Morgunblaðið - 15.05.2004, Page 56

Morgunblaðið - 15.05.2004, Page 56
SÖNGVAKEPPNI EVRÓPSKRA SJÓNVARPSSTÖÐVA 56 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ´Jónsi er ákaflega afslappaðurog ánægður eftir fyrstulokaæfinguna sem hófstklukkan þrjú á föstudegi að tyrkneskum tíma. Netverjarnir á www.esctoday.com voru þegar bún- ir að kveða upp sinn dóm: „Jónsi frá Íslandi flutti lagið „Heaven“ af ör- yggi og leikni.“ Hvernig líður þér, Jón Jósep Snæ- björnsson, eftir þessa fyrstu loka- æfingu af þremur? „Mjög vel, æfingin fór nokkurn veginn eins og ég ætlaði mér að láta hana fara. Loksins núna kom þó að því að ég fengi smá stresssting um tíu mínútum áður en ég átti að koma fram. Mér fannst ég gleyma text- anum, gleyma rútínunni og ruglast fram og aftur og var rosalega spenntur. En um leið og ég hóf að syngja upphafsorðin rifjaðist allt upp aftur og mér fór að ganga mjög vel.“ Ekkert stress Blaðamaður Morgunblaðsins sam- sinnir því að honum hafi gengið vel. Og annað sannaðist í eitt skipti fyrir öll en það er hve vel Jónsi tekur sig út á sjónvarpsskjánum. Meira má ekki láta uppi enda er reynt að halda sem mestu leyndu svo eitthvað eigi eftir að koma áhorfendum á óvart í kvöld, laugardagskvöld. „Það kom mér á óvart að ég skyldi ekki vera meira stressaður,“ heldur Jón Jósep áfram og skeytir engu um skjallið. „Svavar Örn, hár- greiðslumaður og sminka, tók út stressið fyrir okkur báða.“ Um- ræddur útlitssnyrtir staðfestir þetta og segist hafa fengið ákafan sting í magann. Þá er að vita hvort eitthvað hafi komið þessari sjóuðu popp- stjörnu á óvart. „Æ, bara hvað þetta var þægilegt – helv... þægilegt. Þ.e.a.s. hvað það var notalegt að vera þarna á svið- inu.“ Það er greinilegt ef borinn er saman flutningur Jónsa á laginu á þessari æfingu og á blaðamanna- fundi fyrr í vikunni að hann heldur ýmsum möguleikum opnum. Eins og kona hans, Rósa, skaut að blaða- manni Morgunblaðsins hefur hann verið að prófa sig áfram með ýmis blæbrigði en nú líður að því að hann negli atriðið niður. Nú bar á hljóðtruflunum og vandamálum í sambandi við hljóð- nema hjá a.m.k. þremur eða fjórum flytjendum á sviðinu, að þeim ótöld- um sem kusu einfaldlega að hvíla raddböndin og syngja ekki á æfing- unni. Hafðir þú áhyggjur af hljóðinu hvað þig sjálfan varðaði? „Það er ákveðinn kostur að vera aftarlega í röðinni, þá er mikið til búið að leysa öll tæknivandamál.“ Er eitthvað sem þú gerir alltaf áð- ur en þú ferð inn á svið eða eitthvað sem þú varast að gera þessa dag- ana? „Ég reyni bara að slaka aðeins á áður en ég fer inn á sviðið. Ég reyni ekkert sérstaklega að hvíla röddina, heldur passa ég að fara snemma að sofa, vera ekki í sígarettureyk, drekk ekki einu sinni vín með mat heldur nóg af vatni og fæ mér svo einstaka soprano-töflu fyrir háls- inn.“ Spurður hvort hann hafi kynnst einhverjum hinna þátttakendanna sérstaklega segir hann að margir þeirra séu skemmtilegir en aðrir reynist ákaflega kaldir. Hann vill ekki fara lengra út í neikvæða sálma, enda eigi það ekki við í svona keppni, en skýtur þó inn í að það sé ekki skrýtið þó að sumir séu afundn- ir við aðra keppendur þegar tillit er tekið til þess að þeir leggi allt undir til að koma sér á framfæri í þessari keppni. Hann segist ekki hafa haft samskipti við marga af hinum kepp- endunum, meðal örfárra undantekn- inga sé bosníski þátttakandinn, Deen, sem sé rosalega vænn og skemmtilegur strákur. Ruslönu hina úkraínsku hafi hann hitt og hún sé mjög hress – alveg svona „himpi- gimpigella“. Serbneski söngvarinn, Zeljko Joksimovic, sé líka mjög fínn en Jónsi segist sjálfur hafa eytt mestum tíma með Írunum, þeir séu á sama hóteli og íslenski hópurinn og séu alveg frábærir. Þegar hann er inntur eftir því hvort einhverjir þátttakendanna séu með prímadonnustæla segist hann efast um að nokkur komist upp með slíkt kjaftæði í keppni sem þessari. Fólk verði að halda sig á mottunni. Hann kveðst ánægður með allt skipulag, enda hafi allt gengið rosa- lega vel. Undirbúningur og útfærsla svona keppni sé ákaflega stórt og flókið dæmi og fátt sem geti rústað jafn endanlega tónlistarkeppni í sjónvarpi og mistök í upptöku en fyrir utan smávandamál með hljóð- nemana sé allt að ganga upp. Þegar spurt er um hvort borið hafi á atkvæðaveiðum meðal kepp- enda segir hann þær gegnumgang- andi, enda er þetta fyrsta keppnin þar sem úrslit símakosningar ræður í löndunum öllum. „Allir eru að reyna að næla sér í sem flest atkvæði, m.a. með því að hrósa lögunum frá þeim löndum sem fjölmiðlafólkið kemur frá hverju sinni í hástert, segja þau vera uppáhaldslögin sín og fleira í þá veru.“ Sambönd í Svíþjóð Dæmi um fjölmiðlaumfjöllun af þessu tagi er þegar sænskur sjón- varpsmaður krafði Jónsa um ein- hverja tengingu við Svíþjóð á sam- norræna blaðamannafundinum fyrr í vikunni. Jónsi svaraði að bragði að hann keyrði um á Volvo og að hann hefði komid fram í ABBA-sýning- unni á Broadway þrjú ár í röð. Það kom líka á daginn að hann virtist vera eini norræni keppandinn sem var með allan textann við lagið Wat- erloo á hreinu þegar þeim var gert að söngla lagið meðan teknar væru af þeim ljósmyndir í lok fundarins. En Jónsi bætir alvarlegur við: „En nú eru bara eftir tvær æfingar og svo bara aðalmálið og þetta leggst ákaflega vel í mig allt saman. Ég þarf að leggja mig alveg ofboðslega mikið fram. Ég er ánægður með ár- angurinn sem náðist á þessari æf- ingu enda hef ég alltaf verið ákveð- inn að vera einn þeirra söngvara sem syngja í gegnum allt lagið við öll tækifæri og slá aldrei af. Þetta var það sem ég gerði og mér fannst ég klikka lítið sem ekkert. Ég held ég haldi mig sönglega séð við það sem ég hef verið að gera hingað til en ég kannski bæti aðeins í það sem ég hef verið að gera á svið- inu. Við erum náttúrlega með ball- öðu og ballöðu verður að umgangast með töluverðri virðingu, það gengur ekki að vera að stökkva og taka spí- köt og heljarstökk og svoleiðis. Ég ætla bara að reyna að syngja með hjartanu. Það er töluvert audveldara í svona keppni að vera með stuðlög, en áskorunin sem er fólgin í að syngja ballöðu er meiri. Fólk verður að muna eftir laginu, það eru svo mörg lög í keppninni, vonandi tengist okkar lag einhverju jákvæðu í huga áhorfenda. Nú er útkoman bara í höndum ör- laganornanna.“ /. &-,)$ %(0 $ )0 (%.10%% 02. 0-$3    &0 .0.0,  %.10(, 0%4 %1 (. /1$% ,%5 5%036 02. 0 7%6  ,08&.0 $  0 ,$(, ( 36-.0'$)&%.109  !       ! "#$%## &  ' ()  ! * +,  -  '.# - /0  & , 1 2 3 4 2 5, -  +)  67 /08 "9%,:   "#$%&&  &%  &# ' () *%' +, - 808"#  ";::                                                       3 4< Útkoman í höndum örlaganornanna Morgunblaðið/Sverrir Jónsi hefur verið umsetinn af blaðamönnum úti í Istanbúl.  Víða/73  Gerviheimur/74 Jónsi, Jón Jósep Snæbjörnsson, svífur til himins í kvöld, frammi fyrir allri Evrópu. Okkar maður í Istanbúl, Sveinn Haraldsson, ræddi við söngvarann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.