Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 65

Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 65 Miðbæjarsýningin heldur áfram í Höfuðborgarstofu Sýningu á til- lögum sem bárust í hugmynda- samkeppni Landsbankans um miðbæ Reykjavíkur verður fram haldið í Höfuðborgarstofu í Ingólfs- nausti. Sýningin mun standa til loka þessa mánaðar og er opin til kl. 18 alla daga vikunnar. Í DAG Flórgoðadagurinn Hinn árlegi flór- goðadagur Fuglaverndar og Um- hverfisnefndar Hafnarfjarðar verð- ur við Ástjörn í Hafnarfirði á morgun, sunnudaginn 16. maí, kl. 14–16. Fuglaskoðarar verða á staðn- um og upplýsa gesti um flórgoðann og sýna þeim fjölbreytt lífríki nátt- úruperlunnar Ástjarnar. Ástjörn er syðst í Hafnarfirði austan Reykja- nesbrautar og er farið að tjörninni um hið nýja Áshverfi. Mæting á göngustígnum í Grísanesi. Nánari upplýsingar á www.fugla- vernd.is Á MORGUN Íþróttasamband fatlaðra tuttugu og fimm ára. Í tilefni 25 ára af- mælis Íþróttasambands fatlaðra verður „opið hús“ í kaffiteríu ÍSÍ, íþrótta- miðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, mánudaginn 17. maí frá kl. 17– 19. Allir velkomnir. Jarðfræði Hengils og nágrennis Endurmenntun Háskóla Íslands heldur námskeið sem ber titilinn „Jarðfræði Hengils og nágrennis“ þar sem fjallað verður um Hengil og umhverfi hans. Fjallað verður um jarðsögu svæðisins, jarðhita og nýtingu hans, landmótun og áhrif ísalda á berggerðir, set, sjáv- arstöðubreytingar o.fl. Námskeiðið verður í húsnæði Endurmenntunar að Dunhaga 7, mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. maí kl. 20.15– 22.15. Farið verður í tvær dags- ferðir, laugardaginn 29. og sunnu- daginn 30. maí, til að skoða ýmsa þætti jarðfræðinnar á staðnum, jarðhitasvæði í Hengli og Hvera- gerði. Námskeiðið er ætlað almenningi, kennurum, leiðsögumönnum og öllu áhugafólki um jarðfræði og landið. Kennarar á námskeiðinu eru þeir dr. Helgi Torfason, sviðsstjóri jarð- fræðasviðs Náttúrufræðistofnunar Íslands, og dr. Hreggviður Norð- dahl, sérfræðingur við Raunvís- indastofnun HÍ. Frekari upplýsingar um nám- skeiðið er að finna á vef Endur- menntunar www.endurmenntun.is. Á NÆSTUNNI OPIÐ hús verður í Háholti 10 á Laugarvatni í dag og á morgun, sunnudaginn 16. maí, kl. 14–18. Til sýnis verður nýbyggt þriggja íbúða raðhús sem Pétur Þorvalds- son, byggingameistari á Laug- arvatni, hefur byggt og verða tvær íbúðanna afhentar nýjum eigendum á laugardaginn. Guðrún Matthíasdóttir, ein hinna nýju eigenda, mun sýna myndverk sín í íbúð þeirra hjóna í tilefni af- hendingarinnar. Einnig mun Silja Rós María Auðunsdóttir sýna myndir sínar en hún er aðeins 11 ára gömul. Þá mun Erna Hrönn Ás- geirsdóttir, leirlistakona á Hellu, sýna verk unnin í leir. Opið hús og myndlistar- sýningar Pétur Þorvaldsson byggingameist- ari, Hjördís Ásgeirsdóttir kona hans, Guðrún Matthíasdóttir myndlistar- kona og Silja Rós Auðunsdóttir. Á FUNDI hjúkrunarfræðinga, sem haldinn var á Alþjóðadegi hjúkrun- arfræðinga 12. maí sl., var samþykkt eftirfarandi ályktun þar sem stjórn- völd eru hvött til að bregðast við fá- tækt á Íslandi: „Hjúkrunarfræðingar um allan heim hafa helgað Alþjóðadag hjúkr- unarfræðinga, 12. maí 2004, barátt- unni gegn fátækt. Fátækt er eitt af helstu vanda- málum mannkynsins en talið er að um 2,8 milljarðar manna búi við sára fátækt og skorti þar með nauðsynjar, svo sem mat, vatn, klæði, húsnæði og aðgang að heilbrigðisþjónustu. Sýnt hefur verið fram á að fátækt er til á Íslandi. Vítahringur fátæktar og sjúkdóma er þekktur, þar sem hinir fátæku eru almennt við verri heilsu en þeir sem betur eru settir fé- lags- og efnalega í samfélaginu og að verra heilsufar leiðir til minni vinnu- getu og lægri tekna. Í samspili fá- tæktar og sjúkdóma má greina ákveðna lykilþætti í lífi og aðstæðum fátæks fólks sem leiða til verra heilsufars. Í stefnu Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga í hjúkrunar- og heil- brigðismálum er lögð áhersla á það sjónarmið að heilbrigðisþjónusta sé hluti mannréttinda og því beri að tryggja að allir hafi jafnan aðgang að henni. Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að bregðast við fátækt á Íslandi og gera þær ráðstafanir sem þarf til að allir þegnar þessa lands megi búa við mannsæmandi kjör, gott heilsufar og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni, þjóðinni til heilla.“ Hvetja stjórnvöld til að bregðast við fátækt                      

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.