kjartan Guðbergsson,
Össur Willardsson, Halldóra Smáradóttir,
Birna Kristjánsdóttir, Helgi Jakobsson,
Margrét Árnadóttir
og ástvinir.