Morgunblaðið - 15.05.2004, Síða 61
ALDARMINNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 61
Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957
150 þúsund kr.
afsláttur
til eldri borgara
60 ára og eldri
af CLIPPER 70
Umboð á Akureyri
Sigurður Valdimarsson
Óseyri 5
Það er tekið að
vora fyrir vestan,
lömbin farin að jarma,
kolla og bliki vaga um
fjörusand og steina,
lognið og himinblám-
inn á vogum og við
fjallseggjar, hvort
öðru dýpra og tærara.
Fáir speglar eiga sér
fegurri umgjörð, eng-
inn skilar betri mynd,
hvort heldur er við
undirleik morgun- eða
kvöldkyrrðarinnar.
Fáir sýndu átthögum
sínum vestra meiri
rækt í orði og verki en Sigríður
Valdimarsdóttir.
Sigríður fæddist 14. maí 1904 í
Fremri-Arnardal við Skutulsfjörð í
Ísafjarðardjúpi. Foreldrar hennar
voru Valdimar Jónsson, bóndi og
Elín Hannibalsdóttir, kona hans.
Þau eignuðust tíu börn, synir
þeirra tveir, bræður Sigríðar,
Hannibal og Finnbogi Rútur urðu
þjóðkunnir menn.
Sigríður Valdimarsdóttir talaði
oftar um fólkið fyrir vestan en
náttúruna svo að ég heyrði. Fram
á tíræðisaldur léku nöfn og staðir,
ættfærsla, tilsvör og hvers kyns
liðin tíðindi á vörum hennar.
Áreynslu- og tilgerðarlaust ómaði
þessi vestfirska fortíð fyrir eyrum
okkar félaga hennar í Vestfirð-
ingafélaginu, ekki alltaf mjög
margra. Alltaf hins vegar í mikilli
virðingu fyrir þessum lifandi
sagnaheimi og mannlífi sem í senn
var horfið en lifði þó með þessari
konu.
Sigríður var kona ekki hávaxin
en hún hafði mikla nærveru,
hljómmikla rödd, björt augu og
eftirminnilega hlýtt viðmót þegar
hún vildi það við hafa. Hitt fór
heldur ekki fram hjá neinum þeg-
ar henni mislíkaði. Hún talaði
tæpitungulaust, hreinskiptin og
frásagnargáfa hennar var blandin
kímni og miklum mannskilningi.
Hreyfingar hennar voru kvikar og
léttar – þrátt fyrir að hún væri
komin með staf – þá var hún alltaf
að gleyma honum, hugur hennar
fór á undan til þess að leggja sig
alla í viðfangsefnið, viðmótið og al-
úðina.
Djúpið, Ísafjörður, Vestfirðirnir
allir hafa verið merkileg deigla um
1900. Öldinni fyrr höfðu þau alið
Jón Sigurðsson og áfram ólu þeir
hvers kyns framtak. Vélbátaöldin,
sem hófst við Djúpið, var nánast
jafngömul Sigríði, iðnbylting þess
tíma. Á unglingsárum þeirra
systkina eru verkalýðsfélögin
stofnuð og Eyri við Skutulsfjörð,
Ísafjörður, verður vagga og vett-
vangur átaka, stældi aflið og af-
reksfólk.
Þegar við komum að átthaga-
félögum tvinnast þetta allt saman,
náttúra landsins, vorblíðan, logn-
værðin, skaflar snævar og sjávar.
Hin ferska skynjun nýrra skilning-
arvita barnsins, mótun fólksins,
vandamanna, félaga og vináttunn-
ar. Samkenndin sem í þessu felst
SIGRÍÐUR
VALDIMARSDÓTTIR
og mörgum glöðum
stundum er vafalítið
fyrsti drifkraftur átt-
hagafélaganna og
löngunin til að upplifa
með öðrum á ný.
Henni fylgir, ef vel
lætur, virðingin fyrir
elju og erfiði foreldr-
anna – löngunin til að
sjá handarverkin
dafna, arfinum haldið
við, framfaradraum-
ana verða að veru-
leika.
Það má sjá í fund-
argerðabók Vestfirð-
ingafélagsins frá 7. apríl 1953 að
Sigríður tók ekki alls kostar fús
við formennsku í Vestfirðinga-
félaginu. Hún lætur þess getið að
hún hafi verið kosin fjarstödd af
aðalfundi vegna veikinda. Enginn
átti hins vegar eftir að verða félag-
inu drýgri í metnaði og rausn sem
hún kórónaði með stofnun Menn-
ingarsjóðs vestfirskrar æsku í
minningu Matthildar Hannibals-
dóttur móðursystur sinnar árið
1967.
Úr þessum sjóði, sem hún lagði
sjálf til allt fé, hefur milljónum
króna verið varið til þess að
styrkja vestfirsk ungmenni til
mennta.
Undir niðri skynjuðu aðrir löng-
un hennar sjálfrar til skólagöngu
og söknuð þess að svo gat ekki
orðið að marki. Hún unni öðrum
hins vegar alls hins besta. Tregða
hennar til þess að taka við for-
mennsku í félaginu var ekki
sprottin af því að hún risi ekki
undir því hlutskipti. Henni hefði
verið óhætt að hafa sig meira í
frammi en hún vildi ekki hreykja
sér. Hún var kona hins innra
starfs, mannlegra samskipta, ætt-
rækni. Í öllu þessu var hún eins og
lifandi ímynd alls þess besta sem
átthagafélögin standa fyrir.
Árin síðan Sigríður dó hefur
Vestfirðingafélagið í félagsanda
hennar efnt til samkomu á afmæl-
isdegi hennar 14. maí. Svo var enn
í gærkvöld þegar efnt var til hinn-
ar árlegu menningarvöku félagsins
í félagsheimilinu Gullsmára í
Kópavogi.
Aðalsteinn Eiríksson.
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
FRÉTTIR
170 STARFSMENN Orkuveitunnar
fá fræðslu í vistvænum akstri. Er
það fyrst og fremst um að ræða þá
starfsmenn, sem að staðaldri aka
bílum á vegum fyrirtækisins. Nám-
skeiðið er liður í umhverfisstefnu
fyrirtækisins og er jafnframt þátt-
ur í orkusparnaði, að draga úr
kostnaði og auka öryggi starfs-
manna í starfi.
Kennslan fer þannig fram, að
nemandinn ekur tiltekinn hring á
sína vísu, en síðan sama hring undir
leiðsögn kennarans. Sérstök mæli-
tæki í bifreiðinni sýna aksturslag
nemandans, mæla bensíneyðslu,
hraða og aksturstíma.
Á myndinni eru Auður Björg Sig-
urjónsdóttir starfsmaður Orkuveit-
unnar, og Guðbrandur Bogason
ökukennari við sérútbúna kennslu-
bifreið.
Starfsmenn Orkuveitunnar
læra vistvænan akstur
SAMTÖK verslunar og þjónustu
(SVÞ) mótmæla uppsögn Íslensks
markaðar á starfsemi í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Uppsögnin er að
mati SVÞ gerð í hefndarskyni fyrir
þá ákvörðun Íslensks markaðar að
kæra Flugstöðina fyrir brot á sam-
keppnislögum. Ætla má að uppsögn-
in sé öðrum fyrirtækjum í Flugstöð-
inni til viðvörunar um að vefengja
ekki hin umdeilanlegu vinnubrögð
Flugstöðvarinnar sem starfar í skjóli
ríkisins. Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu frá SVÞ.
„Fyrirtækið, sem þar til fyrir fáum
árum var að töluverðum hluta í eigu
íslenska ríkisins, rekur aðeins starf-
semi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Þegar forval var auglýst vegna
endurúthlutunar verslunarrýmis í
FLE fyrir um tveimur árum var fyr-
irtækið mjög ósátt við ákvæði sem
þar voru og þrengdu kosti þess. Því
sendi það erindi til Samkeppnis-
stofnunar og kvartaði yfir þeim at-
riðum sem þóttu óviðunandi.
Þarna bar e.t.v. mest á því að FLE
væri báðum megin borðs, þ.e.a.s.
sem leigusali en jafnframt verslunar-
eigandi og rekstraraðili sem úthlut-
aði sjálfum sér feitustu bitana úr því
vöruvali sem boðið er í FLE.
Samkeppnisstofnun samþykkti
rök Íslensks markaðar og málið
gekk þá áfram og héraðsdómur stað-
festi úrskurð Samkeppnisstofnunar.
Þá var áfrýjað til Hæstaréttar sem
úrskurðaði FLE í vil nú fyrir
skömmu.
Tæpum sólarhring síðar barst Ís-
lenskum markaði uppsagnarbréf
vegna leigu í FLE og jafnframt kom
fram að fyrirtækið var ekki talið
hæft til þátttöku í áðurnefndu forvali
sem á nú að fara fram.
SVÞ telja að skýringar stjórnenda
FLE séu ekki trúverðugar og fráleitt
sé að telja fyrirtækið Íslenskan
markað, eftir 35 ára rekstur í flug-
stöðinni, óhæft til þátttöku í forvali
um aðstöðu í FLE. Þarna ráða ekki
ferðinni sanngirnissjónarmið og
jafnræðisregla.
SVÞ telja að í þessari stöðu eigi að
heimila Íslenskum markaði þátttöku
í umræddu forvali og við samninga í
kjölfarið verði öðrum en þeim aðilum
hjá FLE og ÍM sem mest hafa deilt
falið að ganga frá málum,“ segir í
fréttatilkynningunni.
Mótmæla uppsögn
Íslensks markaðar
Sængurfataverslun,
Glæsibæ • Sími 552 0978
Sængur, koddar
og dýnuhlífar
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 sími 551 3930
HINN 10. maí sl. rann út um-
sóknarfrestur um embætti hér-
aðsdómara, sem fyrst um sinn
mun ekki eiga fast sæti við til-
tekinn héraðsdómstól, sbr.
heimild í 1. mgr. 15. gr. laga um
dómstóla nr. 15/1998, en eiga
fyrstu starfsstöð við Héraðs-
dóm Reykjavíkur.
Auk starfa þar verða honum
einnig falin verkefni við aðra
héraðsdómstóla.
Dómsmálaráðherra skipar í
embættið frá og með 1. sept-
ember 2004.
Um embættið sóttu: Arnfríð-
ur Einarsdóttir skrifstofustjóri
við Héraðsdóm Reykjavíkur,
nú settur héraðsdómari við
sama dómstól, Ásgeir Magnús-
son hæstaréttarlögmaður, Sig-
rún Guðmundsdóttir hæsta-
réttarlögmaður og Þorsteinn
Pétursson héraðsdómslögmað-
ur, starfar nú sem löglærður
fulltrúi sýslumannsins á Sel-
fossi.
Umsækjend-
ur um emb-
ætti héraðs-
dómara