Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 17
ABS diskahemlar
EBD hemlajöfnun
DSC spólvörn og stö›ugleikakerfi
Sjálfvirk loftkæling
Aksturstölva
Sóllúga
Hra›astillir (cruise control)
Rafdrifnar rú›ur a› framan og aftan
Rafdrifnir og upphita›ir hli›arspeglar
Fjarst‡r›ar samlæsingar me› fljófavörn
Velti- og a›dráttarst‡ri
Útvarpsstillingar í st‡ri
Upphitu› framsæti
Le›urklætt st‡ri
firiggja punkta öryggisbelti og stillanlegir
hnakkapú›ar í öllum sætum
4 líknarbelgir a› framan
ISOFIX barnastólsfestingar í aftursæti
Gluggaöryggispú›ar vi› hli›arglugga
Armpú›i milli framsæta me› tvískiptu hólfi
Armpú›i í aftursæti me› glasahaldara
Farmfestingar í farangursr‡mi
Útvarp/geislaspilari 4 hátalarar
16" álfelgur
Mottur
Mazda6 SDN TS sjálfskipt
ver› 2.430.000,-
Ger›u
samanbur›
Komdu vi› hjá okkur
og prófa›u Mazda6
fia› er opi› alla virka daga frá kl. 9-18
og frá kl. 12-16 laugardaga
Sta›albúna›ur í Mazda6 TS
LÖGREGLA í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð og Finnlandi greip í gær-
morgun til samræmdra aðgerða gegn
notendum og seljendum barnakláms.
Var lagt hald á tölvur með slíku efni
og að sögn sænskra blaða var ráðist
til atlögu á 118 stöðum í Svíþjóð.
Að sögn Aftonbladet í Svíþjóð
hafði lögreglan upp á fólkinu með því
að fylgjast með umferð á klámsíðu og
kanna hvaða krítarkort voru notuð.
Notendur klámsíðna á Netinu borga
oft fyrir aðganginn með korti. Að-
gerðin hófst að sögn blaðsins klukkan
sex að morgni og voru margir sak-
borninganna því sofandi. Sumir neit-
uðu að opna og braut lögregla þá upp
dyrnar.
Danska lögreglan réðst inn á að-
setur meintra brotamanna í helmingi
allra lögregluumdæma landsins og
verða 43 kærðir, að sögn vefsíðu dag-
blaðsins Jyllandsposten. Að sögn
Søren Thomassen hjá dönsku ríkis-
lögreglunni er fólkið sakað um að
hafa skipst á barnaklámmyndum um
Netið. Talsmaður samtakanna
Björgum barninu, Mimi Jakobsen,
fagnar frumkvæði lögreglunnar.
„Það er gott að lögreglan skuli þann-
ig senda öflug skilaboð um að það sé
glæpsamlegt og hættulegt að leita
uppi barnaklám á Netinu,“ segir Jak-
obsen.
Finnska lögreglan réðst inn á
heimili 37 manna og í Noregi munu
a.m.k. 20 hafa verið kærðir. Af þeim
búa átta í Álasundi og mun hafa fund-
ist hjá þeim barnaklám. Lögreglan
rannsakar enn um 20 mál í Hörða-
landi.
Að sögn Helga Magnúsar Gunn-
arssonar hjá efnahagsbrotadeild rík-
islögreglustjóra tók lögreglan hér á
landi ekki þátt í þessum samræmdu
aðgerðum á hinum Norðurlöndunum.
Samnorræn
aðgerð gegn
barnaklámi
Tugir manna handteknir á heimilum
sínum snemma morguns
UM þúsund manns komu saman
utan við dómhús í Kiev, höf-
uðborg Úkraínu, í gær til að mót-
mæla banni við útgáfu dagblaðs-
ins Silski Visti, sem var
gagnrýnið á stjórnvöld. Dómstóll
í Kiev úrskurðaði í janúar að loka
skyldi blaðinu þar sem það hefði
birt greinar sem þóttu hvetja til
gyðingahaturs, en margir full-
yrða að stjórnvöld hafi nýtt sér
tækifærið til að láta loka blaðinu
og draga þannig úr gagnrýni á
þau fyrir forsetakosningar sem
haldnar verða í október.
Hópurinn stóð utan við dóm-
húsið í gær með spjöld sem á
stóð: Látið Silski Visti vera. Alla
Lazareva, yfirmaður stofnunar
sem hefur haft samstarf við sam-
tökin Fréttamenn án landamæra,
sagði að útgáfubannið væri órétt-
lætanlegt. Stjórnvöld hefðu nýtt
„tækifærið til að loka stjórn-
arandstöðublaði“ og koma þannig
í veg fyrir að gagnrýnar greinar
birtust fyrir kosningarnar.
Á sama tíma komu um 500
manns saman á mótmælafundi
sem gyðingar í Úkraínu stóðu
fyrir. Þar var þess krafist að út-
gáfa blaðsins yrði áfram bönnuð.
Reuters
Útgáfubanni mót-
mælt í Úkraínu