Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 29 ið stofnun ir mikil- samskipti gja þegar eim lögum amþykkt,“ um forset- nnars G. niðurstöðu i sú venja s og þjóð- öfðingjans eðlis. Sú isreglunni imastjórn reytingar ið stofnun n á rætur stjórnar- 49,“ segir rá lands- málefni Ís- f konungi ríkjandi u,“ segir . akmarkað öfðingjan- n frá 1904 löggjafar- m landsins hafði Al- afarvald. beitti aldr- aldi sínu á var sett vegar var staðfest- ð var gert sráðherr- sem sat í ð heima- st á 1904 ðfestingar bilinu frá Danmörk nungurinn frumvarp kkt og sú á árunum þ.e. í tíð að líta svo i gilt á Ís- m meðferð ggja ríkja var ekki un heldur og á hans þingræð- ðhöfðingja yrgð ráð- fara gegn meiri hluta þjóðþingsins,“ segir Þórður Bogason. Telur að afstaða forseta til laganna þurfi að liggja fyrir Fræðimenn sem fjalla um mögu- legt vald forseta og sögu stjórnar- skrárákvæðanna eru yfirleitt á einu máli um að nauðsynlegt sé að skoða 13. grein stjórnarskrárinnar til sam- anburðar, þar sem segir: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“ Gunnar Helgi Kristinsson bendir á í áðurnefndu riti sínu um þróun íslensku stjórnarskrárinnar að 13. greinin hafi staðið óbreytt frá 1944 og var hún efnislega að mestu komin í núverandi horf árið 1920. Í þeirri grein er vísað til konungs og segir Gunnar Helgi að hún sé að mestu bein þýðing á samsvarandi grein úr dönsku stjórnarskránni. Gunnar Helgi heldur því fram í umfjöllun sinni um uppruna 26. greinarinnar að nauðsynlegt virðist að forseti taki skýra afstöðu gegn viðkomandi lögum ef hann vill synja um undirskrift þeirra. „Ef forseti ætti hins vegar að vera sá aðili innan stjórnkerfisins sem hefði það hlut- verk að ákveða hvenær þjóðarat- kvæðagreiðslur færu fram, án þess að hans eigin afstaða lægi fyrir, þyrfti að breyta greininni. Slíka breytingu var að finna í stjórnar- skrárfrumvarpinu 1983, þar sem gert var ráð fyrir að forseti gæti ósk- að þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hann tekur ákvörðun um staðfest- ingu. Þær tillögur urðu ekki að veru- leika, og greinin hefur verið óbreytt frá 1944,“ segir Gunnar Helgi. Ef stjórnkerfið verður óstarfhæft Ólafur Jóhannesson, fyrrv. lagaprófessor og forsætisráðherra, benti á í riti sínu Stjórnskipun Ís- lands, sem notað var við kennslu í stjórnskipunarrétti við lagadeild HÍ um áratugaskeið, að kanna verði samstætt ákvæði stjórnarskrárinn- ar þegar virða eigi hvert vald forseta Íslands sé í raun og veru, og gaum- gæfa verður þingræðisregluna, sagði Ólafur. ,,Það ber að hafa í huga, að þó að forsetastaðan sé hér á landi fyrst og fremst táknræn tign- arstaða, er forsetinn jafnframt eins- konar öryggi í stjórnkerfinu og get- ur komið til hans kasta, ef stjórnkerfið að öðru leyti verður óstarfhæft,“ sagði Ólafur. af tíma- 1942–44 festingar og um þjóðaratkvæðagreiðslu var sett irihluti Alþingis undi mjög illa, samkvæmt frá- ni má sjá ráðherra í utanþingsstjórn Björns . F.v. dr. Björn, Vilhjálmur Þór, Einar Arn- orsetastól. ta var sett í lýðveldisstjórnar- sætisráðherra frá árinu 1968. manna um sögu þessa ákvæðis. omfr@mbl.is Tjarnarskóli við Reykjavík-urtjörn undirbýr nú tutt-ugasta starfsár sitt, enþað var árið 1985 að þær María Solveig Héðinsdóttir og Margrét Theodórsdóttir stofnuðu skólann. Þær stöllur gáfu sér stund frá erli síðustu skóladaganna til að setjast niður með blaðamanni Morgunblaðsins og rifja upp nítján ára skólastarf. „Við kynntumst í Gagnfræða- skóla Mosfellssveitar eins og hann hét þá, við báðar nýútskrifaðir kennarar,“ svarar María Solveig þegar blaðamaður forvitnast um hvernig samstarf þeirra kom til. „Við byrjuðum þar báðar að kenna íslensku, og fórum brátt að ræða saman um ýmislegt varðandi skóla- mál og skólastefnu,“ bætir Margrét við. „Stofnun Tjarnarskóla spratt af einlægum áhuga okkar á skóla- málum, og við ákváðum að slá til og sækja um leyfi til að stofna skóla með nýju sniði, enda var skólakerf- ið með allt öðru sniði í þá daga en það er nú,“ segir María Solveig. Framtak ungu kvennanna vakti mikla athygli, og að þeirra sögn birtust nær daglega harðorðar greinar í dagblöðum þar sem stofn- un skólans var mótmælt. „Það var talið að skólinn myndi auka á mis- munun nemenda milli skóla, til dæmis með tilliti til efnahags. Eftir þennan darraðardans ákváðum við að veita ekki viðtöl við fjölmiðla fyrsta starfsár skólans, og vildum leyfa skólanum að komast af stað án neikvæðrar umræðu,“ segir María Solveig. Ólíku saman að jafna María og Margrét segja skóla- starf hafa breyst mjög mikið á þeim tuttugu árum sem þær hafa staðið við stjórnvöl Tjarnarskóla. Telja þær að ef hugmyndin um stofnun skólans kæmi fram í dag yrðu efasemdaraddir líklega færri. „Margt af því sem við vildum breyta í upphafi hefur nú náð fót- festu í hinum almenna grunnskóla. Í þá daga var skóladagurinn mun styttri, skólinn tvísetinn og nem- endum ekki sýnd nægileg athygli sem einstaklingum. Það var meira litið á hópinn í heild, og ekki tekið mið af þörfum einstaklinganna,“ segir María Solveig. „Það hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum í kjölfar breyttra áherslna í skólakerfinu, til dæmis hvað varðar einstaklingsmiðaða kennslu,“ bætir hún við. „Það eina sem hefur í raun ekkert breyst eru krakkarnir sjálf- ir. Þeir eru sömu lífsglöðu ungling- arnir og áður.“ Spurð um áherslur skólans segir Margrét: „Við lögðum frá upphafi áherslu á mannrækt og tjáningu, svo dæmi séu tekin. Sömuleiðis var það nýjung að bjóða nemendum upp á aðstöðu til heimanáms í skól- anum. Öll þessi atriði lutu að auknu vægi hvers og eins nemanda í skólastarfinu.“ Enn fremur hefur verið lögð áhersla á að bjóða gest- um í skólann til að kynna störf sín og málefni fyrir nemendum, og hef- ur það gefist mjög vel. „Það hefur verið kryddið í tilveruna,“ segir María. Skólinn starfar samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, og fylgir líkt og aðrir grunnskólar gildandi aðalnámskrá. Þar er þó gefið talsvert svigrúm fyrir einstaka skóla í útfærslu náms, og nýtir Tjarnarskóli vel þá möguleika. „Námskráin frá 1999 er mjög í anda okkar stefnu. Sem dæmi má nefna að námsgreinin lífsleikni sem þá var innleidd hefur verið skyldunámsgrein hjá okkur, undir heitinu mannrækt, allt frá stofnun skólans,“ segir Margrét. Fjölbreyttur nemendahópur Alls eru nú tæplega 30 nemendur í Tjarnarskóla, og um 400 hafa út- skrifast á þeim 19 árum sem eru að baki. María og Margrét segja nem- endahópinn fjölbreyttan og koma víða að. „Það eru bæði krakkar héðan úr nærliggjandi götum og langt að komnir. Það eykur enn á fjölbreytileikann í skólastarfinu að hópurinn á ólíkan bakgrunn,“ segir María. Blaðamanni er spurn hvern- ig takist að halda utan um hópand- ann þegar engin sameiginleg hverf- iskennd býr að baki. „Það byggir upp önnur tengsl við foreldrana og það samstarf sem við viljum að sé milli heimilis og skóla. Foreldrar eru nánir samstarfsmenn enda mikið í húfi að vel takist til á ung- lingsárunum. Það á jafnt við um námsferil og vellíðan nemendanna. Hvort tveggja næst betur fram með gagnvirkum samskiptum. Þannig eru foreldrar nálægir í skólastarfinu, og það er eitt af okk- ar megináherslum. Hins vegar er foreldrafélagið ekki hagsmunafélag í sama skilningi og hverfabundin félög,“ útskýrir Margrét. Þessi mannlegu samskipti taka að sögn þeirra þónokkurn tíma, en eru jafnframt sá þáttur skólastarfs- ins sem þær telja einna mikilvæg- astan. „Þau gefa manni svo mikið, þessi samskipti við nemendur og foreldra þeirra. Allir leggjast á eitt með að finna hentugar lausnir fyrir hvern og einn, og draga þannig fram það besta hjá hverjum og ein- um,“ bætir Margrét við. Björt framtíðarsýn „Við spyrjum okkur að því nú á þessum tímamótum hvaða stöðu skólinn hafi í örum breytingum skólastarfs hér á landi. Þar höfum við lagt áherslu á að fylgja kröfum nútímans um miðlun upplýsinga og erum í miklu sambandi við foreldra nemenda við skólann, til dæmis með tölvupósti þrisvar í hverri viku. SMS-skilaboðin eru svo enn ein samskiptaleiðin sem er þægi- legt að grípa til. Þar kemur einnig til mjög virkt símat sem við höfum fyrir nemendur og foreldra, og gef- ur skýra mynd af stöðu nemandans hverju sinni. Sömuleiðis fylgjum við að sjálfsögðu okkar stefnu í ein- staklingsmiðaðri kennslu, en okkar sérstaða hefur minnkað með ár- unum hvað það varðar. Þrátt fyrir það erum við lítill skóli með stórt hjarta, sem enginn stærri skóli get- ur náð fullkomlega,“ segir María. Fjöldi nemenda hefur ekki breyst mikið með árunum, en þeir hafa flestir verið rúmlega 70, og þá þurfti að vísa mörgum umsóknum frá. Segja þær María og Margrét að nú sé miðað við mun fámennari bekki og kjörstærð í kringum 15 nemendur í bekk, eða 45 nemendur í heildina. Gjöfult samstarf í tvo áratugi Þegar litið er yfir farinn veg er augljóst að um mjög náið samstarf hefur verið milli Maríu Solveigar og Margrétar í öll þessi ár. Þær skipta ekki sérstaklega með sér verkum, heldur ganga jafnt til allra verka skólastjórans. „Við höfum alltaf unnið að stjórn skólans í sam- einingu, og mörgum foreldrum hef- ur þótt gott að geta nær alltaf náð í aðra okkar til að ræða hin ýmsu mál sem upp koma. Við setjum hvor aðra inn í mál sem til okkar berast, og stöndum því jafnt að vígi þegar kemur að ákvarðanatöku eða samræðu við foreldra,“ útskýrir María. Þær segjast hafa heyrt frá ýms- um kollegum sínum í skólastarfi að víðast hvar tíðkist mun ákveðnari verkaskipting. „Það hefur hins veg- ar aldrei komið til þess hjá okkur, og okkur finnst gott að standa jafn- fætis í öllum málum,“ segir Mar- grét. Þær hafa ávallt stundað kennslu samhliða stjórnunar- störfum og segja það gera þeim kleift að fylgjast betur með fram- vindu nemenda og kynnast þeim betur. „Svo er mjög ánægjulegt að við höfum haft í skólanum nokkur systkini, sem komið hafa eitt af öðru í skólann. Það hefur aukið á tengslin milli skólans og fjölskyldn- anna. Núna við þessi tímamót í sögu skólans erum við einmitt að vinna að því að útbúa tölvupóst- fangaskrá með nöfnum sem flestra nemenda, og vonumst við til að sem allra flestir hafi samband við okk- ur,“ segir María. Þær segja nem- endurna hafa dreifst ótrúlega víða um heiminn og leitað á ólík starfs- svið. „Það er mjög ánægjulegt að sjá hve sjálfstæðir og atorkusamir nemendur skólans hafa verið, og leitað ýmissa leiða í framhaldsnámi sínu,“ útskýrir Margrét. Blaðamaður forvitnast að lokum um hvort þær stöllur væru til í slaginn ef þær stæðu á núllpunkti og byðist að stofna skóla hér og nú. „Já,“ segja þær samtaka, „það myndum við gera!“ Tjarnarskóli undirbýr tuttugu ára afmæli sitt Að draga fram það besta hjá hverjum og einum Morgunblaðið/Ásdís Hópur nemenda Tjarnarskóla ásamt skólastjórunum Maríu Solveigu Héðinsdóttur og Margréti Theodórsdóttur. María Solveig Héðinsdóttir og Margrét Theodórsdóttir skólastjórar. Margrét Theodórs- dóttir og María Sol- veig Héðinsdóttir stofnuðu Tjarn- arskóla 1985 og hafa verið við stjórnvölinn síðan. Þær rifja upp sögu skólans og meta stöðu hans. TENGLAR ............................................. www.tjarnarskoli.is tjarnarskoli@ismennt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.