Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 43
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú býrð yfir samviskusemi
og sanngirni og hefur mjög
ákveðnar skoðanir
á hlutunum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur loksins orku til að
hrinda fyrirhuguðum breyt-
ingum á heimilinu í fram-
kvæmd. Þú getur einnig nýtt
orkuna til að sætta ólík sjón-
armið innan fjölskyldunnar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það verður mikið að gera hjá
þér í dag. Þú ert tilbúin/n að
leggja hart að þér til að ná
árangri í þeim verkefnum sem
skipta þig máli. Þú ert hins
vegar ekki í skapi til að vinna
að hverju sem er.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú munt líklega verja deginum
í einhvers konar undirbúnings-
vinnu sem þú kærir þig ekki
um að hafa of hátt um. Á þessu
stigi viltu halda hlutunum út af
fyrir þig.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft sennilega að sannfæra
einhvern um eitthvað í dag.
Það þarf ekki að kosta deilur
þó þú vitir nákvæmlega hvern-
ig þú viljir hafa hlutina.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sjálfstraust þitt og trú þín á
hugmyndir þínar gera þér
kleift að kynna hugmyndir þín-
ar fyrir yfirmönnum þínum á
sannfærandi hátt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Gerðu ferðaáætlanir með vin-
um þínum. Þær þurfa þó ekki
endilega að eiga við um nán-
ustu framtíð. Þú gætir einnig
fengið einhvern til einhvers
konar samstarfs við þig.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú færð góðar hugmyndir um
það hvernig best sé að nýta auð
annarra í dag. Þú munt því
hugsanlega gefa öðrum góð ráð
í fjármálunum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú vilt að maki þinn eða ein-
hver náinn þér sé þér sammála
í dag. Þú ættir að spyrja
sjálfa/n þig að því hvers vegna
samþykki annarra skipti þig
svona miklu máli.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefur mikla orku í dag. Þú
vilt koma skipulagi á umhverfi
þitt þannig að þú getir gengið
að hlutunum þegar þú þarfnast
þeirra.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þetta er góður dagur til leikja
og sköpunar. Þér líður eins og
þú sért barn í annað sinn og því
muntu njóta þess sérstaklega
að vera í félagsskap barna.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur þörf fyrir að gera ein-
hvers konar breytingar á heim-
ilinu. Þú gætir til dæmis reynt
að breyta verkaskiptingunni
innan fjölskyldunnar. Hver
veit nema það leysi vandann?
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert einstaklega hug-
myndarík/ur í dag og þar sem
þú trúir sjálf/ur á hugmyndir
þínar áttu auðvelt með að fá
aðra til liðs við þig.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRNAÐ HEILLA
HALLGRÍMUR PÉTURSSON
Atburð sé ég anda mínum nær,
aldir þó að liðnar séu tvær.
Inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð.
Hver er sá, sem stynur þar á beð?
Maðkur og ei maður sýnist sá.
Sár og kaun og benjar holdið þjá,
blinda hvarma baða sollin tár,
berst og þýtur yfir höfði skjár.
Hár er þétt og hrokkið, hvítt og svart,
himinhvelft er ennið, stórt og bjart,
hvöss og skörp og skýrleg kinn og brún,
skrifað allt með helgri dularrún.
- - -
Matthías Jochumsson
LJÓÐABROT
50 ÁRA afmæli. Fimm-tugur er í dag 26.
maí Erlingur Bjarnason,
Túngötu 28, Eyrarbakka,
verkstjóri hjá Rarik. Hann
og eiginkona hans Eygerð-
ur Þórisdóttir taka á móti
gestum laugardaginn 29.
maí að Stað, Eyrarbakka frá
kl. 20 til kl. 23 og vonast þau
til að sjá sem flesta.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1
b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3
Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 cxd4
12. cxd4 Bb7 13. d5 Hc8 14.
Rbd2 Rh5 15. Rf1 Rc4 16. a4
b4 17. b3 Ra3 18. Bd3 a5 19.
Rxe5 Bf6 20. Dxh5
Bxe5 21. Ha2 Hc3
22. Dd1 Df6 23.
He3 Hfc8 24. Bd2
H3c5 25. Hf3 Dd8
26. Re3 H8c7 27.
Rg4 Dc8 28. Bf1
Hc1 29. Bxc1 Hxc1
30. Dd2 Ba6 Stað-
an kom upp á of-
urmóti sem stend-
ur nú yfir í
Sarajevo. Hinn
skemmtilegi of-
urstórmeistari
Alexey Shirov
(2.713) hafði hvítt
gegn Suat Atalik
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
(2.554). 31. Rxe5! Hxf1+ 32.
Kh2 dxe5 33. d6! Bb7 34. d7!
Dd8 35. Hd3 f6 36. Hd6! Kf7
37. De2 Hc1 38. Dh5+ Ke7
39. He6+ Kxd7 40. Hd2+ og
svartur gafst upp. Evr-
ópumeistaramót ein-
staklinga stendur nú yfir í
Tyrklandi og eru þrír ís-
lenskir skákmenn á meðal
keppenda. Hægt er að fylgj-
ast með gangi mála á skak.is.
HLUTAVELTA
ALMENNT gefur það
ekki góða raun að láta feg-
urðarsjónarmið ráða spila-
mennskunni. Það er svona
eins og að velja konu eftir
útlitinu og bíl eftir lakkinu.
En þegar tvær jafn góðar
leiðir koma til álita er
sjálfsagt að velja þá feg-
urri.
Norður
♠Á104
♥Á53
♦G632
♣KD7
Vestur Austur
♠K762 ♠5
♥DG10 ♥98762
♦854 ♦D109
♣964 ♣G1032
Suður
♠DG983
♥K4
♦ÁK7
♣Á85
Suður spilar sex spaða.
Hjartadrottningin kemur
út og sagnhafi tekur slag-
inn heima til að svína í
trompinu. Legan kemur í
ljós og sagnhafi staldrar
við og metur horfurnar.
Ein ágæt hugmynd er að
strípa vestur af út-
gönguspilum í laufi og
hjarta og senda hann svo
inn á spaðakónginn í þeirri
von að hann verði að spila
frá tíguldrottningu. Þetta
gengur upp ef vestur er
með skiptinguna 4-3-3-3
(og líka 4-2-4-3 eða 4-3-4-2
ef sagnhafi hittir á að spila
hliðarlitunum í réttri röð).
Önnur hugmynd byggist
á því að kæfa trompslag
vesturs. Þá er vonin sú að
austur eigi tíguldrottn-
inguna. Sagnhafi skilur
spaðaásinn eftir í borði,
trompar hjarta, tekur lauf-
in og spilar svo ÁK og
þriðja tíglinum. Austur
lendir inni í þessari stöðu:
Norður
♠Á
♥--
♦6
♣--
Vestur Austur
♠K7 ♠--
♥-- ♥9
♦-- ♦--
♣-- ♣G
Suður
♠G9
♥--
♦--
♣--
Hvort sem austur spilar
laufi eða hjarta verður
trompkóngurinn súrefn-
islaus og kafnar.
Þótt fyrrnefnda leiðin sé
snotur jafnast hún ekki á
við kæfingarbragð, þann
sjaldgæfa gimstein.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Morgunblaðið/ÞÖK
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar
Rauða krossi Íslands og var afraksturinn 2.478 krónur.
Þær heita, f. v.: Steinunn Ósk og Bryndís.
Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13–
16.30. Þeir sem óska eftir að láta
sækja sig fyrir samverustundirnar látið
kirkjuverði vita í síma 553 8500.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir
taka við fyrirbænum í síma 520 9700.
Grensáskirkja. Starf aldraðra
miðvikudag 26. maí. Ferð aldraðra frá
Grensáskirkju kl. 9. Ekið um Flóann o.fl.
Verð kr. 2000 hádegisverður innifalinn.
Áætluð heimkoma kl. 16 og 17.
Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8.
Hugleiðing, altarisganga, morgunverður.
Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl.
10–12.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl.
11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu
kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöld-
bænir kl. 18.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl.
10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur.
Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af
stað kl. 10.30.
Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 12.15.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í há-
deginu kl. 12. Altarisganga. Léttur há-
degisverður.
Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há-
deginu. Léttur málsverður. Kl. 13–16
opið hús.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í kl. 12.
Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur
málsverður.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10.
Opinn sporafundur Tólf sporanna kl. 20.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund. kl.
18.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–
12 með Nönnu Guðrúnu.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn,
safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10–12.
Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Léttur
hádegisverður kl. 12.30 í Ljósbroti
Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu
og brauð í safnaðarheimilinu. Opið hús
fyrir eldriborgara kl. 13.
Bessastaðasókn. Foreldramorgnar kl.
10–12. Opið hús eldri borgara kl. 13–
16.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn-
ar kl. 10–12.
Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í
Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar
í síma 565 3987.
Fríkirkjan Kefas. Samverustund unga
fólksins kl. 20.30. Nánari upplýsingar á
www.kefas.is
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20. „Umhyggja
Jesú“ Lúk 9.10–17. Ræðumaður Valdís
Magnúsdóttir, vitnisburðarsamkoma.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn Eyra-
vellir kl. 10–12. Sameiginleg grillveisla
foreldra og barna í Akureyrarkirkju og
Glerárkirkju. Komið með kjöt eða pylsur.
Drykkir, sósur og steiktur laukur á
staðnum. Athugið, ef illa viðrar færist
grillveislan yfir á fimmtudag.
Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12.
Orgeltónar, sakramenti, fyrirbænir, létt-
ar veitingar á vægu verði í safnaðarsal.
Síðasta samvera fyrir sumarhlé.
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF
Pílagrímaganga
í Hafnarfirði
KIRKJU- og pílagrímaganga
fimmtudagskvöld í Hafnarfirði.
Þjóðkirkjur og Fríkirkjan í Hafn-
arfirði standa fyrir göngu á milli
kirkna og kirkjustæða fimmtudag-
inn 27. maí nk. Hefst gangan kl.
20.00 þegar gengið verður frá
íþróttaheimili Hauka á Ásvöllum að
fyrirhuguðu kirkjustæði Ástjarn-
arkirkju. Þaðan verður gengið að
minnismerkinu um þýsku kirkjuna
á Háagranda og til Hafnarfjarð-
arkirkju, síðan í Fríkirkjuna og
göngunni lýkur svo í Víðistaða-
kirkju. Á áningarstöðunum verða
stuttar helgistundir og altarisganga
í Víðistaðakirkju þar sem einnig
verður boðið upp á veitingar í ferða-
lok sem eru áætluð kl. 22.00.
Leiðsögumaður í göngunni verð-
ur Jónatan Garðarsson sem er
margfróður um sögu bæjar og
kirkju í Hafnarfirði. Eru Hafnfirð-
ingar hvattir til að fjölmenna í
kirkjugönguna sem ætti að verða
skemmtileg, fróðleg og gefandi
bæði fyrir sál og líkama. Fólk á öll-
um aldri getur verið með því smár-
úta verður með í för sem hægt er að
bregða sér í til hvíldar á leiðinni.
Kirkjurnar í Hafnarfirði hafa unnið
að ýmsum sameiginlegum verk-
efnum að undanförnu og er þetta
liður í því samstarfi.
Vortónleikar
Kirkjukórs Óháða
safnaðarins
FIMMTUDAGINN 27. maí kl. 20.30
heldur Kirkjukór Óháða safnaðar-
ins sína vortónleika.
Stjórnandi kórsins er Peter Máté,
Sólveig Samúelsdóttir syngur
einsöng, Lenka Mátéová leikur á
orgel og píanó. Aðgangseyrir kr.
1.000.
www.lyfja.is
Skrefi framar
Sokkar, sokkabuxur, undirföt
www.sokkar.is
Ráðgjafi verður
í dag kl.14-18 í LYFJU
Lágmúla, Setbergi og
Garðatorgi.
Á morgun kl. 14-18
í Lyfju Smáratorgi,
Laugavegi
og Smáralind.
BioAction
Byltingarkenndar sokkabuxur
og sokkar sem fegra og næra