Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Frá Tónlistarskólanum á Akureyri: SKÓLASLIT Tónlistarskólans á Akureyri verða í sal Tónlistarskólans að Hvannavöllum 14 miðvikudaginn 26. maí kl. 18:00 fyrir nemendur á grunnstigi og kl. 20:00 fyrir nemendur á mið- og framhaldsstigi. Skólastjóri UPPSTEYPU á rannsókna- og ný- sköpunarhúsi við Háskólann á Ak- ureyri er nú lokið og er húsið fokhelt. Að byggingu hússins standa Íslensk- ir aðalverktakar, Landsafl og ISS á Íslandi. Um er að ræða einka- framkvæmd, sem felur í sér fjámögn- un, byggingu, viðhald og rekstur í 25 ár og er heildarkostnaður um 1,5 milljarðar króna. Rannsókna- og ný- sköpunarhúsið er um 5.500 fermetr- ar að stærð á fjórum og sjö hæðum og á að skila því fullbúnu 1. okbóter nk. Háskólinn á Akureyri leigir rúm- lega helming húsnæðisins undir starfsemi sína en þar verða einnig fjölmargar aðrar stofnanir. Má þar nefna Ferðamálasetur Íslands, Mat- vælasetur, Byggðarannsókn- arstofnun, veiðistjórnunarsvið Um- hverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnun, skrifstofur PAME og CAFF, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Veðurstofuna, Ný- sköpunarmiðstöð iðnaðarráðuneyt- isins, rannsóknarsvið Orkustofn- unar, Hafrannsóknastofnun, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Jafnréttisstofu. Samkvæmt upplýsingum Eyjólfs Gunnarssonar hjá Íslenskum að- alverktökum, hafa að jafnaði milli 30 og 60 starfsmenn ÍAV og und- irverktakar unnið við byggingu húss- ins frá því að fyrsta skóflustungan var tekin 10. júlí síðastliðinn. Þessa dagana er unnið við bygginguna á flestum sviðum. Innivinna er vel á veg komin og frágangur lóðar hafinn. Á annan tug stofnana í húsinu Morgunblaðið/Kristján Uppsteypu lokið: Rannsókna- og nýsköpunarhúsið við Háskólann á Akureyri er orðið fokhelt. Rannsókna- og nýsköpunarhús við HA fokhelt ELLEFU starfsmenn frá þremur fyrirtækjum luku 96 klukku- stunda fjölvirkjanámi á dögunum. Tveir starfa hjá Bústólpa, þrír hjá Sandblæstri og málmhúðun og sex hjá Skinnaiðnaði. Þetta er annar hópurinn sem lýkur fjölvirkj- anáminu og er stefnt að því að bjóða upp á það aftur næsta haust. Fjölvirkjanám er starfsnám, ætlað sérhæfðum ófaglærðum lyk- ilstarfsmönnum í iðnaðar- og framleiðslufyrirtækjum. Meginmarkmiðið með náminu er að styrkja stöðu starfsmanns- ins á vinnumarkaði og auka lífs- leikni. Markmið fyrirtækjanna með því að bjóða starfsmönnum sínum upp á þetta nám er að byggja upp mannauð þess og verða þannig betur í stakk búin til að mæta kröfum viðskiptavina sinna. Námið skiptist upp í þrjá hluta, almenn fög (25%), fagleg fög (56%) og sérhæfð fög (19%). Fjölvirkjanámið er skipulagt af Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar í samvinnu við Einingu-Iðju og Félag byggingamanna í Eyjafirði. Ellefu ljúka fjölvirkjanámi FULLTRÚAR frá ProQuest- gagnasöfnunum voru á ferð á Ak- ureyri og kynntu það sem efst er á baugi í Háskólanum á Akureyri. ProQuest er safn yfir 5000 tímarita sem birta greinar í fullum texta. Kynning var bæði fyrir bókaverði og eins kennara við framhalds- og grunnskóla, en þá voru kynnt gagna- söfn og námsefni sem nýtast við kennslu, einkum í enskri tungu og bókmenntum. Einnig var kynning á vefnum hvar.is, en það er vefur með aðgangi að gagnasöfnum og rafræn- um áskriftum að tímaritum, alls 30 gagnasöfnum með meira en 8000 al- texta að tímaritum, 350 þúsund raf- ritum engilsaxneskra bókmennta, 3 alfræðisöfnum og einni orðabók. Að- gangurinn er bundinn við notendur á Íslandi, sem tengdir eru íslenskum netveitum. Þetta er mikilvægur hlekkur í upplýsingasamfélaginu og veitir landsmönnum aðgang að upp- lýsingum sem ekki finnast á sam- bærilegan hátt í Evrópu. Aðgang- urinn er mest notaður af skóla- og rannsóknarsamfélaginu    Kynntu gagnasöfn Nýr leikskóli | Á síðasta fundi skólanefndar var kynntur gangur í vinnu við skipulag á lóðinni við Helgamagrastræti og vinnu við hönnunarforsögn nýrrar leik- skólabyggingar. Í hönnunarforsögn er gert ráð fyrir 6 deilda leikskóla á lóðinni. Er það gert til þess að geta boðið sem flestum foreldrum, sem búa á Brekkunni, pláss í leikskóla fyrir börn sín. Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem liggja fyrir eru nú 170 börn á leikskólaaldri á Suður- og Norðurbrekku. Þá samþykkti skóla- nefnd fyrirliggjandi tillögu um að nýr leikskóli við Tröllagil fái nafnið Tröllaborgir.    Fimm tilboð | Tilboð hafa verið opnuð í byggingu íþróttamiðstöðvar við Grenivíkurskóla, en fimm buðu í verkið. Hagleiksmenn áttu lægsta tilboð, rúmar 82,3 milljónir króna, Trégrip bauð 87,1 milljón í verkið og Þ.J. verktakar 87,2 milljónir. Sveit- arstjórn samþykkti að fela bygging- arnefnd umboð til að ganga til samn- inga um hagstæðasta tilboðið. STARFSFÓLKI hjá kjúklingabúinu Íslandsfugli í Dalvíkurbyggð, um 30 manns verður sagt upp störfum nú um mánaðamótin. Sundagarðar hf, sem eiga kjúklingafyrirtækið Mat- fugl hafa keypt allt hlutafé í Marvali ehf. sem rekur kjúklingabú Íslands- fugls á Dalvík, en nú er rétt ár liðið frá því Marval tók við rekstrinum af þrotabúi Íslandsfugls. „Hlutirnir gerðust hratt, við stóð- um frammi fyrir því að þurfa að endurfjármagna reksturinn,“ sagði Ragnar Harðarson, framkvæmda- stjóri Marvals. Hann sagði þetta hafa verið erfiðan tíma, þrátt fyrir hagræðingu í rekstri og góðan ár- angur í sölu afurða, „þá þurfti meira til svo að vel færi, þetta er geysiharður bransi,“ sagði hann og vísaði þar til kjötmarkaðarins í landinu. Hann nefndi að kjúklingar hefðu lækkað í verði á sama tíma og fóður hefði hækkað um 20%. „Þann- ig að augljóst er að staðan er veik.“ Ragnar sagði að sú leið sem valin var, að selja fyrirtækið til Sunda- garða hefði verið sú besta fyrir alla hlutaðeigandi. „Það var ekki hægt að loka augunum og láta fyrirtækið sigla sinn sjó, það varð eitthvað að gera,“ sagði hann. Gunnar Þór Gíslason, fram- kvæmdastjóri Sundagarða, sagði stefnt að því að innan árs yrði búið að flytja stofneldi félagsins, þ.e. varpfuglana, norður og þar yrði það í framtíðinni. „Stofneldið verður fyrir norðan og hugsanlega setjum við þar upp einangrunarstöð og tök- um upp beinan innflutning á eggj- um frá Svíþjóð,“ sagði Gunnar Þór Hann benti á að þetta væri í þriðja sinn sem rekstur kjúklinga- bús á Dalvík kæmist í hann krappan á jafnmörgum árum. „Það segir manni að erfitt er að vera með þennan rekstur þarna. Þar kemur m.a. til fjarlægð frá markaði og eins er þetta óhagkvæm stærðareining, hún er of lítil,“ sagði Gunnar Þór. „Ég tel að fullreynt sé með þennan rekstur, af þessari stærð og á þess- um stað.“ Framtíðarsýn nýrra eigenda er að sögn hans sú að eftir ár verði bú- ið að leggja niður sláturhús og vinnslu á Dalvík, en stofneldi félags- ins verði allt norðan heiða. „Von- andi verðum við svo búin að koma upp annari matvælaframleiðslu í húsnæðið sem fyrir er á Dalvík,“ sagði Gunnar Þór, en hann sagði það mál á frumstigi nú og tæki nokkra mánuði í unndirbúningi. Starfsfólk hefur flest eins mán- aðar uppsagnarfrest, en gert er ráð fyrir að vinnslan verði fyrst til að leggjast af og síðan starfsemi slát- urhúss. Ljóst er að eldi verður að einhverju leyti fyrir norðan áfram og að sögn Gunnars Þórs á eftir að skoða hvort hagkvæmara sé að slátra fuglinum þar eða flytja hann suður í Mosfellsbæ. Þeim starfs- mönnum sem starfað hafa við eldið verður boðin vinna hjá Matfugli, en þar verður líklega um að ræða þrjá starfsmenn. „Það átti enginn von á þessu, þetta kom okkur í opna skjöldu,“ sagði Hólmfríður G. Jónsdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks. „Þetta bar greinilega mjög brátt að, við vorum grunlaus að skemmta okkur saman á föstudagskvöldið og feng- um svo fréttirnar á laugardags- morgni.“ Hún sagði að starfsmenn hafi vit- að af því að reksturinn væri erfiður, en verið grunlaust um hvað í vænd- um var. „Menn eru slegnir yfir þessu. Flestir verða að vinna til loka júní og vita þá ekkert hvað tekur við. Það verður ekki hlaupið í vinnu á þeim tíma, flestir eru búnir að ráða sumarfólk og því sjálfsagt ekki um annað að ræða en bíða haustsins og sjá hvað býðst þá.“ Hólmfríður sagði að margir starfsmanna fyr- irtækisins hefðu verið hjá því frá upphafi og væru nú að upplifa þriðja áfallið á jafnmörgum árum. „Þetta er auðvitað mjög mikið óör- yggi og margir eru ekki búnir að átta sig á stöðunni enn. Við reynum að þjappa okkur saman, starfsfólkið og vona það besta.“ Vonir hafa brostið Guðrún Skarphéðinsdóttir, starfsmaður Einingar-Iðju í Dalvík- urbyggð, sagði fólk furðu lostið yfir stöðunni, „ég hafði ekki grun um hvað í vændum var, það var ekki bú- ið að segja okkur neitt. Ég varð al- veg miður mín þegar þessar fréttir bárust og fyrir marga er þetta reið- arslag,“ sagði Guðrún. Hún sagði atvinnuástand ekki sérlega gott á Dalvík um þessar mundir, um 25 manns væru skráðir atvinnulausir. „Það höfðu allir svo miklar vænt- ingar til þessa fyrirtækis þegar það hóf starfsemi fyrir þremur árum, þetta var nánast eins og að fá stór- iðju í bæinn, en nú hafa þessar vonir manna brostið,“ sagði Guðrún og nefndi einnig að margir væru í sár- um, fólk sem hefði upplifað alla þá erfiðleika sem reksturinn hefði gengið í gegnum, þrjú áföll á þrem- ur árum. „Það fer mjög illa með fólkið.“ Starfsfólki kjúklingabús Íslandsfugls í Dalvíkurbyggð sagt upp störfum Vinnsla og sláturhús lögð niður Stofneldi Mat- fugls verður flutt norður Guðrún Skarphéðinsdóttir Hólmfríður G. Jónsdóttir Ragnar Harðarson Morgunblaðið/Kristján Sláturhús og kjúklingavinnsla leggst af á Dalvík á næstu vikum, eftir kaup Sundagarða á Marvali sem rekið hefur Íslandsfugl í um eitt ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.