Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 33 ✝ Jón KristinnGuðmundsson fæddist á Núpi í Haukadal í Dalasýslu 2. mars 1923. Hann varð bráðkvaddur í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi 19. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Guðmunds- son, bóndi á Núpi, f. 29. september 1879, drukknaði við Grindavík 14. mars 1926, og Sólveig Ólafsdóttir, kona hans, f. 15. október 1885, d. 12. jan- úar 1936. Jón var áttundi í röð níu barna þeirra hjóna, látin eru Sig- ríður, f. 23. apríl 1909, d. 2001, Sig- urlaug, f. 6. nóvember 1911, d. 2. mars 1987, Jóna Elísabet, f. 11. júní 1915, d. 16. mars 1995, Jóhannes, f. 26. febrúar 1917, d. 16. október 1993, Ólafía Katrín, f. 27. mars 1918, d. 7. apríl 1995, Kjartan, f. 23. apríl 1921, d. 12. ágúst 1972, og 18. júlí 1979, og 3) Júlíana, banka- starfsmaður í Borgarnesi, f. 19. desember 1959, gift Eiríki Ólafs- syni, bæjarritara í Borgarnesi, og eru börn þeirra Hallbera háskóla- nemi, f. 3. mars 1984, og Trausti, f. 23. júlí 1991. Jón ólst upp á Núpi þar til að móðir hans og Guðjón Gísli Sig- urðsson, f. 1895, d. 1982, brugðu búi og fluttust til Keflavíkur. Eftir að móðir hans lést 1936 fór hann í vist í Stafholtstungur í Borgar- firði, fyrst í Stafholt, en síðan að Hlöðutúni. Um nokkurra ára skeið var hann vinnumaður í Arnarholti og Hjarðarholti í sömu sveit og starfaði jafnframt um hríð sem vélamaður á jarðræktarvélum og vann við netaveiði í Hvítá. Árið 1946 réðist hann til Sighvatar Ein- arssonar pípulagningameistara í Reykjavík og vann á hans vegum víða um land. Jón varð meistari í pípulögnum 1957, hóf þá eigin rekstur sem hann stundaði fram til 1980 er hann réðist verkstjóri hjá Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar. Hann starfaði hjá því fyr- irtæki þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1996. Útför Jóns fer fram frá Borgar- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hálfbróðirinn Sigur- vin Ingvi Guðjónsson, f. 18. apríl 1927, d. 1. ágúst 1998, sem var sammæðra systkinun- um. Guðmundur, f. 20. maí 1919, og Guðfinna Sumarrós, f. 5. júní 1924, lifa. Jón kvæntist 18. desember 1949 Odd- nýju Kristínu Þorkels- dóttur, f. 18. ágúst 1920. Foreldrar henn- ar voru Þorkell Teits- son, símstöðvarstjóri í Borgarnesi, og kona hans, Júlíana Sigurðardóttir. Jón og Oddný bjuggu allan sinn búskap í Borgarnesi og eignuðust þrjú börn, sem eru : 1) Trausti veður- fræðingur, f. 5. júní 1951, 2) Oddný Sólveig ritari, f. 10. desember 1952, gift Guðmundi Hallgríms- syni, bústjóra á Hvanneyri, börn þeirra eru Oddný Kristín við- skiptafræðingur, f. 11. október 1973, og Jón Kristinn vélvirki, f. Elsku afi minn er dáinn. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hversu döpur ég er. Minningarnar um hann streyma fram. Það var í hús- inu þeirra afa og ömmu sem ég fædd- ist og það var hann sem gekk um gólf- in og beið eftir fyrsta barnabarninu. Afi var alveg einstakur og hann var bæði góður vinur og félagi. Samband hans við fjölskylduna var mikið og hann fylgdist vel með því sem hver og einn hafði fyrir stafni. Ef eitthvað bjátaði á var afi stoð og stytta og allt- af átti hann uppbyggjandi orð í poka- horninu. Afi var iðjusamur maður og vann mikið allt sitt líf. Eftir að hann hætti að vinna fór hann að stunda ýmis áhugamál af sama kappi og hann hafði áður stundað vinnuna. Á haustin var það berjatínsla sem átti hug hans allan. Hann eyddi heilu dögunum í það að tína aðalbláber og kom yfirleitt klyfjaður til baka úr þeim ferðum. Á þeim tíma var gott að koma til afa og ömmu og fá ber í skál og jafnvel nesti með heim að ógleymdum pönnukökunum hans sem hann bakaði nánast daglega og margir fengu að njóta. Á vorin var að- aláhugamálið blómin hans. Í sólstof- unni ræktaði hann sumarblóm og hann hafði gaman af því að gefa fólki blóm. Ég man að eitt sinn kom hann með bros á vör til mín í vinnuna með stórt fallegt sumarblóm sem hann sagðist vilja fá að hafa hjá mér. Afi vildi alltaf vera að gera eitthvað fyrir okkur. Einn daginn kom hann til mín og bað um lyklana að bílnum mínum. Hann fór á bílnum og þreif hann hátt og lágt þannig að ég fékk fínpússaðan bíl og fullan af bensíni til baka. Þetta er lítið dæmi um það sem hann var börnum sínum og barnabörnum. Hann var hamingjusamur maður og ræktaði vel það sem hann tók sér fyr- ir hendur hvort heldur sem það var fjölskyldan, vinnan eða áhugamálin, hann gerði allt með stæl. Afi var svo heppinn að eignast góða konu, hana ömmu og þau voru svo lánsöm að fá að vera saman í 55 ár í hamingjusömu hjónabandi þar sem mikil virðing ríkti. Ég veit það verður svo erfitt fyrir ömmu að vera án hans en við í fjölskyldunni munum gera okkar besta til að hjálpa henni og styðja. Ég svaf í rúminu hans afa fyrstu næturn- ar eftir að hann dó og fann þar í nátt- borðinu hans litla bók sem ég hafði gefið honum fyrir mörgum árum. Í þessari bók var þessi litla hending: Værukærir afar sem dotta við eldinn. Snjallir afar sem vita allt sem vert er að vita og þekkja að því er virðist alla. Hljóðir afar sem hæna smáfuglana að sér eða tölta með þér um sumarskóg. Allir elskaðir, allir spakir, allir umhyggjusamir. En enginn til jafns við hann afa minn. (Höf. ók.) Elsku afi minn, á þessari erfiðu stund bið ég Guð að vera með þér og passa okkur öll sem þótti svo vænt um þig. Þó þú sért farinn mun minningin lifa að eilífu í hjarta mínu, minningin um góðan mann sem allt vildi fyrir mig gera. Saknaðarkveðja, Oddný Kristín. Elsku besti afi minn. Það er svo skrýtið að þú sért allt í einu bara farinn frá okkur öllum. Ég einhvern veginn bjóst alltaf við því að þú værir ekkert á leiðinni í burtu. Þú varst svo mikil stoð og stytta okkar allra, alltaf tilbúinn til að gera allt fyr- ir mig, fyrir ömmu, fyrir alla. Það var líka alltaf sama hvað ég gerði, þú varst alltaf svo stoltur af mér og lést mig óspart vita af því. Þú varst alltaf svo glaður og kátur og hreifst alla með þér í hamingjunni. Þegar ég fór aftur í skólann eftir páskafríið var ég viss um að þegar ég kæmi heim í júní yrði allt eins og það ætti að sér að vera en nú verður ekkert eins. Eng- inn afi sem kemur að hvetja mann á mótum, enginn afi sem kemur í heim- sókn með pönnukökur, bara enginn afi yfirhöfuð. Elsku afi minn, þín verður minnst sem einstaklega jákvæðs og yndis- legs manns sem allir elskuðu. Ég á eftir að sakna þín rosalega mikið en þar sem ég veit að þú vissir hvað ég elskaði þig mikið er þetta aðeins létt- bærara þó ég vildi að ég hefði getað verið nær þér þessa síðustu daga lífs þíns. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Elsku afi minn, ég á aldrei eftir að gleyma þér, né geislandi brosi þínu og hlátrinum sem fékk mann alltaf til að brosa sama hvernig manni leið. Nú ertu vonandi kominn á góðan stað þar sem þér líður vel og ég veit að þú átt eftir að passa mig og hjálpa mér að gera ekki neina vitleysu. Þú munt eiga stóran part í hjarta mínu að ei- lífu. Þín Hallbera. Að leiðarlokum vil ég með nokkr- um orðum minnast gamals sveitunga míns vestan úr Haukadal í Dölum og seinna samverkamanns, félaga og vinar á öðrum vettvangi, Jóns Kr. Guðmundssonar. Þegar ég var að alast upp fyrir vestan heyrði ég for- eldra mína oft tala um Núpssystkin- in. Jón var eitt þessara systkina en þau voru níu auk eins hálfbróður. Foreldrar Jóns bjuggu á Núpi í Haukadal. Núpur var fremur lítil jörð og að ýmsu leyti erfið til búskapar. Það má því nærri geta að þurft hefur mikinn dugnað og útsjónarsemi til að sjá þessari stóru fjölskyldu farborða. Faðir Jóns stundaði á vetrum sjó- róðra frá Suðurnesjum og drukknaði í fiskiróðri frá Grindavík í mars 1926, en Jón var þá aðeins þriggja ára gam- all. Í hönd fóru erfiðir tímar hjá ekkj- unni með stóra barnahópinn. Það varð úr að hún fluttist til Keflavíkur nokkrum árum seinna með flest börnin. Sjálfsagt hefur ráðið þar mestu að þar var auðveldara með at- vinnu og þar með að framfleyta svo stórri fjölskyldu. Hennar naut þó ekki lengi við. Hún dó 1936 aðeins 50 ára gömul. Þetta voru þær aðstæður sem Jón ólst upp við og næsta ljóst að ekki var undir hann mulið í uppvext- inum. Mikill vinskapur var milli for- eldra minna og systkinanna frá Núpi og komu þar bæði til ættartengsl og nágrenni. Ég kynntist ekki Jóni persónulega fyrr en ég kom í Borgarnes sem sveitarstjóri 1968. Jón starfaði þá sem pípulagningameistari, en var jafnframt vatnsveitustjóri hjá hreppnum. Á þeim vettvangi vorum við nánir samverkamenn í nærri 17 ár. Vatnsöflun fyrir Borgarnes var mjög erfið allt frá því að verulegt þéttbýli tók að myndast þar. Framan af var neysluvatn tekið úr brunnum í kaupstaðnum. Þegar fólki fjölgaði og atvinnurekstur jókst á fjórða ára- tugnum horfði til vandræða með vatnsöflunina og í algjört óefni stefndi þegar íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist á nokkrum dögum við komu enska setuliðsins 1940. Þá var gripið til þess ráðs að útbúa vatnsból í Seleyrargili í Hafnarfjalli sunnan Borgarfjarðar og leggja vatnslögn yfir fjörðinn til Borgarness. Þótt ýmsar umbætur væru gerðar á vatnsveitunni var í aðalatriðum búið við þetta fyrirkomulag í nær fjóra áratugi eða þar til ný vatnslögn yfir fjörðinn var lögð í brúna yfir Borg- arfjörð. Það var oft miklum erfiðleikum bundið að halda vatnslögninni yfir fjörðinn gangandi. Mikill straumur er í firðinum og oft ísrek á vetrum og fyrir kom að vatn fraus í lögninni í miklum frostum. Það var hlutverk Jóns sem vatnsveitustjóra að fylgjast með lögninni í firðinum og sjá um að ekki kæmi til rekstrartruflana og að annast viðgerðir á lögninni. Þarna naut sín vel samviskusemi Jóns, verkhyggindi og afburðahreysti. Það var oft ekki heiglum hent að glíma við náttúruöflin þarna í firðinum. Það voru ekki bara heimilin í Borgarnesi sem voru háð rekstraröryggi vatns- veitunnar. Þar var um skeið rekið stærsta sláturhús landsins og eitt stærsta mjólkurbúið, en bæði þessi fyrirtæki notuðu mikið vatn. Ég kynntist Jóni vel utan hins dag- lega erils í sambandi við vinnuna. Hann var skemmtilegur félagi með vítt áhugasvið. Mér eru minnisstæð- ar margar sveitarstjórnar- og alþing- iskosningar þar sem Jón kom að, en hann var mikill áhugamaður um þjóð- mál og færðist allur í aukana þegar kom að kosningum. Eftir að ég flutti úr Borgarnesi fór- um við hjónin með þeim Jóni og Öbbu og fleira vinafólki okkar úr Borgar- nesi í ferðir erlendis. Jón naut sín vel í slíkum ferðum og þar voru kynnin úr Borgarnesi endurnýjuð og þeim haldið við. Að leiðarlokum þökkum við Erla Jóni áratuga samstarf og vináttu og sendum Öbbu, börnum þeirra og öðru venslafólki innilegar samúðar- kveðjur. Húnbogi Þorsteinsson. Tíminn líkt og örskot frá okkur hefur liðið, enn fækkar í hópnum sem fyrr var saman hér. Þegar dökku tjöldin síga fyrir sviðið sýningin er búin, svo dapurt sem það er. Þá er ljúft að muna þær traustu vinatryggðir, sem tíminn ekki slítur í dagsins þys og önn. Seint mun rústir verða sú borg sem að þú byggðir úr brosum, söng og gleði, hún stendur björt og sönn. Þó að vel sé leitað við ekki orðin finnum, sem ætti helst að segja og mundu passa hér. En varðveita skal gullið frá góðum vinakynnum og gleðjast við þær minningar, sem eru tengdar þér. (H.J.) Hilmir, Hulda og börn. Jón Kr. Guðmundsson, pípulagn- ingameistari í Borgarnesi, er nú far- inn í þá ferð sem allra bíður. Það var honum líkt að fara fljótt, hann tafði yfirleitt ekki lengur en nauðsyn krafði væri hann á annað borð ferðbúinn. Jón mun snemma hafa farið að vinna fyrir sér eins og títt var um ungt fólk í hans æsku. Hann hafði heimilisfestu og var vinnumaður á nokkrum bæjum í Stafholtstungum frá 13 til 26 ára aldurs og stundaði vinnu útífrá eftir atvikum. Þegar bygging Húsmæðraskóla Borgfirð- inga á Varmalandi hófst, um miðjan fimmta áratuginn, var Jón í hópi ungra manna úr sveitinni sem að byggingunni komu. Hann var snemma vel verki farinn, enda bæði úrræðagóður og fílhraustur. Hann var því ekki alltaf settur í léttustu verkin. Þegar kom að lagningu mið- stöðvarkerfis í skólann, vann hann við það verk undir handleiðslu Sig- hvats Einarssonar, pípulagninga- meistara úr Reykjavík. Trúlega hef- ur hann valizt í lagnavinnuna fyrir atgervis sakir, en þarna var um að ræða stórt eiginþyngdarkerfi með mjög sverar lagnir og þunga ofna sem burðast þurfti með um stórt hús. Það má vel sjá Jón fyrir sér við þess- ar aðstæður. Starfsvettvangur hans var valinn, því næstu árin vann hann hjá Sighvati og lauk námi í pípulögn- um árið 1953. Þeir unnu mikið fyrir stofnanir ríkis og sveitarfélaga víða um land. Þannig hefur Jón fengið góðan faglegan grunn að byggja á til framtíðar. Strax á námstímanum vann Jón talsvert mikið hér í Borg- arfjarðarhéraði og síðar eftir að hann byrjaði með sjálfstæðan rekstur sá hann um pípulagnir í meirihluta þeirra bygginga sem byggðar voru í héraðinu um árabil. Jón hafði er fram leið alltaf nokkra menn í vinnu og byggði myndarlegt verkstæði fyrir starfsemi sína í lok sjöunda áratug- arins. Hann skilaði góðu verki og var heiðarlegur og sanngjarn í öllum við- skiptum. Jón var vatnsveitustjóri Vatnsveitu Borgarness um langt ára- bil. Þau voru mörg sporin og margar ferðirnar sem þurfti að fara út á Sel- eyri, sem var rúmlega 30 km leið áður en brú kom á Borgarfjörð. Vatns- lögnin lá á botni fjarðarins og þurfti mikið eftirlit vegna frosthættu og annars álags. Þetta var oft erfið vinna og á köflum hættuleg. Árið 1980 hættir hann sem verktaki í pípulögn- um og ræðst til Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, sem verkstjóri fyr- ir vinnuflokki í Borgarnesi, og tók þannig virkan þátt í uppbyggingu og rekstri HAB. Eftir að hann hætti störfum hélt hann ávallt góðu sam- bandi við sína gömlu félaga og fylgd- ist af áhuga með hvað þeir voru að sýsla við. Þau tengsl entust til síðasta dags. Kynni mín af Jóni hófust fyrir rúmum 40 árum þegar við Trausti sonur hans vorum bekkjarbræður í Miðskóla Borgarness. Um tvítugs- aldur bankaði ég uppá hjá honum og bað um vinnu. Atvik hafa hagað því svo að starfsvettvangur okkar hefur orðið nokkuð líkur. Jón hafði ákveðnar skoðanir, var lifandi og skemmtilegur persónuleiki. Það var gott að vera nálægt honum. Og nú skal þakkað, fyrir áralanga vinsemd og traust, hlýtt hugarþel og traust handtak, kímni, gamansemi, dillandi hlátur og marga aðra góða og skemmtilega kosti sem prýddu manninn Jón Kr. Guðmundsson. Kæri vinur. Nú er leiðir okkar skilja í bili finnst mér við hæfi að nota sömu kveðjur og þú notaðir stundum: Blessi þig, Jón minn – Guð veri með þér. Ég votta Öbbu og fjölskyldunni allri, innilega samúð. Guðmundur Þ. Brynjúlfsson. Kær vinur til margra ára er í dag kvaddur hinstu kveðju. Andlát hans kom verulega á óvart. Kvöldið áður en hann lést var hann og hans góða kona, Abba, eins og hún er kölluð, heima hjá mér ásamt öðrum vina- hjónum mínum og lék hann þar á als oddi. En það er ekki spurt um stað eða stund, er vinir hverfa héðan á braut. Ég og maðurinn minn áttum margar ánægjulegar stundir með þeim hjónum í gegnum árin. Bæði ferðalög innanlands, sem erlendis. Jón og Abba voru ákaflega sam- rýnd hjón og á heimili þeirra var allt- af slegið upp veisluborði þegar gesti bar að garði. Ekki dró það úr ánægju- stundunum er húsmóðirin settist við píanóið og spilaði listilega á það, okk- ur öllum til ánægju. Jón var mikill náttúruunnandi og hef ég engan mann þekkt, sem hafði eins mikla ánægju af því að fara á berjamó. Einnig veitti blómaræktin honum margar ánægjustundir, enda var blómaskálinn hans ákaflega fag- ur að sjá. Minning um mætan mann mun lifa með öllum sem kynntust honum. Megi Guðs blessun sefa sárustu sorgina í hugum aðstandenda. Steinunn Árnadóttir. Mig langar að minnast vinar míns Jóns Kr. nokkrum orðum. Við hitt- umst fyrst í maí 1980 er við hófum báðir störf hjá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Það tókst með okkur góð vinátta þótt aldursmunur væri nokkur. Það var mér mikill styrkur að hafa Jón mér við hlið. Hann þekkti allt og alla í Borgarnesi og sveitun- um. Það mæddi mikið á honum fyrstu ár hitaveitunnar, en hann lagði sig allan fram og með hjálp góðra sam- starfsmanna gekk þetta allt ótrúlega vel. Jón hafði mikinn áhuga á þjóð- málum og fylgdist vel með því sem var á döfinni hverju sinni. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var tilbúinn að ræða þær við hvern sem var svo lengi sem hann þurfti ekki að fara í ræðu- stól. Það fannst mér mikil synd og tældi hann á Dale Carnegie námskeið ef það mætti létta honum róðurinn. Þar naut hann sín vel enda húmoristi með náttúrulega frásagnargáfu. Hann gantaðist síðan oft með að þetta hefði verið það erfiðasta sem ég hefði komið honum í. Það eru ekki síður samskiptin utan vinnutíma sem eru mér minnisstæð. Heimsóknirnar á Skúlagötuna þar sem ávallt var tek- ið á móti manni eins og maður væri einn úr fjölskyldunni enda var oftast tilefni til að koma þar við og njóta gestrisni Jóns og Öbbu. Náið og inni- legt samband þeirra hjónanna er mér líka minnisstætt. Þótt þau væru um margt ólík þurfti maður ekki að vera lengi í návist þeirra til að finna hvað þau voru tengd sterkum böndum. Fjölskylduböndin voru líka sterk og sjaldnast var lengi setið svo ekki yrði vart við börn eða barnabörn. Mig langar líka til að minnast sumarfrís sem við áttum saman í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Fjölskylda mín á ljúfar minningar frá þeirri sam- veru. Við þökkum Jóni Kr. fyrir ánægjulega samfylgd og vottum að- standendum samúð okkar, Ingólfur og Hanna. JÓN KR. GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.