Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 41
LÚÐVÍK Gizurarson hæstaréttar-
lögmaður ritaði Siv Frileifsdóttur
umhverfisráðherra síðla árs í fyrra
bréf um hugmyndir sínar, hvernig
megi stöðva brimrofið á Breiða-
merkursandi og freista þess að
bjarga Jökullóninu þar, sem hann
nefnir eitt af náttúruundrum lands-
ins, sem dregur að fjölda ferða-
manna ár hvert
Lúðvík segir í bréfinu til ráðherra:
,,Jökullónið á Breiðamerkursandi
verður að teljast eitt af undrum ís-
lenzkrar náttúru. Lónið sjálft og um-
hverfi þess ber að vernda vel.
Þarna koma hópar innlendra og
erlendra ferðamanna árlega. Heims-
frægar kvikmyndir eru gerðar.
Þarna er brúin á Jökulsá á Breiða-
merkursandi. Hún er partur af
Hringveginum. Svo liggur Byggða-
línan þarna en hún er stolt okkar um
rafvæðingu alls Íslands. Halda ber
henni óbreyttri ef hægt er með
nokkru móti.
Eins og allir aðrir landsmenn hef
ég lesið um árabil með skelfingu
margar og tíðar frásagnir í blöðum
um það að brim taki oft árlega svona
3–5 metra af ströndinni við Jökulsá á
Breiðamerkursandi. Ströndin geng-
ur því inn. Svo hefur fylgt fréttinni
að ekkert væri við þessu að gera þar
sem engin þekkt verkfræðilausn
væri til sem stoppaði þetta með við-
ráðanlegum hætti fjárhagslega.
Milljarða myndi kosta að grjótverja
ströndina og óvíst um árangur.
Grjótið myndi bara hverfa í sjávar-
sandinn. Væri vonlaust mál.
Seinustu daga hef ég rætt við
nokkra aðila þarna fyrir austan og
heyrt skoðanir þeirra sem bergmála
líka orð ráðamanna.
Einn sagði mér að rofið á strönd-
inni væri einna mest nokkru fyrir
austan ós Jökulsár. Þar væri „gamli
vegurinn“ farinn eða að fara í sjó.
Byggðalínan lægi þar orðið of nærri
sjó vegna strandrofsins. Hann hafði
heyrt sögusagnir um það að Lands-
virkjun ætlaði að flytja Byggðalín-
una ofar á sandinn og frá rofinu við
sjóinn næsta vor. Væri sagt í sveit-
inni. Landsvirkjun sæi enga von í því
að reyna að verja Byggðalínuna
þarna og stoppa rofið á ströndinni.
Til þess væru engin kunn ráð og ekki
á sviði eða í verkahring Landsvirkj-
unar.
Margir aðilar þarna fyrir austan
ræddu um Vegagerðina og áætlanir
hennar vegna þessa árlega rofs um
3–5 metra á ströndinni. Vegagerðin
sæi engin ráð til að stoppa það rof
sbr. opinberar yfirlýsingar hennar í
10 eða 20 ár um engin kunn ráð til að
stoppa strandrofið. Þeir væru ráða-
lausir og játuðu það.
Vegagerðin hefur þó haft plön um
að flytja Hringveginn ofar og frá
sjónum. Sagt það aðilum þarna. Í
sumar var sett röð af stóru grjóti
nokkuð upp á landi neðan við veg nr.
1 austan Jökulsár á Breiðamerkur-
sandi. Er ljótt og lýti í umhverfinu en
slíkt mat vantaði. Brim gekk þá orðið
stundum árlega næstum alla leið upp
á Hringveginn og gat rofið hann al-
veg hvenær sem var. Grjótið á að
verja Hringveginn en gerir það að-
eins að hluta. Hann fer ef ströndin
rofnar meira. Er ekki varanleg
lausn. Reddar nokkru í bili.
Fleiri en einn ræddi um það að
brúin á Jökulsá hefði fyrir nokkru
næstum farið þegar árvatnið hækk-
aði í óveðri verulega í farvegi Jökuls-
ár jafnvel um 3 metra. Grafið hefði
þá frá undirstöðum við austari brú-
arstólpann og hangið á þræði að
hann færi og brúin þá líka. Er hengi-
brú á vírum. Sumir kenndu þetta
stórum ísjaka úr Lóninu sem sat
þarna lengi fastur við brúna. Þessi
ísjaki hefði næstum fellt burðar-
staura brúarinnar að austan. Grafið
hefði við jakann úr undirstöðum.
Í sumar setti Vegagerðin mikið
nýtt og stórt grjót sem er ljótt og lýti
þarna til að verja betur brúna. Trúa
lítið á það. Telja þessar varnir ekki
duga alveg.
Vegagerðin ræðir það í alvöru
núna að brúin geti farið einn daginn.
Verði ekki varin mikið lengur. Þá
segja menn að ný brú verði sett á
Jökulsá austar í gömlum farvegi
Stemmu sem er þurr í dag. Hefur
verið varafarvegur Vegagerðarinnar
lengi.
Núna einn daginn sagði kunnugur
mér að menn væru hættir við
Stemmu og veita ætti Jökulsá á
Breiðamerkursandi í vestur ef nú-
verandi brú færi og sjór gengi þar
inn vegna meira rofs á ströndinni.
Teldu það betri kost. Þetta er aðeins
hluti af þessum tillögum og því al-
gjöra vonleysi og ráðaleysi sem ræð-
ur þarna ferð. Menn hafa alveg gef-
ist upp á vörn á ströndinni sjálfri.
Eftir að bréfritari hafði heyrt allt
þetta ráðaleysi staðfest í sjónvarpi
árum saman og hlustað á heima-
menn lýsa nýlega vonleysi ráða-
manna sbr. að framan þá teiknaði
bréfritari einn og sjálfur upp nýja
ódýra en einfalda hugmyndafræði-
lega verkfræðilausn á vandamálinu
sem getur varið ströndina og stopp-
að alveg strandrofið. Raunar færist
ströndin frekar fram í sjó á ný og
stækkar aftur. Vörn er snúið í sókn.
Hugmynd að lausn vandans
Grundvöllurinn eru mjög sterkir
netkassar úr járnteinum og stálvír
sem þola 100% allt brim. Eru á stærð
við venjulegan bílskúr sem er 100 m3.
Netkassinn sekkur alls ekki í sand-
botninn og hreyfist ekki í brimi. Þol-
ir allt. Stendur sem klettur í brimi.
Kassinn er alveg lokaður og fylltur
af notuðum hjólbörðum. Þeir eru
festir vel saman. Fara alls ekki út úr
kassanum sem lokar þá líka inni. Um
leið og stórbrimið gengur á og yfir
þennan járnkassa sem alls ekki læt-
ur undan briminu þá fyllist hann og
hver smuga hans af fínum þungum
sjávarsandi úr briminu. Kassinn
verður fljótt mjög þungur eða 150–
200 tonn. Sandurinn er þungur sem
grjót. Röð af mjög þungum og fullum
af sandi svona ofursterkum kössum
úr járnneti verja þá vel fyrir brimi
alla núverandi sandbakka. Þola vel
brimið sjálfir. Ströndin hættir að
rofna um 3–5 metra árlega. Sandur
hleðst á ný upp landmegin við þessa
kassa og ströndin stækkar. Hægt er
að setja þessa kassa eða gervisker út
allan sandbotninn alveg þangað út
þar sem hafið tekur við. Ýta briminu
þangað.
Þegar ströndin hefur verið færð
svona fram meira og meira verður
sandi mokað alveg yfir þessa fyrstu
kassa sem eru þá þegar hálfir á kafi í
fjörusandi og á þurru landi. Í sand-
hólinn sem þeir mynda verður þá sáð
melgresi og þar ræktaður fjöruarfi
þannig að engin sjónmengun verður
eftir það af kössunum. Kassinn fellur
alveg inn í náttúruna þarna í fjörunni
á endanum. Verður fallegur partur
hennar. Gróður kemur í stað núver-
andi strandrofs.
Menn geta ekki lengur sofið ráða-
lausir í 10–20 ár og neitað svo öllum
úrræðum þegar ódýr og nothæf
lausn kemur fram sem líklega bjarg-
ar Lóninu, brúnni, Hringveginum og
Byggðalínunni með að fara alveg í
sjóinn í heilu lagi. Þarf þó að vera
nothæf. Skoða hana vel.
Auðvitað verða hæfir verkfræð-
ingar og mér vitrari menn látnir
meta og skoða þessar nýju
verkfræðitillögur. Þegar álit þeirra
liggur fyrir ræðum við framhaldið.
Björgum Jökulsárlóninu á Breiða-
merkursandi og því svæði öllu. Varð-
veitum það óskert.“
Hér lýkur bréfi Lúðvíks Gizurar-
sonar, er hann reit Siv Friðleifsdótt-
ur.
LÚÐVÍK GIZURARSON,
Grenimel 20,
107 Reykjavík.
Björgum
Jökulsárlóninu á
Breiðamerkursandi
Frá Lúðvík Gizurarsyni
hæstaréttarlögmanni:
BRÉF TIL BLAÐSINS
SIÐFRÆÐISTOFNUN HÍ efnir til
málþings um samþykki í rannsókn-
um fimmtudaginn 27. maí kl. 15:00–
17:30 í stofu C-103 í Eirbergi á Land-
spítalalóð. Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra setur málþingið en
fyrirlesarar verða þeir Vilhjálmur
Árnason, prófessor í heimspeki, sem
fjallar um samþykki og gagnagrunna
á heilbrigðissviði, Páll Hreinsson,
prófessor við lagadeild fjallar um
samþykki til þátttöku í rannsóknum í
ljósi stjórnarskrárinnar og Björn
Guðbjörnsson, læknir og formaður
Vísindasiðanefndar, fjallar um sam-
þykki og starf Vísindasiðanefndar.
Að erindunum loknum verða þau
Sigurður Guðmundsson landlæknir
og Laufey Tryggvadótttir, faralds-
fræðingur og framkvæmdastjóri
Krabbameinsskrár, með stutt við-
brögð og að því loknu verða umræð-
ur. Fundarstjóri er Salvör Nordal,
forstöðumaður Siðfræðistofnunar.
Málþingið er öllum opið á meðan
húsrúm leyfir.
Upplýst samþykki, sem er horn-
steinn rannsókna á mönnum, gerir
ráð fyrir að fengið sé samþykki ein-
staklinga um þátttöku fyrir hverri
vísindarannsókn og þeir upplýstir
um einstök atriði rannsóknanna.
Þetta ákvæði skapar nokkra erfið-
leika þegar rannsóknir taka til
margra sjúkdóma eða sjúkdóma-
flokka, s.s. krabbameinsrannsóknir,
eða þegar óskað er eftir þátttöku í
rannsóknum sem byggjast á gagna-
grunnum með t.d. heilsufarsupplýs-
ingum og/eða lífsýnum. Spurningin
er sú hvað upplýst samþykki felur í
sér í þessum tilfellum og hvernig
hægt sé að vernda mannréttindi og
ákvæði um upplýst samþykki og
jafnframt stunda eftirsóknarverðar
og mikilvægar rannsóknir.
Þarf að breyta
lögum um
samþykki í
rannsóknum?
VERSLUNARSKÓLI Íslands
brautskráði 223 stúdenta síðast-
liðinn laugardag, 49 úr al-
þjóðadeild, 60 úr viðskiptadeild, 7
úr máladeild, 54 úr hagfræði-
deild, 50 úr stærðfræðideild og
þrjá nemendur sem luku stúd-
entsprófi utanskóla.
Sjö stúdentar hlutu ágæt-
iseinkunn en hæst var Arna Varð-
ardóttir með 9,6 í meðaleinkunn.
Valur Ægisson vann til verð-
launa fyrir bestu ritgerð í ís-
lensku og sögu um Vest-
urheimaferðir Íslendinga á 19.
öld. Verðlaunin voru ferð til Vest-
urheims í boði Icelandair.
Gamlir stúdentar fluttu ávörp
og nemendur léku og sungu á
milli atriða.
Á næsta ári mun Versl-
unarskólinn taka upp þá nýjung
að bjóða upp á þriggja ára nám
til stúdentsprófs en fjögurra ára
nám verður vitanlega áfram í
boði.
Ljósmynd/Jóhannes Long
Þorvarður Elíasson (t.h.), skólastjóri VÍ, ásamt Örnu Varðardóttur dúxi og
Erlu Maríu Guðmundsdóttur og Hafsteini Dan Kristjánssyni semidúxum.
223 stúdentar
brautskráðir frá
Verslunarskólanum
Sigraði á móti í Reykjavík
VILLA varð við vinnslu fréttar
um unga íþróttamenn í Rimaskóla í
Morgunblaðinu 23. maí sl., en þar
var gefið í skyn að skólinn hefði sigr-
að á landsmóti grunnskóla í frjálsum
íþróttum, en hið rétta er að skólinn
sigraði í frjálsíþróttamóti grunnskól-
anna í Reykjavík.
Kvennaslóðir ekki
aðeins hjá HÍ
Þá varð sú leiða villa við vinnslu
fréttar um Kvennagagnabankann
Kvennaslóðir að þar var sagt að um
væri að ræða upplýsingar um konur
sem unnið hafa rannsóknir í Háskóla
Íslands og verkefni þeirra. Hið rétta
er að Kvennaslóðir innihalda upplýs-
ingar um kvensérfræðinga á ýmsum
sviðum, óháð Háskólanum, sem er
þó samstarfsaðili í verkefninu.
Markmið kvennaslóða er að gera
þekkingu og hæfni kvenna sýnilega
og aðgengilega.
LEIÐRÉTT
Sumarganga í Heiðmörk Á morg-
un, fimmtudaginn 27. maí kl. 20,
verður þriðja sumargangan í Heið-
mörk farin. Ólafur Oddsson,
fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins,
leiðir gönguna. Safnast verður sam-
an við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk
og tekur gangan um klukkustund.
Aðgangur er ókeypis.
Rannsóknarverkefni læknanema
Þriðja árs læknanemar kynna rann-
sóknarverkefni sín í Hringsal sem er
í barnaspítala Hringsins, við Hring-
braut á morgun, fimmtudag. Dag-
skráin stendur frá klukkan 9–17
báða dagana.
Verkefnin sem verða kynnt eru fjöl-
breytt, m.a. bæklunarskurðlækn-
ingar og röntgenlækningar, fæð-
inga- og kvensjúkdómafræði,
augnsjúkdómafræði, barnalækn-
isfræði og fleira.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Aðalfundur Hollvinafélags heim-
spekideildar Aðalfundur Hollvina-
félags heimspekideildar Háskóla Ís-
lands verður haldinn á morgun,
fimmtudag. Fundurinn verður hald-
inn í Skólabæ, Suðurgötu 26, og
hefst hann kl. 17.
Aðalfundur Sögufélags Kjal-
arnesþings Aðalfundur Sögufélags
Kjalarnesþings verður haldinn á
Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar á
morgun, fimmtudag, og hefst hann
kl. 20. Á dagskrá fundarins eru
venjuleg aðalfundarstörf og önnur
mál auk þess sem Þórdís Edda Guð-
jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá
söfnun á sögum úr Mosfellssveit sem
Sögufélag Kjalarnesþings mun gefa
út innan tíðar.
Á MORGUN
HÉR á landi er staddur bandarískur
prófessor, Fred E. Woods að nafni,
sem hefur sérhæft sig í sögu Íslend-
inga sem tóku mormónatrú og flutt-
ust til Utah í Bandaríkjunum á síðari
hluta 19. aldar. Næstkomandi
fimmtudag, 27. maí, heldur hann fyr-
irlestur um rannsóknarefni sitt á
vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla
Íslands. Fyrirlesturinn verður hald-
inn í stofu 101 í Lögbergi á Háskóla-
lóð og hefst kl. 17.15. Erindið verður
flutt á ensku og nefnist Fire on Ice: a
sesquicentennial sketch of Icelandic
latter-day Saint (Mormon) history.
Í fyrirlestrinum mun Woods segja
söguna af því hvernig mormónatrú
barst til Íslands, hvernig íslensku
mormónarnir komust til Utah og
hvernig þeir hafa byggt upp Kirkju
Jesú Krists hinna Síðari daga heil-
ögu á Íslandi.
Fyrirlestur um
íslenska morm-
óna í 150 ár
FIMMTÁN aðilar hafa sent frá sér
ályktun vegna vændisfrumvarpsins
sem miðar að því að kaupandi vænd-
is verði gerður sekur fyrir lögum. Í
ályktuninni er því fagnað að frum-
varpið sé komið út úr allsherjar-
nefnd. Jafnframt er lýst yfir stuðn-
ingi við þær breytingartillögur sem
liggja fyrir og þær sagðar vera til
þess fallnar að tryggja öflugan
stuðning frá öllum flokkum sem eiga
sæti á Alþingi.
„Við hvetjum forseta þingsins til
að taka frumvarpið til annarrar um-
ræðu sem fyrst svo leiða megi í ljós
vilja Alþingis í þessum efnum. Um
leið hvetjum við alþingismenn til að
skoða vel rökin sem liggja að baki
málinu og tryggja síðan með atkvæði
sínu að Ísland fylgi fordæmi Svía og
setji ábyrgðina á auknu vændi meðal
vestrænna þjóða þar sem hún á
heima,“ segir í ályktuninni.
Aðilarnir sem rita undir eru:
Stígamót, Samtök um kvennaat-
hvarf, Femínistafélag Íslands,
Prestur innflytjenda, Kvenréttinda-
félag Íslands, Kvennaráðgjöfin,
Tímaritið Vera, Kvennakirkjan, V-
dagssamtökin, Kvenfélagasamband
Íslands, Bríet – félag ungra femín-
ista, Unifem á Íslandi, Landssam-
band framsóknarkvenna, Neyðar-
móttaka vegna nauðgana og Samtök
kvenna af erlendum uppruna á Ís-
landi.
Lýsa stuðningi
við vændis-
frumvarpið
NÝLEGA gerði IMG Gallup könn-
unina „Fyrirtæki ársins“ fyrir VR. Í
töflum sem birst hafa í VR blaðinu
og á heimasíðu VR eru rangar tölur
fyrir einstaka þætti hjá nokkrum
fyrirtækjum. Röð fyrirtækja og
heildareinkunn er í öllum tilvikum
rétt en einstakar raðeinkunnir fyrir
ákveðna þætti hjá hluta fyrirtækja
voru rangar. Öllum fyrirtækjum sem
tóku þátt í könnuninni hefur verið
sendar réttar upplýsingar, þær hafa
einnig birst á vef VR og verða birtar
í næsta VR blaði. IMG Gallup ber
eitt fulla ábyrgð á því að rangar tölur
birtust. IMG Gallup harmar þessi
mistök og biður viðkomandi fyrir-
tæki afsökunar og vonar að þau hafi
ekki valdið þeim óþægindum.
Rangar tölur
í könnun
IMG Gallup