Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 25
Virðulegt og fallegt steinhús í hjarta borgarinnar. Húsið var allt endurnýjað fyrir nokkrum árum á
vandaðan og smekklegan hátt og skiptist í þrjár hæðir og kjallara, samtals um 500 fm. 1. og 2. hæð
eru 140 fm hvor, 3. hæðin 100 fm og kjallari er 140 fm. Þrjár íbúðir eru í húsinu og sérinngangur í
hverja þeirra. Rósettur og gifslistar í loftum. Svalir út af efstu hæð, fallegt útsýni yfir borgina. Nýjar
lagnir og nýtt hitakerfi. 6 sér bílastæði fylgja eigninni. Bílskúrsréttur.
Húsið hentar t.d. fyrir stórfjölskyldu eða margs konar fyrirtæki, t.d. tannlækna, lögfræðinga
eða gistiheimili.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Ingólfsstræti 12
Eign sem býður upp á ýmsa
möguleika.
Nánari upplýsingar veittar
á skrifstofu.
Starfsári Söngskólans í Reykjavík lýkur ídag. Um 200 nemendur stunduðu námvið skólann í vetur. Í haust voru 30 árliðin frá stofnun skólans og hefur þessa
verið minnst með ýmsu móti í vetur, m.a. komu
allir nemendur skólans fram á afmælistónleikum
með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem haldnir voru
í tvígang fyrir fullu Háskólabíói í mars.
30 nemendur luku umsagnarprófum úr ung-
lingadeild, 28 luku grunnprófum, 120 miðprófum
og 34 áföngum til framhaldsprófs, þar af 5 bæði
8. stigs prófi og framhaldsprófii og 11 nemendur
þreyttu próf á háskólastigi, ABRSMdip eða
L.R.S.M. í einsöng eða söngkennslu.
Söngskólinn fær árlega prófdómara á vegum
„The Associated Board of the Royal Schools of
Music“ í London. Að þessu sinni dæmdi prófess-
or Mark Wildman prófárangur nemenda. Auk
prófdómarastarfa fyrir ABRSM er hann yfirmað-
ur söngdeildar Konunglegu tónlistarakademíunn-
ar í Lundúnum. Wildman segir að söngnemend-
urnir sem hann hlýddi á í ár, hafi verið á ýmsum
aldri, og hafi átt það sameiginlegt að búa yfir
góðum röddum, og hafa notið mjög góðrar
kennslu. „Ég hlustaði á allt mögulegt, mér til
mikillar ánægju; allt frá íslenskum þjóðlögum til
óperuaría. Íslenskar raddir virðast mjög góðar
frá náttúrunnar hendi og ánægjulegt að fá að
koma til að hlusta á þær,“ segir Wildman. Þetta
er í þriðja skipti sem hann kemur hingað, en
prófdómarar konunglegu akademíunnar ferðast
um allan heim til að dæma á söngprófum. All-
staðar eru mælistikurnar þær sömu. „Ég held að
prófin okkar og umsagnirnar njóti þessarar virð-
ingar vegna þess að prófdómararnir eru mjög vel
þjálfaðir, og eru auk þess algjörlega hlutlausir.
Ég kem hingað, þekki enga þessara nemenda, -
veit ekki heldur hverjir hafa kennt þeim – og það
er trygging þeirra fyrir algerlega óhlutdrægu
mati. Viðmið okkar eru líka útgefin; algerlega
skýr og ljós, þannig að öllum á að vera nákvæm-
lega ljóst hvernig matið fer fram; hvað er metið
og hvernig.“
Mark Wildman hefur kennt nokkrum íslensk-
um söngnemum þar; nemendum sem hafa að
loknu námi fengið störf við góð óperuhús erlend-
is. „Það verður að segjast eins og er, að það er
tilkomumikil lesning að renna augum yfir nöfn
fyrrum nemenda Söngskólans. Þar eru söngvarar
sem hafa atvinnu af óperusöng á Íslandi, en líka í
stærstu óperuhúsum Þýskalands, og svo allt til
óperuhúsa á borð við Metropolitan í New York,
og Scala í Mílanó. Það er mikil hvatning fyrir
söngnema að fá tækifæri til að mennta sig er-
lendis, ekki síst á stöðum eins og í stórborgunum,
þar sem sönglífið stendur með miklum blóma. Ís-
lensku nemendurnir sem komið hafa til Lundúna,
hafa staðið sig mjög vel í samanburði við nem-
endur annars staðar frá, bæði vegna þess hve
raddirnar eru góðar frá náttúrunnar hendi, og
hve góðan bakgrunn þeir hafa, en svo hafa þeir
líka næmt eyra fyrir mótun sérhljóðanna, sem
skiptir miklu máli í söngnum. Þar spilar tungu-
málið ykkar auðvitað inní líka. Íslensku nemend-
urnir ná því langt hjá okkur og eiga sjálfsagt
met, ef tekið er tillit til þess hve fámenn þjóðin
er, en þeir standa sig ekki bara vel á prófunum,
þeim vegnar líka vel í starfi sem fullburða söngv-
arar.“
Skólaslit og afhending prófskírteina fara fram í
dag kl. 18.30 í tónlistarhúsinu Ými við Skóg-
arhlíð. Kl. 20 í kvöld eru lokatónleikar skólans.
Efnisskráin er afar fjölbreytt, íslensk og erlend
sönglög og atriði úr óperum. Aðgangur ókeypis
og öllum heimill.
Íslenskar raddir mjög góðar
Morgunblaðið/Árni Torfason
Mark Wildman, prófdómari og prófessor við
Konunglegu tónlistarakademíuna í Lundúnum.
Kl. 20 Þjóðleikhúsið Kvöldstund með
Jónasi Ingimundarsyni, Bjarna Thor
Kristinssyni, Eteri Gvazava og Fóst-
bræðrum.
Kl. 17 Tónlistartorg Listahátíðar í
Kringlunni Íslenska dægurlagið. Eg-
ill Ólafsson og Tatu Kantomaa.
Dagskráin í dag
Listahátíð í
Reykjavík
14.–31. maí
FÍH, Rauðagerði 27 kl. 10
og kl. 19
fyrirlestrar um tónlistariðnaðinn og
sjálfstæða útgáfu. Fyrirlestrarnir
eru í samvinnu við Dansk Musiker
Forbund. Í heimsókn kemur þeirra
helsti sérfræðingur í útgáfumálum,
Mikael Höjris.
Fyrirlestrarnir standa í fjóra tíma
með hléi og fara fram á ensku.
Á MORGUN
EVA Haraldsdóttir hefur opnað sína
fyrstu myndlistarsýningu í Spari-
sjóðnum Garðatorgi. Sýningin er í
boði Sparisjóðsins og stendur fram á
sumar.
Eva er fædd 1954 á Akureyri og
hefur sótt mörg myndlistarnám-
skeið. Á sýningunni eru 35 olíu-
málverk á striga.
Eitt af verkum Evu Haraldsdóttur á sýningunni á Garðatorgi.
Eva sýnir á
Garðatorgi
Í TILEFNI af reyklausum degi,
31. maí næstkomandi, efna Edda
útgáfa og Guðjón Bergmann til
samkeppni um bestu reynslu-
söguna um hvernig fólk getur
hætt að reykja. Þeir, sem tekist
hefur að hætta að reykja, geta
sent inn reynslusögu sína á
reyklaus@edda.is.
Um síðustu áramót kom út
bókin „Þú getur hætt að reykja.
Góð ráð frá fyrrverandi reyk-
ingamanni“ eftir Guðjón Berg-
mann. Guðjón er einnig höfund-
ur bóka um jóga og jógafræði.
Tilkynnt verður um vinnings-
hafann 31. maí og hlutar úr sög-
unni birtir í fjölmiðlum. Veitt
verða bókaverðlaun fyrir bestu
söguna.
Samkeppni
um bestu
reynslusögu
SNORRI Wium
tenór syngur við
undirleik Antoníu
Hevesi á síðustu
hádegistónleikum
vetrarins í Hafn-
arborg sem verða
kl. 12 á morgun.
Yfirskrift tón-
leikanna er Ást í
fyrirrúmi og
verða flutt lög eftir Giuseppe Verdi,
Rudolf Sieczynski og Ferenc Lehár.
Snorri var fastráðinn við óperuna í
Coburg í Þýskalandi á árunum 1992–
1996. Í Íslensku óperunni hefur hann
sungið mörg óperuhlutverk, m.a. í
Töfraflautunni, Leðurblökunni og
Macbeth.
Listrænn stjórnandi Hádegistón-
leika Hafnarborgar er Antonía He-
vesi. Aðgangur er ókeypis.
Ástin í
fyrirrúmi
í hádeginu
Snorri Wium
DÓMNEFND Þjóðleikhússins hef-
ur nú valið athyglisverðustu áhuga-
leiksýningu leikársins 2003–2004 og
varð sýning Leikdeildar Ungmenna-
félagsins Eflingar í Reykjadal á
Landsmótinu fyrir valinu. Lands-
mótið verður sýnt á Stóra sviði Þjóð-
leikhússins 19. júní nk.
Tilkynnt var um valið á áhugasýn-
ingu ársins á þingi Bandalags ís-
lenskra leikfélaga sem haldið var í
Svarfaðardal nú um helgina. Dóm-
nefnd Þjóðleikhússins í ár var skipuð
Stefáni Baldurssyni þjóðleikhús-
stjóra, Melkorku Teklu Ólafsdóttur,
leiklistarráðunauti Þjóðleikhússins,
og Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu.
Tíu félög sóttu um að koma til greina
við valið með ellefu sýningar.
Handrit Landsmótsins er skrifað
af heimamönnum, þeim Jóhannesi
Sigurjónssyni og Herði Þór Benón-
ýssyni. Leikstjóri er Arnór Benón-
ýsson. Þetta er í annað sinn sem sýn-
ing Eflingar í leikstjórn Arnórs er
valin áhugasýning ársins, en félagið
sýndi Síldin kemur og síldin fer í
Þjóðleikhúsinu fyrir fjórum árum.
Auk verðlaunasýningarinnar
hlutu nokkrar sýningar sérstaka við-
urkenningu dómnefndar: Draumur á
Jónsmessunótt í leikstjórn Þorgeirs
Tryggvasonar hjá Leikfélaginu Sýn-
um. Sýning Halaleikhópsins á Fíla-
manninum í leikstjórn Guðjóns Sig-
valdasonar. Sýning Stúdenta-
leikhússins á leikgerðum sem unnar
voru af leikhópnum eða aðstandend-
um sýningar, 1984 – ástarsaga í leik-
stjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar
og 101 Reykjavík í leikstjórn Hjálm-
ars Hjálmarssonar. Sýning Leik-
félags Dalvíkur á Svarfdælasögu eft-
ir Hjörleif Hjartarson og Ingibjörgu
Hjartardóttur í leikstjórn Ágústu
Skúladóttur. Sýning Leikfélags
Keflavíkur í leikstjórn Steins Ár-
manns Magnússonar á Með álfum og
tröllum.
Kraftmikill leikur
Í umsögn dómnefndar um verð-
launasýninguna segir m.a.: „Sýning
Eflingar á Landsmótinu er bráð-
skemmtileg leiksýning, þar sem
saman koma frábær tónlistarflutn-
ingur og kraftmikill leikur. Leikritið
gerist, líkt og titillinn bendir til, á
Landsmóti ungmennafélaga sem
haldið er í heimabyggð Eflingar, að
Laugum. Leikfélagsfólk vinnur
þannig á skemmtilegan hátt með til-
vísanir til heimabyggðarinnar, en
leikritið vísar jafnframt út fyrir sig
þannig að fólk víðsvegar af landinu
getur haft mikið gaman af. Vel tekst
til með gervum, tónlist og leik að
endurverkja þá gömlu, góðu tíma
þegar ungmennafélagsandinn og
vínandinn tókust á um sálir unga
fólksins. Og auðvitað svífur ástin yfir
vötnum, en hér geta ástarævintýrin
orðið ærið óvænt. Leikstjórinn hefur
náð að virkja leikgleði leikhópsins til
hins ítrasta, og þessi gleði streymir
óhindrað yfir til áhorfenda. Leik-
mynd er einföld en rýmisnotkunin
vel hugsuð, svo að fjöldasenur njóta
sín vel. Í Eflingu koma saman ungir
og aldnir, og er gaman að verða vitni
að því hvernig margreyndir leik-
félagar og ungt skólafólk vinnur
saman að því að búa til kraftmikla og
fjöruga sýningu með sterkan heild-
arsvip.“
Landsmótið áhugasýning ársins
Jón Fr. Benónýsson, „gamall
kommúnisti“, hvetur hér keppanda
á mótinu, Brynjar Mar Lárusson.