Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ A meríkumenn eru fyrstir með flest þegar núlistir eru ann- ars vegar, þannig voru þrjár konur að baki stofnun fyrsta nútímalistasafns í heiminum og hvergi veit ég til þess að konur eigi sitt þjóðlistasafn nema hér í Washington; þ.e. National museum of Women in the Arts. Varð meira en lítið hissa þegar einn vinur minn upplýsti mig um þetta tveim dögum áður en ég hélt utan til þessa nafntogaða stjórnseturs Bandaríkjanna, og margrómuðu safnaborgar við Potomac-fljótið. Að vísu eru til sérsöfn fyrir kvennalist, til að mynda eitt í Árósum, en nokkuð staðbundið og dálítið undirfurðulegt, sumir mundu segja kerlingarlegt, hvorki þjóð- né heimslistasafn og með verkum sem spanna fimm aldir eins og þetta hér, hvað þá í viðlíka glæsibyggingu í endurreisnarstíl við eina breiðgötuna, eða 1250 New York Avenue og í nágrenni aðalsafna Smit- hsonian-stofnunarinnar. Saga safnsins er þó ekki ýkja löng, upphafið má rekja til frum- kvæðis einhverrar Vilhelmínu Hollis og eig- inmanns hennar, og viðamikils einkasafns þeirra á myndlist kvenna frá öllum heims- hornum. Ákvörðun hjónanna um stofnun kvennalistasafns var tekin 1960 og þá fóru hlutirnir að taka á sig mynd en fyrstu árin var safnið á heimili þeirra eða þar til það flutti í nú- verandi húsnæði sem áður mun hafa verið að- setur frímúrara. En það bíður annars tíma að segja frá sjálfu safninu, hér verður einungis vikið lítillega að sýningunni, Nordic Cool, sem opnaði 16. maí og stendur allar götur til 23. se- petmber. Um að ræða umfangsmikið sýn- ishorn á hönnun norrænna kvenna, iðnhönnun sem listhönnun og sem nafnið vísar til er allt í senn frumleg, djörf og fersk. Skemmst frá að segja hefur sýningin hlotið drjúga athygli og mikið um hana fjallað þótt stutt sé síðan hún var opnuð, og eins og ég las einhvers staðar er um mikilvægan og grunnmótandi viðburð að ræða. Satt að segja hef ég naumast séð betur upp setta né hrifmeiri sýningu á norrænni hönnun og má vera augljóst að hér hefur stórhugur ráðið ferðinni en engin norræn minnimátt- arkennd. Mikill sómi fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri framkvæmd á jafnréttisgrundvelli en ekki sem fámenna þjóðin í útnorðri. Segi fyrir mig að hér er komin lifandi staðfesting á því að íslenzkar konur eiga fullgilt erindi á al- þjóðavettvang við hlið norrænna kynsystra sinna og hinn mikli aðstöðumunur lítt merkj- anlegur. Þrátt fyrir að ég saknaði eins og ann- ars hefur hér vel tekist til og um þýðingarmik- inn og vonandi tímamótandi viðburð að ræða um markaðssetningu íslenzkrar listhönnunar. Sjálfri sýningunni sem og sögu safnsins verða fljótlega gerð nánari skil, kastljósinu hér ein- ungis beint að markverðum og upptendrandi listviðburði. Þjóðlistasafn kvenna SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Sigrid Echoff, Noregi, Cherrox furðubátur, stígvél, 1995. Erla Sólveig Óskarsdóttir: Raðstólar, 2002. Annette Hermann, Danmörku, Stóll-Streol, 2001, stál og áklæði. Pia Selin, Svíþjóð, Orphenia, ull, 2000. Raija Uosikkinen, Finnlandi, ílát fyrir Arabia, 1950–60, keramik. ÞEIM félögum, nóbelsskáldinu Seamus Heaney og olnbogapípuleik- aranum Liam O’Flynn, urðu tengsl Íslands og Írlands að nokkru leiðar- stefi í gegnum dagskrá sína og mót- uðu þau bæði laga- og ljóðaval. Þessi tengsl eru sterk, návist Írlands og fólks af írskum uppruna er mikil í fornsögum okkar, og hliðstæð reynsla þjóðanna af náttúrunni og harðri lífsbaráttu styrkja böndin enn. Á sama tíma er svo margt fram- andi og furðulegt við írska menningu og arf, fyrir utan hvað saga síðari tíma hefur tekið á sig ólíkar myndir í löndunum tveimur. Þótt tónlistin njóti hylli hér í útvötnuðum útgáfum býr það hlustandann ekki nema að litlu leyti undir að hlýða á stríðan hljóm olnbogapípunnar, hvort sem leikin eru angurvær og taktfrjáls sönglög eða spriklandi rælar sem beina áhrifum sínum fyrst og fremst að fótum manns. Og fornsaga Ír- lands, sagnir af Brendan sjófaranda og heilögum Kevin sem gerðist hreiðurstæði svartþrastar, Guði til dýrðar, eru fullar af dularfullu seið- magni sem gerir þessa frændur okk- ar að sérlega spennandi kvöldgest- um. Ekki spillir ef þeir eru jafn fróðir og frásagnarglaðir og þessir tveir reyndust. Framsetningin var eins einföld og hægt var. Þeir skiptust á að flytja efni sitt, oftast með góðum inngangi sem útskýrði bakgrunn þess efnis sem flytja átti. Hr. O’Flynn gerði grein fyrir sínu sjaldséða hljóðfæri, sem virtist hið flóknasta þing. Jafn- vel snúnara viðfangs en hinar al- gengari skosku hálandapípur sem eru engin barnaleikföng. En tónlist- armaðurinn hafði auðsjáanlega eins fullt vald á pípunum og hægt er, slík hljóðfæri leggja einatt sitthvað til málanna sjálf. Þegar hann lagði frá sér belginn og greip tinflautuna varð tónlistarnæmi hans enn ljósara okk- ur sem lítt erum dómbær á hvað telst vel gert á olnbogapípur. Fyrir utan hinn undurfallega saknaðarsöng Am- eríkufarans sem leikinn var á flaut- una er sérlega minnisstætt tónverkið um refaveiðarnar, þar sem túlkunar- þanþol pípnanna virtist nýtt til hins ítrasta til að skila framvindunni. Hr. Heaney las úr verkum sínum, bæði frumsamið efni og þýðingar, af fallegu en tjáningarríku látleysi. Enda ekki annað við hæfi, því hér er ekki verið að velta sér upp úr tilfinn- ingum eða skrúðmælgi. Eins og öll góð ljóð þá öðlast þessi ekki fullt líf fyrr en þau eru flutt upphátt af ein- hverjum sem skilur þau til fulls, helst skáldinu sjálfu. Írskur hreimur er jafn ómissandi hluti af þessum orð- heimi og hann er fyrir verk landa hans og félaga á nóbelsskáldabekk, Samuel Beckett. Oft er vísað til ljóðsins „Digging“ þegar reynt er að lýsa list skáldsins, bæði vegna yrkisefnisins og með- ferðar þess, en önnur lína festist í minni mínu úr ljóði sem ég hafði ekki séð áður, en var lesið í Óperunni. Það er líka byggt á bernskuminningum, nánar tiltekið veðurspá fyrir sjófar- endur sem var það síðasta á dagskrá írska útvarpsins á uppvaxtarárum hans. Í lokin leyfir Heaney sér að gefa þessu útvarpsefni einkunn: „Marvellous and Actual“. Það sama má segja um verk hans, nákvæmnin í lýsingum hluta og verka, hin sterka sviðssetning skilar djúpri tilfinningu fyrir lífi og horfnum tíma. Ljóðið um heykvíslina, hið magnaða Mid-term Break sem segir frá dauða bróður skáldsins og ljóðin þrjú um móður hans og húsverkin eru þau sem syngja í höfðinu á mér. Sterk, ná- kvæm, tilfinningarík en ekki tilfinn- ingasöm. Einbeita sér að raunveru- leikanum af slíkri einurð að hann verður gegnsær og heimur tilfinning- anna og andans kemur í ljós. Und- ursamlegt – og raunverulegt. Undursamlegt og raunverulegt BÓKMENNTIR Íslenska óperan Listahátíð í Reykjavík Seamus Heaney og Liam O’Flynn. Mánu- dagur 24. maí 2004. SKÁLDIÐ OG SEKKJAPÍPULEIKARINN Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið/ÞÖK Nóbelsskáldið Seamus Heaney. Kirsjuberjagarður við jökulröndina – einstök skáldsaga eftir Stein- unni Sigurðardóttir, segir í fyrirsögn ítar- legs ritdóms Neue Zürcher Zeitung um skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttir, Jökla- leikhúsið, en hún kom út í Þýskalandi í fyrra í þýðingu Coletta Bürling. Ritdómari blaðsins, Uwe Stolzmann, bend- ir á að þeim mun sér- stakari sem efniviður skáldsögu sé því lík- legra sé að eftir henni verði tekið í ys og þys bókmennta- markaðarins. Rökrétt, sannfærandi „Ekki skortir því á sérkennileg- heitin í fagurbókmenntum nú- tímans. En samt sem áður heppnast aðeins fáum höfundum það, sem Steinunni tekst á áreynslulausan hátt í þessari skáldsögu: að vera trúverðug. Hliðarspor persóna hennar – hversu geggjaðar sem þær annars kunna að virðast – virka rök- rétt, sannfærandi – eins og hjá meisturum töfraraunsæisins hinum megin á hnettinum. […] Athyglis- vert er hvernig rithöfundurinn læt- ur skína í efni Rússans [Antons Tsjekovs] í gegnum eigin texta. Hvernig hann lætur leikhús- flækjur birtast í dreif- býlissviði Íslands: leynimakk, framhjá- hald, ástarsambönd, hótanir um sjálfsmorð. Þetta er skemmtun – á mjög háu plani,“ skrif- ar Neue Zürcher Zeit- ung. Hnitmiðað, írónískt, galsafengið Þá er bent á að texti Steinunnar verði eink- um trúverðugur vegna sterkra tengsla hans við hið „raunverulega“ líf, leikrit Tsjekovs, Kirsuberjagarðurinn, sé aðeins yfirborð, eins og slæða yfir hversdegi í litlum smábæ. Á bak við hana komi í ljós hyldýpi sem Stein- unn leiði lesandann að þannig að hann geti rétt aðeins gægst fram af. „Steinunn skrifar hnitmiðað, írón- ískt, stundum galsafengið, oft þægi- lega hreint og beint og allt í einu þegar landslag kemur fyrir verður hún skáldleg – þá talar ljóðskáldið. Höfundurinn býður lesandanum efni sem dugað gæti í þrjár skáld- sögur, með mörgum hliðarsögum, kómískum og dapurlegum sem höf- undurinn dreifir áreynslulaust um verkið.“ Neue Zürcher Zeitung um Jöklaleik- húsið eftir Steinunni Sigurðardóttur Sannfærandi eins og hjá meisturum töfraraunsæisins Steinunn Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.