Morgunblaðið - 15.05.2004, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 69
SVEINUNG Fjelstad knattspyrnumaður hjá
norska úrvalsdeildarliðinu Ham/Kam féll á
lyfjaprófi sem tekið var af leikmanninum 21.
apríl sl. Hann er fyrsti knattspyrnumaðurinn
sem fellur á lyfjaprófi í Noregi, en hinn 26 ára
gamli leikmaður reyndist hafa tekið inn stera-
lyf. Fjelstad hefur viðurkennt að hafa tekið
inn efni sem vinur hans hafði útvegað honum
en hann hafi ekki tekið eftir innihaldslýsingu
á þeim efnum sem hann hafði tekið inn.
„Ég var einfaldlega heimskur að hafa tekið
þessi efni inn. Ég bið félagið mitt afsökunar,
leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn, en
þetta er vandræðalegt ástand sem ég hef
komið félaginu í,“ segir Fjelstad við AFP-
fréttastofuna.
Norskur knatt-
spyrnumaður
féll á lyfjaprófiKYLFINGARNIR Tómas Salmon úr GR og Rúnar Óli EinarssonGS hefja í dag keppni á Opna enska höggleiksmótinu sem fram
fer á West Lancashire-vellinum sem er skammt frá Liverpool.
Fjórar landsliðskonur fara í næstu viku til Svíþjóðar og taka
þátt á Opna sænska mótinu fyrir kylfinga undir 21 árs aldri. Þær
eru Arna Rún Oddsdóttir GH, María Ósk Jónsdóttir GA, Sunna
Sævarsdóttir GA og Tinna Jóhannsdóttir GK. Mótið hefst 21. maí
og lýkur 23. maí og er leikið í bænum Vara á samnefndum velli. Á
sama tíma verða fjórir íslenskir keppendur á Opna skoska högg-
leiksmótinu sem fer fram á Lundin Links-vellinum. Íslenska liðið
er þannig skipað: Magnús Lárusson GKJ, Ottó Sigurðsson GKG,
Pétur Óskar Sigurðsson GR og Sigmundur Einar Másson GKG.
Golfsambandið vonast til þess að koma að tveimur kylfingum
til viðbótar sem eru á biðlista mótsins.
Guðjón Henning Hilmarsson GKG, Haukur Már Ólafsson GKG,
Kristján Þór Einarsson GKJ, Ólafur B. Loftsson NK og Sigurður
Pétur Oddsson GR keppa síðan á Opna Welska mótinu sem fram
fer 29.–30. maí en þetta er í þriðja sinn sem piltalandslið Íslands
fer á þetta mót, sem að þessu sinni fer fram á Rolls of Monmouth.
Íslenskir kylfingar
á faraldsfæti
Jackson tók leikhlé eftir aðDuncan hafði skorað, lagði á
ráðin með leikmönnum sínum. Gary
Payton tók innkast á varnarhelm-
ing Spurs, flestir bjuggust við að
Kobe Bryant myndi fá knöttinn en
þess í stað kom bakvörðurinn Der-
ek Fisher á móti Payton, hann fékk
sendinguna, stökk upp og sneri sér
á sama augnabliki að körfunni, og
knötturinn fór beint ofaní körfuna.
Dómarar leiksins skoðuðu atvikið af
myndbandi áður en þeir dæmdu
körfuna gilda.
Forráðamenn Spurs hafa hins-
vegar lagt inn formlega kæru þar
sem þeir telja að leiktíminn hafi
verið settur of seint af stað og skot
Fishers hafi farið af stað eftir að
leiktíminn rann út. Einn af þremur
dómurum leiksins setur leikklukk-
una af stað með þráðlausum búnaði
sem hann er með í beltinu og að
auki var hlutlaus tímavörður til
staðar sem sá um að allt færi fram
samkvæmt reglum.
Popovich er efins
„Leikklukkan fór of seint af stað,
það er mitt mat,“ sagði Gregg
Popovich þjálfari Spurs eftir leik-
inn.
Duncan er hinsvegar viss um að
Spurs leggi Lakers að velli í sjötta
leiknum og fái oddaleik á heimavelli
sínum.
„Baráttan í liðinu var til fyrir-
myndar, við gáfumst aldrei upp. Við
fengum tækifæri til þess að vinna
leikinn og við verðum með mikið
sjálfstraust þegar við mætum til
leiks í Los Angeles,“ sagði Duncan.
Ótrúlegur lokakafli og skot Fish-
ers verður skráð í sögubækurnar,
enda er Lakers með vænlega stöðu,
3:2, en sjötta viðureign liðanna fer
fram í Los Angeles á laugardag og
með sigri getur Lakers tryggt sér
sæti í úrslitum Vesturstrandarinn-
ar.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni
á Vesturströndinni er staðan jöfn,
2:2, en þar eigast við Minnesota
Timberwolves og Sacramento
Kings.
Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir
Spurs og tók jafnmörg fráköst.
Kobe Bryant skoraði 22 stig en
það vekur athygli að Lakers vinnur
leikinn þrátt fyrir að miðherjinn
Shaquille O’Neal skori aðeins 11
stig en hann tók einnig 11 fráköst.
Fisher óvænt hetja liðsins
Fisher fagnaði skoti sínu með
þeim hætti að hann hljóp fagnandi í
átt að búningsherbergjum liðsins.
„Ég vildi koma mér af svæðinu en
ég fylgdist með ákvörðun dómara
leiksins af risaskjá fyrir ofan leik-
völlinn,“ sagði Fisher. O’Neal var
með svör á reiðum höndum eftir
leikinn. „Öll lið eiga skilið að fá
heppnina með sér í lið, Duncan var
heppinn með sitt skot og við vorum
heppnir að fá síðasta skot leiksins,“
sagði O’Neal.
Að venju hafa tölfræðingar vest-
anhafs reiknað það út að líkurnar á
sigri Spurs eru nánast engar, þar
sem það lið sem hefur unnið fimmta
leikinn í sjö leikja rimmu hefur haft
betur í 95 tilvikum af 115.
Derek Fisher tryggði LA Lakers sigur
gegn meistaraliði San Antonio Spurs
Ótrúlegur
lokakafli
LOKAKAFLI viðureignar meistaraliðs San Antonio Spurs gegn Los
Angeles Lakers í fyrrinótt er líklega einn sá eftirminnilegasti í sögu
NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Leikmenn San Antonio fögnuðu
gríðarlega þegar Tim Duncan kom liðinu yfir með stökkskoti, 73:72,
og aðeins 0,4 sekúndur lifðu þá af leiknum. Leikmenn Spurs fögn-
uðu of snemma þar sem Phil Jackson þjálfari Lakers var með tromp
uppi í erminni sem tryggði Lakers sigur, 74:73, en staðan í einvíg-
inu er 3:2, Lakers í vil.
Reuters
Derek Fisher fagnar sigur-
körfu sinni gegn Spurs.
MAGNÚS Helgason körfuknatt-
leiksmaður hefur ákveðið að skipta
úr KR í Þór á Akureyri. Magnús er
uppalinn í Þór en hefur verið tvö
keppnistímabil í KR og þar áður eitt
ár í Stjörnunni. Magnús er 24 ára
skotbakvörður. Hann er rúmlega
1,90 m á hæð og verulegur liðsstyrk-
ur fyrir Þórsara að sögn Þorgils
Sævarssonar, formanns körfuknatt-
leiksdeildar Þórs. Þorgils segir von
á fleiri nýjum leikmönnum til Þórs
fyrir næsta vetur.
Á HEIMASÍÐU körfuknattleiks-
deildar Njarðvíkur er greint frá því
að búið sé að ganga frá samkomu-
lagi við þrjá af lykilmönnum liðsins,
landsliðsmennina Friðrik Stefáns-
son og Pál Kristinsson, auk Hall-
dórs Karlssonar.
Í FRÉTTINNI er sagt frá því að
Keflvíkingar hafi verið á höttunum
eftir einhverjum af þessum leik-
mönnum, auk annarra liða í úrvals-
deild karla.
NJARÐVÍK sigraði í Hópbílabik-
arkeppni KKÍ í vetur, tapaði í úrslit-
um bikarkeppninnar gegn Keflavík
og féll úr leik í undanúrslitum Ís-
landsmótsins gegn Snæfelli, 3:0.
Einar Árni Jóhannsson mun stýra
liðinu á næstu leiktíð en hann tekur
við af Friðriki Ragnarssyni sem
ætlar að taka sér frí frá störfum á
næstu leiktíð.
HERMANN Helgason hefur tekið
við formennsku í körfuknattleiks-
deild Keflavíkur. Hrannar Hólm
óskaði ekki eftir að vera formaður á
ný. Aðrir í stjórn félagsins eru Birg-
ir Már Bragason, Einar Skaftason,
Guðsveinn Ólafur Gestsson, Jón
Guðmundsson, Kristján Guðlaugs-
son, Rúnar Georgsson, Særún Guð-
jónsdóttir og Sigurður B. Magnús-
son.
REYNIR í Sandgerði hefur boðið
Jóhannesi Kristbjörnssyni að taka
að sér þjálfun körfuknattleiksliðs fé-
lagsins sem spilar í 2. deildinni. Jó-
hannes lék á sínum tíma með Njarð-
vík og KR en hann hefur einnig
leikið með Reynismönnum undan-
farin ár. Á vef Víkurfrétta segir að
Jóhannes ætli að svara Reynis-
mönnum á næstu dögum.
TÚNIS hefur dregið til baka um-
sókn sína um að halda heimsmeist-
aramótið í knattspyrnu árið 2010. Á
morgun verður ákveðið hvar keppn-
in fer fram og stendur valið á milli
Suður-Afríku, Egyptalands, Mar-
okkó og Líbýu.
MARTIN Keown leikur í dag sinn
síðasta leik fyrir Arsenal þegar
Englandsmeistararnir taka á móti
Leicester í lokaumferð ensku úr-
valsdeildarinnar. Keown, sem er 38
ára gamall, hefur verið í herbúðum
Arsenal allar götur síðan 1982 en
Arsene Wenger hefur ákveðið að
samningur hans verði ekki fram-
lengdur.
FÓLK
Þróttur R.
Komnir:
Daníel Hafliðason frá Víkingi R.
Davíð Logi Gunnarsson frá Haukum
Grétar Már Sveinsson frá HK
Hans Sævarsson frá Aftureldingu
Jónas Guðmannsson frá Selfossi
Sigurður Hallvarðsson frá Fjölni
Stefán Logi Magnússon frá Víkingi R.
Tryggvi Björnsson frá Víkingi R.
Valgarður Finnbogason frá Fjölni
Farnir:
Björgólfur Takefusa í Fylki
Charles McCormick í írskt lið
Gestur Pálsson í Odense BK
Valur
Komnir:
Andri Már Óttarsson frá Aftureldingu
Ágúst Guðmundsson frá Korup
Baldur Aðalsteinsson frá ÍA
Jóhannes Gíslason frá ÍA
Þórður Jensson frá HK
Þórhallur Hinriksson frá KR
Farnir:
Ármann Smári Björnsson í FH
Ellert Jón Björnsson í ÍA
Guðni Rúnar Helgason í Fylki
Hjörvar Hafliðason í KR
Thomas Maale í Hvidovre
Þór
Komnir:
Andri Rúnar Karlsson frá Vaski
Dragan Stojanovic frá Fjarðabyggð
Heimir Björnsson frá KA
Ibra Jagne frá Gambíu
Jón Stefán Jónsson frá Vaski
Júlíus Tryggvason frá KA
Lee Sharkey frá Bandaríkjunum
Sigurður Donys Sigurðsson frá Einherja
Steinn Símonarson frá Fjölni
Vilmar Freyr Sævarsson frá Hetti
Farnir:
Arnljótur Ástvaldsson í KR
Helgi Þór Jónasson í Einherja
Jóhann Þórhallsson í KA
Kristján Elí Örnólfsson í KA
Orri Freyr Hjaltalín í Grindavík
Pétur Kristjánsson í danskt lið
Stjarnan
Komnir:
Dalibor Lazic frá Serbíu
Mihajlo Bibercic frá Serbíu
Farnir:
Gunnar Guðmundsson í HK
Vilhjálmur R. Vilhjálmsson í Víking R.
Haukar
Komnir:
Arnar Steinn Einarsson frá Víkingi R.
Luke Wildy frá Wimbledon
Ryan Mouter frá Wimbledon
Valþór Halldórsson frá KR
Zoran Panic frá HK
Farnir:
Birgir Rafn Birgisson í HK
Davíð Logi Gunnarsson í Þrótt R.
Gunnar Sveinsson í Njarðvík
Hilmar Rafn Kristinsson í HK
Sigmundur Ástþórsson í FH
Njarðvík
Komnir:
Alfreð Jóhannsson frá Grindavík
Aron Már Smárason frá Keflavík
Guðmundur Brynjarsson frá Víði
Gunnar Sveinsson frá Haukum
Einar Oddsson frá Víkingi R.
Kristján H. Jóhannsson frá Keflavík
Milan Janosevic frá Serbíu
Ólafur Þór Gylfason frá Víði
Farnir:
Arjen Kats til Nieuwdorp
Jóhann H. Aðalgeirsson í Grindavík
Óskar Örn Hauksson í Grindavík
Breiðablik
Komnir:
Friðrik Ómarsson frá Stjörnunni
Kjartan Antonsson frá Fylki
Pétur Sigurðsson frá FH
Sverrir Sverrisson frá Fylki
Þorsteinn V. Einarsson frá Fjölni
Farnir:
Engir.
HK
Komnir:
Árni Thor Guðmundsson frá Leiftri/Dalvík
Birgir Rafn Birgisson frá Haukum
Brynjar Skúlason frá Fjarðabyggð
Gunnar Guðmundsson frá Stjörnunni
Hilmar Rafn Kristinsson frá Haukum
Jóhann Björnsson frá ÍR
Júlíus Valgeirsson frá Sindra
Pálmar Hreinsson frá Aftureldingu
Pétur Guðmundsson frá Létti
Farnir:
Atli Þór Jakobsson í BÍ
Grétar Már Sveinsson í Þrótt R.
Ólafur V. Júlíusson í Fylki
Zoran Panic í Hauka
Þorsteinn Gestsson í Tindastól
Þórður Jensson í Val
Völsungur
Komnir:
Borislav Lalic frá Serbíu
Heiðar Ingi Ólafsson frá Fram
Oddur H. Guðmundsson frá KR
Farnir:
Enginn.
Fjölnir
Komnir:
Garpur I. Elísabetarson frá KR
Hallur K. Ásgeirsson frá Víkingi Ó.
Svavar Hjaltested frá Víkingi R.
Farnir:
Ilija Kitic til Austurríkis
Sigurður Hallvarðsson í Þrótt R.
Steinn Símonarson í Þór
Valgarður Finnbogason í Þrótt R.
Þorsteinn V. Einarsson í Breiðablik
Mannabreytingar
ÍÞRÓTTIR