Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 27 Á FIMMTUDAGINN kemur klukkan 13 efna sendiráð Íslands í Stokkhómi og Útflutningsráð til fundar þar sem farið verður yfir hugsanlegt samstarf íslenskra hönn- uða og sænskra hús- gagnafyrirtækja. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 35. Efni fundarins er kynning á verkefnum íslenskra hús- gagnahönnuða í sam- starfi við sænska hús- gagnaframleiðendur og hugsanleg hönn- unarsýning í Stokk- hólmi haustið 2005. Upphaf málsins er það að David Abresp- arr, sem er framkvæmdastjóri hjá Svensk handel – sem hefur það hlut- verk að auka innflutning til Svíþjóð- ar – kom með þá hugmynd snemma vetrar hvort unnt væri að tengja saman starfsemi íslenskra hús- gagnahönnuða og sænskra hús- gagnaframleiðenda. Er skemmst frá því að segja að fáum leist á hug- myndina til að byrja með. Varð þó úr að gerður var út leiðangur þeirra Davids Abresparrs og Leós Jó- hannssonar arkitekts í sænska hús- gagnaríkið í Smálöndum. Þar eru tugir húsgagnaframleiðenda, sem byggja upphaflega tilveru sína að- allega á því að þar eru óendanlegir skógar. Síðar hefur orðið til háþróuð og heimsþekkt sænsk hús- gagnahönnun. Leó Jóhannsson er ís- lenskur arkitekt sem hefur starfað í Svíþjóð í áratugi og nokkur verka hans eru þegar í framleiðslu í Sví- þjóð um langa tíð. Þeir Leó og David hittu að máli í ferð sinni í Smálönd nokkra sænska húsgagnaframleið- endur og það var einróma niðurstaða þeirra að það væri ómaksins vert að kanna hvort ekki mætti stuðla að beinu samstarfi sænskra húsgagna- fyrirtækja og íslenskra hönnuða. Var svo ákveðið að halda verkinu áfram og kynningarfundurinn á fimmtudaginn er haldinn af þessum ástæðum. Þar mun höfundur þessa greinarkorns kynna hugmyndina, David Abresparr svara spurning- unni: „Hvers vegna er unnið að því að efla innflutning til Svíþjóðar“ – og fullyrðir David reyndar að stofnun hans sé sú eina þessu lík í heiminum. Þá mun Leó Jóhanns- son kynna forsendur og fyrirkomulag sam- starfs við sænska hús- gagnaframleiðendur. Að þessu loknu verða spurningar og umræð- ur og þar kemur við sögu sérstakur gestur fundarins, Sigurður Gústafsson arkitekt, sem er margverðlaun- aður í Svíþjóð fyrir verk sín og hefur um langt skeið unnið náið með sænsku Källamo- húsgagnaverksmiðjunum. Þau sænsk fyrirtæki sem hafa lýst sérstökum áhuga sínum á samstarfi við íslenska hönnuði eru: Njudex, heimasíða: www.nju- dex.se AB Järnforsen Stoppmöbler, heimasíða: www.jarnforsen.com Bengt-Olof Möbler AB, heima- síða: www.bengtolof.se Wigells Möbler AB Malmbecksverken Belysningsbolaget, heimasíða: http://www.bsweden.com Fundurinn á fimmtudaginn er öll- um opinn. Snemma í apríl opnaði iðn- aðarráðherra hönnunarsýningu í París. Íslenskir húsgagnahönnuðir sýndu einnig verk sín á Bella center- sýningunni sem var í síðustu viku. Gera má ráð fyrir að íslenskir hönn- uðir komi í stærri mæli en hingað til á hönnunarmessuna í Älvsjö sem er við Stokkhólm á næsta ári. Hug- myndin um samstarf íslenskra hönn- uða og sænskra húsgagnaframleið- enda er áreiðanlega gulls ígildi fyrir báða aðila. Gert er ráð fyrir að áhugasamir hönnuðir vinni að verk- um sínum eftir fundinn á fimmtudag og að þeir hafi svo sjálfir samband við sænsku fyrirtækin. Takist þessi samvinna eins og ætla verður þá verður unnt að efna til hönnunarsýn- ingar í Stokkhólmi á næsta ári með íslenskri hönnun eingöngu og þar er af nógu að taka. Fyrir Ísland er hönnun spennandi verkefni; hönnun vöru er grundvall- arþáttur í samkeppnishæfni sam- félagsins nú orðið. Í góðri hönnun liggja stórfelldir möguleikar fyrir ís- lenskt efnahagslíf. Þá möguleika þarf að sækja með markvissum vinnubrögðum. Eitt skref í þá átt er samstarf íslenskra hönnuða og sænskra húsgagnaframleiðenda. Takist það samstarf getur það opnað stórtíðindi einnig á öðrum sviðum fyrir íslenska hönnuði sem geta þannig staðið frammi fyrir nýjum heimi. Samfélag nútímans með hrað- fleygri tækni spyr ekki að því hvar hönnuðurinn á heima; hönnuður að vörum sem eru framleiddar í Svíþjóð eða á Ítalíu getur búið hvar sem er. Það eru eiginlega að verða gömul sannindi. En það væri hins vegar nýtt ef unnt væri að opna þessar samskiptaleiðir með kerfisbundnum hætti. Eins og við viljum nú gera! Iðnaðarráðuneytið hafði forystu um sýninguna í París með mynd- arlegum stuðningi Reykjavík- urborgar. Utanríkisráðuneytið, að- alleg sendiráðið í París, lagði mikla vinnu í verkefnið og Útflutningsráð hefur staðið sig skörulega á þessu sviði með skipulagningu þátttöku í allskonar hönnunarsýningum. Næsti áfangastaður er Smálönd, hús- gagnaríkið sænska. Það ríki þurfa ís- lenskir hönnuðir að sigra. Og þeir geta það. Geta íslenskir hönnuðir sigrað húsgagnaríkið? Svavar Gestsson fjallar um húsgagnahönnuði ’Fyrir Ísland er hönnunspennandi verkefni; hönnun vöru er grund- vallarþáttur í sam- keppnishæfni sam- félagsins nú orðið. ‘ Svavar Gestsson Höfundur er sendiherra Íslands í Svíþjóð. ÉG HITTI Sjálfstæðismenn dagana sem fjölmiðlafrumvarpið kom fram og þeir sögðust ekki hafa neinar áhyggjur af reiði fólks eða æs- ingi – allt yrði liðið hjá eftir nokkra daga. Þetta verður eins og með eftirlauna- frumvarpið sem var keyrt í gegn á ör- skotsstund fyrir jólafrí; þá varð hvell- ur og svo gleymdist allt yfir jólasteikinni, sögðu stuðningsmenn forsætisráðherrans og voru borubrattir. Á sama hátt átti að rusla fjölmiðlamálinu í gegnum þingið á fáeinum dögum fyrir sum- arfrí. En það tókst ekki, andstaðan varð miklu meiri en ríkisstjórnin hefur áður þurft að mæta, og nú kenna Sjálfstæðismenn fjölmiðlum um það. Þeir hafa semsé ekki trú á skoðanamyndun almennings frekar en fyrri daginn. Þetta er allt vond- um ritstjórum og fréttamönnum að kenna, segja þeir um kannanir sem sýna fylgi flokksins í sögulegu lágmarki. En sannleikurinn er sá að Sjálf- stæðismenn geta engum kennt um nema sjálfum sér, þeir hafa farið fram af fullkomnum hroka í þessu máli og virðingarleysi fyrir því sem fólki finnst skipta einhverju máli. Það hefur nefnilega ekki dul- ist nokkrum manni að forsætisráð- herrann og hans menn eru bara að reyna að hefna sín á miðlum sem þeir telja ekki hafa verið nógu auðsveipa – þagga niður í röddum sem hafa vogað sér að vera með gagnrýni. Ég hef engan hitt sem ekki sér hlutina í þessu ljósi, og það sem verra er: Sjálf- stæðismenn hafa ekk- ert sagt eða gert til að reyna að leyna því að þetta sé tilgang- urinn. Frá upphafi hafa þeir sagt: Ertu með Baugi eða ertu með okkur? Sjáiði hvernig þeir skrifa! Menn veifa blöðum í ræðustól Alþingis. Og fjár- málaráðherrann rökstuddi laga- frumvarpið gegn fjölmiðlunum með því að árásir þeirra á forsætisráð- herra væru „sjúklegar“. Nú ætla ég ekki að líkja Geir Haarde við leiðtoga Sovétríkjanna, en menn verða að gæta sín á hvað þeir segja; gagnrýnin á Brésnef var líka talin vera „sjúkleg“ … Þegar Þjóðhagsstofnun sagði eitthvað sem var Davíð ekki þókn- anlegt var stofnunin bara lögð nið- ur. Kannski ekki beinlínis með þeim rökum, en samt duldist eng- um tilgangurinn og menn forsætis- ráðherrans reyndu ekkert að bera á móti því; mörgum þótti þetta jafnvel „flott hjá kallinum“. En þegar ríkisstjórn reynir að skrúfa fyrir fjölmiðla sem hafa í frammi gagnrýni, þá finnst engum það flott. Þá er flestu fólki einfaldlega nóg boðið. Mistök valdsherranna Einar Kárason skrifar um fjölmiðlalögin ’Sannleikurinn er sá aðSjálfstæðismenn geta engum kennt um nema sjálfum sér.‘ Einar Kárason Höfundur er rithöfundur. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.