Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 53
Laugavegi 32 sími 561 0075
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 - thor.is
GÓÐAR VÉLAR Í GARÐINN OG SUMARBÚSTAÐINN
„Bumbubaninn“
sívinsæli
gerir sitt gagn.
Sláttuorf
Hörkuorf
fyrir alla sláttumenn.
Rafmagnssláttuvélar
Öflugir öruggir mótorar.
Léttar og meðfærilegar.
Grasbox fylgir.
Sláttuorf
Þau mest seldu.
Tilvalin í garðinn
og sumarbústaðinn.
Dagana 14.-19. júní býðst þér að setjast á skólabekk í Háskóla Íslands
og taka þátt í umræðum, tilraunum, vettvangsferðum og heilabrotum
um flest milli himins og jarðar.
Einvalalið kennara úr hópi starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands sjá
um kennsluna. Tuttugu og tvö námskeið eru í boði og þú setur saman
þína eigin stundatöflu.
Hvað vekur áhuga þinn? Viltu vita meira? Skráning í Háskóla unga
fólksins er hafin. Líttu inn á www.ung.is og skoðaðu þig um.
www.ung.is
Skráning er hafin á vefsíðunni
HÁSKÓLI
UNGA FÓLKSINS
Ertu á aldrinum 12-16 ára?*
*Háskóli unga fólksins er opinn unglingum fæddum á árunum 1988-1991.
NÚ á útmánuðum hefur orðið
mikil umræða um valdið í þjóð-
félaginu og hvar það lægi. Háskóli
Íslands efndi til fróðlegs málþings
undir yfirskrift þessa pistils. Á
málþinginu voru skiptar skoðanir.
Við höfum stjórn-
arskrárbundna þrí-
skiptingu valdsins,
löggjafarvald, fram-
kvæmdavald og dóms-
vald. Sumir ræðu-
menn töldu að
framkvæmdavaldið
hefði hrifsað vald frá
Alþingi. Aðrir töldu
að Alþingi væri sá að-
ili sem réði. Ég starf-
aði á Alþingi nokkra
hríð, var formaður
þingflokks framsókn-
armanna í 14 ár og
átti sæti í ríkisstjórn í
tvö kjörtímabil og ég
hika ekki við að full-
yrða að valdið liggur
hjá Alþingi. Stjórn-
arandstaða á hverjum
tíma kvartar undan
yfirgangi rík-
isstjórnar. Það verður
að hafa í huga að í
okkar þingræðisskipulagi er hefð
fyrir meirihlutastjórnum og að ráð-
herrar séu valdir úr hópi þing-
manna. Þar af leiðir að ráðherrar
eru líka þingmenn og eðli málsins
samkvæmt koma þeir að lagasetn-
ingu bæði sem frumkvöðlar laga-
setningar sem ráðherrar og að af-
greiðslu mála sem þingmenn.
Ráðherrar eru nú rúm 19% þing-
mannahópsins og 35,3% stjórn-
arliðsins, þannig að ekki er óeðli-
legt að ráðherrar hafi áhrif á
Alþingi.
Fjórða valdið
Fjölmiðlamenn telja ekki alla sög-
una sagða með kenningunni um
þrískiptingu valdsins og segjast
vera fjórða valdið. Vissulega móta
fjölmiðlar almenningsálitið og
stundum reynir á siðferðisþrek
þingmanna að hlaupa ekki eftir kvi-
kulu almenningsáliti. Eigendur fjöl-
miðlanna hafa þannig aðstöðu til
þess að hafa bein eða óbein áhrif.
Nærtækasta dæmið er hvernig fjöl-
miðlafólk fer hamförum þegar horf-
ur eru á að eignarhaldi á hluta
Norðurljósasamsteypunnar verði
breytt með lagasetningu. Hús-
bóndahollusta er forn og lofsverð
dyggð. Ég er þeirrar skoðunar að
stjórnvöld komist ekki hjá því að
reisa skorður við að fjölmiðlar
komist allir á örfáar hendur, það
væri lýðræðislegri umræðu hættu-
legt. Þetta hefðu stjórnvöld þurft
að gera fyrr. Hefðu þessi lög verið
sett í haust, áður en Baugur keypti
Norðurljós, hefði ekki orðið veru-
legt fjaðrafok og enginn þurft að
vakna upp við „vondan draum“.
Betra er þó að vakna upp við vond-
an draum en vakna ekki. Ég tel
rétt að hindra að Morgunblaðið
geti yfirtekið Ríkisútvarpið hf., svo
dæmi sé tekið. Aug-
ljóslega skiptir máli
hver á fjölmiðil, annars
hefði eignarhaldi á
Fréttablaðinu ekki ver-
ið haldið leyndu svo
misserum skipti.
Öryggisventill
Þegar forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Gríms-
son, tilkynnti framboð
sitt í vor boðaði hann
hvassari þátttöku í
stjórnmálaumræðunni.
Snörp þátttaka í
stjórnmálaumræðu
kallar á hörð andsvör
og gagnrýni. Síðan
hefur verið nokkur
umræða um valdsvið
forseta Íslands. Sam-
kvæmt 13. gr. stjórn-
arskrárinnar lætur for-
seti „ráðherra
framkvæma vald sitt“
og í 14. gr. segir að „ráðherrar
bera ábyrgð á stjórnarfram-
kvæmdum öllum“. Í 11 gr. segir:
„Forseti lýðveldisins er ábyrgð-
arlaus af stjórnarathöfnum“. 26
grein stjórnarskrárinnar gerir ráð
fyrir að forseti geti synjað laga-
frumvarpi staðfestingar, öðlast þá
frumvarpið engu að síður gildi „en
leggja skal það þá svo fljótt sem
kostur er undir atkvæði allra kosn-
ingabærra manna í landinu til sam-
þykktar eða synjunnar“. Þetta er
þó ekki einfalt mál, þótt ég hafi
einu sinni tekið þátt í að skora á
forseta að synja lagafrumvarpi
staðfestingar. Forseti væri þá op-
inberlega kominn í stríð við rík-
isstjórn og meirihluta Alþingis og
fullkominn trúnaðarbrestur væri
þar á milli. Atbeina stjórnvalda
þarf augljóslega til þess að þjóð-
aratkvæðagreiðsla geti farið fram.
Setjum svo að sjónarmið forseta
hefði meirihluta í þjóðaratkvæða-
greiðslu, þá væri ríkisstjórn ekki
sætt lengur og hlyti hún að segja
af sér. Sama máli hlyti að gegna
um forseta ef hann yrði undir í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Forseti Íslands er sameining-
artákn þjóðarinnar og fulltrúi
hennar út á við, þessu hlutverki
hefur núverandi forseti gegnt með
sóma hingað til. Það beina vald
sem forseti hefur er ef Alþingi
kemur sér ekki saman um myndun
ríkisstjórnar, þá getur hann skipað
utanþingsstjórn sem sæti þangað
til Alþingi kysi að samþykkja van-
traust á hana. Sveinn Björnsson
skipaði utanþingsstjórn 1942, en þá
var hann ríkisstjóri. Kristján Eld-
járn hótaði tvisvar að skipa ut-
anþingsstjórn, annað skiptið um
sumarið 1974 þegar stjórnarkreppa
varði á þriðja mánuð áður en stjórn
Geirs Hallgrímssonar var mynduð.
2. desember 1979 fóru fram alþing-
iskosningar og stjórnarkreppa
leystist ekki fyrr en 8. febrúar þeg-
ar ríksstjórn Gunnars Thoroddsens
settist að völdum. Í báðum tilvikum
neyddust þingmenn til að grafa
stríðsaxirnar og koma sér saman
um starfhæfan stjórnarmeirihluta,
fremur en þurfa að taka við ut-
anþingsstjórn.
Samkvæmt áður sögðu er valdið
tvímælalaust hjá Alþingi og þar á
það að vera.
Hvar liggur valdið?
Páll Pétursson skrifar
um valdið í þjóðfélaginu
Páll Pétursson
’Samkvæmt áð-ur sögðu er
valdið tvímæla-
laust hjá Alþingi
og þar á það að
vera.‘
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.