Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 35 Eins þegar glaðbeitti kokkurinn í Basel í Sviss hrærði í vel kæstum há- karlabitum og dýfði þeim í graflaxsós- una og flutti langa þakkarræðu um lostætið eða þegar konurnar okkar buðu kokki í Bordeaux, dökkum á brún og brá að smakka á hákarli og þeim fannst maðurinn skipta litum svo hvarf hann skyndilega á braut og sást svo ekki meira þann daginn. Blessunarlega gengu þessar ferðir án áfalla og fyrir það vorum við félagarn- ir forsjóninni þakklátir. Nú er lífsgöngunni lokið og komið að kveðjustund. Við teljum víst að þegar jazzinn hljómar í himnasölum mun vinurinn renna á hljóðið og kæt- ast á ný. Við þökkum kærum vini samfylgdina og biðjum honum Guðs blessunar. Elsku Sigrúnu og fjölskyldunni allri vottum við samúð okkar. Ásta og Ævar. Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. (Kolbeinn Tumason.) Fyrir rúmum þrjátíu árum þ.e. í janúar 1973 hóf ég störf í Landsbanka Íslands. Var mér gert að mæta í Múlaútibú bankans og bera mig upp við þáverandi útibússtjóra, Bjarna Magnússon. Ekki var laust við að ég bæri hálfgerðan kvíða í brjósti mínu, ég ungur og óharðnaður unglingur sem ætlaði að hefja störf sem banka- maður. Á móti mér tók lágvaxinn maður á besta aldri og segja má að hann hafi tekið mér opnum örmum og frá þeirri stundu hefur ekki fallið skuggi á vináttu okkar. Leiddi hann mig um húsnæði útibússins og kynnti mig fyrir verðandi starfsfélögum mín- um. Strax frá byrjun fékk ég tækifæri til að ganga í nánast öll störf sem unn- in voru í útibúinu. Þegar ungur og óreyndur starfsmaðurinn kemur til nýrra starfa, finnur hann fljótt hvern- ig viðmót yfirmanns er gagnvart hon- um og ekki er verra þegar honum er trúað fyrir ábyrgðarstörfum. Ég get með góðri samvisku sagt að það vega- nesti sem ég fékk í byrjun var sann- arlega Bjarna að þakka. Hann var óspar að hvetja mann að takast á við krefjandi störf. Síðar fylgdi ég Bjarna þegar hann varð útibússtjóri í Mjódd- inni haustið 1982. Er mér sérstaklega minnisstætt þegar hópi starfsmanna sem fékk stöður við nýja útibúið, var boðið í vinnuferð tilKaupmannahafn- ar að kynna okkur störf þjónustufull- trúa við útibú Den danske Bank. Heitið þjónustufulltrúi var ekki til sem starfsheiti í íslenskum bönkum á þeim tíma þannig að með sanni má segja, að við höfum verið þeir fyrstu hér á landi. Þótt langt sé um liðið veit ég að ég get fyrir hönd okkar hópsins þakkað af heilum hug fyrir ógleyman- legar stundir í starfi og leik. Í huga Bjarna var aðalatriðið að hvetja sitt fólk og gera það ánægt í starfi. Þótt ég hafi sagt skilið við félaga og vini í Landsbankanum þá hefur vináttan haldist áfram þó samskipti hafi minnkað í seinni tíð. Það gladdi mig mikið að sjá Bjarna við jarðarför föður míns í febrúar síð- astliðinn. Ekki grunaði mig að það yrði okkar hinsti fundur. Nokkrum vikum síðar hitti ég Magnús, son Bjarna sem sagði mér frá erfiðum veikindum pabba síns og ekki væri bjart framundan. Ég á þó í hjarta mínu minningar um gott faðmlag og hlýju sem streymdi frá Bjarna til mín þegar ég átti um sárt að binda. Ég sagði oft við Bjarna að við vær- um miklir gæfumenn í einkalífi okkar og ekki skemmdi það fyrir að við vor- um báðir giftir Sigrúnum. Sigrún og Bjarni voru sem eitt og stóðu saman í að hlúa að stórfjölskyldunni. Í mínum huga efast ég ekki um að Sigrún og fjölskyldan var Bjarna allt. Fjölskyld- an var það sem allt snerist um. Við hjónin sendum Sigrúnu, börnum og öllu venslafólki alúðar samúðarkveðj- ur og megi Guð styrkja ykkur öll í sorg ykkar og gefa ykkur styrk. Minning um góðan dreng lifir. Guð blessi minningu Bjarna Magnússon- ar. Gunnar Hans Helgason. Leiðir okkar Bjarna lágu fyrst saman fyrir um 50 árum, og þá í gegn- um „tjútt-staði“ borgarinnar. Við höfðum báðir gaman af að dansa, og var sumar vikurnar dansað á hverju kvöldi. Hafnfirðingurinn sótti til Reykjavíkur, til að gera hosur sínar grænar fyrir Sigrúnu, sem leiddi svo til hjónabands þeirra. Hann var hepp- inn og seigur þar, því Sigrún átti eftir að reynast honum ómetanlegur og óhagganlegur bakhjarl, það sem eftir var. Leiðir lágu svo þéttar saman, þeg- ar Kiwanis-hreyfingin fór að starfa hér á landi. Við unnum, ásamt Sveini Guðbjartssyni o.fl., að stofnun Eld- borgar (1969), og eru mér minnis- stæðar margar ferðir til Hafnarfjarð- ar í kringum það. Þegar svo bar við, voru heimili þeirra ávallt opin fyrir Kiwanismönnum. Eldborg var, og er, eitt mjög samhent lið, sem hefur sett sinn svip á bæjarlífið í Hafnarfirði. Síðar gegndi Bjarni mörgum trún- aðarstörfum fyrir K-hreyfinguna, var svæðisstjóri, umdæmisstjóri, fulltrúi á alþjóðaþingum o.fl. Eftir að Bjarni tók við útibússtjóra- stöðu Landsbankans í Múla, gerð- umst við viðskiptavinir, ofan á allt annað. Togast var á um peninga bankans, og fannst mér Bjarni oft vera heldur harðdrægur við að verja hagsmuni hans. Við undirbúning Breiðholtsútibús, og meðan hann var við stjórnvölinn þar, þá vann Bjarni mikið brautryðj- andastarf við að breyta bankanum úr stofnun í nútíma þjónustufyrirtæki. Þar var við ramman reip að draga, og ræddum við það oft, hvað hægt gekk að færa bankann nær nútíma aðferðum, sem við sáum í gangi á al- þjóðamarkaði. Hann var óþreytandi við að reyna að ná í meiri viðskipti fyrir „sitt“ útibú, fyrirtæki í nágrenninu voru heimsótt, og boðin þjónusta bankans. Það var ekki mikið um, að bankastjór- ar gerðu slíkt í þá daga. Bjarni var metnaðargjarn og þá um leið fram- sækinn, í sínu starfi. Smátt og smátt breyttist kunnings- skapurinn yfir í vinskap, sem hélst það sem eftir var, og bar aldrei skugga þar á. Er ég mjög þakklátur fyrir það. Bjarna líkaði vel að hafa fjör í kring- um sig, hann var mikill píanó-jazz-unn- andi, kunni vel að meta skemmtilegar sögur, fannst gott að hlæja og var góð- ur í að blanda þessu öllu saman við guðaveigar og góðan mat. Í raun var Bjarni góðhjartaður, hugsaði vel um sína fjölskyldu, var fljótur að átta sig á aðstæðum, fastur fyrir og harður í horn að taka, sérstaklega ef honum fannst að sér vegið. Mörg ferðalögin fórum við í saman, bæði innanlands og utan, skemmti- og skylduferðir, og hafði ég alltaf gaman af að ferðast með honum. Veiðiferðir voru óteljandi, með ýmsum uppákom- um, gamanið var alltaf í fyrirrúmi, en áhyggjur hversdagsins fengu ekki að- gang. Að vera gestur hjá Bjarna og Sig- rúnu, er ógleymanlegt. Heimili þeirra er óvenju hlýlegt, mikil gestrisni var þar í fyrirrúmi. Stundum ílengdust þessar veizlur, hlustað á góðan jazz, spjallað og hresst uppá sálartetrið fram í birtingu. Það voru góðar stund- ir. Við vonum að Sigrún finni styrk til að komast yfir þennan mikla missi, um leið og við sendum börnum þeirra og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Hjördís og Ásgeir Hjörleifsson. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STEFÁN STEFÁNSSON útgerðarmaður og skipstjóri, Dalvík, andaðist laugardaginn 15. maí sl. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 28. maí kl. 13:30. Sigrún J. Eyrbekk, Stefán Stefánsson, Hulda Ólafsdóttir, Sigríður Ingibjörg Stefándóttir, Davíð Stefánsson, Vilborg Björgvinsdóttir, Anna Lísa Stefánsdóttir, Magnús Jónasson, Sigrún Stefánsdóttir, Sveinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KNÚTUR ÁRMANN rafvirkjameistari, Breiðvangi 8, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstu- daginn 28. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Kristín J. Ármann, Valdís Erla Ármann, Guðbjörn Ólafsson, Kristín Björk Guðbjörnsdóttir, Brynjólfur Ásþórsson, Ólafur Þór Guðbjörnsson, Halla María Helgadóttir, Valdimar Björn Guðbjörnsson, Soffía Dögg Garðarsdóttir, Júlíus Jens Ármann, Knútur Rafn Ármann, Helena Hermundardóttir, Einar Helgi Ármann, Júlíus Rafn Ármann og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, AÐALGEIR AXELSSON fyrrv. bifreiðarstjóri, Grenivöllum 28, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjaldarvík laug- ardaginn 22. maí, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 27. maí kl. 13.30. Petrína Ágústsdóttir, Agnes Aðalgeirsdóttir, Hersteinn Brynjúlfsson, Ágúst Jón Aðalgeirsson, Þorgerður Aðalgeirsdóttir, Helgi Borg Jóhannsson, Axel Aðalgeirsson, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Snjólaug Aðalgeirsdóttir, Ólafur Axelsson, Selma Jónsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS EINARSSONAR, Hlíðarhúsum 5, Reykjavík. Þórdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Guðjón R. Ágústsson, Einar Guðjónsson, Helga Guðmundsdóttir, Þorbjörg Guðjónsdóttir, Gylfi Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar föður míns, ÞÓRÐAR HELGA EINARSSONAR, Ísafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungs- sjúkrahússins á Ísafirði. Fyrir hönd aðstandenda, Svanhildur Þórðardóttir. Okkar innilegustu hjartans þakkir til ykkar allra fyrir ómetanlegan stuðning, kærleika og vinar- hug til okkar vegna andláts ástkærrar unnustu minnar, dóttur, systur, mágkonu og dóttur- dóttur, RAGNHILDAR MAGNÚSDÓTTUR myndlistarmanns. Gunnar Gunnarsson, Barbara M. Geirsdóttir, Magnús Garðarsson, Hildigunnur Magnúsdóttir, Kjartan S. Höskuldsson, Aníta Magnúsdóttir, Geir Magnússon, Aníta Björnsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR S. SIGURJÓNSSON, Fagrabæ 1, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 23. maí. Inga S. Kristjánsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og umhyggju vegna andláts og útfarar okkar ástkæru, HELGU ÁMUNDADÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis í Vogatungu 67, Kópavogi. Bjarni Hermann Finnbogason, Ragna Jóhannsdóttir, Gissur Axelsson, Hildur Jóhannsdóttir, Grétar S. Kristjánsson, Hlöðver Jóhannsson, Jónína Jónsdóttir, Munda Jóhannsdóttir, Hörður Runólfsson, Steinþór Jóhannsson, Monthiya Hoshi, Magnús Már Kristinsson, Sigrún Grímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.