Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 23 Borgartúni 28 • símar 520 7901 & 520 7900 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! ARTISAN 5 gerðir - 7 litir stærri skál, hveitibraut fylgir Yfir 60 ára frábær reynsla Sími 533 2660 www.hafsulan.is HAFSÚLAN Hvalaskoðun frá Reykjavík - frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! með viðkomu í Lundey Brottför frá Ægisgarði alla daga kl. 9,13 og17 16 hótel allan hringinnSími: 444 4000 Hvalaskoðun með Moby Dick Sími: 421 7777 & 800 8777 Farsími 896 5598 - Fax 421 3361 Pósthólf 92, 230 Kefl avík www.dolphin.is - moby.dick@dolphin.is Daglega frá Kefl avíkurhöfn frá apríl til október. Sjóstangveiði - Skemmtisiglingar. 10 ára 1994 - 2004 Frábær tilboð fyrir 10 manns eða fl eiri www.esja. is Dugguvogi 8 Sími 567 6640 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Því nær sem efnið latexkemst slímhúð, því meirilíkur eru á því að menngeti áunnið sér latex- ofnæmi, segir Anne Mette Ped- ersen, formaður fagdeildar bráða- hjúkrunarfræðinga, en hún starfar á slysadeild Landspítalans auk þess sem hún hefur unnið við forvarnir og flutt fyrirlestra um latexofnæmi um nokkurt skeið. „Latexofnæmi eða óþol getur verið grafalvarlegt mál enda getur það birst í mörgum myndum, allt frá kláðaútbrotum upp í alvarlegri afbrigði, sem leitt geta til dauða. Vægustu afbrigðin af latexóþoli má t.d. rekja til roða og kláða eftir að hafa notast við gúmmíhanska við uppvaskið. Aftur á móti í alvarlegustu tilfellunum koma óyggjandi ofnæmisviðbrögð gjarnan fram innan hálftíma frá la- texsnertingu. Bjúgur myndast í hálsi og á fleiri stöðum og getur lokað fyrir öndunarveg.“ Anne Mette segir að efnið latex sé að finna mjög víða og eiga þeir, sem umgangast latexið mikið, helst á hættu að fá latexofnæmi. „Þetta á við heilbrigðisstarfsfólk, sem notar svokallaða latexhanska og önnur teygjanleg áhöld við störf sín. Iðn- aðarmenn í fjöldamörgum starfs- greinum eru því miður líka farnir að taka latexhanska í sína þjónustu. Sjúklingar, sem þurfa að und- irgangast margar aðgerðir, eru í áhættuhópi þar sem heilbrigð- isstarfsfólk verður að nota hanska við skurðaðgerðir. Blöðrur í barna- afmælum geta verið stórhættulegar latexofnæmissjúklingum því þegar þær eru blásnar upp losna litlar la- texagnir út í loftið sem hægt er að anda að sér. Móðir drengs með latexofnæmi hefur bent sérstaklega á hættuna samfara vöru- kynningum í verslunum fyrir þá sem hafa latex- ofnæmi, ef kynnir vörunnar notar latexhanska við að handfjatla vöruna. Sonur hennar hefur lent í því að fá ofnæm- iskast við slíkt tæki- færi.“ Álfabikar í slímhúð Netverslun www.femin.is hefur auglýst alllengi svokallaðan álfa- bikar eða „Keeper“ úr náttúrulegu gúmmíi eða latexi, þar sem fullyrt er að konur með latexofnæmi geti auðveldlega notað hann. Í auglýs- ingunni segir m.a.: „Keeper er mjúkur margnota gúmmíbikar til innsetningar í leggöng meðan blæð- ingar standa yfir og er notaður í stað binda og/eða tíðatappa. Hann tekur allt að 30 ml af tíðablóði. Magn tíðablóðs meðalkonu er 80– 100 ml á hverjum blæðingum.“ Áfram segir: „Keeper er unninn úr náttúrulegu gúmmíi og er latexfrír. Því hafa konur, sem þjást af latex- ofnæmi auðveldlega getað notað legir latexofnæmissjúklingum. „Eft- ir að ég sá fullyrðingar á femin.is um að konur með latexofnæmi gætu notað bikarinn sér að meinalausu, hafði ég samband við bandaríska söluaðilann og alþjóðleg samtök um latexofnæmi og varnir. Á báðum stöðum fékk ég skýr svör um að vítavert væri að auglýsa álfabik- arinn fyrir konur með latexofnæmi enda er það sérstaklega tekið fram á heimasíðu bandaríska söluaðilans, www.thekeeper.com, að bikarinn sé alls ekki ætlaður konum með of- næmi fyrir gúmmíi eða latexi. Ég hef komið þessum upplýsingum áleiðis til íslenska söluaðilans, en ekki fengið nein svör,“ segir Anne Mette. Gera má ráð fyrir því að latex- ofnæmissjúklingum fari fjölgandi með almennri notkun latexvara. Anne Mette segist hafa verið að viða að sér alls konar fræðslu um þetta efni og hafi hún greinar undir höndum allt frá árinu 1979 þar sem varað hafi verið við þeirri hættu í banda- rískum fagtíma- ritum að latex- ofnæmi gæti áunnist í kjölfar mikillar latexsnertingar. „Vekja þarf fólk til vitundar um þetta vaxandi heilbrigðisvandamál þar sem latexofnæmi getur heft daglegt líf verulega mikið. Latex er í svo fjölmörgum hlutum sem við umgöngumst dagsdaglega, hönsk- um og jafnvel smokkum og blöðrum og afleiðingarnar geta orðið virki- lega alvarlegar.“ Fleiri konur en karlar Samkvæmt upplýsingum frá Astma- og ofnæmissamtökunum er tíðni latexofnæmis afar mismunandi eftir löndum, allt frá núlli til 9,4%. Útbreiðsla ofnæmisins hefur ekki verið könnuð á Íslandi, en gera má ráð fyrir því að af þeim sem grein- ast séu um 80% konur. Það helgast af því að þær verða fyrir meira áreiti en karlarnir enda starfa mun fleiri konur en karlar í starfs- greinum, sem krefjast útbúnaðar á borð við latexhanska.  OFNÆMI | Efnið er t.d. í sumum hönskum, smokkum, barnablöðrum og álfabikar Latexofnæmi vaxandi heilbrigðisvandamál Morgunblaðið/ÞÖK Bráðahjúkrunarfræðingurinn: Afleiðingar latexsnertingar geta orðið virkilega alvarlegar, segir Anne Mette Pederson. Latex er náttúrulegt 100% gúmmí og á að vera umhverfisvænt. Anne Mette Pedersen, formaður fagdeildar bráðahjúkrunarfræð- inga, varar hins vegar við því og segir að með tíðri snertingu við slím- húð, geti menn áunnið sér latexofnæmi. join@mbl.is hann. Það þarf ekki að fella gúmmí- tréð til að vinna hann heldur er tappað af trénu, ólíkt því sem gerist þegar unninn er pappír, en þá eru tré felld til að vinna úr þeim pappír. Keeper endist í tíu ár og er því ekki um að ræða mánaðarleg úr- gangsefni eins og við binda- og tappanotkun, en það er talið að yfir sjö milljörðum tíðatappa og umbúða utan af þeim sé hent árlega og hafa plasthólkar sumra framleiðenda haft alvarleg áhrif á umhverfið og valdið skaða á lífríki stranda og stefnt dýralífi í hættu og eru þá ótalin öll þau dömubindi og innlegg sem hent er í náttúruna árlega.“ Anne Mette segist telja álfabikar í leggöngum í 5-7 daga í mánuði jafnhættulegan latexofnæm- issjúkum konum og latexhanskar heilbrigðisstarfsfólks eru hættu- Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Vöggusett barnasett www.thumalina.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.