Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 70

Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 70
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut fyrir Englendingum, 1:0, í æfingaleik í Peterborough á Englandi í gær- kvöld. Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 42. mínútu. „Ég var að mörgu leyti mjög sátt við leik liðsins og þetta er góður undirbúningur fyrir leikina á móti Ungverjum og Frökkum í EM. Við áttum í smá erfiðleikum í fyrri hálfleik. Stelpurnar voru full ragar að halda boltanum innan liðsins og við vorum meira í að verjast og koma okkur inn í leik- inn. Seinni hálfleikurinn var miklu betri af okkar hálfu. Liðinu gekk betur að spila boltanum og við náðum virkilega að ógna enska markinu. Ég held að við höfum fengum fimm mjög marktækifæri en því miður náðum við ekki að jafna. Ég er aldrei sátt við að tapa en stelpurnar stóðu sig í heildina virkilega vel,“ sagði Helena Ólafs- dóttir landsliðsþjálfari við Morg- unblaðið. Naumt tap fyrir Englandi ÍÞRÓTTIR 70 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Gautur Arason, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, yfirgef- ur herbúðir Manchester City eftir leikinn við Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu í dag en Árni fékk þau skila- boð frá Kevin Keegan, stjóra City, í gær að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. Árni gekk í raðir City í janúar og gerði samning sem gilti út leiktíðina þar sem tveir af markvörðum liðsins heltust úr lest- inni vegna meiðsla, David Seaman og Nicky Weaver. „Ég reiknaði svo sem alveg með þessu og því komu tíðindin sem Keegan flutti mér alls ekki á óvart. Ég er alls ekki viss um hvort ég hefði í raun viljað gera nýjan samn- ing enda kitlar það mig að komast að sem aðalmarkvörður en allir vita að það er erfið samkeppni að keppa við enska landsliðsmarkvörðinn,“ sagði Árni Gautur við Morg- unblaðið í gær. „Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími hjá City og mikil upplifun þó svo að ég hefði viljað fá að spila meira,“ sagði Árni Gautur. Kevin Keegan sagði á vef Man- chester City að Árni Gautur væri of góður markvörður til að vera núm- er tvö. „Árni er of góður og er ekki á réttum aldri til að vera varamark- vörður. Að hluta til vildi ég halda honum hjá okkur en ég átti við hann gott spjall þar sem ég lýsti því yfir við hann að hann þyrfti að spila reglulega enda landsliðsmarkvörð- ur,“ sagði Keegan. ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, fagnaði sigri í stangarstökki á alþjóðlegu stigamóti í frjáls- íþróttum, Qatar Super Grand Pix, í Doho í Katar í gær. Þetta var fyrsta stigamót al- þjóða frjálsíþróttasambands- ins í ár. Þórey Edda stökk 4,30 metra. Þórey Edda lét síðan hækka rána og reyndi þríveg- is við 4,43 m, en felldi naum- lega. Þýska stúlkan Floé Kü- hnert varð í öðru sæti en hún stökk 4,10 metra og sömu hæð stökk Krisztina Molnár frá Ungverjalandi, sem varð í þriðja sæti. Það er sannkallaður stórslagur ogKR-ingar eru eflaust staðráðn- ir í að svara fyrir síðasta leik liðanna í deildinni sem endaði víst 7:0 fyrir FH. En það er mín tilfinning að FH vinni KR, 2:1. Þeir eru einfaldlega með gott lið, 16–17 manna hópur liðsins er gríðarlega sterkur, og sam- keppnin er mikil um stöður. Þessi lið verða í baráttunni um titilinn allt fram í lokaumferðina en ég tel að FH hafi betur að þessu sinni, þeir strá þar með salti í sár KR-inga frá því á síðasta ári,“ sagði Aðalsteinn í gær en hann er staddur í Frankfurt á vegum Marel þar sem hann er starf- andi. „Ég hef séð nokkra leiki í vor og vetur, en maður er í fríi frá bolt- anum og ég gríp í golfkylfurnar ann- að slagið þegar tími gefst,“ bætti Að- alsteinn við.  „Grindavík leikur gegn ÍBV á heimavelli og það er eitthvað sem segir mér að ekkert mark verði skor- að í þessum leik. Steindautt jafntefli. Grindvíkingar eru óþekkt stærð að þessu sinni og ÍBV er að venju að slípa saman leik sinn, þar sem liðið æfir oftar en ekki í tvennu lagi yfir vetrartímann.“  „Ég hef trú á því að Víkingur vinni Fram á útivelli í Laugardaln- um. Fæstir vita eitthvað um styrk- leika Fram sem er með marga nýja leikmenn, nýjan þjálfara en að sama skapi eru væntingarnar miklar hjá stuðningsmönnum liðsins. Sigurður Jónsson, þjálfari Víkings, er með kraftmikla stráka í sínum röðum og ég tel að þeir vinni 3:1.  „Það er gaman að vita af því að Akureyrarvöllur sé til reiðu á þess- um árstíma en ekkert lið getur átt von á auðveldum leik gegn KA á þeirra heimavelli. Þar geta öll lið lent í vandræðum og ég tel að nýliðarnir úr Keflavík tapi með minnsta mun að þessu sinni, 1:0. Keflavík leikur skemmtilega knattspyrnu, þar sem sóknarleikurinn er í fyrirrúmi. En það dugir ekki til gegn KA.“  Aðalsteinn þekkir vel til liðanna sem eigast við á æskustöðvum hans á Akranesi, þar sem heimamenn taka á móti Fylki, en Aðalsteinn var þjálf- ari Fylkis undanfarin tvö keppnis- tímabil. „Sá leikur verður opinn og skemmtilegur. Bæði lið ætla sér stóra hluti á tímabilinu og þetta er annar af stórleikjum umferðarinnar. Þegar Skagamenn eru með alla sína menn heila og keyra af krafti í leikj- um sínum verða þeir illviðráðanlegir. Þeir hafa verið sveiflukenndir í vor- leikjunum en fyrrum félagar mínir úr Fylki eiga erfitt verkefni fyrir höndum á Skaganum. Þeir munu þó ná jafntefli gegn ÍA, 2:2. Morgunblaðið/Kristinn Jónas Grani Garðarsson skoraði tvö mörk í 3:2-sigri FH-inga gegn Íslandsmeistaraliði KR í und- anúrslitum bikarkeppni KSÍ á Laugardalsvellinum í fyrra. Skagamaðurinn Aðalsteinn Víglundsson og fyrrverandi þjálfari Fylkis rýnir í fyrstu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu, sem hefst með leik KR og FH í Frostaskjóli „FH stráir salti í sár KR-inga“ „ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu verður gríðarlega jafnt og ég vona að sem flestir leikir verði skemmtilegir fyrir áhorfendur,“ sagði Að- alsteinn Víglundsson, fyrrum þjálfari Fylkismanna, er hann var innt- ur eftir tilfinningu sinni um gang mála í fyrstu umferðinni í barátt- unni um Íslandsmeistaratitlinn, sem hefst í dag með leik KR og FH. Árni Gautur kveður Manchester City KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: KR-völlur: KR – FH ..................................17 Sunnudagur: Bikarkeppni KSÍ, karlar, VISA-bikar- keppnin: Neskaupst.: Boltaf. Norðfj. – Leiknir ......14 Efsta deild karla, Landsbankadeildin: Grindavík: Grindavík – ÍBV ......................14 Akureyri: KA – Keflavík............................14 Akranes: ÍA – Fylkir..................................14 Laugardalsv.: Fram – Víkingur R. ......19.15 1. deild karla: Hlíðarendi: Valur – Þór .............................16 Húsavík: Völsungur – Þróttur R. .............16 2. deild karla: Helgafellsvöllur: KFS – KS ......................14 Selfoss: Selfoss – Leiftur/Dalvík ..............14 Garður: Víðir – Afturelding.......................16 Leiknisvöllur: Leiknir R. – ÍR ..................16 Sauðárkrókur: Tindastóll – Víkingur Ó. ..16 Mánudagur: 1. deild karla: Kópavogsvöllur: HK – Fjölnir ..................20 Ásvellir: Haukar – Stjarnan......................20 Njarðvík: Njarðvík – Breiðablik...............20 HANDKNATTLEIKUR Vináttulandsleikir kvenna: Laugardagur: Seltjarnarnes: Ísland – Danmörk........16.15 Sunnudagur: Vestmannaeyjar: Ísland – Danmörk........13 UM HELGINA KNATTSPYRNA England - Ísland 1:0 Peterborough, Englandi, vináttulandsleik- ur kvenna, föstudaginn 14. maí 2004. Mörk Englands: Fara Williams 40. Lið Íslands: Þóra B. Helgadóttir - Íris Andrésdóttir (Málfríður Erna Sigurðar- dóttir 46.), Björg Ásta Þórðardóttir, Erla Hendriksdóttir, Guðrún Sóley Gunnars- dóttir - Edda Garðarsdóttir (Dóra Stefáns- dóttir 75.), Erna B. Sigurðardóttir (Rakel Logadóttir 57.), Hólmfríður Magnúsdóttir (Dóra María Lárusdóttir 80.), Margrét Lára Viðarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir - Olga Færseth. Deildabikar kvenna Neðri deild: Þór/KA/KS - HK/Víkingur.......................1:1 England Úrslitakeppni um úrvalsdeildarsæti, und- anúrslit, fyrri leikur: Crystal Palace - Sunderland ................... 3:2 Spánn Villarreal - Valencia................................ 2:1 Sonny Anderson 13., Juan Riquelme 26. - Mauricio Pellegrino 35. Staða efstu liða: Valencia 37 23 8 6 71:26 77 Real Madrid 36 21 7 8 70:48 70 Barcelona 36 20 9 7 61:37 69 Deportivo 36 19 8 9 56:34 65 Villarreal 37 15 9 13 47:46 54 Bilbao 36 14 11 11 48:44 53 Atl. Madrid 36 14 10 12 46:48 52 Málaga 36 15 5 16 47:51 50 Sevilla 36 13 10 13 51:44 49 Osasuna 36 11 15 10 37:34 48 Belgía Germinal Beerschot - Standard Liege ... 1:2 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Vesturdeild, undanúrslit: San Antonio - LA Lakers..................... 73:74  LA Lakers er yfir, 3:2. ÚRSLIT Þórey Edda fagnaði sigri í Katar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.