Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin til Portúgal þann 16. júní á hreint ótrúlegum kjörum. Njóttu frísins á Algarve, vinsælasta áfangastaðar Portúgal við frábærar aðstæður um leið og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í fríinu. Þú bókar núna, tryggir þér síðustu sætin og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita á hvaða gististað þú býrð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. Vikuferð, 16. júní. Stökktutilboð, netverð. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, vikuferð, 16. júní, netverð. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Portúgal 16. júní frá kr. 29.995 í fremstu röð í umhverfismálum með viðleitni sinni. Siv þakkaði fyrirtækj- unum fyrir framtakið og bætti við að ENDURVINNSLUSTÖÐ fyrir bensíngufur frá olíustöðinni í Örfir- isey var formlega tekin í notkun í gær. Stöðin, sem er staðsett hjá olíu- tönkunum, vinnur bensín úr bensín- gufum og mun draga verulega úr loftmengun á svæðinu. Hingað til hefur bensínlykt lagt yfir svæðið í ákveðnum veðurskilyrðum en inn- öndun slíkra gufa getur verið hættu- leg mönnum. Bygging endurvinnslustöðv- arinnar er sameiginlegt verkefni eig- anda olíutankanna, Olíudreifingar og Skeljungs ehf. Samkvæmt reglu- gerð frá 1999 er fyrirtækjum sem reka birgðastöðvar fyrir bensín skylt að takmarka magn bensíngufa í lofti í útblæstri frá slíkum stöðvum. Með tilkomu hins nýja búnaðar fer loftmengun frá stöðinni langt niður fyrir það hámark sem reglugerðin kveður á um. Framsýnt skref Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra gangsetti endur- vinnslustöðina í fyrsta sinn í gær að viðstöddum forsvarsmönnum fyr- irtækjanna og öðrum gestum. Við það tilefni sagði Siv m.a að bygging stöðvarinnar væri framsýnt skref af hálfu fyrirtækjanna sem skipuðu sér sá tími væri nú liðinn að starfsmenn borgarinnar á sviði umhverfismála þyrftu að ganga um Örfirisey með nefið út í loftið til að finna hvaðan bensínlyktin kæmi. 110 þúsund bensínlítrar vinnast árlega Kostnaður við byggingu stöðv- arinnar er áætlaður um 100 milljónir króna og framkvæmdir hafa tekið um þrjú ár. Endurvinnsla bensínguf- anna minnkar loftmengun á svæðinu niður í um 10 grömm á rúmmetra en leyfilegt hámark er 35 grömm. Til- koma stöðvarinnar hefur þó ekki eingöngu umhverfislegan ávinning í för með sér, því stöðin endurvinnur árlega um 110 þúsund lítra af bensíni úr bensíngufunum, sem hafa hingað til sloppið út í andrúmsloftið. Til samanburðar má nefna að það magn dugir til að fylla fjóra olíuflutn- ingabíla af stærstu gerð. Endurvinnslustöðin tekur bæði við bensíngufum sem verða til við að bensíni er dælt úr tönkunum yfir á olíubíla og einnig bensíngufum sem verða til þegar olíubílarnir skila af sér bensíni á bensínstöðvarnar. Olíu- bílarnir hafa sérstakan búnað sem tryggir að gufurnar sleppi ekki út í loftið við afhendingu á bensíni. Endurvinnslustöðin er hönnuð í Danmörku og hefur verið seld víðs- vegar um heim. Umhverfisráðherra opnaði endurvinnslustöð fyrir bensíngufur í Örfirisey Morgunblaðið/Árni Torfason Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra gangsetur endurvinnslustöðina í Ör- firisey. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, fylgist með. Bensínlyktin heyrir sögunni til KJARASAMNINGUR Starfs- greinasambands Íslands við ríkið, sem undirritaður var 7. apríl, hefur verið samþykktur í öllum aðildar- félögum sambandsins sem málið varðar nema hjá Verkalýðsfélagi Akraness og hjá Verkalýðsfélaginu Vöku, Siglufirði. Á kjörskrá voru 2.134 en 33% greiddu atkvæði um samninginn í öllum félögunum og var niðurstaðan sú að 81,3% sam- þykktu hann en 18% greiddu at- kvæði gegn samningnum. Á Akra- nesi höfnuðu 87,5% af þeim sem greiddu atkvæði samningnum og á Siglufirði 94%. Hjá stærstu fé- lögum Starfsgreinasambandsins var samningurinn hins vegar sam- þykktur með miklum mun: 92,4% hjá Eflingu-stéttarfélagi í Reykja- vík, 96% hjá Einingu Iðju á Ak- ureyri, 72% í Keflavík og í Grinda- vík, 93% samþykktu samninginn á Selfossi og 68,6% hjá Afli, Austur- landi. Kosið um samning Starfsgreina- sambandsins við ríkið Samþykkt- ur nema á Akranesi og á Siglufirði 413 METRA djúp borhola opnaðist í síðustu viku úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar lóðrétt niður að væntanlegri stöðvarhússhvelf- ingu í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Frá þessu greinir á vef Kárahnjúka- virkjunar. Holan verður notuð til að bora svo- kölluð fallgöng fyrir vatn sem streymir úr Hálslóni að hverflum virkjunarinnar. Fallgöngin verða lengstu beinu fallgöng í heimi. Bor- holan, sem kalla má stýriholu (pilot hole), gegnir lykilhlutverki í verkinu sem fram undan er við að bora fall- göngin.Vírar verða dregnir í gegnum holuna, borkróna fest í þá niðri og krónan síðan dregin upp. Fallgöngin verða yfir 400 metra löng og 4 metr- ar í þvermál. Tvenn slík verða boruð í fjallinu. Fallgöngin verða fóðruð stáli og koma til með að verða þau lengstu sinnar tegundar í heiminum. Þegar borinn komst á leiðarenda fór vatn að fossa niður úr holunni eins og búist hafði verið við. Vaxandi spenna var hins vegar á svæðinu meðan mælt var hve miklu kynni að skeika að borholan væri 100% lóðrétt og höfðu starfsmenn stofnað veð- banka af því tilefni. Skekkjan verður að vera innan við 1% og reyndist langt innan þeirra marka eða 19,2 cm, s.s. 0,046%. Þeir hafa því smið- saugað í fínu lagi, bormennirnir eystra. Sá sem vann pottinn í veð- bankanum giskaði á að skekkjan yrði 19 cm og í öðru sæti var sá sem gisk- aði á 19,5 cm. Sniðið sýnir aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar liggja lóðrétt niður að væntanlegri stöðvarhússhvelfingu og tengd göng út úr Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Mjög vel tókst til við borun ganganna. Mátti engu skeika í borun stærsta landið í Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Orkumál eru ofarlega á baugi hjá Teufel en í gær heimsótti hann einnig fyrirtækið Nýorku sem tekur þátt í vetnisverkefninu svo- kallaða ásamt þýsk-ameríska fyr- irtækinu DaimlerChrysler. Í dag mun Teufel hitta Davíð Oddsson forsætisráðherra ásamt því að funda með Þýsk-íslenska versl- unarráðinu. ERWIN Teufel, forsætisráðherra Baden-Württemberg, átti fund með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum í gær- morgun. Á fundinum var m.a. rætt um samskipti Íslands og Þýskalands á sviði viðskipta, menningar, ferða- mála og orkumála svo eitthvað sé nefnt. Baden-Württemberg er þriðja Ræddu samskipti Íslands og Þýskalands Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.