Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Vélsmiður
Óska eftir vélsmið sem getur unnið sjálfstætt.
Upplýsingar í síma 893 5990.
Virðing — Samvinna — Árangur
Staða aðstoðarskólameistara
Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. Laun eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og starfið er til fimm ára.
Einnig er laus til umsóknar staða áfangastjóra. Laun eru í samræmi við kjara-
samning ríkisins og starfið er til fjögurra ára.
Nánari upplýsingar um stöðurnar gefur skólameistari.
Umsóknir berist skólameistara fyrir föstudaginn 4. júní 2004.
Við skólann eru einnig lausar til umsóknar áður auglýstar stöður í eftirfarandi greinum:
Sálarfræði og uppeldisgreinar - afleysing í eitt ár
Þýska 50% staða - afleysing í eitt ár
Íslenska heil staða Sérgreinar UF 75% staða
Eðlisfræði hálf staða Sérgreinar á sjúkraliðabraut heil staða
Rafiðngreinar heil staða Tréiðngreinar heil staða
Efnafræði heil staða Stærðfræði heil staða
Þroskaþjálfi/sérkennari heil staða, Upplýsingatækni heil staða
- kennsla nemenda með sérþarfir
Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila til skólameistara eigi
síðar en 4. júní 2004. Leitað er að framhaldsskólakennurum og laun eru samkvæmt kjarasamning-
um Félags framhaldsskólakennara. Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans
www.fss.is. Nánari upplýsingar veita Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari, olijon@fss.is
og Kristján Ásmundsson aðstoðarskólameistari, kras@fss.is í síma 421 3100. Öllum umsóknum
verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Skólameistari.
Sölumaður
Öflugt og framsækið þjónustufyrirtæki í
Reykjavík, með sérstöðu á sínu sviði, óskar
eftir að ráða sölumann í fullt starf. Um er að
ræða framtíðarstarf, með miklum tækifærum,
í traustu og vinsamlegu umhverfi.
Starfslýsing:
Sala til nýrra og núverandi viðskiptavina.
Ráðgjöf til viðskiptavina.
Tækifærisgreining og innkoma að markaðs-
málum.
Æskileg hæfni:
Reynsla í sölumálum.
Skipulögð vinnubrögð.
Góð tölvukunnátta.
Þægileg og skilvirk samskiptatækni.
Áhugi og hæfileiki að tileinka sér nýjungar.
Góð enskukunnátta.
Persónulegir eiginleikar:
Frumkvæði.
Skapandi hugsun.
Árangursdrifin(n).
Metnaður.
Sjálfsdrifin(n).
Umsækjendur taki sérstaklega fram árangur
í því sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.,
merktar: „Sölumaður — 15444.“
Umsóknarfrestur er til 2. júní 2004.
Störf í apóteki
Vegna ört vaxandi starfsemi Lyfjavals, þ.á m. opnun
nýs apóteks, vantar okkur jákvætt og kraftmikið
starfsfólk til starfa.
Lyfjatæknar og fólk með reynslu úr apóteki gengur
að öðru jöfnu fyrir. Um hlutastörf getur verið að
ræða og hugsanlega vaktavinnu.
Umsóknir sendist í pósti til Lyfjavals, Þönglabakka
6, 109 Reykjavík.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál
og öllum svarað.
Upplýsingar veita Þorvaldur í síma 894 5252 eða
Guðni í síma 894 3083.
Lyfjaval er ört vaxandi apótek sem leggur mikið
upp úr persónulegri þjónustu og samkeppnishæfu
verði. Lyfjaval er eitt af örfáum apótekum sem er
einstaklingsrekið og berst gegn fákeppni í lyfsölu.
Það er markmið Lyfjavals að tryggja starfsfólki sínu
fjölskylduvæna starfsmannastefnu, notalegt starfs-
umhverfi og samkeppnishæf laun.
Biskup Íslands
auglýsir laust til umsóknar
embætti
sóknarprests
í Setbergsprestakalli Snæfellsnes- og Dalaprófasts-
dæmi frá 1. september 2004.
Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknarpresta
til fimm ára.
Óskað er eftir því að umsækjendur geri í umsókn
skriflega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og
öðru því sem þeir óska eftir að taka fram.
Umsóknarfrestur rennur út 18. júní 2004.
Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskupsstofu,
Laugavegi 31, 101 Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar um embættið er að finna
á vef Þjóðkirkjunnar
http://www.kirkjan.is/biskupsstofa og á
Biskupsstofu.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ÝMISLEGT
Mosfellsbær
Tillaga
að deiliskipulagi á svæði golf-
klúbbsins Bakkakots í Mosfellsdal
í Mosfellsbæ.
Á fundi bæjarstjórnar þann 11. maí 2004 var
samþykkt kynning á tillögu að deiliskipu-
lagi á svæði golfklúbbsins Bakkakots í Mos-
fellsdal í Mosfellsbæ í samræmi við 25. gr.
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
með síðari breytingum.
Deiliskipulagssvæðið er innan golfvallarins
vestan við núverandi vélageymslu og norð-
an veitingaraðstöðu golfklúbbsins. Heimilt
verður að koma fyrir á deiliskipulagssvæð-
inu vélageymslu í samræmi við skilmála.
Tillagan verða til sýnis á bæjarskrifstofu
Mosfellsbæjar, Þverholti 2, í þjónustuverinu
á fyrstu hæð, frá 26. maí til 25. júní nk.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa
borist skriflega til skipulags- og byggingar-
nefndar Mosfellsbæjar fyrir 9. júlí nk.
Einnig er hægt að kynna sér skipulagið á
mos.is undir framkvæmdir.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkir tilögunum.
Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ
StafnÁs
Bygginga & verkfræðifyrirtæki
VERKAMENN
Okkur vantar til starfa nú þegar verka-
menn vana byggingavinnu. Reynsla af
múrverki æskileg en ekki skilyrði. Upp-
lýsingar gefur Árni í síma 663 6210.