Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Gottskálksson, markvörð- ur knattspyrnuliðs Keflvíkinga, liggur á sjúkrahúsinu í Keflavík vegna sýkingar en hann var lagður þar inn í fyrrakvöld. Nær engar lík- ur eru á að hann leiki með nýlið- unum, sem tróna á toppi úrvals- deildarinnar, þegar þeir sækja FH heim í Kaplakrikann í þriðju um- ferðinni á föstudagskvöldið. „Ólafur er með slæma sýkingu í olnboga, hann bólgnaði allur upp út frá sárum sem virtust meinlaus, og útlitið er ekki gott. Ég tel nánast útilokað að hann verði orðinn leikfær á föstudaginn. En Magnús Þormar kemur þá í hans stað, hann stóð sig mjög vel með okkur í deildabikarnum í vetur og við treystum honum fyllilega til að hlaupa í skarðið,“ sagði Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, við Morgunblaðið í gær. Ólafur á sjúkrahúsi vegna sýkingar Ólafur STEFÁN Arnarson, landsliðþjálfari kvenna í handknattleik, hefur valið 18 manna hóp fyrir landsleikina gegn Tékkum í undankeppni Evrópumóts- ins en fyrri leikurinn fer fram í Garðabæ næsta laugardag kl. 16, en hinn síðari í Tékklandi viku síðar. Sigurliðið tekur þátt í lokakeppni EM í Ungverjalandi í desember. Stefán valdi á dögunum 22 leik- menn til æfinga vegna leikjanna en hefur nú ákveðið að 18 þeirra taki þátt í leikjunum við Tékka. Þeir sem standa í eldlínunni í leikjunum eru: Markmenn: Berglind Íris Hans- dóttir, Val og Helga Torfadóttir, Tvis/Holstebro. Aðrir leikmenn: Anna U. Guðmundsdóttir, Gróttu/ KR, Anna Guðmundsdóttir, Val, Dagný Skúladóttir, Weibern, Drífa Skúladóttir, Val, Eva Hlöðversdóttir, Gróttu/KR, Guðbjörg Guðmunds- dóttir, ÍBV, Guðrún D. Hólmgeirs- dóttir, FH, Gunnur Sveinsdóttir, FH, Hafrún Kristjánsdóttir, Val, Hanna G. Stefánsdóttir, Tvis/Holstebro, Hrafnhildur Skúladóttir, Tvis/ Holstebro, Inga Fríða Tryggvadóttir, Tvis/Holstebro, Jóna Margrét Ragn- arsdóttir, Stjörnunni, Kristín Guð- mannsdóttir, Tvis/Holstebro, Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni, Þórdís Brynjólfsdóttir, FH. Þeir fjórir leikmenn sem féllu úr 22 manna hópnum eru; Ásdís Sigurð- ardóttir, Dröfn Sæmundsdóttir, Harpa Vífilsdóttir og Hildur Gísla- dóttir. Stefán velur átján stúlkur fyrir leikina við Tékka ÍSLENSKA piltalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, dróst m.a. í riðil með Sví- um í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Serb- íu/Svartfjallalandi frá 23. júlí til 1. ágúst. Dregið var í riðla í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evr- ópu í Vínarborg í gærmorgun. Einnig leikur íslenska liðið við heimamenn og Eistlendinga. Ísland er í 4. riðli en alls taka 16 þjóðir þátt í mótinu. Íslensku piltarnir tryggðu sér keppnisrétt í und- ankeppni sem fram fór í Makedóníu um síðustu helgi. Þá unnu þeir Grikki og Makedóníumenn en töpuðu fyrir Frökkum. Riðlarnir fjórir á EM 18 ára landsliða líta þannig út: A-riðill: Danmörk, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Rúmenía. B-riðill: Þýskaland, Sviss, Rússland, Slóvenía. C-riðill: Frakkland, Króatía, Slóvakía, Búlgaría. D-riðill: Svíþjóð, Serbía/Svartfjallaland, Ísland, Eistland. Leika við Svía á EM 18 ára liða FÓLK  ENSKU knattspyrnumennirnir þrír sem væntanlegir eru í raðir Vík- inga koma ekki í tæka tíð fyrir leik- inn gegn KR annað kvöld eins og vonast var eftir. Jay Denny, Jer- maine Palmer og Richard Keough, sem allir eru 18 ára, kom að öllum líkindum til félagsins í næstu viku.  RICHARD Hamilton skoraði 23 stig fyrir Detroit Pistons sem lagði Indiana Pacers á útivelli, 72:67, í öðrum úrslitaleik liðanna í Austur- deild NBA-deildarinnar í körfu- knattleik í fyrrinótt. Liðin eru nú jöfn, 1:1, eftir tvo leiki í Indiana og staða Detroit er því orðin vænleg. Reggie Miller var atkvæðamestur í liði Indiana og skoraði 21 stig. Næstu tveir leikir fara fram í Detr- oit, í nótt og aðfaranótt laugardags. Þetta var fyrsta tap Indiana í 15 leikjum á heimavelli.  TAYSHAUN Prince lék stórt hlutverk í liði Detroit með frábærum varnarleik en hann varði skot frá Reggie Miller á magnaðan hátt á ör- lagaríku augnabliki undir lok leiks- ins. Leikmenn Detroit vörðu samtals 19 skot í leiknum sem er það næst- mesta í sögunni í úrslitakeppni NBA.  HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Giovanni Van Bronckhorst, sem Barcelona hefur verið með í láni frá Arsenal, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Barcelona. Arsenal á aðeins eftir að samþykkja kaup- verð.  ÍTALSKI landsliðsþjálfarinn Giovanni Trapattoni sagði í gær að hann vonaðist eftir að annaðhvort Fabio Capello eða Marcello Lippi tæki við starfi hans, þegar hann læt- ur af störfum sem landsliðsþjálfari eftir EM í Portúgal. Það er því spurning hvor þeirra komi með ítalska landsliðið, sem leikur gegn Ís- landi á Laugardalsvellinum 18. ágúst.  GERARD Houllier segist hvergi vera af baki dotinn þrátt fyrir að hafa verið sagt upp starfi knatt- spyrnustjóra hjá Liverpool. Hann ætli ekki að leggjast í kör, þvert á móti hafi hann í hyggju að halda áfram að starfa við knattspyrnu og segist vonast til að fá starf hjá öðru félagi áður en langt um líður.  PETER Schmeichel, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Dana og leik- maður Manchester United, hefur ráðið sig til TV3 í Danmörku hvar hann hyggst lýsa leikjum frá Meist- aradeild Evrópu í knattspyrnu á næstu leiktíð.  RUI Costa, leikmaður AC Milan segist ekki hafa nokkurn áhuga á að ganga til liðs við Chelsea en hann hefur verið orðaður við enska liðið upp á síðkastið. Costa segir að þrátt fyrir að hann hafi ekki átt fast sæti í byrjunarliði AC Milan á leiktíðinni þá hafi hann ekki gefist upp á ver- unni í tískuborginni. KEFLVÍKINGAR minntust þess í sl. viku, fyrir leik Keflavíkur og KR, að 40 ár eru liðin síðan Keflvík- ingar fögnuðu sínum fyrsta Íslands- meistaratitli með því að gera jafn- tefli við KR í Njarðvík, 1:1. Gömlu meistararnir komu saman í hófi í Landsbankanum í Keflavík fyrir leikinn til að rifja upp afrekið frá 1964. Þá var sagt að þrír rafvirkjar hefðu leikið í hinu „magnaða meist- araliði“ Keflvíkinga. Hér eru nokkrar myndir frá samkomunni í Keflavík. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Gömlu meistararnir frá 1964 mættu til að sjá viðureign Keflavíkur og KR á Keflavíkurvellinum. Þeir sáu leikmenn Keflavíkurliðsins sýna oft á tíðum meistaratakta þegar þeir lögðu Íslandsmeistara KR að velli, 3:1. Frá hægri eru Hafsteinn Guðmundsson, Hólmbert Friðjónsson, Gottskálk Ólafsson, Karl Hermannsson, Magnús Haraldsson, Gísli Ellerup, Einar Magnússon, Grétar Magnússon, Magnús Torfason, Guðni Kjartansson, Geirmundur Kristinsson, Jón Jóhannsson, Sigurður Albertsson, Sveinn Pétursson, Rúnar Júlíusson, Jón Ólafur Jónsson, Högni Gunnlaugsson og Kjartan Sigtryggsson. „Magnaðir meistarar“ Rúnar Júlíusson, hinn sókndjarfi leikmað- ur Keflavíkurliðsins 1964, og Hafsteinn Guðmundsson, sem var lengi formaður Íþróttabandalags Keflavíkur. Tveir kunnir markahrókar á árum áður rifja upp hvernig þeir hrelldu markverði – Jón Ólafur Jónsson og Jón Jóhannsson, sem afrekaði það í leik gegn Val 1964 að skora mark fótbrotinn. Karl Hermannsson, Einar Magnússon, Geirmundur Kristinsson og Hólmbert Friðjónsson ræða málin. Þeir létu mikið að sér kveða á miðjunni í baráttunni með Keflvíkingum á árum áður – Grétar Magnússon, Magnús Torfason, Karl Hermannsson og Sigurður Albertsson, sem allir klæddust landsliðsbúningi Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.