Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 15
www.toyota.is
Corolla Verso. Hversu Verso viltu vera?
Sjaldan hefur einn bíll boðið upp á jafn marga möguleika með jafn einföldum hætti.
Með einu handtaki breytirðu Corolla Verso úr 2 manna flutningavagni í 7 manna
fjölskyldubíl. Hvert sæti er sjálfstæð eining sem leggst alveg niður svo gólfflöturinn
verður rennisléttur og jafn. Þetta þýðir að þú getur á einu augnabliki lagað innra rými
bílsins algjörlega eftir þörfum hverju sinni. Aksturinn er léttur og lipur, hönnunin
glæsilega rennileg og bíllinn hlaðinn öllum þeim hágæða- og öryggisþáttum sem
kröfuharðir ökumenn ganga að sem vísum.
Corolla Verso er byltingarkenndur 7 manna fjölskyldubíll. Í honum má finna Toyota-Full Flat 7 kerfið þar sem með einu handtaki má breyta Corolla Verso úr 2ja manna flutningavagni í 7 manna fjölskyldubíl. Corolla Verso er búinn 1,8 lítra VVT-i
vél sem skilar 129 hestöflum við 6.000 snúninga. Hann er búinn VSC stöðugleikakerfi, 9 loftpúðum sem hlífa öllum farþegum bílsins, ABS hemlakerfi með BA. Corolla Verso er fáanlegur með hefðbundinni beinskiptingu eða rafstýrðri beinskiptingu
og kostar frá kr. 2.229.000.
Sportbíll að utan -
7 manna ættarmót að innan.
Easy Flat-7®
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
24
40
6
0
4/
20
04
RÚMLEGA 250 manns, hið minnsta,
hafa látið lífið og þúsundir flúið heim-
ili sín á eyjunni Hispaniola í Karíba-
hafinu. Gríðarlegar hitabeltisskúrir
hafa gengið yfir svæðið undanfarnar
tvær vikur.
Í gær hafði verið staðfest að 151
hefði týnt lífi á Haítí og í nágranna-
ríkinu, Dóminíska lýðveldinu,
hermdu fréttir að 104 hefðu farist.
Verst varð bærinn Jimani í Dómin-
íska lýðveldinu úti, þar var í gær vitað
um 94 sem týnt höfðu lífi í náttúru-
hamförunum.
Í Dóminíska lýðveldinu hefur her-
inn verið kallaður til björgunarstarfa
og leitar nú eftirlifenda við skelfilegar
aðstæður. Fólk grefur örvæntingar-
fullt í aurnum í leit að ástvinum og
ættingjum og líkin hrannast upp í
bráðabirgðalíkhúsum. Tuga er sakn-
að og líklegt að tala látinna muni
hækka mikið á næstu dögum. Að
minnsta kosti 14 bæir urðu rafmagns-
lausir og hafa aurskriður valdið mikl-
um spjöllum á uppskeru og drepið bú-
fénað.
Flóðin á Hispaniola eru þau mann-
skæðustu frá því 1994 en þá létust
rúmlega 800 Haítíbúar þegar fellibyl-
urinn Gordon gekk yfir landið og gróf
fólk í aurskriðum. Nágrannaeyjur
hafa líka fengið að kenna á óveðrinu
og létust í það minnsta fjórir á Púertó
Ríkó.Veðurfræðingar spá áframhald-
andi vatnsveðri á svæðinu í dag.
AP
Hundur gengur að húsi sem eyðilagðist í flóðum á eyjunni Hispaniola.
Rúmlega 250
manns láta
lífið í flóðum
Dóminíska lýðveldinu. AP.
! " #
!$
## % & '
(
)$ # .( 3
0
!$! 4
84$
!
89
+'(''
(,-./ 012/+12
34563( .5
1"&
#
! " # $ % & '# $ ( ) * #
78 :!! 4 "
4! "2&$) 5"
,(( &;&&$ 4
! ! &!3!<
=>;; ?
5; &$<
HLÝNUN andrúmsloftsins er
tvisvar sinnum hraðari við Norð-
urskautið en annars staðar á
jörðinni, að sögn bandaríska vís-
indamannsins Roberts Corells.
Hann er formaður starfshóps
Norðurskautsráðsins sem falið
var að fjalla um loftslagsbreyt-
ingar á norðurslóðum og líklegar
afleiðingar þeirra. Starfshóp-
urinn mun skila lokaskýrslu sinni
á fundi ráðsins á Íslandi í nóv-
ember.
Sagt er frá væntanlegri skýrslu
á fréttavef bandarísku ABC-
sjónvarpsstöðvarinnar.
Tekið er á áhrifum sem breyt-
ingarnar hafa á náttúruna en
einnig samfélag manna. Hópurinn
safnar upplýsingum frá fjölda
staðkunnugra ínúíta og nokkur
hundruð vísindamönnum á ýms-
um sviðum.
Ínúítar segja að nú sé orðið
mun algengara að þeir rekist á
vakir í ísnum og einnig kemur
fram að miklar breytingar eru að
verða á lífríkinu.
Plöntur og dýr færast stöðugt
lengra til norðurs en dýr sem
hafa lagað sig að miklum kulda
geta þurrkast út. Þannig er talið
að hvítabirnir muni ekki lengur
finnast við Hudsonflóa í Kanada
eftir 20 ár. Einnig er ísinn farinn
að þiðna á stöðum þar sem frost
fer aldrei úr jörðu, svokölluðum
sífrerasvæðum. Hafa hús og olíu-
leiðslur orðið fyrir skemmdum af
þessum sökum þar sem undir-
staðan hefur raskast.
Loftslagsbreytingarnar geta
hins vegar að sögn Corells haft
ýmsar jákvæðar afleiðingar. Sigl-
ingaleiðir sem nú eru ónothæfar
megnið af árinu vegna íssins
verða auðar mun lengur en núna
og því hægt að fara styttri leið
með varning milli Atlantshafs og
Kyrrahafs. Einnig getur orðið
auðveldara fyrir Rússa að nýta
sér olíu- og gaslindir ef heim-
skautaísinn bráðnar og sífrerinn
einnig.
Talið er að útblástur koldíoxíðs
frá farartækjum og verksmiðjum
eigi mikla sök á hlýnandi veð-
urfari víða á jörðinni. Eitt af því
sem veldur hraðari hlýnun á
Norðurskautssvæðinu en annars
staðar er að þegar dökkblátt haf-
ið á köldu svæðunum losnar við
ísinn dregur það mun meiri hita í
sig en hvítur ís.
Skýrslan sem senn verður
tilbúin mun vera um 1.800 síður.
„Ef menn vilja vita hvað muni
gerast á allri jörðinni innan
nokkurra áratuga ættu þeir að
fylgjast með því sem gerist við
Norðurskautið næstu fimm til tíu
árin,“ segir Corell.
Spá hraðri hlýnun
við Norðurskautið
Ítarleg skýrsla um afleiðingar lofts-
lagsbreytinga á norðurslóðum verð-
ur lögð fram á fundi á Íslandi í haust